Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 3
2 D LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 1 ■■ MORGUNBLAÐIÐ ' MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 D 3 HANDKIMATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR „Handknattleikslið er sett saman úr mörgum einstaklingum. Þinn styrk- leiki er háður styrkleika annarra. Menn verða að hugsa þannig að hann sé einn af liðsheildinni, en ekki einn á velli,“ sagði Bjami Guðmunds- • son í viðtali við Sigmund O. Stein- arsson. Um íslensku landsliðsmenn- ina sem léku áður í Þýskalandi, sagði hann: „Við vomm lykilmenn, einn hlekkur í góðum liðum, en ekki stór- stjömur. Það er er liðsheildin sem ræður hvað lið er sterkt.“ Bjarni var einn af fyrstu íslensku handknattleiksmönnunum sem léku í Þýskalandi, hefur leikið lengst allra þar, og þegar hann var á fullri ferð með Wanne-Eickel í úrvalsdeild- inni, glímdi hann við aðra íslend- inga, eins og Alfreð Gíslason, Sigurð Sveinsson, Atla Hilmarsson, Pál 01- afsson og Kristján Arason. Nú eru aðeins tveir leikmenn sem leika í úrvalsdeildinni, Júlíus Jónasson og Héðinn Gilsson. Hver er ástæðan fyrir því að fækkun hafi orðið, að mati_ Bjarna? „Árgangurinn sem ég ólst upp með skilaði mörgum mjög góðum leikmönnum og einnig árgangurinn sem kom á eftir — Sigurður Sveins- son, Kristján Arason, Páll Ólafsson, Alfreð Gíslason og Atli Hilmarsson, svo ég nefni einhveija leikmenn. Það voru mikið af sterkum leikmönnum í þeim árgangi, þá á ég við leikmenn sem voru mun sterkari en aðrir. í dag er handknattleikurinn orðinn þannig að það er allt miklu jafnara, það eru allir orðnir jafn sterkir. Þetta er ástæðan fyrir því að það eru færri leikmenn frá íslandi hér í Þýskalandi og einnig má rekja ástæðuna til stríðsins í Júgóslavíu, en þaðan hafa margir íþróttamenn komið hingað undanfarin ár. Þá eru hér aðrar regl- ur en áður — að nú má aðeins einn útlendingur leika með hveiju liði, en áðúr voru það tveir. Ég og Sigurður Sveinsson lékum saman hjá _Nett- elstedt og Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson léku saman hjá Dankers- en. Það er því alltaf að verða erfiðra og erfiðra að komast að hjá liðum. Ég hef oft verið beðinn að finna fé- lög fyrir ýmsa leikmenn, en það hef- ur verið erfitt — allt niður í lið í fjórðu deild, eru erlendir leikmenn. Það er því mjög erfitt að finna félög fyrir leikmenn. Sá leikmaður sem kemur frá íslandi verður að vera mjög góður til að fá inni — hann verður að verða við þeim kröf- um, sem eru gerðar. Það er ekki hægt að koma hingað aðeins til að koma, heldur verða leikmennimir að sýna getu og styrk til að halda nafn- inu, því að ef ekki gengur vel eru leikmennimir einfaldlega sendir til baka. Því verða þeir leikmenn frá íslandi sem koma hingað að vera vel undirbúnir. Það er allt annað að koma hingað og leika handknattleik hér, heldur en heima á íslandi. Leik- menn sem eru góðir heima, geta hreinlega breyst við að koma hingað. Hér eru allt aðrar aðstæður, leik- menn verða að aðlagast aðstæðum og það tekur alltaf sinn tíma.