Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Gullkista lúterskra
tónbokmennta
TONUST
Sígildir diskar
J.S. BACH: KANTATEN
VOL. 2 OSTERN (PÁSKAR)
BWV 92 Ich hab in Gottes Herzen
sinn, BWV 126 Erhaltuns, Herr,
bei deinem Wort, BWV 23 Du wahr-
er Gott und David Sohn, BWV 1
Wie schön leuchtet der Morgen-
stern, BWV 182 Himmelskönig, sei
willkommen, BWV 4 Christe lag in
Todesbanden, BWV 6 Bleib bei
uns, denn es will Abend werden,
BWV158 Der Friedé sei mit dir,
BWV 67 Halt im Gedachtnis Jes-
um Christ, BWV 104 Du Hirte
Israel, höre, BWV12 Weinen, •
Klagen, Sorgen, Zagen, BWV
108 Es ist euch gut, dass ich
hingehe & BWV 87 Bisher
habt ihr nichts gebeten in meinem
Namen. Edith Mathis, Anna Reyn-
olds, Hertha Töpper, Peter Schrei-
er, Emst Haefliger, Dietrich Fisc-
her-Ðieskau, Theo Adam.
Miinchener Bach-Chor og Orc. und-
ir stjórn Karls Richters. Upptökur:
ADD, MUnchen Herkúlessalnum
1967-75. Archiv 439 374-2. Lengd
(5 diskar): 4.41:02. Verð 5.299 krón-
ur.
HVER sá sem á til bara smásnef-
il af tónelsku - jafnvel þótt hann
sé trúlausari en Abba Labba Lá -
kemst ekki hjá því að hrífast af
perlunum í mestu gullkistu lút-
erskra tónbókmennta (svo maður
segi ekki í gervallri kristni) kantöt-
um Johanns Sebastians Bach. Kant-
öturnar 250 eru heill heimur -
mikrokosmos - fyrir sig. Fjöl-
breytnin er ótrúleg í tónjistinni. Hún
getur verið hástemmd og mögnuð,
„sorgmædd og angurvær - en líka
§örug og dansandi, stundum af
óvæntu tilefni (sbr. hraða lándler-
tempóið við aríutextann „Ich freue
mich an meinem Tod“ (!) en alltaf
á tónlistarlega sannfærandi hátt.
Hvar finnst í tónheimi jafn djúprist
og sterk sorgarhuggun og t.d. í
kantötunum Es ist genug og Ich
will den Kreuztab gerne tragen?
Og hvar fmnst í vestrænni kirkju-
músík sambærileg söng- og dans-
"gleði eins og í t.d. Wie Schön
leuchte der Morgenstern og Herz
und Mund und Tat und Leben?
Og þess í milli má finna heimspeki-
legar vangaveltur, ógn og skelf-
ingu, drama, paródíu, allt sem nöfn-
um tjáir að nefna. í kantötum Bachs
finnst heimurinn allur.
Orgelleikarinn og hljómsveitar-
stjórinn Karl Richter, sem nú er
látinn, var um skeið í sömu stöðu
og Bach sem Tómasarkantor í
Leipzig, og þekkti því vel til hefða
og venja fyrri tíma, enda þótt hann
hafi aldrei beinlínis farið út í „sagn-
réttah“ flutningsmáta ,eins og nú
virðist ætla að verða einráður um
alla tónlist fyrir daga Mozarts
(Gardiner, Pinnook o.m.fl.), enda
rannsóknir enn á æskustigi þegar
Richter hóf að taka upp fyrsta
meiriháttar úrvalið af kantötunum
á hljómplötu sem gert hafði verið
upp úr 1958 fyrir „fommúsíkdeild"
Deutsche Grammophon, Archiv
Produktion. Þó að kantöturnar
yrðu aðeins 75, s.s. um 'A af varð-
veittum kantötum Bachs, var sú
útgáfa samt sú stærsta fram að
heildarútgáfu Harnoncourts og
Leonhardts fyrir Teldec/Das Alte-
werk seni hófst um 1970 og er nú
kláruð.
Það er því fjöldi kantötusafnara,
þ.m.t. undirritaður, sem hefur átt
því láni að fagna að kynnast þessum
mikrokos'mos gegnum Richter og
kór hans og hljómsveit í Munchen.
Því fram á lok 8. áratugar var kant-
ötuúrvalið mest á Archiv, og bæði
Hverfitónar og Hljóðfærahús
Reykjavíkur voru jafnan dugleg
við að hafa viðunandi úrtak á lager.
Síðan kom „upphafsstefnan“ til
sögunnar og náði yfírhöndinni á 9.
