Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Ræklvió
hið leikna eró
Morgunblaðið/Kristinn
Eiríkur Örn Pálsson, Hörður Askelsson og Asgeir Hermann Steingrímsson.
TROMPETAR OG ORGEL I HALLGRIMSKIRKJU I DAG
Tónlistarflugeldar
til tilraunastarfsemi og til lands-
byggðarleikhúsa?
Um þetta má sjálfsagt deila. En
þau eru þó nokkuð skýr mörkin á
milli hins svonefnda stofnanaleik-
húss og hinna óháðu leikhópa, þeg-
ar kemur að rækt leikhúsanna við
höfundinn. Og kannski má greina
einhveija stefnu í því, þegar litið
er til þeirrar sýningar, sem greinar-
höfundi þótti athyglisverðust þessa
helgardvöl í Kaupmannahöfn. Það
leikverk er ekki skrifað af Dana,
heldur skoska leikskáldinu A.L.
Kennedy eftir sögu indversk-enska
rithöfundarins Salman Rushdie í
samvinnu við frjálsa leikhópinn
Benchtours, sem færði sýninguna á
svið og frumsýndi í desemberbyijun
á Kaleidoscope.
Kaleidoscope er lítið og notalegt
menningarhús á Nörrebro í Kaup-
mannahöfn, rekið af þremur ungum
listamönnum á minnkandi styrk frá
borg og nokkru atvinnuleysisfé.
Markmið þeirra er að Kaleidoscope
sé miðstöð fyrir unga listamenn,
sem hafa ekki hlotið „opinbera við-
urkenningu" og eru reiðubúnir að
leggja sitt af mörkum til að koma
list sinni á framfæri, enda sé boð-
skapurinn brýnn.
Boðskapurinn er að sönnu brýnn
í leiksýningu hins skoska leikhóps
Benchtours, „Harún og ævintýra-
hafíð“. Saga Salmans Rushdie er
elskuleg fantasía, þar sem segir frá
sagnamanninum Rashid, sem stytt-
ir sér og þorpsbúum stundir með
hinum furðulegustu sögum og æv-
intýrum. En þorpsbúar eru óham-
ingjusamir, af því sorgarverksmiðj-
an þar í grennd hefur eitrað líf
þeirra svo mjög að þeir hafa gleymt
hvað þorpið heitir. Sögur Rashids
veita þorpsbúum tilbreytingu og til-
gang 'með lífinu, en ill öfl koma til
skjalanna og spyija lævíslega: Til
hvers eru sögur? Og svo fer, að
eiginkona Rashids yfirgefur hann
og son þeirra, Harún. Þá missir
Rashid hæfileika og getu til að
segja frá. En Harún tekur til sinna
ráða og fer ásamt föður sínum í
leiðangur um bæði veruleik og
ímyndun í leit að uppsprettu sagn-
anna.
Á leiðinni hitta þeir stjórnmála-
mann, sem vill selja sögur Rashids
i eigin þágu. Honum þykir litlu
máli skipta sögurnar, bara ef þær
enda vel, svo fólkið kjósi hann. En
Rashid og Harún yfirgefa þennan
slóttuga stjórnmálamann og halda
ferð sinni áfram. Þeir koma að
Ævintýrahafinu, og sjá þá hvers
kyns er: Sá sem stendur bakvið
óhamingju þorpsbúa er enginn ann-
ar en hinn illi Khattam-Shud, fursti
þagnarinnar, sem vill ná valdi á
mönnunum með því að ræna þá
sögum, skáldskaparlist og að end-
ingu sjálfu orðinu.
Allt fer vel að lokum, eins og
vera ber í ævintýri, og sagan endar
á því að Rashid fær aftur frásagnar-
gáfu sína, kona hans snýr aftur til
hans og þorpsbúar muna aftur hvað
þorpið þeirra heitir: Kahani — sem
er hindúíska og þýðir saga.
