Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 D 3 Morgunblaðið/Sverrir ndlr hér knöttinn á Þorvald Þorvaldsson línumann en Sveinn isson reynlr að ýta Patreki út á völllnn. jögur mörk í síðari hálfleik gegn KA okaæfing að var eins og einhverrar taugaveiklunar gætti meðal leikmanna fyrstu mínúturnar því bæði lið gerðu mörg mistök. BtmmUM Heimamenn byrj- Skúli Unnar uðu með 5-1 vörn Sveinsson en KA lék flata vörn skrifar og hvorugt liðið gaf þumlung eftir. Valsmenn voru betri í fyrri hálf- leiknum og höfðu þá lengstum ágæta stöðu. Þeir komust í 6:3 með því að skora fimm mörk í röð en KA tókst að jafna 9:9. Þá komu þijú Valsmörk í röð, 12:9, og loks áttu heimamenn síðustu orðin fyrir hlé. Liðið var með góða stöðu, 14:10 og átti að hefja síðari hálf- leikinn. Þáttur dómaranna Jón Kristjánsson gerði tvö fyrstu mörk Vals í síðari hálfleiknum, það fyrra eftir sjö mínútna leik og Pat- rekur Jóhannesson sex fyrstu mörk KA. Þegar staðan var 16:13 og 21 mínúta eftir leystist leikurinn upp í endemis vitleysu og því miður áttu dómararnir mesta sök á því. Vitleysan hófst þegar annar dómar- inn dæmdi aukakast á KA yfir endi- langan völlinn við lítinn fögnuð heimamanna. í kjölfarið voru menn reknir útaf fyrir litlar sem engar sakir á meðan aðrir „þekktari" leik- menn komust upp með ýmislegt sem undir venjulegum kringum- stæðum hefði að minnsta kosti þýtt hvíld á bekknum í tvær mínútur. En þetta voru engar venjulegar aðstæður. Dómararnir voru búnir að missa öll tök á leiknum, höfðu reyndar staðið sig þokkalega fram að þessu, og það virtist ekki aftur snúið. Þessar tuttugur mínútur áttu lítið sem ekkert skilt við handknattleik og vonandi verður betri handknattleik- ur á boðstóðum í Höllinni í bikarúrslita- leiknum og vonandi verða dómararnir ekki í aðalhlutverki. „Ég ætla ekkert að segja um leik- inn, en þú ættir að spyija dómarana hvort þeir telji sig hafa átt góðan leik,“ var það eina sem Þorbjörn Jensson þjálfari Vals vildi segja að leikslokum. „Alfreð Gíslason þjálfari go leikmaður KA, var hins vegar tiltölulega sáttur. „Við töpuðum stigi,“ sagði hann reynd- ar við sína menn er komið var til bún- ingsherbergja. „Ég er ánægður með varnarleikinn í síðari hálfleik, hann var frábær. Það var erfitt að vinna upp þennan mun en í lokin held ég að Valsmenn geti þakkað fyrir stigið,“ sagði Alfreð. Um tíma voru þrír Valsmenn auk Guðmundar markvaðar gegn fullskip- uðu liði KA. Norðamnenn náðu þó ekki að gera nema eitt mark á meðan og minnkuðu muninn í 16:15. KA komst yfir 16:17 með marki Valdimars úr hraðaupphlaupi en Júlíus Gunnars- son svaraði 17:17 þegar 5,51 mínúta var eftir og höfðu Valsmenn þá ekki skorað í stundarfjórðung og þetta var þriðja mark þeirra í síðari hálfleik og það eru ár og öld síðan slíkt hefur gerst hjá Val. Guðmundur varði ágætlega í marki Vals en besti maður liðsins var Jón Kristjánsson. Dagur átti góðan leik, Geir einnig og Júlíus skoraði skemmti- leg mörk með smuguskotum. Hjá KA var Sigmar Þröstur góður í markinu, Valur Orn átti fínan fyrri hálfleik eins og þeir Valdimar og Patrekur. Vörnin var síðan frábær í síðari hálfleik en sókin ekki áberandi sterk. IÞROTTIR