Morgunblaðið - 04.01.1995, Page 6

Morgunblaðið - 04.01.1995, Page 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja se Alls fóru 10 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 3,5 tonn á 143,13 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 1,1 tonn á 100,00 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 5,4 tonn á 127,00 kr./kg. Af karfa voru seld 0,6 tonn. í Hafnarfirði á 52,00 kr. (0,31), og á 106,77 kr. (27,01) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 35,2 tonn. í Hafnarfirði á 62,00 kr. (27,81) og á 45,13 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (7,41). Af ýsu voru seld 26,3 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 147,39 kr./kg. Þorskur* Karfi Ufsi Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 188,0 tonná151,81 kr./kg. Þar af voru 39,1 tonn afþorskiá 172,15 kr./kg. Af ýsu voru seld 50,6 tonn á 165,15 kr./kg, 53,4 tonn af kola á 132,14 kr./kg, 3,7 tonn af karfa á 116,41 kr. hvert kíló og 2,0 tonn af grálúðu seldust á 156,68 kr. kílóið. Ekkert skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Jafnt framboð og verð og neytandínn skípta mestu INNAN fiskvinnslunnar og dreifíngarfyrirtækja snýst hugsunin gjarna um háar tölur og magn f _ , en neytandinn, sem a Bandankjamarkaði stendur undir öiiu sam an með kaupum sínum, kemur yfirleitt of lítið inn í myndina. Sú skoðun virðist ríkjandi, að neytandinn þurfi á fisknum að halda og sé tilbúinn til að borga meira ef framboðið er ekki nóg. Á hinn bóginn hafa neytendur lítinn áhuga á allri fyrirhöfninni, sem býr að baki framboðinu. Það er fískneyslan sjálf, sem skiptir þá mestu, en þeir eru ekki tilbúnir til að kaupa hana mjög dýru verði. Að öðru leyti er það stærð skammtanna, ímynd vörunn- ar og gæðin, sem hafa áhrif á kaupin. Neysla botnfisks hefur minnkað veruleera Á árinu 1993 greiddu bandarísk- ir neytendur 37,7 milljarða dollara fyrir sjávarafurðir og ef litið er nánar á þá upphæð, þá er aflinn upp úr sjó metinn á sex milljarða dollara; frumvinnslan bætir við 5,4 milljörðum og frekari vinnsla 3,4. Dreifing til verslana og veitinga- staða bætir við 3,2 milljörðum og annar kostnaður á veitingastöðum er 16,6 milljarðar og í verslunum 3,2. 1993 var neysla sjávarafurða í Bandaríkjunum svipuð að magni og 1989, heldur meiri að vísu, og vinsælastur var túnfiskurinn, þá rækja, Alaskaufsi og þorskur. Á þessum fjórum árum hefur orðið mikil breyting á þorskneyslunni, sem hefur minnkað um 36%. Inn- flutningur á flökum hefur farið úr 76.000 tonnum í 34.000 tonn og blokkin hefur farið úr 62.000 tonn- um í 20.000 tonn. Þessi samdrátt- ur í þorsknum hefur verið bættur upp með öðrum tegundum en und- irrót hans er verðhækkanir og óvisst framboð. Litlar breytingar frá 1913 Eins og fyrr segir jókst neysla sjávarafurða í Bandaríkjunum lítil- lega á áðurnefndu fjögurra ára tímabili en hlutur botnfisktegunda hefur þó minnkað. Ársneysla þeirra á mann er nú 3,9 pund en var fimm pund 1989. Heildar- neysla sjávarafurða er enn aðeins um 15 pund á ári á mann og hefur breyst merkilega lítið allt frá árinu 1913 en þá var hún 11 pund. Áætlað er, að á síðasta ári hafí helmingi þess fjár, sem Banda- ríkjamenn fara með í í mat, verið varið á veitingastöðum eða 294 milljörðum dollara. Þar af hafi 91 milljarður farið í skyndibitastaði eins og McDonalds í hamborgurun- Bretland um og Long John Silver’s í sjávar- réttunum og 88 milljarðar í veit- ingastaði, sem bjóða upp á alhliða veitingar. Síðan eru hótel og mötu- neyti alls konar, heilbrigðisþjónust- an og fleira. Dreifingarkerfið í Bandaríkjun- um er afar fullkomið en fýrirtækin eru um 3.000 á 4.300 stöðum. Eru þau að sjálfsögðu mjög misstór en algengt er, að venjulegur veitinga- staður fái 60% hráefnisins frá einu og sama dreifingarfyrirtækinu og afganginn frá 5-6 öðrum. Standa fimm stærstu fyrirtækin undir 18% dreifingarinnar ef miðað er við verðmæti. Matvælamarkaðurinn er stöðug- um breytingum undirorpinn og það á einnig við um smekk neytenda. Neysla