Það er enginn hörgull á tilvísun-
um til vors eigin nútíma: yfir Sal-
man Rushide sjálfum hvílir dauða-
dómur klerkastjórnarinnar í Iran,
og augljóst að hann hefur skrifað
ævintýri sitt í því ljósi. Og fyrir
skemmstu birtust nokkrir ráðherrar
efnahagsbandalagsríkjanna á
fréttamannafundi, þar sem þeir
hömpuðu Salman Rushide og lögðu
við sárt að nú skyldu þeir þrýsta á
klerkastjórnina í Iran um að aflétta
dauðadóminum yfir rithöfundinum
— fulltrúa hins fijálsa orðs.
Það er eftir að sjá, hvort Salman
Rushide verði gért að skrifa öðru-
vísi sögur handa efnahagsbanda-
lagsráðherrum! Hitt er víst, að leik-
hópurinn Benchtours forðast þá
freistni að undirstrika óþarflega
boðskap sögunnar með því að sýna
okkur stjómmálamenn og íranska
klerka, og er það að sönnu vel. Á
þeim fimm árum, sem Benchtours
hefur starfað, hefur hópurinn getið
sér orðs sem nýskapandi og frum-
legur hópur. í sögu Salmans Rush-
die beitir hópurinn, undir leikstjórn
Johns Cobb, fjörlegum og hörðum
leikstíl, sem einkennist af óvæntum
lausnum og stemmningsbreyting-
um, allt í ætt við fantasíu Salmans
Rushdie. Og því verður leiksýningin
sömu ættar og saga Salmans Rush-
die: einörð og áleitin varnarræða
fyrir hinu frjálsa orði og skáldskap-
arlist í mannkyns þágu.
Sá boðskapur má vel vera þörf
áminning hverri þeirri þjóð sem vill
rækta list sína og menningu. Spurn-
ingin er þó sú, hvort verði á stofnan-
ir treyst í þeim efnum — hvort verði
ekki að stórefla möguleika óbund-
inna listamanna að rækta orðsins
list sinnar þjóðar. Því verður hver
að svara fyrir sig.
Höfundur er leikhúsfræðingur og
leiklistarkennari í Sviþjóð.
ORGEL og trompetar á tón-
leikum í Hallgrímskirkju
síðdegis ættu að koma
gestum i hátíðaskap. Á þessum síð-
asta degi ársins er eins og allt stöð-
vist undir kvöldið, þegar tvennir
tímar mætast með flugeldum og
öllu tilheyrandi. Þetta getur að
minnsta kosti erlendum ferðamönn-
um fundist, sem hingað koma um
hátíðirnar. Þeir hafa margir komið
í Hallgrímskirkju á þessum degi
undanfarin ár, þegar Hörður
Áskelsson organisti hefur verið að
æfa sig fyrir aftansöng um kvöldið.
Og hann hefur þá gjarna fengið
kærar þakkir og þau skilaboð að
næst ætti hann að halda sérstaka
tónleika á gamlársdag. Nú verður
sem sagt úr því, fyrir ferðamenn
og íslendinga auðvitað líka.
Hörður fær til liðs við sig tromp-
etleikarana Ásgeir Hermann Stein-
grímsson og Eirík Örn Pálsson.
Ásgeir Hermann hefur starfað í
Sinfóníuhljómsveit íslands síðan
1985 og komið víða við annars stað-
ar í tónlistarlífínu. Hann kennir líka
eins og Eiríkur Örn við tónlistar-
skóla í borginni. Eiríkur hefur tals-
vert komið fram sem einleikari og
jafnframt leikið með hljómsveitum
og kammerhópum.
Á efnisskrá þremenninganna eru
fimm þekkt verk frá barokktíman-
um, óvenjuleg kannski í kirkju, enda
leyfa menn sér meira um áramót
en á öðrum dögum. Tónleikarnir
hefjast klukkan 17 í dag og standa
í þijá stundarfjórðunga. Messa
hefst síðan klukkan 18 og Hörður
segir upplagt fyrir þá sem þangað
ætla og hafa svolítinn tíma, að
koma fyrr og hlusta á tónlistina.
Hann tekur fram að tónleikarnir
séu í áskriftarröð Listvinafélags
Hallgrímskirkju, sem nú hefur ný-
hafið þrettánda starfsár sitt.
