Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ + r Auglýst fyrir 150 millj. BIFREIÐAUMBOÐIN aug- lýstu á síðasta ári fyrir a.m.k. 150 milljónir króna, að mati Gísla Guðmundssonar for- stjóra B&L. Heildarbílasalan á síðasta ári var um 5 þúsund bílar þannig að auglýsinga- kostnaður á hvern seldan bíl var um 30 þúsund krónur, eða um 3% af verðmæti bíls sem kostaði eina milljón krónur. NEON, tveggja sæta sportbíll. Neon „roadster TVÖ afbrigði eru talin verða boðin af Chrysler Neon þegar önnur kynslóð kemur á mark- að árið 1999. Þessi afbrigði eru tveggja sæta sportbíll og lítill fjölnotabíll á viðráðan- legu verði. Fjölnotabíllinn er sagður vera mitt á milli Plymouth Voyager og Eagle Summit fjölnotabílanna að stærð. Líklegt þykir að fjöl- notabíllinn verði með hefð- bundnum hurðum á lömum til að draga úr framleiðslu- kostnaðinum en vélarlínan verður 2.0 og 2.4 lítra, sextán ventla vélar auk díselvélar fyrir Evrópumarkað. „Ro- adsterinn“ verður byggður á sömu grind og tveggja dyra Neon en verður ódýrari en Mazda MX-5 Miata, eða á um 12.500 bandaríkjadollara. Líklegast þykir að hann verði með 2.4 lítra, fjögurra strokka vél en einnig er hugs- anlegt að hönnuð verði enn kraftmeiri vél með forþjöppu. Navistar vél Ford CUMMINS díselvélin í Dodge Ram pallbílnum hefur vakið svo mikla hrifningu að í Bandaríkjunum hefur verið stofnaður aðdáendaklúbbur um hana. Navistar díselvélin í Ford F-250, F-350 og F- Super Duty pallbílnum er tal- in standa Cummins lítt að baki. Hún er með beinni inn- spýtingu og með forþjöppu eins og Cummins og er ekki síður kraftmikil. F-250 sem er afturhjóladrifinn er 13,4 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst sem þykir gott fyrir pallbíl. Navistar- vélin er stærri en Cummins, 7.3 lítra V8 en Cummins 5.9 lítra, sex strokka línuvél. Navistar afkastar 210 hest- öflum við 3.000 snúninga en Cummins 175 hestöflum. Sætisáklæði með geislun JAPANSKT fyrirtæki hefur hannað ökumannssæti sem sagt er að örvi blóðrás bíl- stjórans og komi í veg fyrir að hann þreytist á langferð- um. Áklæði sætisins er gert úr leðurlíki samsettu úr poly- urethan og keramikpúðri sem er sagt gefa frá sér geislun. Framleiðandinn, Kyowa Leat- her Cloth Company, segir að einnig sé hægt að nota áklæð- ið í hurðaklæðningar. ■ HUMMER er smíðaður í nokkrum útfærslum, m.a. sem pallbíll, hálfyfirbyggður, yfirbyggður og með seglþaki. GMÞ Bílaverkstæðið hf. semur við AM General Co. ÆVAR S. Hjartarson og Greg Daniels, yfirmaður alþjóðadeildar AM General, handsala samninginn við höfuðstöðvar fyrirtækisins í Indiana. mm GMÞ Bílaverkstæðið hf, Foss- O hálsi 27, hefur samið við AM Z General Corporation í Banda- J ríkjunum um innflutning og U) sölu til íslands á Qórhjóla- drifna Hummer-farartækinu. Ævar S. Hjartarson er fram- kvæmdastjóra GMÞ (General O Motors þjónustunnar) og O prufukeyrði Hummer á til- 3 raunasvæði framleiðandans í S South Bend, Indiana. ■3 Hummer fjölnotabíllinn gjg hefur vakið athygli um allan Ukl heim og þekkja því flestir til ^ útlit hans án þess að hafa kynnst honum af eigin raun. S Það sem gerir þennan