Morgunblaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 B 5 í endurskipulagningu fyrirtækisins. Darra-menn töldu sig hafa full- nægt skilyrðum viljayfirlýsingar hafnarinnar, en ráku sig fljótt á „bakgrunn" yfirlýsingarinnar um endurskipulagningu Stálsmiðjunnar og skipasmíðaiðnaðarins í heild. Munu þeir hafa fundið fyrir því að Reykjavíkurhöfn teldi að hinir nýju eigendur væru ekki nægilega „breiður hópur“ til að takast á við slík stórverkefni og að þeir voru taldir hafa komið að fýrirtækinu í skyndingu án mikils undirbúnings. Darri mun hafa sagt að hann væri reiðubúinn að breikka hlut- hafahópinn og ekkert væri því til fyrirstöðu að vinna að sameiningu i skipasmíðaiðnaði eða fullnægja öðrum skilyrðum í „bakgrunni" viljayfirlýsingu hafnarinnar. Vand- inn var nauðasamninga þurfti að staðfesta 12. janúar og samningar við Reykjavíkurhöfn þurftu helst að vera í höfn fýrir þann tíma. Þá kom það í ljós að Ágúst Einarsson hafði ekki gefist upp eftir yfirtöku Darra, heldur stillti upp öðrum hóp væntanlegra hluthafa, sem áttu að fullnægja skilyrðum Reykjavíkur um „breiðan hóp“. Mótleikur Ágústar Ágústarmenn og Slippfélagið munu hafa undirbúið mótleik sinn gegn Darra í nokkurn tíma. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins munu sumir forsvarsmenn Slippfé- lagsins ekki hafa verið ánægðir þegar Gunnar og Darri keyptu meirihlutann „í skjóli nætur“, félag- inu og flestum öðrum að óvörum. Gunnar hafi síðan boðið Slippfélag- inu að ganga inn í gerðan hlut með skilyrðum sem Slippfélagsmenn hafi talið illaðgengileg. Félagið gerði Gunnari þó tilboð, sem hann taldi óviðunandi. Um áramótin voru Slippfélagið og Ágúst Einarsson tilbúnir með sinn hluthafalista. Þar voru stærstu aðilarnir Slippfélagið og formaður og varaformaður stjórnar þess, Ásgeir Pálsson og Valgeir Hall- varðsson. Aðrir stórir aðilar eru meðal annars Olíuverslun íslands- Olís, Hraðfrystihús Eskifjarðar, Björgun hf., Samheiji hf. á Akur- eyri og Sæberg hf. Þessi væntanlegi hluthafahópur átti við það augljósa vandamál að stríða að hópur Darra átti meirihlut- ann í Stálsmiðjunni, fór með stjórn í henni og átti forkaupsrétt á hluta- ijáraukningunni. Vandi Darra var sá að tækist ekki að semja um kaup Reykjavíkuhafnar á dráttar- brautum Stálfélagsins sáu Darri og hans menn fram á að taka við fyrir- tæki sem var litlu betur statt en þegar það lenti í greiðslustöðvun. Iðnlánasjóður og stofnanafjár- festar funduðu á þessum tíma og meðal annars lýstu Eignarhaldsfé- lagið Alþýðubankinn hf. og Aflvaki Reykjavíkur hf. því yfir 21. desem- ber að þeir væru reiðubúnir til að taka þátt í endurskipulagningu í Fjárfestingar og endurbætur í íslenskum fiskiskipum 1983-1993 5.484 milliónir kr. 1983-86 1987-93 meðaltöl: skipasmíðaiðnaði þar sem markmið- ið væri m.a. „breið eignaraðild og eðlileg arðsemissjónarmið“. Samið í nauðvörn í þessarri stöðu var tíminn að falla á Darra - staðfesting nauða- samninga átti að gerast 12. janúar - og eftir nokkrar sviptingar var niðurstaðan sú að hópamir tveir sömdu, þannig að Slippfélagið og hópurinn að baki Ágústi keyptu hlutabréf af Darra og stuðnings- mönnum hans. Með þessu töldu fulltrúar Reykjavíkurhafnar að skil- yrðum