Morgunblaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 B 7 VIÐSKIPTI Athugasemd Gæði Fujicolor- ljósmyndapappírs MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Gísla Gestssyni, forstjóra Ljósmyndavara hf.: í grein í Viðskiptablaði Morgun- blaðsins nú um áramót var fjallað um mismunandi endingu litljós- myndapappírs. í greininni er vitnað í höfund bókarinnar „The Perman- ence and Care of Color Photo- graphs“ Henry Wilhelm, sem telur af Fujicolor-pappír endist fjórum sinnum iengur en Kodak-pappír. Umboðsmaður Kodak á íslandi, birti athugasemd í Viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 5. janúar 1995 og á Rás 2 þann 9. janúar, og reynir að tortryggja niðurstöður Henry Wilhelm. Af þessu tilefni skal vakin at- hygli á eftirfarandi: Rannsóknir á endingu á litljós- myndapappír hafa verið stundaðar af nokkrum vísindamönnum síðast- liðin tuttugu ár. Höfundur ofan- greindrar bókar, Henry Wilhelm, er talinn einn fremsti sérfræðingur á þessu sviði og nýtur mikillar.virð- ingar, m.a. er hann einn örfárra einstaklinga sem er beinn aðili að American Standards Institute- stofnuninni. Hefur Henry Wilhelm leitt starf opinberrar nefndar (ANSI) á vegum stofnunarinnar, sem hefur mótað vinnustaðla við vísindalegar rannsóknir á sviði gæðamats í ljósmyndatækni. Fullyrðingu umboðsmanns Kod- ak, um að „Henry Wilhelm hafi ráðist á Kodak með offorsi" er vís- að til föðurhúsanna, sem órök- studdri. Umboðsmaður Kodak hér á landi, reynir að gera rannsóknar- aðferðir Henry Wilhelms á endingu litmynda tortryggilegar. Til upplýs- ingar skal þess getið, að þær rann- sóknaraðferðin sem Henry Wilhelm byggir á er svonefnd „Arrhenius“- aðferð, sem er kennd við sænska vísindamanninn Svante Arrhenius, sem fékk Nóbelsverðlaun í efna- fræði, fyrir kenningar sínar. Þessar rannsóknaraðferðir eru notaðar af öllum framleiðendum á ljósnæmum vörum. Þó að umboðsmaður Kodak á íslandi, hafi eitthvað að athuga við þessar aðferðir, þá eru Arrhen- ius-rannsóknaraðferðir notaðar af tæknimönnum í aðalstöðvum Kodak í Rochester í Bandaríkjunum við þeirra rannsóknir á endingu litljós- mynda. Rétt er að benda á, að nýlegar rannsóknir hjá Tækniháskólanum í Rochester í Bandaríkjunum, stað- festa, vísindarannsóknir Henry Wilhelms. Eftir standa því niður- stöður út tveimur óháðum vísinda- legum rannsóknum, að Fujicolor-lit- ljósmyndapappír endist fjórum sinnum lengur, en Kodak-pappír. Ástæðan fyrir yfirburðagæðum Fujicolor-litljósmyndapappírs ligg- ur m.a. i uppbyggingu frumlitalaga, þ.e. að magenta-liturinn er efst, sem m.a.. ver myndina mjög vel gegn upplitun. Þessi tækni hefur enginn annar ennþá en Fuji Photo Film í Japan. Viðbrögð Kodak-manna að út- hrópa þá vísindamenn, sem birta niðurstöður sem eru þeim óhag- stæðar, valda vonbrigðum. Ending litljósmynda skiptir flesta miklu máli, því myndir verða dýr- mætari minningar eftir því sem árin líða. Raunveruleg gæði byggja á því hráefni, sem er notað til mynda- gerðar. Óháðar rannsóknir hafa staðfest að ending fullra gæða lit- ljósmyndapappírs er frá þremur árum upp í eitt hundrað ár. Vegna harðrar samkepnni í framköllun á íslandi i dag, þá hafa ýmsir freistast til að nota ódýrari Fylgstu meb í Kaupmannahöfn MorgunblaMb fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu fltorgiimMftfrÍfe -kjarni málsins! Námskeið sem borgar sig frá fyrsta degi: UmsjónTölvuneta Ef þú vilt minnka rekstrarkostnað við tölvunetið þitt er þetta námskeið fyrir þig. Námskeið fyrir þá sem vilja sjá um rekstur tölvuneta! 48 klst námskeið, kr. 49.900, - stgr. Dagskrá: • Windows 3.1 kerfistjómun • Novell 3.12 netstjómun • Tengingar við önnur tölvukerfi • Innkaup og val á búnaði Námskeið á þriðjudögum og laugardögum Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuraðgjöf • námskeið • Otgáfa hk 95012 ðgjöf • námskeið'»'útgáfa Grensásvegi 16 • sími 568 8090 ______________________________Raðgreiðslur Euro/VISA ljósmyndapappír til að standa sig betur í verðsamkeppninni. Þetta þurfa neytendur að hafa í huga, þegar þeir láta framkalla myndirnar sínar. Umboðsmaður Kodak hélt fram í útvarpsþættinum á rás 2 að gæða- eftirlit væri það sem mestu skiptir varðandi gæði framköllunar. En vilji til gæðaeftirlits er augljóslega til lítils, ef ekki eru notuð bestu hráefni, sem fáanleg eru á hveijum tíma. Áður fyrr litu menn til endingar á svart hvítum myndum og töldu að litmyndir entust jafnvel. Nýjar upplýsingar frá vísindamönnum staðfesta að svo er ekki. íslendingar eru mjög vel upplýst- ir neytendur og hafa fegins hendi tekið við nýjum upplýsingum um væntanlega endingu á litmyndum eftir því hvaða ljósmyndapappír er notaður, - því hver vill glata dýr- mætum minningum á ljósmyndum? Fuji Photo Film í Japan ver um 8% af veltu sinni í rannsóknir, og er það með því hæsta sem gerist i heiminum. Slík fjárfesting skilar sér fljótt í betri vöru. Ljósmyndavörur hf. og samstarfsaðilar um allt land, munu ávallt leitast við að afla upp- lýsinga um framfarir og tækninýj- ungar á þessu sviði, þannig að fyrir- tækin geti á hveijum tíma veitt sem besta þjónustu og á hóflegu verði. Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi ? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. O LANASJOÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIG 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REVKJAVÍK SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.