KÖRFUKNATTLEIKUR Eldheitir þessa vikuna sagði Hjörleifur Sigurþórsson, fyrirliði Snæfells, eftir sigurinn á ÍA Snæfell vann öruggan sigur á Skagamönnum, 116:102, í gærkvöldi og um leið annan sigur ^■■1 sinn í þessari viku. Ólafur „Við vissum að við Sigurðsson ættum góða mögu- skrifar leika gegn Skaga- mönnum og miðað við stigaskorið í hálfleik sáum við að við yrðum að bæta vömina og það gerði gæfumuninn. Við emm eldheitir þesa vikuna," sagði kampa- kátur fyrirliði Snæfells, Hjörleifur Sigurþórsson, eftir leikinn. Skagamenn byijuðu betur og höfðu undirtökin framan af fyrri hálfleik, mikill hraði var í leiknum strax í upphafi og hittni mjög góð. Snæfeli náði að jafna undir lok fyrri hálfleiks en Brynjar Karl tryggði Skagamönnum forystu í leikhléi með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndunni. Hólmarar voru mun ákveðnari strax í byijun seinni hálfleiks og náði fljótt forystu. Leikmenn Snæ- fells vom nær einráðir í fráköstum, sérstakleg Ray Hardin sem tók alls 30 fráköst. Með bættum varnarleik og vel útfærðum hraðaupphlaupum tryggði Snæfell sér öruggan sigur. Ray Hardin átti stórgóðan leik í liði Snæfells, aðrir leikmenn liðsins áttu allir góðan dag, sérstaklega Karl Jónsson, mikill baráttujaxl og ótrúlega skynsamur leikmaður. I liði Skagamanna vom B.J. Thomp- son og Brynjar Karl allt í öllu í sókninni en Skagamönnum verður seint hrósað fyrir góðan varnarleik. Kristinn með sjö þriggja stiga körfur etta var gífurlega mikilvægur sigur fyrir okkur og ég er nokkuð ánægður með leik strák- anna,“ sagði Reynir Hrannar Hólm, Eiriksson þjálfari Þórsara, skrifar eftir sigur þeirra á Skallagrími, 103:88, á Akureyri í gærkvöldi. „Við spiluðum mjög Pippen sleppti sér og rekinn af velli SCOTTIE Pippen sleppti sér algjörlega í Chicago — þegar hann var rekinn af leikvelli þeg- ar 2,56 mín. voru eftir af fyrri hálfleik. Pippen var þá búinn að skora sjö stig á þrettán mín. Félagar hans urðu að fylgja honum inn í búnings- klefa. David Robinson skoraði sigurkörfu San Antonio, 102:104, þegar 1,7 sek. var eftir af framlengingu. Hann skoraði níu af 30 stigum sínum íframlengingunni. New York vann fimmta sigur sinn í röð, 105:99 gegn Port- land, og hefur unnið 13 af 14 leikj- um sínum síðan að liðið tapaði fyr- ir Chicago Bulls á jóladag. John Starks skoraði 26 og Patrick Ewing 25, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Hakeem Olajuwon skoraði 31 stig og Vernon Maxwell 25 þegar Houston Rockets lagði Milwaukee Bucks að velli, 115:99. Marty Conl- on skoraði mest fyrir Bucks, eða 21 stig. Billy Owens skoraði 19 stig og tók 12 fráköst, þegar Miami Heat Iagði Indiana Pacers, 107:96. Shaquille O’Neal skoraði 31 stig og tók 15 fráköst fyrir Orlando Magic, sem er ósigrað heima í 19 leikjum í vetur — lagði Boston Celtics 110:97. Dino Radja skoraði 29 stig fyrir gestina. Charles Barkley skoraði 18 stig og tók 11 fráköst þegar Phoenix Suns vann útisigur á Minnesota Timberwolves 85:100. Kevin John- son skoraði 17 stig og A.C. Green 13 fyrir Suns. vel í fyrri hálfleik og okkur tókst það sem við lögðum upp fyrir leik- inn, náðum góðu forskoti og það var aldrei spurning um sigurinn í seinni hálfleik.