Morgunblaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 C 3
IÞROTTIR
IÞROTTIR
Formaður Samtaka íþróttafréttamanna
við 39. útnefningu íþróttamanns ársins
Mikilvægt
uppeldis- og
forvamarstarf
|AGNÚS Scheving, þolfimi-
meistari, var í gær útnefnd-
ur íþróttamaður ársins af Samtök-
um íþróttafréttamanna i hófi á
Scandic Hótel Loftleiðum. Magnús
hlaut 395 stig af 440 mögulegum,
Arnór Guðjohnsen varð í öðru sæti
með 280 stig og Martha Ernstdótt-
ir i þriðja sæti með 126 stig.
Skapti Hallgrímsson, formaður
Samtaka íþróttafréttamanna, af-
henti Magnúsi styttuna glæsilegu
sem nafnbótinni fylgir. Magnús er
27. íþróttamaðurinn sem hampar
styttunni, sem nú var afhent í 39.
sinn. í ávarpi sínu við verðlaunaaf-
hendinguna sagði Skapti meðal -
annars: „Óðum styttist í mót
merkra ára í sögu þjóðarinnar; á
því sem nú er að ljúka fögnuðum
við 50 ára lýðveldi íslands og á
þvi næsta fer hér fram stærsti
íþróttaviðburðurinn til þessa:
heimsmeistarakeppni í handknatt-
leik. Það gæti orðið eitt eftirminni-
legasta íþróttaár í sögu landsins;
allir vona það besta og áramótaósk
margra íþróttaáhugamanna að
þessu sinni verður væntanlega að
landsliði okkar gangi vel á HM.
En það er önnur saga, sem rakin
verður að ári.“
Skiptar skoðanir
Skapti kom inn á að skoðanir
væru jafnan skiptar þegar hið ár-
lega kjör íþróttafréttamanna færi
fram. „Síðan listi yfir tíu stiga-
hæstu menn að þessu sinni var
birtur á Þorláksmessu, hef ég ver-
ið spurður hvers vegna þessi væri
ekki listanum og hvers vegna ekki
hinn. Fátt er auðvitað um svör
þegar slíkar spurningar eru bornar
fram, og ekki við því að búast að
allir séu sammála. Og sem betur
fer er ástandið ekki þannig að ein-
hveijir tíu íþróttamenn séu nánast
sjálfkjörnir á listann — breiddin
er það mikil, að margir mjög svo
frambærilegir hlutu ekki náð fyrir
augum íþróttafréttamanna að
þessu sinni, en hefðu sannarlega
sómt sér vel hér í kvöld að margra
dómi. Og til gamans má geta þess
að aðeins einn er á lista yfir tíu
efstu, sem var á honum við síðasta
kjör,“ sagði hann.
Uppeldis- og forvarnarstarf
„Ég hef haft orð á mikilvægi
íþrótta fyrir þjóðlífið við þetta
tækifæri í tvö síðustu skipti, og
get ekki látið hjá líða að fara einn-
ig örfáum orðum um þennan mikil-
væga þátt í lífi íslendinga að þessu
sinni. Gjarnan er einblínt á afreks-
fólkið, sem vissulega er af hinu
góða því þar eru fyrirmyndimar,
en íþróttimar snúast vitaskuld um
miklu meira en afreksmennina.
Almenningsíþróttir blómstra sem
aldrei fyrr og uppeldis- og forvarn-
arstarf það sem íþróttahreyfingin
vinnur er ómetanlegt. Mesta og
besta staðfesting þess, sem sést
hefur í langan tíma, varð einmitt
gerð opinber síðla árs; niðurstöður
úr viðamikilli könnun prófessors
Þórólfs Þórlindssonar og fleiri
meðal íslenskra ungmenna sýndu
að íþróttir vega þungt í lífi ungs
*
„Ohætt er að taka
undir hvatningarorð
um að meira flármagni
verði veitt til íþrótta-
hreyfíngarinnar“
fólks og fram kom að unglingar
sem stunda íþróttir og eru í góðri
líkamlegri þjálfun eru ekki eins lík-
legir og aðrir til að reykja, drekka
og neyta fíkniefna. Þeir segjast
yfirleitt fá hærri einkunnir í skóla,
telja sig betur undirbúna fyrir tíma
og líður betur í skólanum, hafa
meira sjálfstraust og þjást síður
af þunglyndi og kvíða, svo dæmi
séu tekin. Þetta hlýtur að vekja
enn frekari athygli en áður á for-
vamarhlið íþróttastarfseminnar og
óhætt er að taka undir hvatningar-
orð um að meira fjármagni verði
veitt til íþróttahreyfingarinnar
vegna þessa,“ sagði Skapti.
