Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ "ALLRA LAWDSMAMNA PtrgtwMtoliÖ* 1995 HANDBOLTI Birgir til íslaginn BIRGIR Sigurðsson, línumaður í Víkingi, er tilbúinn að leika með landsliðinu í handknattleik á ný verði óskað eftir því. Birgir meiddist á hné 1993 og hefur ekki gefið kost á sér síðan en sagði við Morgunblaðið í gær að hann væri tilbúinn í slaginn á ný. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR BLAÐ B TENNIS Edberg úr leikíÁstralíu Svíinn Stefan Edberg er úr leik á Opna ástralska tennismótinu. Hann tapaði fyrir Aaron Krick- stein frá Bandaríkjunum í fjórðu umferð og hefur Svíinn aldrei fallið svona fijótt út úr þessu móti, en Edberg keppti fyrst í Opna ástralska árið 1982, þegar hann var 16 ára gamall og hefur alltaf komist í átta manna úrslit, þar tíl núna. Edberg vann fyrstu tvær loturnar en Krickstein næstu þrjár og átti í raun ekki í teljandi erfiðleikum með Svíann. Viður- eígn þeirra stóð í þrjár og hálfa klukkustund. Andre Agassi er talinn sigurstranglegastur að þessu sinni enda hefur þessi litríki tennisleikari ekki enn tapað lotu, en meðal þeirra sem komnir eru í átta manna úrslit eru Pete Sampras, sem er efstur á heimslistanum, Jim Courier og Michael Chang. ¦ Nánar/B2 RALL Nýjum reglum mótmælt RALLÖKUMENN mótmæltu harðlega breyttum reglum þegar þeir hófu keppni í Monte Carlo rallinu í gær. Þeir sögðust ekki skilja breytingar alþjóðasam- bandsins, sérstaklega varðandi hjólbarðana en samkvæmt nýju reglunum verða ökumenn að nota sömu dekkin á tveimur leið- um í röð og það getur komið sér illa, ekki síst í þessu ralli þar sem ekið er eina stundina á þurrum vegi en þá næstu í hálku. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ INNANHUSS KR-ingar bestir Morgunblaðið/Sverrir KR-INOAR urðu um helgina tvöfaldlr íslandsmelstarar í knattspyrnu Innanhúss. Karlarnir unnu ÍA í úrslitalelk, 4:2, og konurnar sigruðu Val, 2:1. Fyrlrliðarnir, Þormóður Egilsson og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, hampa hér verðlaunagripunum og brosa breitt í Laugardalshöll á sunnudaglnn. ¦ Tvöfalt hjá KR / B3 ¦ Úrslit/B6 OL2002 SaKLake stendur best aðvígi Níu borgir sóttu um að halda Vetrarólympíuleikana 2002 en í kvöld tilkynnir Juan Antonio Sam- aranch, forseti Alþjóða ólympíu- nefndarinnar, IOC, hvaða fjórar borgir koma til greina. Salt Lake í Utah í Bandaríkjunum stendur best að vígi en talið er að Östersund í Svíþjóð, Sion í Sviss og Quebeek í Kanada verði einnig í hópi þeirra tilnefndu. Graz í Austurríki, Tarvisio á ítalíu, Jaca á Spáni, Poprad-Tatry í Slóvakíu og Sochi í Rússlandi eru einnig á meðal umsækjenda. Salt Lake sá á eftir leikunum 1998 til Nagano í Japan en sækir nú um í fjórða sinn. „1991 vorum við stórhuga og með miklar áætlan- ir á prjónunum sem nú hafa orðið að veruleika," sagði talsmaður borg- arinnar. Allar aðstæður eru fyrir hendi í Salt Lake, fjárhagsáætlunin þykir til fyrirmyndar og nefnd IOC sem fór yfir umsóknirnar hrósaði umsókn borgarinnar sérstaklega. Kosið verður á milli hinna fjögurra tilnefndu borga á fundi IOC í Búda- pest í júní, en þar hafa 100 manns atkvæðisrétt. Guðmundur Benediktsson með tilboð frá AIKíStokkhólmi Fér annað hvort suður eða til AIK Guðmundur Benediktsson, lands- liðsmaður úr Þór á Akureyri, kom til landsins um helgina eftir að hafa æft um viku tíma með AIK í Svíþjóð. Það gekk þó ekki þrauta- laust hjá Guðmundi að komast til Stokkhólms því hann var veðurteftur á Akureyri á mánudaginn fyrir viku og komst því ekki út fyrr en á þriðju- daginn. A fyrstu æfingunni lenti hann í samstuði við markmanninn. „Ég fékk hnéð á honum í lærið á mér með þeim afleiðingum að það bólgnaði, en þetta var ekkert alvar- legt þannig að ég gat æft," sagði Guðmundur við Morgunblaðið í gær. „Ég er með drög að samningi með mér og,nú þarf maður bara að fara yfir þau í rólegheitunum og taka síð- an ákvörðun um hvað maður gerir. En það er alveg ljóst að ég fer ann- að hvort suður eða til AIK. Æfing- arnar úti gengu vel og það var gam- an að prófa þetta. AIK er stór klúbb- ur og aðstæður hjá liðinu eru mjög góðar. Þetta er mjög ungt lið og þegar ég mætti á fyrstu æfingu hélt ég að þetta væri æfing hjá unglinga- liðinu því það er enginn „gamall" jálkur í liðinu, eins og oft er þegar um ung lið er að ræða," sagði Guð- mundur. AIK er frá Stokkhólmi og félagið hafnaði í sjötta sæti i deildinni 5 fyrra. FRJALSIÞROTTIR Ármenningarfá góðan liðsstyrk Fríða Rún og Pétur skipta Guðmundur Benediktsson Guðmundur sagðist til í að f ara þang- að út ef um semdist og því fyrr því betra. „Liðið er á fullu að undirbúa sig fyrir komandi keppnistímabil og fyrsti leikur er 9. apríl þannig að ef maður ætlar út í þetta er best að koma sér sem fyrst á staðinn." Armenningar hafa undanfarna daga fengið nokkurn liðs- styrk í frjálsíþróttum því kúluvarparinn Pétur Guðmunds- son hefur skipt um félag og hlaupakonan Fríða Rún Þórðar- dóttir einnig. Pétur hefur keppt fyrir KR und- anfarin ár, en hefur nú skipt yfir í Ármann. Hann dvelst nú í Alab- ama við æfingar og undirbúning fyrir næsta keppnistímabil. Fríða Rún Þórðardóttir hlaupa- kona hefur einnig ákveðið að keppa fyrir Ármann. Hún hefur keppt fyrir Aftureldingu í Mos- fellsbæ frá því hún hóf keppni í frjálsíþróttum, en er nú í Georgíu- fylki í Bandaríkjunum við nám og æfingar. Tómas Grétar Gunnarsson, unglingameistari í stangarstökki sem hefur keppt fyrir HSK, er einnig genginn til liðs við Ármenn- inga. Guðrún Sara Jónsdóttir hlaupakona hefur skipt úr Fjölni í Armann og sömuleiðis Bergrós Ingadóttir, en hún hefur verið sterk í spretthlaupum. Loks hefur Svavar Guðmundsson, 800 m hlaupari úr HSK, ákveðið að ganga til liðs við Ármenninga. KORFUKNATTLEIKUR: FYRSTISIGUR SNÆFELLS / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.