Fyrsta verkið er Sónatína nr. 69
í C-dúr eftir Þjóðveijann Johann
Pezel. Hún ér líkast til frá 1675,
með miklum brag og bravör. Pezel
samdi mikið af svonefndri turntón-
list, fyrir trompeta og básúnur, sem
menn báru upp í kirkjuturna og
blésu í af krafti.
Þá kemur hið rómaða Adagio í
g-moll, sem alltaf er kennt við Alb-
inoni. En hann á varla nokkuð í því
nema grunnstefið, segir Hörður,
sem þarna leikur einn á orgelið.
Hitt virðist óþekktur hæfileikamað-
ur, Remo Giazotto, hafa umskrifað,
líklega kringum síðustu aldamót,
að Harðar sögn.
Girolamo Frescobaldi er elsti höf-
undurinn á efnisskránni, eiginlega
á mörkum endurreisnar og bar-
okks. Eftir hann liggja íjölmörg
orgelverk, en þetta sem hljómar í
dag er fyrir tvö trompet auk orgels-
ins. Canzona nr. 3 í a-moll, lítið og
sætt verk, segir Hörður.
Það er kannski eins gott til að
jafnvægi haldist, því eftir fylgir eitt
frægasta orgelverk allra tíma,
Tokkata og fúga í d-moll eftir Jo-
hann Sebastian Bach. Þótt lagið sé
að sögn blásaranna líka til í ágætri
brassútsetningu, er það hér leikið
á orgelið stóra frá Klais-bræðrum.
Lokaverk tónleikanna er konsert
í C-dúr eftir Antonio Vivaldi. Þetta
er eini konsertinn sem hann samdi
fyrir tvö trompet, en upphaflega
útgáfan var fyrir strengi auk blást-
urshljóðfæranna.
Þar með lýkur tónleikunum og
gamlárskvöld tekur við. Ætlunin
er að sögn Harðar að reyna á næstu
árum að festa þennan sið í sessi,
fylla kirkjuna af tónlist og fólki
svona undir lok ársins. Þ.Þ.
Konuri
bresku
listalífi
KONURNAR á toppnum er
fyrirsögn greinar Financial
Times um velgengni
kvenna í bresku listalífi. I grein-
inni, sem birtist fyrr í mánuðinum,
segir einn viðmælenda að fjöldi
kvenna í stjórnunarstörfum við
listastofnanir hafi verið að síaukast
síðustu tíu til fimmtán ár. Sjö af
hveijum tíu störfum í listum séu
nú unnin af konum og þess vegna
eðlilegt að bein braut liggi til áhrifa.
Nýr framkvæmdastjóri nefndar
sem kennd er við árþúsundið heitir
Jennifer Page. Hennar bíður sá
starfi að úthluta til liststarfsemi
næstu sex árin meira en milljarði
punda af breskum lottópeningum
(hundrað milljörðum króna). Page
tekur við starfínu af Heather Wilk-
inson og greinarhöfundur segir að
ráðning annarrar konu í þetta
ábyrgðarstarf komi ekki á óvart,
konur séu hvarvetna í áhrifastöðum
í breskum listastofnunum og -sjóð-
um. Page verður því ekki eina kon-
an á fundum með áhrifafólki í list-
um á næstunni.
Þar mun hún til dæmis oft hitta
Mary Allen, annan hæstráðanda
digurra sjóða. Allen er aðalritari
Listaráðsins breska og hefur varið
síðustu vikum til að skipta milli
ýmissa aðila úthlutunarfé fyrir
1995-96, um 191 milljón punda
(rúmum 20 milljörðum króna).
Blaðið telur hana vegna þessa eina
valdamestu persónuna í bresku
listalífi. Haft er eftir Allen að kyn-
ferði skipti engu máli í listum, hún
hafi aldrei rekið sig á slíkt.
