Morgunblaðið - 31.01.1995, Síða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
+
KORFUKNATTLEIKUR
Gull til Grindaví
GRINDVÍKINGAR eru bikarmeistarar í körfuknattleik karla.
Þeir sigruðu Njarðvíkinga, 105:93, í úrslitaleik á laugardaginn
og sýndu að lið þarf ekki að hafa leikið marga úrslitaleiki áður
en kemur að sigri. Þetta var ífyrsta sinn sem Grindvíkingar
iéku í Laugardalshöll, en leikmenn liðsins létu það ekki trufla
sig, heldur léku eins og þeir sem reynsluna höfðu og unnu
sanngjarnan sigur.
Það var mikill hraði í leik lið-
anna fyrstu mínúturnar og
greinilegt strax frá fyrstu sekúndu
að Grindvíkingar höfðu unnið
heimavinnuna sína
vel. Liðið hafði tap-
aði tvívegis í deild-
inni fyrir Njarðvík,
eftir að hafa leitt
lengstum, og nú átti ekki að láta
leikinn endurtaka sig. Grindvík-
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
FOLX
■ FRIÐRIK Ingi Rúnarsson
þjálfari Grindvíkinga á stuttan en
glæsilegan feril að baki sem þjálfari
meistaraflokks. Hann er nú að þjálfa
fjórða árið sitt og hefur tvívegis
orðið bikarmeistari og einu sinni
íslandsmeistari.
■ HANN varð íslandsmeistari með
UMFN árið 1991, bikarmeistari
með sama lið ári seinna, en vann
ekkert með KR-ingum keppn-
istímabilið 1992/93 og í fyrra hvfldi
hann sig, en er með Grindvíkinga
núna og þeir eru orðnir bikarmeist-
arar.
■ ÍSAK Leifsson sjúkraþjálfari
Grindvíkinga er enn taplaus í
Laugardalshöll. Hann varð bikar-
meistari með Keflvíkingum síðustu
tvö keppnistímbil og svo nú með
UMFG, en hann er frá Njarðvík.
■ ÆGIR Ágústsson formaður
körfuknattleiksdeildar UMFG átti
afmæli á laugardaginn, varð 41 árs
og var að vonum ánægður með af-
mælisgjöfina sem hann fékk frá liði
sínu.
■ ÞEGAR áhorfendur komu í
Laugardalshöllina til að fylgjast
með kvennaleiknum vakti það óneit-
anlega athygli að hliðardyr voru
opnar og mikill kuldi í salnum. Við
þessar aðstæður urðu stúlkumar að
hita upp, en tæknimenn Stöðvar 2
vom að koma tækjum sínum og
tólum fyrir í húsinu.
■ ÁHORFENDUM á kvennaleikn-
um var meinað að sitja á bekkjunum
niðri í sal, þeir vom sagðir frátekn-
ir fyrir áhorfendur frá Grindavík
og Njarðvík sem ætluðu að fylgjast
með karlaleiknum.
■ KYNNINGIN á karlaliðunum
varð ekki eins glæsileg og til stóð.
Slökkva átti ljósin og nota ljóskast-
ara við kynninguna, en einhverra
hluta vegna vom öll ljósin ekki
slökkt þannig að kastaramir nutu
sín alls ekki. Tvær reyksprengjur
voru sprengdar áður en liðin vom
kynnt. Þetta hefði getað orðið flott
hefðu ljósin verið slökkt.
■ KLUKKAN í Laugardalshöll
er alls ekki gerð fyrir körfuknattleik
því ekki er hægt að fylgjast með
villum einstakra leikmanna og svo
er erfitt að sjá hvernig staðan er
hveiju sinni. Þetta var miklu betra
á meðan klukkan hékk í lofti Hallar-
innar, en nú er hún á endaveggnum.
■ FJÓRIR fimleikastrákar úr
Gerplu sýndu listir sínar í leikhléi,
hoppuðu á trampólíni með bolta,
•'fóm snúninga í loftinu og tróðu síð-
an með stæl í körfuna. Skemmtileg
sýning.
■ GRINDVÍKINGAR gerðu 11
þriggja stiga körfur í leiknum, Boo-
ker og Guðjón fjórar hvor, Marel
tvær og Nökkvi Már eina.
■ NJARÐVÍKINGAR gerðu fimm
slíkar, Valur og Teitur tvær hvor
og Astþór eina.
ingar unnu uppkastið og náðu tíu
stiga forystu, 12:2, eftir tvær mín-
útur, og síðan 18:10 eftir rúmar
fjórar mínútur.
Heldur róaðist leikurinn er á
leið en mikið var um hraðaupp-
hlaup og tilraunir til að gera
þriggja stiga körfur. Guðmundur
Bragason fékk tvær villur á fyrstu
fimm mínútunum og fékk því að
hvíla sig um tíma. Friðrik þjálfari
setti hann samt inná aftur
skömmu fyrir hlé og þá fékk hann
sína þriðju villu. Nökkvi Már Jóns-
son var einnig kominn með 3 vill-
ur í fyrri hálfleik og Teitur Örlygs-
son hinum megin.