“ Með sigrinum komust Þórsarar upp fyrir Skallagrím í baráttunni um annað sætið í riðlinum en sæta- röð skiptir miklu máli þegar kemur að úrslitakeppninni. Þórsarar komu grimmir til leiks og náðu góðu forskoti strax á upphafsmín- útunum og er óhætt að segja að þeir hafi strax lagt grunninn að góðum sigri. Þeir héldu öruggri forystu allan leikinn og var minnst- ur munur um miðjan seinni hálf- leik, níu stig. Á 12. mínútu fyrri hálfleiks meiddist Alexander Er- molinski, fór úr liði á fingri, og lék ekki meira en hann hafði spilað vel. Þetta hafði mikil áhrif á leik Skallagríms og sigur Þórs var því aldrei í hættu. Kristinn Friðriksson var lang bestur Þórsara, gerði 38 stig og þar af sjö þriggja stiga körfur. Aðrir voru lítt áberandi en Þórður Steindórsson vakti athygli þegar hann kom inn á í seinni hálfleik — fékk m.a. átta vítaskot og setti þau öll niður af miklu öryggi. Tómas Holton var bestur hjá Skallagrími en Sveinbjörn Sigurðsson, Henning Henningsson og Ari Gunnarsson áttu einnig ágætan leik. FELAGSLIF Æfmæliskaffi HK Handknattleiksfélag Kópavigs heldur upp á 25 ára afmælisdag sinn í kvöld í Digranesi kl. 20. Kaffi og veitingar á boðstólum. Allir velkomnir. Þorrablót Þróttar Þróttarar verða með þorrablót sitt í veitingahúsinu Glæsibæ, laugar daginn 28. janúar kl. 19. í kvöld Körfuknattleikur 1. deild karla: Kennarahásk.: ÍS - Leiknir.20 Handknattleikur 2. deild karla: Fj'ölnishús: Fjölnir - Fylkir.20 Badminton Meistaramót KR ( badminton, sem er opið mót, fer fram í KR-heimilinu i kvöld og hefst kl. 18.30 með keppni í einliðaléik karla og kvenna. BLAK ÍS felldi bikar- meist- arana Súdentar léku sinn langbesta leik í vetur í sannkölluðum bikarslag enda dugði ekki minna þegar bikar- meistarar Þróttar Guðmundur v°ru annars vegar. Heigi Stúdentar byijuðu Þorsteinsson fyrstu hrinuna af skrifar „fítonskrafti" og áður en Þróttarar voru vaknaðir til lífsins var hrinan yfirstaðin. Hún tók aðeins 12. mínútur og endaði 15:7. Þróttarar komust inn í leikinn með því að vinna aðra hrinuna 15:13, eftir mikinn barning sem staðfesti að þeir áttu í verulegu basli. Stúdent- ar efldust eftir því sem á leik leið og héldu haus allan tímann á meðan virtust leikmenn Þróttar bíða eftir því að eitthvað myndi gefa sig hjá Stúdentum sem unnu þriðju hrinuna sannfærandi 15:9. Stúdentar gerðu síðan út um leik- inn í æsispennandi lokahrinu sem stóð í 31. mínútu þar sem bæði liðin áttu sína möguleika og Þróttarar geta nagað sig í handarbökin eftir að hafa leitt hrinuna 13:11 en seiglan var meiri hjá Stúdentum í lokin. Hávöm Stúdenta var eins og „Kínamúr" á köflum og lagði grunninn að sigrinum en þeir Zdravko Demirev og Þorvarð- ur Sigfússon sem fékk viðumefnið „Laugabakkaundrið" hjá félögum sín- um í gærkvöldi vom óborganlegir á köflum. Þróttarar virkuðu hins vegar frekar ósannfærandi og móttakan sem hefur verið einn sterkasti þáttur í leik liðsins brást of oft í gærkvöldi. Dómarar leiksins þeir Ólafur Ámi Traustason og Karl Sigurðsson dæmdu erfíðan leik vel en oft munaði litlu að upp úr syði. imi ■iIIii JIllLHt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.