„Tuttugu og tveir íþróttafrétta-
menn af sjö fjölmiðlum eiga aðild
að Samtökum íþróttafréttamanna.
Allir hafa jafnan atkvæðisrétt og
neyttu hans allir sem fyrr. Hver
skilar inn lista með tíu nöfnum,
sá efsti fær 20 stig, næsti 15, þriðji
10, fjórði 7, fimmti 6 og svo koll
af kolli. Óvenju margir fepgu at-
kvæði að þessu sinni — alls 41
íþróttamaður — sem hlýtur að vera
til vitnis um mikla breidd í íslensku
íþróttalífi," sagði formaður Sam-
taka íþróttafréttamanna.
Gjafir
Flugleiðir voru styrktaraðili
Samtaka íþróttafréttamanna
vegna kjörsins að þessu sinni,
ásamt Máli og Menningu. Flugleið-
ir gáfu þremur stigahæstu íþrótta-
mönnunum eignarbikara, og
íþróttamanni flugmiða að eigin
vali á einhverri flugleið félagsins.
íþróttamennirnir tíu fengu bóka-
gjöf frá Máli og Menningu, tvær
bækur hver; Orðastaður — orðabók
um íslenska málnotkun, eftir Jón
Hilmar Jónsson og í deiglunni
1930-1944, frá Alþingishátíð til
Lýðveldisstofnunar, sem Mál og
Menning gaf út í samstarfi við
Listasafn Islands. í bókinni er fjall-
að um íslenska list á þessu árabili.
Þau urðu í efstu sætum
Morgunblaðið/Kristinn
TÍU íþróttamenn voru heiðraðir af Samtökum íþróttafréttamanna í gærkvöldi í hófi að Hótel Loftleiðum. Hér sjást þeir sem voru mættir, en Pétur Guðmundsson
kúluvarpari er í Bandaríkjunum. í fremri röð frá vinstri eru Jóhannes R. Jóhannesson snókerspilari, Martha Ernstdóttir frjálsíþróttamaður, Magnús Scheving þol-
fimimaður og íþróttamaður ársins 1994 og Vanda Sigurgeirsdóttir knattspyrnumaður. í aftari röð frá vínstri eru Jón Arnar Magnússon frjálsíþróttamaður, Arnór
Guðjohnsen knattspyrnumaður, Ásta B. Gunnlaugsdóttir knattspyrnumaður, Sigurður Sveinsson handknattleikmsaður og Geir Sveinsson handknattleiksmaður.
Bikarinn næstum
því stærri en ég
ÞAÐ vakti kátínu í salnum í gærkvöldi er Magnús Scheving
sagði, í viðtali við Ingólf Hannesson í sjónvarpinu strax eftir
kjörið, að hann hafði aldrei dreymt um að fá bikarinn sem
nafnbótinni fylgir — bikar sem væri jafnvel stærri en hann
sjálfur. Magnús hefur einmitt oft gantast með það að hann
sé ekki mjög hár vexti, en það hái honum auðvitað alls ekki
neitt.
Áhorfendur í salnum hlógu einnig er Magnús beindi orðum
sínum til Ólafs G. Einarssonar, menntamálaráðherra, sem var
meðal áhorfenda; sagði að nú vantaði svolitla peninga t.il að
bæta íþróttaaðstöðu í landinu og gaf Ólafi merki, þannig að
ráðherra áttaði sig örugglega við hvern hann væri að tala!
Morgunblaðið/Kristinn
Glatt á hjalla
ÞAÐ var mikið spjallað og hlegið í
hófinu enda margs að minnast frá
liðnum árum. Hér eru fjórir fyrrum
íþróttamenn ársins á tali og greini-
legt að Skúli Óskarsson, íþrótta-
maður ársins 1978 og 1980, er að
segja Bjarna Friðrikssyni, íþrótta-
mannai ársins 1990, eitthvað
skemmtilegt og þeir feðgar, Einar
Vilhjálmsson, Iþróttamður ársins
1983, 1985 ocj 1988, og Vilhjálmur
Einarsson, Iþróttamaður ársins
1956, 1957, 1958, 1960 og 1961,
fylgjast sposkir með, en Skúli segir
jafnan skemmtilega frá.