Ýmsar fleiri áhrifakonur eru
nefndar í greininni, þeirra á meðal
Genista Mclntosh næstráðandi í
Þjóðleikhúsinu brqska. Hún þykir
líklegur arftaki Dettu O’Catham við
stjórnvöl Barbican-listamiðstöðvar-
innar. Og Judy Kelly, listrænn
Jennifer Genista
Page Mclntosh
+
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 C 3
NORÐURLJOS YFIR NORMANDI
de Normandie
Sleinunn og Mntthias
á Norrænni lista- oa bák-
menntahátió í Frakklandi
STEINUNN
Sigurðardóttir
og Matthías
Johannessen fluttu
verk eftir sig á víð-
kunnri og afar vel
metinni Norrænni
lista- og bókmennta-
hátíð sem haldin var
í Normandí í Frakk-
landi dagana 14. nóv-
ember til 17. desem-
ber. Þetta er í þriðja
skiptið sem slík hátíð
er haldin. Þátttak-
endur voru frá Sví-
þjóð, Danmörku,
Finnlandi, íslandi og
Noregi.
I veglegu dag-
skrárriti er fjallað um
skáldin og listamenn-
ina. Þau Steinunn og
Matthías lásu meðal
annars upp í Avranc-
hes, Granville og
Caen. Einnig voru
lesnar franskar þýð-
ingar á verkum þeirra
eftir Régis Boyer,
Catherine Eyjólfsson
og Gérard Lemarquis.
Régis Boyer prófessor sem
unnið hefur að kynningu ís-
lenskra bókmennta, fornra og
nýrra, í marga áratugi skrifar
um skáldin í dagskrárritið. Skrif
franskra bókmenntamanna eru
yfirleitt háfleygari og innblásn-
ari en við eigum að venjast og
sama gildir um þá Frakka sem
ijalla um list yfirleitt.
Það dugir ekki að vera fögur
Um skáldskap Steinunnar
Sigurðardóttur, einkum skáld-
söguna Tímaþjófinrt, segir Régis
Boyer:
Matthías Johannessen
„Hvorki ferskleiki, kæruleysi
né forhyggjuleysi Steinunnar eða
kaldhæðni hennar, sem vegur
þyngra en kann að virðast við
fyrstu sýn, tekst að girða fyrir
megin niðurstöðu hennar: Það
dugir ekki að vera fögur, vel
menntuð, forvitin um allt og
sólgin í nautnir nútímalífs, til að
bægja frá sér óbifanlegu oki ör-
laganna. Fremur ber að sættast
við þau og læra að lifa með þeim,
því að einungis þannig höldum
við mannlegri reisn okkar, líkt
og kemur fram í íslendingasög-
unum.
Steinunn Sigurðardóttir
Af þessari ástæðu einni ætti
Steinunn fyllilega skilið að hlýtt
væri á skáldskap hennar með
meiri athygli en ef væri einungis
um að ræða þægilegan létt-bar-
okkan kveðskap.“
Mikilfengleg fortíð og
tilgangur í samtímanum
Það sem Régis Boyer hefur
að segja um skáldskap Matthías-
ar Johannessen fjallar öðrum
þræði um tilgang og tilvist ís-
lendings í heiminum:
„Já, nútímaheimurinn er fullur
óreiðu og veldur þeim vonbrigð-
um sem líta angur-
værum augum til mik-
ilfenglegrar fortíðar,
þar sem tryggð manna
við örlögin hélst í
hendur við mikla auð-
mýkt gagnvart andar-
drætti árstíðanna. Já,
rústir gamals bæjar
verða, í stað þess að
vekja hjá okkur óþarfa
eftirsjá, að leið til þess
að tjá umhyggju okkar
fyrir þeim sem bjuggu
þar forðum. Já, „fugl“
sem svífur yfir lands-
lagi er jafn mikls v-irði
og skáldið sem leiða
átti um og fegraði
okkar lítilfjörlegu
stöðu. Hér getum við
sagt að um væri að
ræða efnistök bók-
menntastefnu sem
ekki hafi getað ein-
angrað sig frá lifandi
uppsprettum sínum.“
Ljóð Matthíasar eru
andsvör eða svör við
hugðarefnum hans,
skilji ég Boyer rétt:
„En Matthías lifir ekki
í neinni eftirsjá: Hann leitar til-
gangs í þessari örvinglun sem
svo einkennir þetta land sem svo
hratt fer yfír á atómöld. Eðlisá-
vísun hans segir honum að þótt
ekki sé unnt að afneita tilvist
nútímatækni megi ekki glata
þessari andlegu næringu sem
hélt lífinu í ótal kynslóðum á
myrkustu tímum sögunnar. Ekki
það að segja að hann sé að leita
að útópískum samruna: Hann
vill einungis halda tryggð við
rætur sínar. Styrkleika þeirra
þarf ekki að sýna fram á.“
J. H.
Elizabeth
Esteve-Coll.
stjórnandi Vestur-Jórvíkur leik-
hússins, er sögð hugsanlegur spor-
göngumaður Richards Eyre við
Konunglega leikhúsið árið 1997.
