Morgunblaðið - 30.12.1994, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
V
1994
fHjrrgnttMð&ft
■ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER
SNOKER
Jóhannesfer í
atvinnumennsku
JÓHANNES R. Jóhannesson, snókerspilari, hefur
ákveðið að gerast atvinnumaður í snóker, um
tíma að minnsta kosti. „Ég geng frá því í fyrra-
málið og bytja svo í Blackpool í Englandi í júlí,"
sagði Jóhannes við Morgunblaðið í gærkvöldi.
„Til að byrja með ætla ég ekki í heilt tímabil.
Ég greiði ársgjaldið sjálfur núna en fer síðan til
Englands til að athuga með styrktaraðila, og ég
held að það verði ekki mikið mál. Ég vil hafa
þann möguleika opinn að koma heim aftur ef
mér líkar þetta ekki. Mótið er þannig uppbyggt
að komist maður í gegnum íjórar umferðir þá
eru aðrar ijórar leiknar tveimur mánuðum seinna
og svo framvegis," sagði Jóhannes og bætti því
við að hann ætíaði einnig á Embassy-mótið sem
yrði í janúar.
Magnús Scheving, þolfimikappi úrÁrmanni, íþróttamaðurársins
Morgunblaðið/Kristinn
Magnús Schevlng þolflmlkappl og unnusta hans, Ragnheiður Melsteð, bregða ð lelk á Hótel Loftlelðum eftir að kjðrl íþróttamanns árslns var lýst í gærkvöldl.
Sýnir að allir eiga
jafha möguleika
að er alveg frábært að fá þessa
viðurkenningu — það stærsta
á mínum ferli, alveg frá upphafi,"
sagði Magnús Scheving þolfimi-
kappi úr Armanni eftir að hann
hafði verið útnefndur íþróttamaður
ársins 1994 af Samtökum íþróttaf-
réttamanna á hófi á Hótel Loftleið-
um í gærkvöldi. En átti kappinn
ekki von á þessu? „Nei, það átti ég
ekki,“ segir Magnús. Alls ekki?
„Nei. Ég bjóst við að boltinn yrði
yfirsterkari, vegna þess að þetta
er svo nýtt. Ég bjóst ekki við að
íþróttafréttamenn, með fullri virð-
ingu fyrir þeim, væru svona nútíma-
legir. Þeir þorðu að taka áhættu
og þetta sýnir að það hafa allir jafna
möguleika," sagði Magnús.
Þú er alveg sáttur við kjörið?
„Jú, ég myndi segja það. Öll þau
mót sem ég hef tekið þátt í og náð
þessum árangri. Þetta er góður
árangur, ég veit að ég hef náð góð-
um árangri, en það eru líka margir
aðrir íþróttamenn sem hafa náð
góðum árangri. Ég geri mér fulla
grein fyrir því að þetta er matsatr-
iði hjá íþróttafréttamönnum og það
er alls ekki auðvelt að vera í þeirri
stöðu að velja hann og lenda í því
að fara að bera saman íþróttir."
Þolfími — er það einhver íþrótt?
„Jaaaá,“ segir Magnús og brosir.
„Það er í rauninni ekki mitt að svara
því, en þolfimi er þannig íþrótt að
þú verður nánast að hafa allar
íþróttir á bak við þig. Þú verður
að vera liðugur, þú verður að vera
snöggur, þú þarft að vera sterkur,
þú þarft að geta komið fram, þú
þarft að vera einn, þú þarft að geta
samið, þú þarft að hafa takt í þér,
þetta sameinar svo til allar íþróttir.
Þess vegna má eiginlega segja að
til að vera í öðrum íþróttum þarf
maður á vissan hátt bara að hafa
brot af þvi sem góður þolfimimaður
þarf að hafa. Það eina sem maður
þarf kanski ekki að hafa er bolta-
tækni.
Þolfimi er ný íþrótt sem á eftir
að verða stærri og við eigum eftir
að ná langt sé rétt haldið á spilun-
um. Fyrir tuttugu árum þótti hall-
ærislegt að skokka þannig að menn
voru að hlaupa í myrkri þegar eng-
inn sá til. Nú þykir skokk ósköp
eðlilegt. Á sama hátt þykir okkur
hálf hallærislegt að sjá mann tala
í síma úti á götu, en þetta á allt
eftir að breytast."
Hver er staða þolfimi íheiminum?
„Þolfimi er að breytast mikið í
heiminum. Stefnt er að því að koma
henni inn á Ólympíuleika 1996 og
flest öll alþjóðasamtökin eru að
sameinast, til dæmis sameinast IAF
og fimleikasamböndin í heiminum
þann fimmta mars og munu standa
að sameiginlegu heimsmeistaramóti
í fimmta nóvember í París. Lönd
eins og Rússland eiga eftir að koma
mjög sterk inn í þetta. Ég hef til
dæmis bara keppt tvisvar við Rússa
en þeir eru alltaf framarlega í öllu
svona þegar þeir fara af stað.“
Nú hótaðir þú því að hætta ekki
alls fyrir löngu. Ætlar þú að standa
við þá hótun eða halda áfram að
keppa?
„Núna hafa aðstæður breyst hjá
mér. Þolfimin er komin inn í ÍSÍ
og það hefur hjálpað mér mikið
þannig að ég þarf ekki að berjast
í því einn að komast í mótin sem
ég hef haft áhuga á að keppa á.
Menn hafa getað séð það á skrifum
kollega minna að undanförnu,
manna sem telja sig vera forsvars-
menn fyrir keppnina. Þetta er ég
búinn að beijast við öll þessi ár.
Mig langar að sjá væntanlega kepp-
endur frá íslandi geta einbeitt sér
að því að keppa. Menn eiga ekki
að þurfa að vera skipuleggjendur,
framkvæmdaaðilar og sjá um alla
þætti sem snúa að þátttöku í svona
mótum.
Ég er ofboðslega þreyttur á
stússinu í kring um þessa hluti. Ég
hef verið keppandi, skipuleggjandi
og allt í einum pakka. Auk þess
hef ég verið að kynna íþróttina í
skólum og annað. Ég held það hafi
skilað sér því krakkar eru farnir
að hafa meiri áhuga á leikfimi, og
ég vil kynna þetta sem leikfimi þó
svo þetta heiti þolfimi.
íslendingar eru fljótir að gera
hluti sem þarf að gera á stuttum
tíma og þolfimin er dæmi um það.
Það er ótrúlegt hversu vel fjölmiðl-
ar og íþróttaforystan hefur tekið
við sér og ég held að þetta eigi að
hjálpa okkur á komandi árum að
vera í fremstu röð. Ef við höldum
rétt á spilunum og erum ekki að
rífa niður, heldur byggja upp, þá
er framtíðin björt hjá okkur. Hver
veit, ef til vill verður þolfimi fyrsta
greinin þar sem við fáum gull á
Olympíuleikum," sagði íþróttamað-
ur ársins 1994.
KÖRFUKNATTLEIKUR: ENGLENDIIMGAR GENGU AF VELLI / C4