áratug ásamt geisladiskavæðing-
unni. Menn eins og Miinchinger og
Richter urðu „gamaldags“ eða rétt-
ara, ekki nógu gamaldags, því þeir
þóttu vera með of stóra hljómsveit
og kór, dýmamík og víbrató of mik-
ið, hljóðfærin ekki upphafleg,
o.s.frv. Harnoncourt þótti fara eins
og hvítur stormsveipur og hikaði
ekki einu sinni við að leggja erfíð-
ustu sópranaríur í mun óbreyttra
strákpatta úr Vínardréngjakórnum
sem gerðu sitt ýtrasta, strákgreyin,
en komust ekki hjá því að hljóma
eins og þeir væru flengdir kvölds
og morgna.
. Tíminn hefur sýnt, að þar hafði
Richter á réttu að standa. Hvað sem
menn hafa sætt sig við á árum
Sebastíans sjálfs, sætta nútíma-
hlustendur sig ekki við túlkanir
barna á gimsteinum tónsögunanr.
Hitt má vera rétt, að Richter
geti á stundum gengið full kjötham-.
arslega fram í hryntúlkun sinni,
þannig að músíkin stappar í stað
þess að streyma. Þetta heyrði ég
betur nú en í fymdinni. En með
tilliti til frábærs kórs, hljómsveitar
plastboxa! Mættum við fá fleiri
pappabox í heiminnT
J.S. BACH: KANTATEN
VOL. 3 HIMMELFAHRT,
PFINGSTEN.
TRINITATIS
BWV 92 Ich hab in Gottes Herzen
sinn, BWV 126 Erhalt uns, Herr,
bei deinem Wort, BWV 23 Du wahr-
er Gott und David Sohn, BWV1
Wie schön leuchtet der Morgen-
stem, BWV 182 Himmelskönig, sei
willkommen, BWV 4 Christe lag in
Todesbanden, BWV 6 Bleib bei uns,
denn es will Abend werden, BWV
158 Der Friede sei mit dir, BWV
67 Halt im GredSchtnis Jesum
Christ, BWV 104 Du Hirte Israel,
höre, BWV 12 Weinen, Klagen,
Sorgen, Zagen, BWV 108 Es ist
ench gut, dass ich hingehe & BWV
87 Bisher habt ihr nichts gebeten
in meinem Namen. Edith Mathis,
Ursula Buckel, Anna Reynolds,
Hertha Töpper, Peter Schreier,
Emst Haefliger, John van Kester-
en, Dietrich Fischer-Dieskau, Kurt
Moll, Kieth Engen. Miinchener
Bach-Chor & Orch. undir stjórn
Karls Richters. Upptökur: ADD,
Milnchen, 1961-1975. Archiv 439
380-2. Lengd (6 diskar): 6.24:33.
Verð 3.999 kr.
og (oftast) einsöngvara, sky-
ggir „skinkuhönd“ Richters sjaldn-
ast á heildaránægjuna. Hann er
sérlega laginn að laða fram reisnina
í kantötunum, jafnvægisskyn og
hendingamótun hans eru skýr, eins
og búast má við af frægum tríósó-
nötutúlkanda og nemanda Straub-
es, og þegar bezt lætur, glitrar hjá
honum hin himneska sveifla Bachs
í allri sinni dýrð.
Það er því ekki undarlegt, að
Archiv/DG skuli endurútgefa Richt-
ersupptökurnar nú, þegar CD-form-
atið hefur gengið með sigur af
hólmi, en áður en ný heildárútgáfa
er farin að sjá dagsins ljós. Bæði
er Richter þörf viðmiðuri, með aðra
löpp á .síðustu leifum ' af „róman-
tísku“ túlkunarhefðinni, en ekki sízt
vegna þess, að hér er það gott efni
á ferð, að það úreldist ekki, sama
hversu „upphaflega" innstillt þekk-
ing manna og smekkur eiga eftir
að verða. Þegar þar við bætist, að
verð endurútgáfunnar er komið nið-
ur í nánast Naxos hæð (meðalverð
diskanna í box 2 og 3 = 845 kr.)
er ljóst, að kantötuúrval Archivs
er býsna gimilegur kostur.
Lítið atriði, en jákvætt em
pappaboxin. Pappabox brotna ekki
í mél við að detta í gólfið! Pappabox
með 6 diska innanborðs tekur 'Aaf
hilluplássi tveggja 3 diska ópem-
PÁSKAKANTÖTURNAR (Vol. 2
af alls 5) eru 13 í boði. Ein af fyrstu
kantötum Bachs, en jafnframt sú
frægasta, Chríst lag in Tod-
esbanden er hér í skínandi út-
færslu og mæðir mikið á kómum,
sem aftur á móti er í óvenju góðu
stuði. Kantatan er vafalítið sú elsta
í settinu (talin samin fyrir 1709).