Stjórnunarstörf sem beinast
beint að listviðburðum, vali lista-
manna og verka, hafa að sögn
blaðsins verið lokaðri konum til
þessa heldur en umsýsla listasjóða
og stjórnsýsla í tengslum við listir.
En þetta er sem sagt að breytast,
Mclntosh og Kelly eru ágæt dæmi
um það.
' Almennir listasjóðir hafa þegar
verið nefndir auk leiklistarinnar, en
myndlist í Bretlandi nýtur líka
krafta kvenkyns stjórnenda. Aðeins
ein kona er þó yfirmaður stórs opin-
bers listasafns; Elizabeth Esteve-
Coll hjá Victoriu og Alberts safn-
inu. I einkageiranum eru hins vegar
fjölmargar konur eigendur eða
stjórnendur gallería og gætu sumar
vel komið til álita á næstu árum
sem stjórnendur stærri stofnana.
Tónlist er greinin sem sker sig
úr hvað hlutföll kynjanna í valda-
stöðum varðar. Karlar ráða þar enn
lögum og lofum að sögn Financial
Times. Kannski vegna samning-
anna, segir einn viðmælandi blaðs-
ins, stöðugra samningaviðræðna
um tónleika og upptökur. Við þá
tilgátu bætir greinarhöfundur stað-
hæfingu um að mæðrum finnist tíð-
ar tónleikaferðir erfiðar. Hvað sem
þessu líður gegna þijár konur
stjórnunarstörfum við mikilvægar
hljómsveitir í Bretlandi: Sian Ed-
wards hjá ENO, Louise Honeyman
hjá „London Mozart Pláyers" og
nafna hennar Badger hjá hljóm-
sveit Breska ríkisútvarpsins.
Síðar í greininni segir að konur
í valdastöðum mæti í raun ýmsum
erfiðleikum. Þeim finnist sumum
að þær þurfi að vera harðari en
karlar í sambærilegum störfum og
fylgja ákvörðunum fastar eftir. Enn
sé líka mikill launamunur á körlum
og konum í listheiminum. Könnun
frá 1990 hafi leitt í ljós að nærri
sex af hverjum tíu konum í stjórn-
unarstörfum tengdum list hafi haft
minna én sem nemur 100 þúsund
krónum í kaup á mánuði.
„En kannski hafa þær ályktað
réttilega,“ segir síðan í lok greinar-
innar, „að þetta þrep í stiganum
gefi að minnsta kosti færi á að
komast hærra. Þær hafa þegar séð
til þess að listir gefa sannari mynd
af þjóðfélaginu en flestar aðrar
starfsgreinar: Enda er ein höfuð-
skylda listarinnar að spegla lífið.“
Endursagt/Þ.Þ.
MINIMALTFLASKAN í réttri stærð.
MINIMALT
ÍÚMBRU
Kólumbíski listamaðurinn Spikken-
span sýndi verk sitt í Úmbru í gær.
Hann segir hér frá hugmynd
og tilgangi sýningarinnar.