Það hvorki gekk né rak hjá
Njarðvíkingum framan af leiknum
en undir lok fyrri hálfleiks skiptu
þeir yfir í svæðisvöm með þeim
árangri að þeim tókst að minnka
muninn í fimm stig, 46:41. Grind-
víkingar mættu til leiks í síðari
hálfleik með svæðisvörn en Njarð-
víkingar kipptu sér ekkert upp við
það í fyrstu og komust yfir, í fyrsta
Urslitaleikurinn
í bikarkeppni karla
í körfuknattleik 1995
G rindavík
Njarövík
105 STIG 93
26/35 Víti 14/20
11/28 3ja stiga 5/14
36 Fráköst 33
22 (varnar) 22
14 (sóknar) 11
12 Bolta náð 10
16 Bolta tapað 10
21 Stoðsendingar 21
21 Villur 28
og eina skiptið, er fjórar mínútur
voru liðnar, 55:56.
Guðjón Skúlason hafði farið
mikinn í liði Grindvíkinga, gerði
þijár þriggja stiga körfur í fyrri
hálfleik og alls 17 stig. Teitur
gætti hans vel í síaðri hálfleik en
þegar staðan var jöfn og Njarðvík-
ingar virtust líklegir til að ná und-
irtökunum tók Franc Booker til
sinna ráða. Hann gerði 19 stig á
stuttum kafla og átti auk þess
nokkrar stoðsendingar á félaga
sína og þar með var draumur
Njarðvíkinga úti. Á þessum kafla
sýndi Helgi Jónas Guðfinnsson
einnig mikinn styrk á vítalínunni
og aðrir leikmenn stóðu fyrir sínu.
Grindvíkingar léku allir ágæt-
lega. Guðjón var frábær í fyrri
hálfleik og Booker í þeim síðari.
Marel var ógnandi í fyrri hálfleikn-
um og þeir Guðmundur og Nökkvi
Már sterkir undir körfunni. Helgi
Jónas var öruggur í vítaskotunum
og skoraði úr 9 af 10 skotum það-
an og Pétur Guðmundsson var
grimmur í fráköstunum.
Þetta var ekki dagur Njarðvík-
inga, sem náðu sér einhvern vegin
alls ekki á strik. Ótrúlega mikill
doði var í leik þeirra og virtust
þeir í vandræðum með að fínna
sitt sterkasta fimm manna lið.
Rondey skilaði þó sínu eins og
venjulega. Teitur var sterkur í
vöminni og var með ágæta nýt-
ingu í sókninni. Valur var grimm-
astur Njarðvíkinga í fráköstum en
aðrir leikmenn geta allir betur.
Biðin loks á enda
Nú er tólf ára bið á enda, loksins!," sagði Guðmund-
ur Bragason fyrirliði Grindvíkinga sæll og
ánægður eftir sigurinn gegn Njarðvíkingum, en Guð-
mundur hefur leikið í meistaraflokki í tólf ár og þetta
er fyrsti sigur hans í stórmóti og það var ekki laust
við að þungu fargi væri létt af fyrirliðanum.
„Við byijuðum af miklum krafti og ég var í raun
hissa hversu rólegir Njarðvíkingarnir voru í upphafi
leiksins. Við höfum tapað tvisvar fyrir þeim í deild-
inni og vissum að það var vegna þess að við höfum
leikið illa á lokamínútum þeirra leikja og því vissum
við að það var undir okkur sjálfum komið hvort við
næðum bikamum. Við vomm ákveðnir í að láta þetta
ekki endurtaka sig og það tókst.
Það var frábær stemmning í hópnum fyrir leikinn
en menn voru samt ekki yfirspenntir. Við höfðum trú
á að við gætum þetta og undirbúningurinn var góður
hjá okkur. Þegar á leið leikinn urðum við enn staðráðn-
ari í að leyfa þeim ekki að komast inn í leikinn og
ég held að úrslitakeppnin í fyrra hafi haft áhrif því
þar fengum við mikla reynslu. Áhorfendur voru frá-
bærir og stóðu við bakið á okkur alveg frá byijun
og það gefur mann auka kraft,“ sagði Guðmundur
alsæll.
Vorum hungraðri en þeir
„Við ætluðum okkur sigur hér og vomm ákveðnir
í að láta leikinn frá því í leikjum liðanna í vetur ekki
endurtaka sig. Eg held að við höfum einfaldlega ver-
ið hungraðri en Njarðvíkingar," sagði Friðrik Ingi
Rúnarsson þjálfari Grindvíkinga eftir sigurinn. En
var svæðisvörnin í síðari hálfleik vendipunkturinn?