Atkvæðaskiptingin í kjörinu
1. Magnús Scheving, Ármanni - þolfimimaður.......................395
2. Arnór Guðjohnsen, Örebro - knattspyrnumaður...................280
3. Martha Ernstdóttir, ÍR - fijálsíþróttamaður...................126
4. Pétur Guðmundsson, KR - frjálsíþróttamaður....................114
5. Sigurður Sveinsson, Selfossi/Víkingi - handknattleiksmaður.....73
6. Jón Arnar Magnússon, UMSS - fijálsíþróttamaður.................69
7. Jóhannes R. Jóhannesson - snókerspilari........................53
8. Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki - knattspyrnumaður........50
9. Geir Sveinsson, Alzira/Val - handknattleiksmaður...............47
10. Vanda Sigurgeirsdóttir, Breiðabliki - knattspyrnumaður.........41
11. Geir Sverrisson, Ármanni - fijálsíþróttamaður..................37
12. Vemharð Þorleifsson, KA - júdómaður....'........................36
13. Ásta S. Halldórsdóttir, ísafirði - skíðamaður..................34
14. Sigursteinn Gíslason, IA - knattspyrnumaðut....................28
15. Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp - sundmaður......................26
16. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki - hestaíþróttamaður.................23
17. Teitur Örlygsson, Njarðvík - körfuknattleiksmaður..............20
18. Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki - knattspymumaður.............18
19. Þorvaldur Örlygsson, Stoke City - knattspyrnumaður.............17
20. Ólafur Eiríksson, ÍFR og KR - sundmaður.........................16
21. Birkir Kristinsson, Fram - knattspyrnumaður.....................10
22. Guðmundur Bragason, Grindavík - körfuknattleiksmaður...............9
Broddi Kristjánsson, TBR - badmintonmaður.........................9
24. Herbert Arnarson, IR - körfuknattleiksmaður........................7
Guðmundur Stephensen, Víkingi - borðtennismaður...................7
26. Olga Færseth, Breiðabliki/Keflavík - körfukn,- og knattspyrnumaður.6
Patrekur Jóhannesson, Stjömunni/KA - handknattleiksmaður..........6
Bergsveinn Bergsveinsson, FH/Aftureldingu - handknattleiksmaður...6
Eyjólfur Sverrisson, VfB Stuttgart/Besiktas - knattspyrnumaður....6
30. Sigurpáll Geir Sveinsson, GA - kylfingur.........................5
Guðjón Skúlason, Keflavík/Grindavík - körfuknattleiksmaður.........5
32. Úlfar Jónsson, Keili - kylfingur.................................4
Guðrún Arnardóttir, Ármanni - fijálsíþróttamaður..................4
Sigurður Bergmann, Grindavík - júdómaður..........................4
ElvaRut Jónsdóttir, Björk - fimleikamaður.........................4
Guðjón Guðmundsson, Ármanni - fimleikamaður.......................4
37. Karen Sævarsdóttir, GS - kylfingur...............................2
Rúnar Jónsson, bifreiðaíþróttamaður...............................2
39. Orri Björnsson, KR - glímumaður..................................1
Elsa Nielsen, TBR - badmintonmaður.................................1
Arnar Freyr Ólafsson, HSK - sundmaður..............................1
Morgunblaðið/Kristinn
Til hamingju
SIGURBJÖRN Bárðarson, íþróttamaður síðasta árs, óskar arftaka
sínum, Magnúsi Schevlng tll hamingju með nafnbótina.
Magnús er
glannaíega gódur
Mér líst feiknalega vel á
Magnús sem eftirmann
minn, og ég var reyndar búinn að
spá þessu, sagði Sigurbjörn Bárð-
arson hestamaður og íþróttamað-
ur síðasta árs, en hann er á mynd-
inni hér að ofan að óska arftaka
sínum til hamingju með titilinn.
„Hann er frábær íþróttamaður og
verðugur fulltrúi þeirra sem fá að
geyma þennan fallega grip. Magn-
ús er glannalega góður,“ sagði
Sigurbjörn. Aðspurður hvort ekki
væri eftirsjá af bikarnum úr safn-
ingu góða sagði hann: „Jú auðvit-
að er eftirsjá af honum, en þetta
er gangur lífsins. Það er mikill
þungi, virðing og ábyrgð sem fylg-
ir því að halda þennan bikar í eitt
ár.“
HANDKNATTLEIKUR
Kvennalandsliðið
hafnaði í öðru sæti
KVENNALANDSLIÐ íslands í handknattleik hafnaði í öðru sæti í sjö
liða móti sem fór fram í Osló í Noregi í vikunni. Stúlkurnar töpuðu
12:10 gegn norska 1. deildarliðinu Toten í úrslitaleik en Toten erí 3.
til 4. sæti í norsku deildinni. Þá léku stúlkurnar æfingaleik við Elver-
um, sem er í 2. deild, og vann 35:20.