íjölnota ~| bíl áhugaverðan er styrkur “ samfara mikilli endingu þar sem hönnun á Hummernum var gerð samkvæmt ströngustu kröf- um Bandaríkjahers um áreiðan- leika í akstri. Krafan var gerð um tólf ára endingartíma að lágmarki án viðhalds að frátöldu því að skipta um olíur, loftsíu og öðru slíku. Schwartzenegger heimtaði bíi Ævar segir að tilurð þess að Hummerinn er nú framleiddur einnig fyrir fijálsan markað er sú að hinn frægi leikari Arnold Sehwartzenegger staðnæmdist er herfylki ók framhjá honum. „Hann var staðráðinn í að fá þennan bíl sem samræmdist svo tröllslegu útliti hans sjálfs. Hann hringdi í AM General og þeir trúðu því ekki í fyrstu að þetta væri kraftamaður- inn og lögðu bara tólið á. Amold gafst ekki upp heldur hringdi í yfirmann fyrirtækisins og hann sagði þvert nei því hann trúði fyrir- spyijenda ekki heldur. Arnold fór með flugvél strax til höfuðstöðva AM General og óskaði þar eftir bíl og urðu þeir þá við óskum hans,“ segir Ævar. Árið 1992 rann fyrsti bíllinn.fyrir almenn^n markað af færibandinu. Yfír 170.000 ein- tök hafa verið framleidd frá ár- inu 1983. Farar- tækið hefur stað- ist próf reynslunn- ar. Nú er rætt um allt að tuttugu ára endingartíma fyrir herinn. Hummer var hannaður frá grunni miðað við ákveðnar forsend- ur um mikið þol, öflug afköst og varanleika. Bíllinn tók ekki sérstak- lega mið af mark- aðnum heldur var gæðakrafan ein látin sitja í fyrirrúmi. Núna eru þarfir einstaklinganna á ftjálsum markaði einnig hafðar í huga hvað varðar þægindi og rekstrarkostn- að. Lokuð öndun á drifbúnaði Að innan er bíllinn búinn vönduðum innréttingum, hljóm- flutningstækjum og góðum sætum. Árgerð 1995 er búin nýrri vél frá General Motors, 8 cyl. 6.5 lítra diesel vél, sem skilar 170 hestöfl- um. Vélin tengist nýrri fjögurra gíra sjálfskiptingu, gormafjöðrun er sjálfstæð á öllum hjólum, nið- urgírun er út í hjól 2:1 og lægsti hæðarpunktur frá jörðu er yfir 40 cm sem er meira en nokkur annar framleiðandi getur státað af. Drif- búnaður er með tregðulæsingum framan og aftan af Zexel Torsen gerð. Bíllinn er frá framleiðanda útbúinn kælingu (heavy duty) fyrir vökvastýri, sjálfskiptingu, milli- kassa og olíu á vél. Öndun á drif- búnaði er lokuð og leidd upp í loft- hreinsara sem og gerir bílnum kleift að komast yfir vötn og ár þótt töluvert djúpar séu - allt að einn metri. Með aukabúnaði sem í boði er má aka í enn meira dýpi. Rafkerfið er tólf volta og rafallinn framleiðir 124 amper. Það sem alvöru jeppamönnnum finnst meðal annars áhugavert í Hummer er svo kallað CTIS-kerfi (Central Tire Inflation System). Með því er hægt að hleypa lofti úr dekkjunum sem eru 37 tommur á hæð meðan ekið er og þessu stjórnað úr ökumannssæti. Breyt- ingin frá 8 pundum í 35 pund tek- ur innan við tvær mínútur. Öku- maður getur valið að breyta loftinu að framan, aftan eða allra íjögurra í einu. Ef springur á hjólbarða er hægt að hafa svokallað Runflat dekkjakerfi sem leyfir áframhald- andi akstur í allt að 50 kílómetra eftir hraða. Yfirbygging bílsins er úr áli sem hefur verið sérstaklega hitameð- höndlað til að standast tæringu