„Ég veit.það nú ekki, en hún kom þeim að ein-
hveiju leyti á óvart því þeir hafa sjálfsagt undirbúið
sig undir að eiga við sömu vörn og í fyrri hálfleik.
Við byijuðum af krafti og héldum síðan haus allan
tímann. Strákarnir voru samstilltir og samvinnan var
frábær."
Varstu ekkert ragur við að setja Guðmund inná
skömmu fyrir hlé með tvær villur?
„Ég var aldrei hræddur um að við töpuðum þessum
leik. Við vomm búnir að undirbúa okkur mjög vel í
vikunni og ég var viss um að strákamir kæmu rétt
stemmdir til leiks, ekki of spenntir, en samt fullir
áhuga og hungurs eftir titli. Varðandi Guðmund þá
er það auðvitað alltaf spurning hvað maður á að
gera, þannig em íþróttir. Maður er aldrei alveg örugg-
ur en þetta gekk eftir.“
Grindavík er með frábært liö
Booker vann leikinn fyrir þá
„Þetta var efíður leikur og ég er að drepast í ökk-
lanum,“ sagði Franc Booker eftir sigurinn, en hann
átti stórleik í síðari hálfleik þegar mest reið á. Hann
hefur verið meiddur í ökkla en lét það ekki á sig fá
í hita leiksins. „Maður gleymir þessu í hita leiksins,
en fær svo þeim mun meiri verk eftir að leiknum er
lokið.
Grindavíkurliðið er frábært og það em svo sterkir
I
ÁHORFENDUR voru vel með á nótunun
Þetta var fyrsti úrslitaleikur UMFG og lf<
Allterl
Keflavíkurstúlkur bikarmei
KEFLAVÍKURSTÚLKUR urðu á laugar-
daginn bikarmeistarar í körfuknattleik
kvenna er þær unnu KR 61:42 í úrslita-
leik í Laugardalshöll. Þetta var jafnframt
100. íslands- eða bikarmeistaratitill Kefl-
víkinga í körf uknattleik og það fór vel á
að meistaraflokkur kvenna krækti íþann
merka titil því stúlkurnar hafa verið með
sterkasta kvennalið hér á landi undanfar-
in ár og sýndu á laugardaginn að það
er eitthvað í að breyting verði þar á.
Morgunblaðið/Bjarni
Guðjón í miklum ham
GUÐJÓN Skúlason var í miklum ham í leiknum
og skoraðl ótrúlegar körfur. Hér er hann að
skora eina af þremur fjórum þriggja stiga körfum
sínum en Njarðvíkingurlnn Jóhannes Krist-
björnsson fær ekkert að gert.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
einstaklingar í því að þegar einn þarf að hvíla sig
tekur sá næsti við. Ég held að það hafí haft mikið
að segja með úrslit þessa leiks að við þráðum að sigra,“
sagði Booker.
„Þetta var hreinlega ekki okkar dagur,“ sagði
Valur Ingimundarsson, þjálfari og leikmaður Njarð-
víkinga, eftir tapið. „Ég átti satt besta að segja ekki
von á okkur svona slökum. í byijun leiks vom menn
að gera allt annað en lagt var upp fyrir leikinn og
það var bara eins og við hefðum farið yfirum. Eftir
þessa döpra byijun komumst við ekki inn í leikinn
fyrr en í síðari hálfleik og þá kom Booker. Hann
vann þennan leik algjörlega fyrir þá,“ sagði Valur.
Keflavíkurstúlkur gerðu út um leikinn strax
í upphafi og leikurinn varð því aldrei
spennandi eins og menn voru að vonast til.
Sóknir KR vom vandræðalegar
en boltinn gekk vel manna á
milli hjá Keflvíkingum. Það
hafði einnig sitt að segja að
Guðbjörg Norðfjörð, ein lykil-
stúlkna KR, fékk þijár villur á fyrstu fjórum
mínútum leiksins og það munar um minna.
Svæðisvöm Keflvíkinga var einnig góð og
virtust Vesturbæingar eiga í miklum erfiðleik-
um gegn henni. Raunar var það-svo um tíma
að sóknarleikur KR lá eins og opin bók fyrir
vöm Keflvíkinga og í þokkabót hittu KR-stúlk-
ur illa þó þær kæmust í góð færi. Pressuvöm
KR var alls ekki sannfærandi og það var eins
og lið KR hefði ekki trú á að það gæti sigrað
Keflvíkinga þó svo það hafi gert það fyrr í
vetur í Kefiavík meira að segja.
Eftir góða byijun Keflvíkinga var ljóst hvert
stefndi en KR klóraði aðeins í bakkann um tíma
en Keflavíkurliðið, þrátt fyrir ungan aldur, er
einfaldlega allt of gott til að láta góða forystu
af hendi.
Þetta var ekki dagur KR. Helga Þorvalds-
dóttir var best og hún ásamt Maríu Guðmunds-
dóttur, sem tók mörg fráköst, voru þær einu