Stúlkurnar hafa æft á morgnana og spilað á kvöldin, en þær koma
heim í dag. Þær segja að ferðin hafi heppnast vel, en þær bjuggu í
sumarbústöðum og elduðu sjálfar ofan í sig mat sem fyrirtækin Pott-
brauð, Sól hf., Ölgerð Egils Skaliagrímssonar, íslensk matvæli, Osta
og smjörsalan og Nathan & Olsen gáfu.
Landsliðsmenn í
pressuliði kvöldsins
LANDSLIÐ Þorbergs Aðalsteinssonar fær verðuga mótheija i Pressul-
iðinu í Víkinni í kvöld en um er að ræða síðasta leikinn fyrir mótið í
Svíþjóð, sem hefst á mánudag. Reyndir kappar eru í Pressuliðinu og
þegar liggur fyrir að þrír þeirra fara með landsliðinu til Svíþjóðar, en
það eru þeir Róbert Sighvatsson og Jason Ólafsson úr Aftureldingu.
Leikur kvöldsins hefst kl. 20.30 en dagskráin í Víkinni hefsttveim-
ur klukkustundum fyrr.
KNATTSPYRNA
Kristján og Rafnar
Bandaríkjameistarar
KRISTJÁN Brooks og Rafnar Hermannsson urðu Bandaríkjameistarar
í háskóladeildinni í knattspyrnu með skóla sínum, University of Tampa
í Flórída, en þar stunda þeir nám. Fyrir tveimur árum varð skólinn,
sem er lítill á bandarískan mælikvarða, í öðru sæti en tókst að fara
alla leið að þessu sinni.
KORFUKNATTLEIKUR
Islensku stelpurnar
unnu Eistland
ÍSLENSKU stúlkurnar í unglingalandsliðinu hafa staðið sig vel á
Norðurlandamótinu í körfuknattleik. í gær unnu stúlkurnar lið Eistlend-
inga 67:66 í hörkuleik þar sem íslensku stúlkurnar voru undir nær
allan tímann og mestur varð munurinn 15 stig. En íslensku stelpurn-
ar börðust af miklum krafti og uppskáru eftir því. Undir lok leiksins
fóru þær að hitta mjög vel og tíu þriggja stiga körfur frá Júlíu, Erlu
og Georgíu tryggði þeim sigur, annan sigur þeirra á mótinu.
Júlía Jörgensen var stigahæst með 21 stig, Erla íteynisdóttir gerði
14, Georgía Christiansen 11, Kristín Þórarinsdóttir 10, Erla Þorsteins-
dóttir 6, Svana Bjarnadóttir 2, Pálína Gunnarsdóttir 2 og Hildur Ólafs-
dóttir 1.
Keflavíkurhraðlestin
á ferð og flugi
KEFLVÍSKIR körfuboltamenn ætla að reyna með sér í kvöld, en þá
leika Keflvíkingar, sem leika með öðrum liðum í ár, gegn liði Keflavík-
ur. Leikurinn hefst kl. 20 í íþróttahúsinu í Keflavík og er ekki að efa
að um hörkuleik verður að ræða. í liði „gamalla“ Keflvíkinga eru
Nökkvi Már Jónsson, Guðjón Skúlason og Pétur Guðmundsson, sem
allir leika með Grindavík, Falur Harðarson og Brynjar Harðarson koma
úr KR, Kristinn Friðriksson úr Þór, Guðni Hafsteinsson og Jonathan
Bow úr Val og Hjörtur Harðarson og Júlíus Friðriksson, en þeir eru
báðir við nám erlendis. Liðsstjóri verður þjálfari KR-inga, Axel Nikulás-
son, sem er að sjálfsögðu Keflvíkingur.
VIÐURKENNING
Sigurpáll íþrótta-
maður Norðurlands
SIGURPÁLL Geir Sveinsson, kylfingur í Golfklúbbi Akureyrar, var í
gær útnefndur íþróttamaður Norðurlands 1994. Þetta var tilkynnt í
hófi á Akureyri í gær en það er dagblaðið Dagur og lesendur þess
sem völdu Sigurpál, en þetta er í tíunda sinn sem útnefningin fer fram.
Vernharð Þorleifsson júdómaður varð í öðru sæti, Jón Arnar Magnús-
son fij álsíþróttamaður í því þriðja, Einar Gunnlaugsson akstursíþrótta-
maður i því fjórða og Kristinn Björnsson skíðamaður í fimmta sæti.