“ „Vorum einn hlekkur í góöum liðum“ -Nú voru þeir íslendingar sem léku hér á árum áður stóru stjörnumar í liðunum? „Já, eins og blöðin skrifa heima og hér, þá eru leikmenn sem eru keyptir að utan meira í sviðsljósinu, það er beðið eftir meiri getu frá þeim. Allir sem leika handknattleik vita að lið er sett saman úr mörgum einstakl- ingum. Þinn styrkleiki er háður styrkleika annarra. Ef þú ert með góða menn með þér þá lítur þú vel út — þú einn getur ekki klárar leik upp á eigin spýtur. Það hefur aldrei verið þannig. Það eru til dæmi um það að einn leikmaður geri -'íjórtán til fimmtán mörk í leik. Ástæðan fyrir því er að aðrir leikmenn í liðinu leika vel fyrir þann sem skorar mest. Maður verður því að hugsa þannig að hann sé einn af liðsheild, en ekki einn á velli. Áður fyrr vorum við stjömur, en ekki svo stórar stjörnur hér úti eins og heima, áður en við komum hingað; þá minnkar þetta alltaf. Svo kemur sá tími að menn vaxi og sýni góða leiki og stöðug- leika. Þá komast þeir meira í blöðin, en ég held að þessi stjömuheimur, eins og hann er oft nefndur heima, sé ekki rétta orðið. Við voram lykil- menn, einn hlekkur í góðum liðum, en ekki neinar stórstjömur. Lið eins og Essen, sem Alfreð Gíslason lék með, hafði geysilega sterka leik- menn. Alfreð var góður leikmaður, sterkur, og styrkti Essen-liðið, var lykilmaður, en aðrir leikmenn vora einnig mjög sterkir, en komust kannski ekki eins oft í blöðin vegna þess að þeir voru ekki keyptir að utan. Sama má segja um Kristján Arason hjá Gummersbach. Það er liðsheildin sem ræður hvað lið er sterkt." Lítil liöveröaaö stórum nöfnum - Handknattleikur í Þýskalandi er yfirleitt leikinn í smærri bæjum, þar sem hann er mjög vinsæll, en ekki í stóru borgunum. Hver er ástæðan fyrir því? „Aðalástæðan fyrir því er að knattspyman er númer eitt, tvö og þijú, þá era íshokkí og körfuknatt- leikur framarlega. I stóra borgunum era knattspyrnuliðin númer eitt og þá reyna litlu bæimir, gott dæmi þar um er Hameln, Gummersbach, Lemgo og Nettelstedt, að gera litlu liðin að stóram nöfnum og það hefur tekist mjög vel. Möguleikinn er miklu meiri í smærri bæjunum, þar sem íþróttahallimar taka ekki nema tvö til þijú þúsund áhorfendur í staðinn fyrir að knattspymuvellir taka þijá- tiu til fimmtiu þúsund áhorfendur. Til að fylla þá velli þarf stóra borg, en til að fylla litla höll af áhorfend- um, þá dugar lítill bær. Þetta er markaður sem margir litlu bæimir hafa séð út og náð að nýta sér vel að byggja upp. Essen, sem er stór borg, er til dæmis ekki með frábært knattspymulið eins og hinar stóra borgirnar — þess vegna hefur geng- ið betur fyrir handknattleikinn að koma sér þar fyrir og ná áhorfend- um. Uppbygging litlu liðanna er öll háð stjóm og vilja stjómarmannanna að taka rétt á hlutunum. Þá spilar peningarnir mikið þar inní, því að litlu bæirnir kaupa oft leikmenn mjög dýra verði til sín, þar sem það eru ekki alltaf heimamenn sem skipa lið- in — flestir eru aðkeyptir.“ Bjarnl Guömundsson i kunnuglegrl stelllngu l landslelk a árum áður — búinn að tlnna smugu í vörn landsliös v-Pyskaiands. Hér á myndlnnl sést að Bjarnl hefur brotist í gegn af vinstri vængnum, en hans staða var hægra hornið. Við vorum ekki v stórstjömur Hvað segja þeirum Bjarna? „BJARNI Guðmundsson er fyrsti íslenski hornamaðurinn, sem hafði yfir geysilegum sprengju- krafti að ráða — hann var mjög fljótur fram, yfirleitt fyrstur, þannig að hann batt endann á hraðaupphlaupin og skoraði mörg mörk þannig, og það var oft sem hann náði að skora úr- slitamark úr hraðaupphlaupi, enda brást hann sjaldan þegar hann komst I færi til að skora. Þá var Bjarni góður varnarmað- ur,“ sagði Kristján Arason. Atli Hilmarsson „Bjarni er mjög góður drengur. Eg kynntist honum bæði sem leikmanni í landsliðinu og þá í Þýskalandi, þegar ég Iék með Hameln og hann með Nettel- stedt. Þá kynntist ég honum mjög vel. Það er afar þægilegt að umgangast Bjarna, sem kemur alltaf beint fram — er gull af manni. Það má segja um Bjarna að hann er mjög virtur í Þýska- landi, það er sama hvar þú kem- ur á þeim svæðum sem