sem venjulegar bifreiðir lenda í enda hefur smíði yfirbyggingar verið líkt við flugvélasmíði. Yfir- byggingin er límd og svo drag- hnoðuð (yfir 2200 draghnoð). Þyngdardreifing er jöfn (50/50) og þyngdarpunktur liggur mjög neðarlega sem gerir farartækinu fært að aka í miklum hliðarhalla. Frá 4,8 milljónum kr. Hummerinn er með veltibúri til að tryggja frekara öryggi. Þótt Islendingum sé tamt að vilja breyta fjórhjólabifreiðum sínum má með sanni segja að Hummer sé frá byijun framleiddur fyrir átök í náttúrunni og því gerist ekki þörf á að breyta véla- og drifbúnaði þrátt fyrir að auðvelt sé að setja 44 tommu hjólbarða undir tækið. Bremsukerfið er útbúið diskum að framan og aftan, 10,5 tommur að stærð, og eru þeir staðsettir milli grindarbita sem næst drifkúl- um og verða því síður fyrir hnjaski eða áhrifum bleytu. Útblástur- skerfið er úr ryðfríu stáli og áli. Bílinn er hægt að fá í ýmsum litum og stærðum. Yfir pallútgáfuna má auðveldlega smíða yfirbyggingar sem henti hveijum og einum. Víða um heim er bíllinn notaður af veitu- stofnunum eins og rafveitu, pósti og síma, orkustofnunum en síðast en ekki síst af björgunarsveitum og slökkviliði. Bíllinn getur dregið yfir fjögur og hálft tonn auk burðargetu rúmlega tvö tonn. Ævar segir að Hummer muni kosta hérlendis frá 4,8 milljónum króna. ■ Nýr bíll m m ■ iynr mmna en milljón Vélarstærð og -afl Stærð Hestöfl Stærð bílsins Lengd Breidd Sam- læs. Útbúnaður í bílnum Vökva- Rafdr. Loftp. f. stýri rúður ökum. Útv. og segulb. Bensín- eyðsla Pr. 100 km bl. akstur VERÐ M. vsk., skrán. og ryðvörn Daihatsu Charade 1,31 84 3,75 m 1,62 m nei já nei nei nei ca. 8 I 998.000 kr. Fiat Punto 1,21 55 3,76 m 1,62 m nei nei nei nei nei 7,9 I 964.000 kr. Fiat Uno Arctic 1,01 45 3,69 m 1,56 m nei nei nei nei nei 6,1 I 814.000 kr. Hyundai Accent, 3 dyra 1,31 84 4,10 m 1,62 m nei já nei nei já 7-8 I 949.000 kr. Hyundai Accent, 5 dyra 1,31 84 4,10 m 1,62 m nei já nei nei já 7-8 I 999.000 kr. Lada Safir, 4 dyra 1,51 73 4,13 m 1,62 m nei nei nei nei nei 10 1 588.000 kr. Lada Station 1,51 77 4,12 m 1,62 m nei nei nei nei nei 101 677.000 kr. Lada Samara, 5 dyra 1,31 61 4,01 m 1,65 m nei nei nei nei nei 81 624.000 kr. Lada Sport 1,7 1 84 3,72 m 1,68 m nei nei nei nei nei 121 949.000 kr. Nissan Micra, 3 dyra 1,31 76 3,69 m 1,58 m nei já nei nei nei 6-7 1 970.000 kr. Nissan Micra, 5 dyra 1,31 -76 3,69 m 1,58 m nei já nei nei nei 6-71 998.000 kr. Opel Corsa 1 1,21 45 3,73 m 1,60 m nei nei nei nei já 7,7 1 999.000 kr. Peugeot106 1,1 I 60 3,56 m 1,59 m nei nei nei nei nei 6,51 888.000 kr. Peugeot 205 (m. topplúgu) 1,41 75 'W 3,70 m 1,57 m já nei já ■ neifr nei 7,7 1 980.000 kr. Renault Twingo * 1,31 55 3,43 m 1,63 m nei nei nei nei nei 7,7 1 898.000 kr. Skoda Favorit 1,31 55 3,81 m 1,62 m já nei nei nei nei 7,91 746.000 kr. Skoda Forman ('94) 1,31 55 4,16 m 1,62 m já nei nei nei nei 7,91 798.000 kr. Suzuki Swift 1,01 58 3,74 m 1,59 m nei nei nei nei nei 6,01 998.000 kr. * Fjarstýrð samlæsing, rafdrifnir speglar og rúður kosta 30.000 kr. í viðbót i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.