þeirra til samninga við Stál- smiðjuna væri fullnægt, eins og fram kom hjá Hannesi Valdimars- syni hafnarstjóra í frétt Morgun- blaðsins í fýrri viku. Eftir samningana munu Darri og þeir aðilar sem töldust í hans hópi eiga um 15% hlutafjár í Stálsmiðj- unni, en Slippfélagið 26,3%. Inni í þeim hluta eru 4 milljónir króna sem félagið mun bjóða starfsfólki for- kaupsrétt að samkvæmt samkomu- lagi við fulltrúa Reykjavíkurhafnar. Hlutur þess eykst í yfir 42% ef hlut- ur formanns og varaformanns stjórnar Slippfélagsins er tekinn meðj eldri hluthafar eiga um 9% og Ágúst Einarsson á 5%. Afgang- urinn, eða tæp 30%, er að mestu í eigu fyrirtækja sem studdu Ágúst Einarsson. Vonbrigði Ekki er þó laust við að vonbrigða gæti enn eftir slaginn um Stálsmiðj- una. Einn viðmælandi úr herbúðum Darra sagði að ef nánar væri að gætt væri ekki hægt að segja að hópurinn að baki Ágústi væri sér- staklega breiður. Ágúst væri til dæmis í stjórn Olís og Björgunar og rekja mætti vinatengsl og sam- eiginlega stjórnarsetu með Ágústi í öðrum fyrirtækjum. Hinn nýja meirihluta skipuðu i raun Slippfé- lagsmenn, Ágúst og þau fyrirtæki þar sem hann er í stjóm. Darra-mönnum hafi verið legið á hálsi að hann og hans fjölskylda ættu stærstan hluta fyrirtækisins, en margir hefðu einmitt talið það Námskeið fyrir þá sem vilja lengra: NútímaForritiin VisualBasic er kjaminn í nútima forritun í gluggaumhverfi. Enginn sem á annað borð vill nýta tölvuna og forritin betur getur verið án þekkingar á VisualBasic! 60 klst námskeið, kr. 69.900 stgr. Dagskrá: • Undirbúningur forritunar, greining og hönnun • Forritun með VisualBasic • Access og notkun hans við t'orritagerð • VisualBasic í Excel, Access og Word hk 950II Námskeið á fimmtudögum og laugardögum Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuráðgjöf • námskeið • útgáfa Grensásvegi 16 • sími 568 8090 Raðgreiðslur Euro/VISA VIÐSKIPTI kost að þau væru reiðubúin til að hætta eigin fé í reksturinn. „Bak- grunni“ viljayfirlýsingar Reykjavík- urhafnar hafi verið haldið leyndum og þó að Darri hafi lýst yfir að hann væri reiðubúinn að gangast við þeim skilyrðum sem þar var að finna þá hafí verið fundið að því að það gæti reynst Darra-mönnum erfitt. Lokaniðurstaðan væri sú að gert hefði verið upp á milli hópanna | á öðrum forsendum en aðeins rekstrarlegum. Sameinað á landsvísu? Næsta skref í málum Stálsmiðj- unnar verður væntanlega kosning nýrrar stjórnar fyrirtækisins á stjórnarfundi 20. janúar. Ólík- legt er annað en að Ágúst Ein- arsson verði ráð- inn fram- kvæmdastjóri í kjölfarið. Eitt af þeim málum sem líklegt er að lendi á hans borði er hugsanleg sameining skipasmíðastöðva á landsvísu. Þreifingar hafa verið í gangi í nokkurn tíma um að sameina stærstu fyrirtækin á landinu í skipasmíðaiðnaði i þvi skyni að skapa öfluga rekstrareiningu sem hefði burði til samkeppni við er- lenda aðila, ekki síst Norðmenn. Nefnd á vegum iðnaðarráðuneytis- ins athugaði þennan möguleika 1993 og síðastliðið haust fóru einn- ig fram viðræður um hugsanlegan samruna Stálsmiðjunnar við Þor- geir og Ellert á Akranesi og Slipp- stöðina Odda á Akureyri, meðal annars með þátttöku Aflvaka Reykjavíkur hf. fyrir hönd