hann hefur verið, það kannast allir við Bjarna, enda eru það fáir leik- menn sem hafa haldið eins lengi út og hann, án þess að falla nið- ur í öldudal — hann hélt alltaf sínum styrkleika. Það er og hef- ur verið mikið rætt þann styrk Bjarna, enda er hann einn besti hornamaður sem hefur leikið í þýskum handknattleik." Bjarni og félag- ar mæta á HM á íslandi BJARNI og fimm félagar hans hjá Wanne Eickel koma reglulega saman um helgar og taka í spil. Þá er leikið upp á smá peningaupphæðir og þegar upp er staðið eru peningarnir sem tapast lagðir í ferðasjóð. „Við erum búnir að leggja í sjóðinn í þijú ár og það var ákveðið á dögunum að sjóður- inn yrði notaður til að koma á heims- meistarakeppnina á íslandi í maí til að sjá úrslitaleikina,11 sagði Bjarni. _ Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson BJarnl Guðmundsson seglr aö lelkmenn sem koma frá íslandl tll Þýskalands vera að vera vel undlrbúnlr. „Það er allt annað að koma hingað og lelka handknattleik hér, heldur en heima á íslandi. Leikmenn sem eru góðir helma, geta hrelnlega breyst vlð að koma hingað. Hér eru allt aðrar aðstæður, lelkmenn verða að aðlagast aðstæðum og það tekur alltaf slnn t(ma.“ Sigurður Sveinsson Kristján Arason. Páll Ólafsson. Slgurður Svelnsson. Alfreð Gíslason. Gæti sett mörg sterk lið saman Bjarni, sem lék 193 landsleiki fyr- ir ísland — skoraði 387 mörk í þeim, hefur tekið þátt í tveimur heims- meistarakeppnum —_ í Danmörku 1978 og Sviss 1986, Ólympíuleikun- um í Los Angeles 1984, B-keppni í Austurríki 1977, á Spáni 1979, í Frakklandi 1981 og Hollandi 1983, úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða með Val gegn Grosswallstad í Múnchen 1980, hefur leikið með fjöl- mörgum góðum handknattleiksmönn- um. Við báðum hann að stilla upp þeim sjö sterkustu leikmönnum sem hann hefur leikið með í gegnum árin. „Það er alltaf erfitt að nefna sjö leikmenn sem eru sterkastir. Maður verður að hugsa um tímabil og ef maður hugsa til dæmis aðeins um fimmtán ára tímabil og skoðar bestu leikmenn, þá myndi ég örugglega finna út mörg lið sem ég gæti sett saman. Maður yrði að hugsa sig vel um áður en maður segði eitthvað. Ég yrði að hugsa um styrkleika hvers leikmanns í hverri stöðu, þannig að hann falli að öðrum leikmanni. Nöfn- in, hvort þau byija á a eða b, segja ekki til um hvort þau falli vel sam- an, heldur hvað leikmenn geta og hvaða styrkleika þeir hafa til að falla inn í myndina. Þess vegna er mjög erfitt að segja óundirbúinn hveijir eru mjög góðir saman. Ef ég myndi setjast niður, er ég öruggur um að ég myndi finna út þijú til fjögur lið, sem ég myndi halda að yrðu á heims- mælikvarða og geysilega öflug. Gaman að fylgjast með Sígurði Sveinssyni Þegar Bjarni var spurður hvort hann fylgdist með hvað væri að ger- ast í íþróttum á íslandi, sagði hann: „Ég hef alltaf reynt að fylgjast með því hvað er að gerast heima í hand- knattleiknum. Ég fæ Morgunblaðið sent einu sinni í viku, þriðjudagsblað- ið, þá eru mestu íþróttirnar í blað- inu, þannig að ég get með öðra aug- anu fylgst með því sem er að gerast heima. Þá hef ég öðru hvora sam- band við Þorbjörn Jensson í síma og fæ þá upplýsingar um hvað er að gerast í handknattleiknum heima. Eg hef alltaf verið að furða mig á Sigga Sveins; hvaðan hann hefur þetta vítamín til að vera alltaf í sviðs- ljósinu — lykilmaður sem skorar allt- af sín mörk hvort hann er að leika með félagsliði eða landsliði. Ég hef sagt í gríni að það sé kominn tími til að hann fari að hætta þessu — þetta er orðið alltof mikið. Það er gaman að sjá leikmann á hans