Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA mm Meistamir í erfidleikum Klinsmann meðtvö mörklyrirSpurs Manehester United átti lengi vel í erfíðleikum með Wrex- ham í 4. umferð ensku bikarkeppn- innar en svo fór að Englandsmeist- aramir unnu 5:2. Heimamenn voru óöruggir til að byija með og eftir átta mínútur voru þeir marki undir. Kieron Durkan skoraði en níu mínútum síðar jafnaði Denis Irwin og þá fyrst náði United áttum. Giggs kom heimamönnum yfír um miðj- an fyrri hálfleik og þar með var ljóst hvert stefndi. Brian McClair gerði þriðja markið um miðjan seinni hálfleik, Irwin skoraði úr vítaspyrnu á 73. mínútu og skot frá Giggs fór í varnarmann og þaðan í netið níu mínútum fyrir leikslok. Varamaðurinn Jonathon Cross átti síðan síðasta orðið og minnkaði muninn fyrir Wrex- hamm rétt áður en flautað var til leiksloka. Alex Ferguson, yfírþjálfari Un- ited, neitaði að ræða um Cantona en var ánægður með leikinn. „Ég var ánægður með frammistöðu leikmannanna. Menn lögðu mikið á sig til að komast inn í leikinn og halda áfram á réttri braut eftir að ísinn var brotinn." Paul Kitson gerði öll mörk New- castle í 3:0 sigri gegn Swansea, þar af tvö með skalla. Portsmouth missti tvo menn út af með rautt spjald gegn Leicester og þar með fór draumurinn um að komast áfram en Iwan Roberts gerði eina mark leiksins rétt fyrir hálfleik. Manchester City vann Aston Villa 1:0 og gerði Paul Walsh markið á sjöundu mínútu en það var fyrst og fremst Tony Coton sem tryggði sigurinn með frábærri markvörslu. Liverpool lék illa á útivelli gegn Bumley og gerði markalaust jafn- tefli en fær annað tækifæri á heimavelli. Jiirgen Klinsmann gerði tvö mörk í 4:1 sigri Tottenham gegn Sunderland. Hann kom liði sínu á bragðið með marki úr vítaspymu snemma í seinni hálfleik eftir að Gary Bennett hafði varið með hendi. Bennett var vikið af velli í kjölfarið og eftirleikur Spurs var auðveldur. Teddy Sheringham bætti öðm marki við sex mínútum síðar og ekki leið á löngu þar til Gary Mabbutt hafði skorað. Phil Gray minnkaði muninn stundar- fjórðungi fyrir leikslok en Klins- mann innsiglaði öruggan sigur. Reuter DENIS Irvwin fagnar fyrra markl sínu gegn Wrexham. Vialli tryggði Juve sigur Juventus vann Brescia 2:1 um helgina og er með þriggja stiga forystu í ítölsku deildinni. Gianluca Vialli tryggði sigurinn með marki úr vítaspymu á síðustu mínútu. Eugenio Corini skoraði úr víta- spymu fyrir botnliðið á 10. mínútu en Alessandro Del Piero jafnaði með marki úr aukaspyrnu. Parma gerði 1:1 jafntefli við Cremonese. Gianfranco Zola skor- aði fyrir Parma úr vítaspyrnu á 49. mínútu og var það gegn gangi leiks- ins, en Enrique Chiesa jafnaði úr aukaspyrnu 20 mínútum fyrir leiks- lok. Abel Balbo frá Argentínu skoraði fyrir Roma á fyrstu mínútu og það nægði til sigurs gegn Foggia. Roma er með jafn mörg stig og Lazio í þriðja sæti en Lazio tapaði 2:1 heima fyrir Bari. Sanðro Tovalieri gerði bæði mörk gestanna og er kominn með 13 mörk á tímabilinu. Fiorentina átti tækifæri að kom- ast í hóp efstu liða en tapaði 2:0 fyrir Cagliari. Roberto Muzzi gerði fyrra markið eftir hálftíma leik, ýtti boltanum í autt markið eftir að Vittorio Pusceddu hafði skotið í stöng úr aukaspymu af 25 metra færi. Jose Herrera frá Umguay innsiglaði sigurinn úr umdeildri vítaspyrnu á síðustu mínútu. Sampdoria fór í fímmta sæti með 4:1 sigri gegn Padova. Englending- urinn David' Platt gaf tóninn en mörk frá Alberigo Evani, Roberto Mancini og Vladimir Jugovic fylgdu í kjölfarið. Gianluca Zattarin minnkaði muninn