Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 1
BILAR A UNDIR EINA MILLJONKRONUR - B&L MEÐ BÍLA FRÁ FIMM FRAMLEIÐENDUM - REYNSLUAKSTUR Á CHRYSLER NEON - SPORTBÍLL FRÁ A UDI Toyota Corolla 1.199.000 Corolla Hatchback, 3ja dyra. Nú geturðu eignastToyota Corolla á verðifrá 1.199.000 kr. ® TOYOTA Tákn um gæöi Ný lína frá Audi til íslands í mars NÝIR bílar frá Audi verksmiðjunum þýsku eru væntanlegir til íslands í byijun mars þegar Hekla hf. kynn- ir nýja línu. Eru það Audi A4, A6 og A8 en sá nefndi er reynd- ar sérstak- lega fenginn hingað til lands fýrir Happdrætti Háskóla íslands og verður bíllinn aukavinningur i út- drætti í desember. Audi A4 og A6 taka við af Audi 80 og 100 en þar er sem fyrr um að ræða framdrifs- bíla og eru auk þess fáanlegir með aldrifi. Audi A4 og A6 eru vel og skemmtilega hannað- ir bílar. Þeir eru með nýjum svip, ávalir mjúkir á AUDI A4 er fallegur bíll með miklum búnaði, m.a. líknar- belgjum og hemlalæsivörn. Morgunblaðið/jt alla lund en samt sem áður nokkuð líkir fyrirrennurum sínum. A4 bíll- inn verður boðinn með 1,8 lítra og 125 hestafla vél og allvel búinn, með rafmagnsrúðuvindum og hlið- arspeglastillingum, samlæsingum, hemlalæsivörn og líknarbelg í stýri og fyrir farþega framsætis. Verð hans er frá 2,3 m.kr. A6 er ekki síður vel búinn, verður tekinn hing- að með 2,6 lítra og 150 hestafla vél og ívið meira er í hann lagt í innréttingum og mun hann kosta sjálfskiptur kringum 3,3 millj- ónir. Audi A4 og A6 voru kynntir íslenskum blaðamönnum í Sví- þjóð á dögunum og eru hér greinilega á ferð vandaðir gripir o g vel bún- ir, snarpir í við- bragði og þægi- legir á allan hátt. Ekki síst er A6 Qu- attro öruggur í veðri og færð sem Svíþjóð bauð uppá um síðustu helgi, snjó og hálku. ■ Neikvæður hvati í af slætti til verkstæða STILLING hf. hefur unnið að stofnun innkaupasambands með aðilum á Norðurlöndum og hyggst þannig ná fram lægra innkaupsverði á vara- hluti. Hugsanlegt er að 5-10% verð- lækkun til neytenda næðist fram með slíku samstarfi. „Við höfum rætt við nokkra aðila sem eru á svipaðri línu og við um að við stæðum saman að innkaupum. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem eru með mörg þau umboð sem við erum með. Markmiðið er að láta eina sameiginlega deild sjá um innkaup fyrir öll fyrirtækin og knýja þannig fram lægra verð. Varan yrði þó send til hvers lands fyrir sig þannig að lágmarks yfirbygging yrði í kringum innkaupasambandið," segir Stefán Bjarnason hjá Stillingu hf. Það var Júlíus Bjarnason fram- kvæmdastjóri Stillingar sem upphaf- lega ýtti hugmyndinni um norrænt samstarf um innkaup á varahlutum úr vörinni. Hefur hann leitt norræna starfsbræður sína saman í viðræðum. Stefán telur nokkuð víst að þessu verði hrundið í framkvæmd. Stórir aðilar standa að þessu með Stillingu, eins og t.a.m. innkaupasamband bif- reiðaverkstæðanna í Danmörku.> „Það er okkar hagur að þetta verði sem stærst í sniðum því við erum minnstir og þar af leiðandi líklega með hæstu verðin. Ég gæti vel trúað því að innkaup með þessum hætti skiluðu neytendum fimm til tíu pró- sent verðlækkun," segir Stefán. ■ Sidekick með ábyrgð SUZUKI bílar hf. hafa hafið inn- flutning á Suzuki Sidekick jeppum frá Bandaríkjunum og býður fyrir- tækið bílana á 1.880 þúsund kr. Úlfar Hinriksson framkvæmda- stjóri Suzuki bíla segir að með þessu sé fyrirtækið að svara sam- keppni sem það hefur fengið. Fyrir- tækið býður Sidekick með eins árs ábyrgð. Ennfremur hafa Suzuki bílar lækkað verð verulega á Suzuki Vitara, sem er með sams- konar vél og Sidekick en mun bet- ur búinn að öðru leyti, úr 2.295 þúsund krónum í 2.175 þúsund krónur. ■ Hummer á íslandi GMÞ Bílaverkstæðið hf, Fosshálsi 27, hefur samið við AM General Corporation í Bandaríkjunum um innflutning og sölu til íslands á fjórhjóladrifna Hummer-farartæk- inu. Bíllinn getur dregið yfir fjögur og hálft tonn og er burðargetan rúmlega tvö tonn. í Hummer er svo kallað CTIS-kerfí (Central Tire Inflation System). Með því er hægt að hleypa lofti úr dekkjunum sem eru 37 tommur á hæð meðan ekið er og þessu stjórnað úr öku- mannssæti. Ævar S. Hjartarson framkvæmdastjóri GMÞ Bílaverk- stæðisins hf. segir að þegar hafi borist pantanir í 3-4 Hummer frá einstaklingum hér á landi. Hummer kost- ar hérlendis frá 4,8 millj- ónum króna. ■ ÆVAR reynsluekur Hummer á til- raunasvæði framleiðandans í South Bend. Indianíi Jafnari sala milli tegunda HÁTT í 30 Hyundai Accent bílar hafa selst það sem af er þessu ári og segir Pétur Péturs- son sölustjóri hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum að bílkaup- endur hafí tekið bílnum afar vel. Þriggja dyra Accent með 1,3 lítra, 84 hestafla vél kostar 949 þúsund krónur. Fyrstu 20 daga ársins hefur VW hæstu markaðshlutdeild- ina, 17,6%, og virðist Golf ætla að halda sínu góða gengi frá síðasta ári, í næsta sæti kemur Toyota með 15,1%, sem er mik- il minnkun því á síðasta ári var hlutur Toyota bíla um 26%. Hyundai og Nissan eru með 14,5% hlut. Hér er verið að tala um sölu fyrstu þijár vikur ársins og ef þær eru marktæk- ar sem vísbending fyrir fram- haldið virðist sem mun jafnari dreifing sé að verða í bílasöl- unni milli tegunda. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.