aldri, sem getur sýnt að hann sé verðugur Golf er fyrirbæri sem finnst varla í Þýskalandi ÞEGAR Bjarni var spurður hvort hann væri eitthvað byrjaður að fást við golfíþróttina, eins og fyrrum félagar hans hjá Val væru byrjaðir að gera í ríkum mæli, sagði hann: „Það merkilega við það er að golf- vellir eins og heima á íslandi er fyrirbæri sem finnst varla hér í Þýskalandi. Á fimmtíu kílómetra svæði á Islandi finnast tíu til fimm- tán golfvellir, en ef við hugsum í fimmtíu kilómetra svæði hér i Þýskalandi finnum við engan golf- völl. Maður þarf kannski að fara fimm hundruð kilómetra, þá finnur maður einn eða tvo og síðan koma þúsund kílómetrar, þá finnur maður kannski tíu velli. Þetta er annað en heima. Ég hef gaman af að ieika golf, en ég hef ekki tíma í það hér og þá er dýrt að leika golf — þetta er íþrótt sem kostar mikinn pening og tíma. Ég nota frekar frístundirn- ar til að vera með konu og barni og reyna að gera eitthvað með vina- fólki, heldur en vera að fara langar vegalengdir til að finna golfvöll. Golf er tímaþjófur, sem hefur náð yfirhöndinni hjá mörgum.“ fulltrúi íslands. Sigurður hefur alltaf verið góður leikmaður og það hefur verið gaman að fylgjast með honum. Ég vona að hann geti leikið áfram án þess að meiðast, en Sigurður hef- ur sem betur fer verið heppinn að hafa ekki meiðst illa og verið lengi frá. Það er lykillinn af góðu gengi, að sleppa við meiðsli. Þeir leikmenn sem meiðast eru fyrr búnir, því að það er alltaf erfitt að ná sér upp aftur eftir meiðsli." - Hefur þú verið laus við meiðsli á þínum langa keppnisferli? „Ég hef verið mjög heppinn — hef aldrei brotnað, ekki slitið liðbönd og það má segja að ég hef aldrei þurft að fara inn á sjúkrahús í uppskurð. Ég hef einu sinni eða tvisvar þurft að fara í gifs vegna þess að liðband tognaði — þá vora settar gifsumbúð- ir til að halda stöðugleika á liðbönd- unum. Ég hef misst eina tönn og fengið smá skurð á augabrún, sem eru aðeins smámunir miðað við aðra leikmenn í handknattleik. Ég tel að þetta sé ástæðan, að ég hef leikið í meistaraflokki í tuttugu ár — alltaf getað leikið á fullu,“ sagði Bjarni Guðmundsson, sem er að rækta garð- inn sinn í Þýskalandi — handknatt- leikurinn togar enn í hann og Bjarni er að velta því fyrir sér, hvort hann eigi að taka skóna aftur fram úr hillunni. Það kenjur ekki í ljós fyrr en flautað verður til leiks næsta keppnistímabil í Þýskalandi. „Það var mjög gaman að leika með Bjarna í Nettelstedt, hann var geysilega fljótur — kannski stundum of hraður fyrir mig. Þegar við fengum knöttinn og fórum í hraðaupphlaup þurfti maður ekki annað en kasta knett- inum upp í hægra hornið; þar var Bjarni kominn sem eldflaug. Hann er afar samviskusamur og hann stóð alltaf sína vakt og reynir af fremsta megni að vinna þau störf vel sem hann tekur sér fyrir hendur — það er alltaf hægt að treysta honum. Hann var ny ög vel liðinn og það var tekið mikið mark á því sem hann gerði. Bjarni gekk í gegnum ýmislegt með Wanne Eickel og gafst aldrei upp þó að móti blési — ferðin hafi verið upp og nið- ur, hann stóð sína vakt og yfir- gaf ekki herbúðir félagsins fyrr en hann lagði skóna á hilluna. Hann var búinn að ákveða að vera áfram í Þýskalandi og stóð við það. Bjarni lvjálpaði mér mikið þeg- ar ég fór fyrst til Þýskalands, var mín stoð og stytta. Það eina sem ég mátti aldrei gleyma, þeg- ar ég kom heim frá Islandi, var að taka fjögur kíló af snyöri með til að færa Bjarna, því að hann gat og getur ekki borðað þýskt smjör — hann elskar íslenskt smjör.“ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.