Morgunblaðið - 04.01.1995, Síða 3

Morgunblaðið - 04.01.1995, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 D 3 I mömmuleik Hver vill vera með í mömmuleik með Hildi, sjö ára? Það hlýtur að vera gaman að leika sér með svona fallega brúðukörfu, sem er skrautmáluð með rauðum rósum. Hildur Sif Jóns- dóttir, Kolbeinsmýri 3, er mamman á myndinni. Hún er með tvíburabrúður. Hún heldur á öðrum tvíburanum í fanginu, en hinn liggur í vöggunni. Að prófa sjónminnið Horfðu á teikninguna í tæpa mínútu. Breiddu síðan yfir hana og reyndu að svara þessum spurningum: 1. Hve margir fimleikamenn eru á myndinni? 2. Eru allir strákarnir í eins fötum? 3. Hvað fylgjast mörg dýr með fimleikunum? 4. Er býfluga á meðal áhorfenda? 5. Hoppar strákurinn lengst til hægri niður úr trénu? Himininn hennar Rósu Rósa, 11 ára, er ein af þeim fjölmörgu sem sendu inn myndir í Aladdínkeppnina. Þetta bréf fylgdi með: Kæra Morgunblað; Ég þakka fyrir skrítlurn- ar í blaðinu ykkar, gáturnar og annað fróðlegt og skemmtilegt, en viljið þið nú fara að hætta með vina- leikinn - hann er orðinn svo væminn og leiðinlegur. Ég er ekki með unglingaveik- ina, ef þið haldið að það sé ástæðan fyrir þessu skemmtilega bréfí. Sendi kveðjur til allra á Morgun- blaðinu. Með fylgir frumsamið ljóð. Himinninn Mér fmnst himinninn fallegastur þegar hann er publár. Hann minnir mig á sumarkvöldin þegar maður genpr á peysunni sefur út og gerir það sem maður vill. Þegar himinninn er svartur er hann svo daufur eins og sorgin, myrkrið, og framtíðin? Rósa Sipý Gísladóttir Granaskjóii 19 107 Reykjavík Gátur 1. Hvað er það sem styttist og lengist í senn? 2. Hvað er það sem gengið er, riðið, ekið og siglt á? 3. Ég sýni og læt heyra það, sem ekki er til. Eg er ýmist falleg- ur eða ljótur, stuttur eða langur, hræðilegur eða yndislegur. Ég gabba oft heimskingjann, en aldrei þann vitra. Hver er ég? 4. Hvað er það sem þú hefur meðferðis, en sólin getur aldrei skinið á? 5. Hversu marga nagla þarf í hóf þann, sem vel er járnaður? (ráðning í næsta blaði) vNNA 'a KÖTTínn KIÓA. 'EFTíKlírriS SVEFN - STAÐOK KLÖA EK OFAN ‘A SJÓNVARPIMU. pEöAR PlNHVEf? HAVAOASOM /HYNP ER i' SjdhJVARPiWU KíRíR KL6t NISHJK h ^EPM' INN BlN5 00 HANN VILJI 5EGTA - HVER.S LAGSHA OAPl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.