Önnur stórperla er Morgunstjömu-
kantatan (fyrir boðunardag Maríu)
sem fyrr var nefnd. Weinen, Klag-
en er einnig meðal hinna skemmti-
legri smíða í settinu, en eins og
vita má, fyrirfínnást glaðvæmstu
tilefni kirkjuársins utan jóla í nám-
unda við hvítasunnu, og þar er énn
styttra milli jarknasteina í léttari
kantinum, eins og Vol. 3 (Himm-
elfahrt - Pfíngsten - Trinitatis)
ber enda með sér: Lobet Gott in
seinen Reichen (f. uppstigningar-
dag), O ewiges Feuer (einhVer
yngsta kanta Bachs samin 1746 eða
síðar), Also hat Gott die Welt
geliebt (með hina óviðjafnanlegu
aríu „Mein gláubiges Herze“), Die
Himmel erzahlen..., Ich hatte
viel Bekiimmernis, Herz und
Mund og Meine Seel erhebt den
Herren þar sem sópranarían „Herr,
der du stark und máchtíg bist“ er
eitt af mörgum gotteríum.
Einsöngvarar em upp til hópa í
toppklassa, þó að Hertha gamla
Töpper eigi til að verka tengda-
mömmuleg, og Peter Schreier (á
yngri upptökum eftir 1972) hljómi
hvað eftir annað eins og hann syngi
með uppsetta gasgrímu.'
Rtkarður Ö. Pálsson
HUNDRAÐASTA 0G NITJANDA AR ANDVARA
Forvilni og þjódleg kjölfesta
ANDVARI hefur sérstöðu
sem fremur íhaldssamt
tímarit , á þjóðlegum
grunni. Ritið hefst jafnan á langri
ævisögu einhvers látjns forystu-
manns. Að þessu sinrii ritar Davíð
Oddsson um Geir Hallgrímsson.
Frá ritgerð Davíðs hefur verið
greint í Morgunblaðinu, en því má
bæta við að hún er skilmerkileg
og læsileg og verður í senn saga
Geirs og íslenskra stjórnmála með-
an hans naut við.
: _
Því ber ekki að neita að vantrú
á sfyómmálamönnum eykst. Að
þessu víkur ritstjóri Andvara,
Gunnar Stefánsson, í ritstjóra-
spjalli og bendir á að stjórnmála-
menn séu þrátt fyrir allt „börn
sinnar þjóðar eins og við hin, hugsa
og hegða sér líkt og umbjóðendur
þeirra“. Gunnar
lætur þessi orð
falla ekki síst
vegna þeirrar til-
hneigingar fé-
lagsvísindadeild-
ar Háskóláns að
deila á stjórn-
málamenn.
Tíðræddur
bókmennta
maður
Um engan lát-
inn íslenskan bók-
menntamann að
undanskildum Gunnar Stefánsson, Geir
Sigurði Nordal ritstjóri Andvara. Hallgrimsson
verður mönnum
jafn tíðrætt og Kristin E. Andrés- sópsmikill í Skáldinu sem sólin
son. Svo að bara séu nefndar fáein- kyssti eftir Silju Aðalsteinsdóttur,
ar bækur ársins 1994 er hann að- Að elska er að lifa eftir Hans Krist-
ján Árnason og
Undarlegu
ferðalagl Jóns
Óskars. í stað-
inn fyrir að
finna Kristni
flest til foráttu
má vitanlega
reyna að átta
sig á mannin-
um sjálfum og
hugðarefnum
hans.
í Andvara
eru birt brot úr
Berlínardag-
Kristinn E. bók Kristins
Andrésson frá árinu 1930
og hefur Sigfús
Daðason búið til prentunar. Gaman
er að lesa þessi brot, enda eru þau
prýðilega orðuð að hætti Kristins.
Lokaorðin eru skáldleg í tvíræðni
sinni:
„Það er mikil hamingja að eiga
góða vini. i því efni hef eg ekki
verið óhamingjusamur. Eg held eg
megi fullyrða, að margir, er kynnzt
hafa mér bezt, hafa orðið vinir
mínir. Eg skil það ekki, og sjálfur
er eg of gagnrýninn til þess að
geta verið vinur minn. Ætti eg tök
á, yfirgæfi ég sjálfan mig og leit-
aði mér betri félagsskapar.“
í fastlieldnara lagi
Bókmenntastefna Andvara telst
líklega í fastheldnara lagi miðað
við það að oft er fjallað um eldri
skáld. En samtímaskáld eiga líka
efni í Andvara og stundum er skrif-
að um þau, einna kunnáttusamleg:
ast þegar ritstjórinn sinnir því. í
umræddu hefti skrifar hann um
Þórberg Þórðarson og Jóhann Jóns-
son vegna bóka um og eftir þá.
Andvari kemur að þessu sinni
víða við, er fjölbreyttur. Það út af
fyrir sig getur verið kostur. Að
minnsta kosti býður hann lesendum
sínum ýmislegt forvitnilegt, ekki
aðeins þjóðlega kjölfestu.
Jóhann Hjálmarsson