undir lokin. ■ IAN Wríght, miðheiji Arsenal, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann og var gert að greiða 1.000 pund í sekt fyrir að vera kominn með 41 refsistig á tímabilinu. Wright missir af úrvalsdeildarleikjum gegn Sheffield Wednesday, Leicester, Manchester United og Crystal Palace. ■ DICK Advocaat, fyrrum lands- liðsþjálfari HoIIands, stjómaði PSV í fyrsta sinn í hollensku deildinni um helgina og fagnaði 5:0 sigri gegn Roda JC Kerkrade sem er í öðru sæti. ■ RONALDO frá Brasilíu gerði tvö mörk fyrir PSV og er markahæstur í deildinni með 13 mörk. ■ JEAN Tigana, fyrram landsliðs- maður Frakklands, hefur gert það gott sem þjálfari og hefur komið mest á óvart með Lyon í deildinni. Lyon vann Auxerre 3:0 um helgina og er sjö stigum á eftir Nantes 1 efsta sæti. ■ GONZALEZ, fyrirliði Deportivo, fékk að sjá rauða spjaldið fyrir að láta dómarann heyra það í leik gegn Albacete í spænsku deildinni um helgina en félagar hans náðu að vinna 2:1. Staðan var 2:0 þegar fyrirliðinn fór af velli snemma í seinni hálfleik. ■ REAL Madríd gerði markalaust jafntefli við Betis sem hefur ekki fengið á sig mark í sex leikjum í röð. TENNIS r w Reutcr Fernan i augsyn ANDRE Agassi frá Bandaríkjunum tók í fyrsta sinn þátt í Opna ástralska mótlnu í tennis og slgraði. Hann var elnnlg melstari á Opna bandaríska mótlnu fyrir áramót og hefur fagnað slgri á Wimbledonmótinu en á eftir að ná fyrsta sæti á Opna franska tll að ná fernunni eftlrsóttu sem aðelnS einum manni hefur tekist. Önnur slemma Agassis í röð Andre Agassi frá Bandaríkjun- um varð meistari í einliðaleik karla á Opna ástralska mótinu í tennis sem lauk um helgina. Hann sigraði Pete Sampras, landa sinn og meistara síðustu tveggja ára, í flóram settum en leikur kapp- anna stóð í rúmar tvær og hálfa klukkustund. Þetta var í fyrsta sinn sem Agassi tekur þátt í þessu móti og jafnframt er þetta annar sigur Agassis í röð á einu af hinum stóru mótum, slemmumótum. Agassi hefur tvívegis áður sigr- að á slemmumóti. Hann hefur leik- ið mjög vel að undanförnu og er í öðra sæti heimslistans, á eftir Sampras. Þessi 24 ára gamli tennisleikari frá Las Vegas tapaði fyrsta settinu 4-6 en sigraði siðan 6-1, 7-6 og 6-4. Agassi, sem hlaut tæplega 25 milljónir fyrir sigurinn, hefur sigr- að á slemmumótunum á mismun- andi völlum og hann á nú aðeins eftir að sigra á Opná franska, eins og reyndar Sampras. Eini maður- inn sem hefur sigrað á öllum fjór- um er Ástralinn Rod Laver. Agassi hafði áhyggjur af Samp- ras vegna veikinda þjálfara hans. „Við höfum séð marga góða tennisleikara um ævina en það sem ég hef séð Pete gera hér undanfamar vikur er einstakt og sýnir hvers vegna hann er best- ur,“ sagði Agassi eftir sigurinn. Sampras lék vel og það var ekki fyrr en í síðasta settinu að það fór að sjást á leik hans að hann hafði leikið 14 sett í síðustu þremur leikjum á meðan Agassi hafði leikið níu, en hann tapaði ekki setti fyrr en í úrslitaleiknum. „Ég vil óska Andre til hamingju með hvemig hann hefur leikið und- anfamar vikur. Hann var einfald- lega betri en allir hinir,“ sagði Sampras sem fékk 28 ása gegn tíu ásum Agassi en Sampras gerði 50 mistök í leiknum sjálfum en Ag- assi aðeins 26, og það gerði gæfu- muninn. „Erfiðir leikir hjá mér sögðu til sín en það er engin afsökun. Andre var einfaldlega miklu betri en ég og ef hann heldur svona áfram þá er hann líklegur til að sigra á öllum mótum ársins,“ sagði Samp- ras. ENGLAND: 2X1 X11 1X1 X211 ITALIA: 2X1 X11 1X1 X211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.