Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 I Minni bíll en Polo NÝR VW Polo sem er væntanleg- ur hingað til lands á næstu dögum er stærri en fyrirrennarinn og hafa VW-verksmiðjurnar nú í hyggju að smíða minni bíl. „Við ráðgerum að setja á markað smá- bíl á seinni hluta árs 1996,“ segir framleiðslustjóri VW, Folker Weissgerber. Nýi smábíllinn verð- ur byggður á hugmyndabílnum Chico. LYKILL að Opel með tölvu- flögu sem þjófavörn. P|ofavorn i lykli ENN um VW. Bílar frá fyrirtæk- inu eru nú allir búnir rafstýrðum loka sem svo er nefndur en það verður skýlaus krafa bílatrygg- ingafélaga í Evrópu frá og með 1995 að nýir bílar séu með þessum búnaði. Lokinn byggist á tölvu- flögu í bíllyklinum sem hefur í minni sér fólgna númerarunu. Númerarunan er einnig lykill að lokukerfinu. Þegar reynt er að ræsa vélina fer sjálfkrafa fram samanburður á númerarununni og lokukerfinu. Ef númerarunan samsvarar því ekki lokast fyrir eldsneytis- og kveikjukerfi bílsins. Slík þjófavörn er staðalbúnaður í öllum Opel bílum í Danmörku. Punto GT með 2ja I vél FIAT verksmiðjurnar ráðgera nú að setja á markað GT-útfærslu af bíl ársins 1995, Fiat Punto GT með 2ja lítra, 16 ventla vél sem skilar 160 hestöflum. Ef af fram- leiðslu bílsins verður kemur hann á markað árið 1996. W táknar að hjólbarðinn þolir 270 km/klst hámarkshraða. W nýtt tókn á hjólbarða HRAÐSKREIÐIR bílar þurfa sterka hjólbarða og nú er framboð af hinum ýmsu gerðum hjólbarða svo mikið að margir eiga erfitt með að henda reiður á táknmál þeirra. Hvað þýðir til að mynda W-hjólbarði? W-ið er ný viðbót við langan lista af táknum yfir há- markshraða sem hjólbarðar eru gerðir fyrir. Hraðatáknin eru síð- ust í langri táknmálsrunu, til dæm- is 225/60 R 16 W. En svona lítur listinn allur út: •Q = 160 km/klst hámarkshraði •S = 180 km/klst hámarkshraði •T = 190 km/klst -hámarkshraði •H = 210 km/klst hámarkshraði •V = 240 km/klst hámarkshraði •W = 270 km/klst hámarkshraði •Z = Yfir 270 km/klst hámarks- hraði ■ MORGUNBLAÐIÐ íslendiiigar í þriggjq dogg keppni q fjallajeppa í frönsku Ölpunum TVEIR íslenskir jeppamenn, Snorri Ingimarsson og Þorvarður Hjalti Magnússon, leggja af stað á morgun, 16. janúar, frá Hol- landi í jeppaferð um Alpana. Ferðinni er heitið á árlegt mót evrópskra jeppamanna sem hald- ið er í bænum Orciéres, en hann er í 1.850 m hæð yfir sjó. Þar verða eknir 300 km í snjó í allt að 2.700 metra hæð á 3 dögum. Gera má ráð fyrir að þarna verði samankomnir á annað hundrað jeppar víðs vegar að úr Evrópu. Snorri og Hjalti gera ráð fyrir að vera í samfloti með 10 jeppum frá Hollandi. Farartækið er Nissan Patrol í eigu Snorra. Þetta er breyttur íslenskur fjallajeppi sem er að jafnaði á 44“ dekkjum. Þau skil- yrði eru sett fyrir þátttöku að íeiðangursmenn hafi keðjur á öll hjól og þess vegna verða notuð 38“ dekk til þess að hafa rými fyrir keðjurnar. Keðjumar eru breyttar vörubílakeðjur frá GÁP. Liður í landkynning- artllraun Jeppinn er nú í Rotterdam, en þaðan er um 1.000 km akstur til Orciére. Snorri og Hjalti hafa Á cmnað hundrað jepparkeppa SNORRI hefur verið á jeppanum í Hollandi um nokkui-t skeið og verið gestaþátttakandi í spilkeppni Warn í Benelux þar sem þátttak- endur fyrir alþjóðaspilkeppni Warn í Marokkó voru valdir. langa reynslu að baki í fjalla- og jöklaferðum og hafa