Reykja- víkurborgar. Niðurstaða Aflvaka Reykjavíkur var að sameining þessarra þriggja fyrirtækja væri fysilegur kostur; hann gæti orðið til þess að úr rústum skipasmíðaiðnaðarins risi sterkt almenningshlutafélag sem myndi hafa burði til að standast ytri samkeppni á borð við skipa- smíðaiðnað Norðmanna. Einnig kæmi frekari samruni til álita, svo sem við Landssmiðjuna hf. og Skipasmíðastöðina í Njarðvík og ef til vill fleiri fyr- irtæki. Ýmsir erfíð- leikar komu í ljós við þessar sameiningar- þreifingar, með- al annars mis- munandi af- staða lán- ardrottna og bæjarfélaga til hugmyndarinnar. Þetta er reyndar ekki nýtt. Einn viðmælandi Morgunblaðsins sem þekkir til fyrri tilrauna til samein- ingar í iðnaðinum sagði að þá hefðu menn lítið komist áfram og það væru sömu ljón í veginum nú. Bæjarpólitík spilaði þar inn í, en ein helsta fyrirstaðan væri sú að lánardrottnar þyrftu að taka ákvarðanir eftir þrengstu hagsmun- um sínum á hveijum stað. Samt sem áður kunna að vera vonarglætur á lofti fyrir skipasmíð- ar á Islandi. Hugsanlega stendur til að ísland taki upp reglur Evrópu- sambandsins um skipasmíðar, þar á meðal hina svonefndu sjöundu tilskipun ESB, sem felur í sér frá- vik frá banni um niðurgreiðslur. Islenskur skipaiðnaður hefur lengi kvartað yfír samkeppni við ríkis- styrktan skipaiðnað í öðrum lönd- um, til dæmis í Noregi. Þar nema opinberir styrkir um 13% af smíða- verði skipa, að því að Haraldur L. Haraldsson, formaður stjómar Málms, sagði í grein hér í Morgun- blaðinu. Úr1000 ársverkum í 600 Haraldur telur að ef íslenskur skipasmíðaiðnaður hefði haldið sömu markaðshlutdeild og hann hafði á tímabilinu 1983-1986, eða 68%, hefði orðið veltuaukning um 37% í greininni á tímabilinu 1987- 1993, enda jukust framkvæmdir um yfir 40% á milli tímabilanna, upp i 5,5 milljarða. í stað 37% aukningar minnkaði velta íslenskra skipasmíða hins vegar um 50% vegna þess að verkefni fluttust úr landi. Ársverk- um fækkaði úr yfír 1.000 þegar best lét í um 600 árið 1993. Forsvarsmenn iðnaðarins telja að ef Island nái að standa jafnfætis nágrannaríkjunum hvað varðar nið- urgreiðslur og stuðning geti skipa- smíðar hérlendis rétt úr kútnum. Það er kannski ljósi punkturinn í slagnum um Stálsmiðjuna að hann sýnir að til eru menn sem eru tilbún- ir að reyna að snúa vörn í sókn. Rætt um að sam- eina fyrirtæki í Reykjavík, Akra- nesi og Akureyri VTOSHPn í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því viðskiptablað Morgunblaðsins, Fimmtudaginn 19. janúar nk. Á þeim tíma sem liðinn er frá því fyrsta blaðið kom út hefur það unnið sér fastan sess meðal lesenda sinna á fimmtudögum. lfrÆ í afmælisútgáfunni verður fyrst og fremst horft fram á veginn og leitast við að varpa ljósi á hvernig íslenskt viðskipta- og atvinnulíf kemur til með að þróast á næstu árum. Einnig verður litið á þær miklu breytingar í viðskipta- og atvinnulífinu sem orðið hafa á síðasta áratug. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í afmælisútgáfunni er bent á að hafa samband við Rakel Sveinsdóttur og Dóru Guðnýju Sigurðardóttur, sölufulltrúa í auglýsingadeid, í síma 5691171 eða með símbréfi 569 1110. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.