á rauðu kjöti hefur minnk- að en er nú í jafnvægi, kjúklinga- kjötið sækir enn á en neysla sjávar- afurða breytist lítið. Eru vinsældir kjúklinganna raktar til þess, að um er að ræða bragðgóðan mat, sem auðvelt er að nálgast, auk þess sem framleiðsluferillinn er stuttur og verðið lágt. Hagræðing mikilvæg Við rekstur veitingastaða skipta hráefnisverð og laun mestu máli og í Bandaríkjunum er miðað við, að hráefnisverðið vegi helst ekki meira en 30% í heildarkostnaði. Tiltekin vara er líkleg til að kom- ast á matseðilinn ef þrefalt hrá- efnisverðið er innan þess ramma, sem hann setur, en að öðrum kosti er ekki boðið upp á hana. Það skipt- ir því miklu fyrir sjávarvöruiðnað- inn að hagræða eftir föngum og lækka þannig kostnað og menn ættu alltaf að hafa í huga óskir neytandans. Á síðustu árum hefur mikið ver- ið rætt um hollustu lýsis og feits fisks, sem inniheldur Omega-3- fitusýrur, og í framhaldi af því jókst neyslan og verðið hækkaði nokkuð en aðeins um stundarsakir. Síðan minnkaði hún aftur. Athug- anir hafa sýnt, að aðeins hluti neyt- enda hefur áhuga á hollustu fisks- ins og almennt er það aðeins fjórði hver neytandi, sem hefur hollustu og næringargildi ofarlega á blaði. Það eru þægindin og bragðið, sem skipta mestu máli þegar allt kemur til alls. 14% ráðstöfunartekna í mat Fyrir verslanir og veitingastaði skiptir mestu öruggt framboð, stöðugt verð, auðveld framreiðsla, ferskleiki og gæði. Sveiflur í fram- boði og verði hafa hins vegar ein- kennt sjávarvörumarkaðinn. Bandarískir neytendur fara nú með 14% af rauntekjum sínum í mat og vilja ekki auka þau út- gjöld. Seljendur sjávarvöru verða því að beijast fyrir sínum hlut inn- an þessa ramma og það verður ekki gert með árangri nema ávallt verði leitast við að koma til móts við óskir neytandans. Aukinn fiskafli LANDANIR brezkra fiskiskipa í Bretlandi jukust um 6% fyrstu níu mánuði ársins borið saman við sama tíma í fyrra. Þá jókst verð- mæti landaðs afla um 5%. Afli og aflaverðmæti botnfisks jókst hvort- tveggja um 1%, en 5% minna kom á land af þorski og lækkaði verð- mæti landaðs þorskafla um 7% milli tímabila. Þveröfuga sögu er að segja að ýsuveiðum, því 5% meira af henni kom á Iand og þar sem verðið nú er 8% hærra en í fyrra, jókst verðmæti landaðs ýsuafla um 14% milli tímabila. Nú var alls landað tæplega 211.000 tonnum af botnfiski og var helmingur þess þorskur og ýsa. 176.000 tonn af uppsjávarfiski barst nú á land, 63.000 tonn af skelfiski og því alls rúmlega 468.000 tonn, sem er 6% aukning milli tímabila. Kvótastaðan um jólin Aflamarksskip kvótaárið 1994-1995 Samtals 279.784 Þorskur 95.186 Afli; 26.211 9.004 10.676 31.815 Loðna 636.503 tonn 210.968 Milljónir punda J^orskblokk, birgðir ;í Bandaríkjunum iktóbermánuðum 1987-1994 '87 '87 '87 '90 '91 '92 '93 '94 Minni birgðir í Bandaríkjunum SÍFELLT minna af þorskblokk er nú flutt inn til Bandaríkjanna og veldur því bæði minna fram- boð og aukin sókn Bandaríkja- manna í ódýrari fisktegundir en þorskinn. Birgðir af blokk í október síðastliðnum voru helm- ingi minni en í sama mánuði fyrir ári síðan og sjö sinnum minni en árið 1986. Þegar sem mestar sveiflur voru í framboði og verði á þorski, fóru veitinga- hús og framleiðendur fiskrétta í auknum mæli að færa sig yfir í ódýrari fisktegundir. í kjölfar þess lækkaði verð á þorski og veiðiþjóðirnar beindu fram- leiðslu sinni frekar inn á Evr- ópu, sem var hagstæðari. Verð vestan hafs er nú að þokast upp á við á ný og gæti það aukið framboðið aftur. Lýsingur Lýsingsblokk, birgðir í Bandaríkjunum któbermánuðum 1987-1994 Milljónir punda '87 '87 '87 '90 '91 '92 '93 '94 LÝSINGUR er ein þeirra hvít- fisktegunda, sem hafa komið inn á kostnað þorsksins. Framboð af honum hefur reyndar verið mjög mismunandi undanfarin ár, en þar hefur framboð á alaskaufsa haft nokkur áhrif. Birgðir í október síðastliðnum voru með minna móti miðað við sama tíma undanfarin ár, en með mesta móti miðað við þetta ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.