starfað mikið í Ferðaklúbbnum 4x4, bæði í stjórn og tækninefnd. Auk þess eru þeir meðal höf- unda bókarinnar Jeppar á fjöll- um. Ferðin er liður í tilraun til að kynna ísland og íslensku fjallaj- eppana. Verkefnið er meðal ann- ars stutt af Bílabúð Benna, Eim- skipi, Flugleiðum og Ingvari Helgasyni. Með í förinni verður GPS staðsetningartæki og punktur- inn í Orciéres hefur verið sleginn inn. Þangað eru 2.788 km frá Reykjavík og aka skal í 147 gráður. ■ NÚ er orðið tæknilega unnt að reyna viðbrögð kaupenda við nýj- um bílgerðum áður en fyrsti bíllinn er smíðaður. Þetta er gert í tölvu með svokölluðum sýndarveruleika sem bílframleiðendur hafa tekið í sína þjónustu. Mercedes-Benz er lengst kominn í þróun þessarar tækni og hefur hún þegar verið tekin í notkun í prófunarstöðinni í Berlín. Bílahönnuðir hafa til margra ára notað öflugar tölv- ur til að teikna ytra útlit bíla. Nokkrir bílframleiðendur hafa stigið skrefi framar og skapað fullbúið stjómkerfi bifreiðar í tölvuforriti, svonefndan sýnd- arveruleika. Tölvan varpar þrí- víðri mynd á litlum skjá sem er innan í hjálmi á höfði „öku- manns“. „Okumaðurinn“ fær þá tilfinningu að hann sitji við stýrið í raunverulegum bíl. Nú hefur Mercedes-Benz hafið til- raunir með að skapa innan- rými bifreiða með sýndarveru- leika. Tölvumyndin er samsett úr óendanlegum samsetning- um lita og innréttinga sem sá sem í sýndarveruleikanum er getur hafnað einum af öðrum og fengið út sitt útlit. Tilgang- ur Mercedes-Benz með þessu er að fá umsögn væntanlegra kaupenda á innanrými fram- tíðargerða af Mercedes-Benz. Sýndarveruleiki í Berlín Fram til þessa hafa bí!a- framleiðendur neyðst til að byggja eftirlíkingar af bílum, trélíkön, en það hefur haft þann ókost að þá er einungis hægt að prófa eina gerð í einu. í tölvu er hins vegar hægt að gera ýmsar breytingar á gerð- inni, t.a.m. að setja meiri halla Reynsluekið í tölvu FRAMTÍÐARSÝN Mercedes-Benz er að viðskiptavinirnir „reynslu- aki“ nýjum bílum í bílabúðunum og ákvarði út frá því hvernig þeir vilji að innanrýmið líti út. á framrúðu eða breyta litasam- setningu á mælaborði o.sv.frv. Eina sem þarf að gera er að gefa tölvuskipanir. Tæknin að baki sýndarveruleik- anum er afar margbrotin, mjög öflugar tölvur þarf til verksins en útgangspunkturinn er öllu einfald- ari: Tölvan er fóðruð á nákvæmum upplýsingum um hvernig t.a.m. innamýmið er smíðað, stærð þess, form, litanotk- un og efnisnotkun. Tölvur í verslunum Tölva varpar upp mynd af innanrými bílsins sam- kvæmt þeim upplýsingum sem hún hefur verið mötuð á. Hreyfi „ökumaðurinn“ höfuðið til hliðar reiknar tölvan samstundis út hvern- ig innanrýmið lítur út frá nýju sjónarhorni. Með sér- stökum glófa á hendi getur „ökumaðurinn“ einnig not- að stjórnrofana í bílnum. Mercedes-Benz hefur þegar komið sér upp sýnd- arveruleika í prófunarstöð sinni í Berlín og hyggst inn- an tíðar notfæra sér þessa tækni við smíði nýrra bíl- gerða. Framtíðarsýn Mercedes-Benz er að við- skiptavinirnir „reynsluaki“ nýjum bílum í bílabúðunum og ákvarði út frá því hvern- ig þeir vilji að innanrýmið líti út. Viðskiptavinurinn sjái strax í versluninni hvort hann sé fyrir dökk- brúnan panel, grænt flau- elsáklæði og Ijósrautt mælaborð eða hvort hann kjósi aðra litasamsetningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.