Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 1
ALÞJOÐLEGABDLASYNINGINIDETROIT-ISLENSKURFJALLAJEPPI í FRÖNSKU ÖLPUNUM - REYNSLUAKSTURÍ SÝNDARVERULEIKA - BÍLAINNFLUTNINGUR EYKST TDL JAPANS m n fttwgtuifyfattfr \ \ V SJOVAtSinAlMENNAR Kringlunni 5 - sími 569-2500 SUNNUDAGUR15. JANUAR 1995 BLAÐ c Toyota Corolla 1199.000 Corolla Hatchback, 3ja dyra. Nú geturðu eignast Toyota Corolla áverðifrá 1.199.000 kr. ® TOYOTA Tákn um gceði 100 ára af - * mæli bílsins í BANDARÍKJUNUM era menn farnir að leggja drög að miklum hátíðarhöldum í tilefni af upphafi bílaiðnaðar. Upphafið er rakið til ársins 1896. en fréttir af því féllu í skuggann af forsetakjöri Will- iam McKinley sama ár. Hátíðarhöldin eiga að hefj- ast í júní 1996 og verða þau vítt og breitt um Bandaríkin en veg og vanda af skipulagn- ingunni hefur nefnd um hund- rað ára ártíð bílaiðnaðarins sem nýtur styrkja frá samtök- um bíiaframieiðenda. Hlutverk nefndarinnar er að koma á framfæri við al- menning hvernig bílaiðnaður- inn skðp nútíma iðnsamfélög og veita viðurkenningar til einstaklinga og fyrirtækja sem hafa látið að sér kveða í þessum iðnaði. ¦ Tekjur ríkissjóðs af bifreiðum 1992-1995 15.356 Imliljónir 16.343 Imilliónir 17.034 milljónlr 17.034 milljðnír Heildarskattar af bifreiðum ¦ 1994 Flárliig 1995 I 112.191 119.995 128.588 135.454 Skatttekjur ríkissjóðs af hverri bifreið 1992 1993 Astlun 1994 Fjárlðg 1995 Utgjöld til vegamála, hlutfall af bílasköttum 145.848 155.994 167.164 176.900 u Skatttekjur af bifreið | vísit.fjölsk. (m.v. 1,3) 1993 Áællun 1994 Fjárlög 1995 Skattarábíl- eigendur 17,9 milljarðar á árinu Heimíldir: Fjárlög 1995, fjármálaráðuneytið og FIB. SKATTAR af bifreiðum árið 1995 hækka um 5,13% á milli ára sam- kvæmt fjárlögum og áætlun Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda um tekjur ríkissjóðs af bifreiðum, fara úr 17 miujörðum í tæpa 18 millj- arða kr. Runólfur Ólafsson fram- kvæmdastjóri Félag íslenskra bif- reiðaeigenda segir að það veki furðu að í kjölfar daprasta árs sem menn muna í bílgreininni komi slíkar „trakteringar" frá rík- isstjórninni, og það á kosningaári. Minna framkvœmt í vegamálum Runólfur segir að áþreifanleg skattahækkun verði á bifreiðaeig- endur á árinu og auk þess verði minna framkvæmt í vegamálum á þessu ári en síðasta ári, þrátt fyr- ir framkvæmdaátak í vegamálum. Þar munar rúmlega einu prósenti af heildarsköttum á bíla. Skatttekjur ríkissjóðs af hverri bifreið hækkar um 7,16% á árinu, fer úr 128.588 kr. í 135.454 kr. á ári þrátt fyrir 0,20% fækkun bifreiða á milli ára. Árið 1992 námu skatttekjur af bifreiðum 15.354 milljónum króna og hafa þær því hækkað á síðustu þremur árum um rúma 2,6 millj- arða króna. „Fyrir höndum er nýtt metár í álagningu bílaskatta. Þetta er rot- högg fyrir bíleigendur og bílgrein- ina I ljósi þess að nýliðið ár var eitt hið daprasta sem bílgreinin hefur upplifað síðustu áratugi," segir Runólfur. ¦ 20-30% verof all á 2jq árq bíl samlcvæmt FÍB Hagkvæmara að kaupa not- aian bíl en nýjan SAMKVÆMT mati Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda er hag- kvæmara að kaupa notaðan bíl en nýjan svo fremi sem kaupendur lendi á góðu eintaki. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að þar spili margt inn í, s.s. hve margir fyrri eigendur eru að bílnum, hvernig honum var ekið o.sv.frv. Margir óvissuþættir séu því til staðar en lendi menn á góðu eintaki sé það óvéfengjanlegt að betri kaup séu í notuðum bílum en nýjum. „Tveggja ára bíll hefur fallið í verði um 20-30%. Tveggja milljóna króna bíll fellur þannig í verði um 600 þúsund krónur. Um leið og tveggja milljóna kr. bíll. er kominn á götuna fellur hann í verði um 15%, eða 300 þúsund kr. Nokkrum mánuðum síðar bætast við önnur 5%." Afföllin mest fyrst Runólfur segir að bílakaupend- ur verði að reikna með því að af- föllin séu mest fyrst. En hann bendir á að í raun ráði huglægt mat miklu þegar bílakaup eru annars vegar. Þá gerðust kaupin þannjg á eyrinni í dag að allur gangur væri á endanlegu kaup- verði á notuðum bílum. Runólfur segir að síðastliðið ár hafi verið eitt hið nöturlegasta í sögu bílgreinarinnar hérlendis en á móti komi aðjramboð á notuðum bílum eyksC Óhjákvæmilegur fylgifiskur samdráttar í sölu á nýjum bílum sé einnig að óhemju margir bílar detti út af skrá. „Meg- instofn bíla á íslandi, 1987 árgerð- in, er að verða ansi viðhaldsfrek," segir Runólfur. NÝR fjórhjóladrifinn Opel Vectra verður frumsýndur hjá Bílheim- um hf, um helgina. Tveir bflar eru komnir til landsins og eru þeir báðir seldir, að sögn Gísla J. Bjarnasonar sölusljóra hjá Bil- heimum. Bíllinn er með tveggja lítra vél, 115 hestafia. Bíllinn kemur eingðngu í stallbaksút- færslu. Bíllinn er vel búinn og staðalbúnaður er m.a. ABS- hemlakerfi, sportstólar og inn- rétting, 15 tommu álfelgur, vind- skeiðar, loftpúði í stýri, rafdrifn- ar rúður, samlæsingar og l'jöl- Sýning áOpel Vectra 4x4 stillanleg sæti. Á næstunni eiga Bílheimar von á Opel Corsa Combo sendibíl, sem er mitt á milli Nissan Sunny og Renault sendibíla. Verðið á hon- um verður á milli 1.200-1.300 þúsund kr. Hann verður fáanleg- ur með 1.200 og 1.400 rúmsenti- metra bensínvélum og 1.500 rúmsentimetra díselvél sem verð- ur nokkru dýrari. Þá eiga Bíl- heimar von á nýjuui sportbíl frá Opel, Tigra. Hér er um að ræða líl iim og skemmtilegan bíl sem fyrst var sýndur sem hugmynda- bíll á bílasýningunni í Frankfurt 1993. Hann verður.fáanlegur með 1.400 og 1.600 rúmsentimetra vélum. Tigra kemur til með að kosta 1.600-1.700 þúsund kr. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.