UM SÍÐUSTU jól sat kólumbíski listamaðurinn Spik-
kenspan og rýndi í gegnum stækkunargler í landa-
bréfabók. Þar rakst hann á agnarsmáa eyju norð-
ur í Atlantshafi. Það var í fyrstu nafnið sem vakti at-
hygli listamannsins og það að þama byggi fijáls og full-
valda þjóð og hann ákveður að heimsækja landið og jafn-
vel að vinna sýningu úr reynslu sinni þaðan. Spikkenspan
aflaði sér allra þeirra upplýsinga sem honum hugkvæmd-
ist að kæmu sér að góðu við undirbúning ferðarinnar, las
ógrynni af bókum og bæklingum. Hingað kom hann síðan
i endann á maí síðastliðinn og dvaldi hér allt þar til i dag
er hann hvarf af landi brott eftir sjö mánaða dvöl. „Ég
kyrinti mér menningu þjóðarinnar af lestri bóka og með
stuttum og löngum ferðum um þetta yndisfagra land, með
viðtölum við sérfróða menn um sögu og siðvenjur þjóðarinn-
ar, bókmenntir, myndlist, hönnun og fleira. í raun allt það
sem mig þyrsti að læra um menningu þjóðarinnar. Þegar
ég drég það svo saman sem ég varð áskynja af þessarri
naflaskoðun kemur fyrst upp i hugann að hér býr hugrökk
þjóð, gestrisin og yndisleg. Stórbrotin fegurð landsins er
einnig ógleymanleg og það undrar mig ekki að hingað
komi þúsundir ferðamanna ár hvert. Það kom þó á óvart,
mér sem menningarkönnuði, hversu rýr þjóðararfurinn
birtist mér og fræðimenn tóku flestir í sama streng en
bentu á að meginorsakir þess væri vísast að finna í einangr-
un sem langt fram á þessa öld hafi verið gríðarleg. Það
lætur nærri að mér sýnist sem svo að þjóðin hafi sofið í
moldinni fyrstu þúsund árin, en um þetta má eflaust deila.“
Spikkenspan hafði fullan hug á því að setja upp sýningu
í virðingarskyni við land og þjóð og í tilefni af fimmtíu
ára lýðveldisafmæli hennar, „hugmyndin að sýningunni
kviknaði þegar ég skoðaði sýninguna „í deiglunni" í Lista-
safni íslands. í hönnunarhluta hennar saknaði ég einhvers
þess merkasta sem ég hafði séð af íslenskri hönnun; Mal-
textrakt flöskunnar. Starfsmenn safnsins veittu mér þær
upplýsingar góðfúslega að ástæða þess að maltið væri
ekki þarna væri sú að það væri of ungt. Þarna kviknaði
sumsé hugmyndin að stilla maltinu upp i sýningarsal. Þeg-
ar ég svo heyrði íslenskan kunningja og myndlistarmann
síendurtekið í túlkun á verkum sínum tönglast á því að
„þetta er ekki minimalt, þetta er konsept", komst ég að
þessum skemmtilegu tengslum enska orðsins minimal og
maltsins. Minimaltið er fyrir mér útlendingnum og ísland-
svininum holdgervingur landsins og þjóðarinnar. Og gler-
kassi yfir flöskunni er tengingin við stækkunarglerið sem
ég fyrst sá landið í gegnum, glerhuliðshjálmur táknrænn
fyrir einangrunina sem skóp þjóðina og bjó hana undir að
taka vestræna menningu í nefið á mettíma. „Spot“ljósið
er sú heillastjarna sem skín yfir eyjunni sem hvílir í kaldri
íshafsjötunni. Táknræn fyrir þá ósk mína um að þjóðin,
sem fyrir mér er svo ung, muni dafna vel - tileinkað eyjar-
skeggjum á fimmtíu ára lýðveldisafmælinu. Að sjálfsögðu
stóð sýningin í örfáar klukkustundir en það tók mig umþað-
bil ár að safna í sarpinn. Líkt og Giacometti pakkaði sínum
styttum í stokka vildi ég geta stungið minni sýningu í
vestisvasann. Og nú sem ég flýg heim á leið handfjatla
ég minimalt flöskuna, minnismerki frá íslandi sem ég bjó
til sjálfur. Ég skora á Ölgerð Egils Skallagrímssonar að
íhuga framleiðslu á minimalti sem minjagrip og jafnvel
að framleiða' bragðbætta útgafu, heilsusnaps. Hvort
tveggja yrði eflaust í töskum og skjóðum þeirra fjölmörgu
sem heimsækja landið árlega og fínt við hliðina á alþýðu-
lögunum, lopapeysunni og lundanum."