Morgunblaðið - 31.01.1995, Page 5

Morgunblaðið - 31.01.1995, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 B 5 KÖRFUKNATTLEIKUR ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Bjarni Mikill fögnuður i í Hölllnnl og hér mð sjá nokkra Grlndvíkinga hvetja sína menn. Bið gerði sér lítið fyrir og sigraðl hlð reynslumikla lið Njarðvíkinga. yá þrennft er starar þriðja árið í röð og 100. titillinn í höfn Erla Reynisdóttir Fann mig mjög vel ÆT Eg fann mig mjög vel í þessum leik og hitti ágætlega, sagði hin 16 ára Erla Reynisdóttir frá Keflavík, en hún lék mjög vel í úrslitaleiknum, eins og slíkir leikir væru daglegt brauð hjá henni. „Þetta er fyrsta árið sem ég kemst í liðið að einhveiju ráði og þessi titill er fyrsti alvörutitillinn í meistaraflokki þannig að mér fannst þetta mjög gaman. Við lék- um rólega og yfirvegað gegn pressuvörn þeirra og svo fórum við að hitta betur er á leið leik- inn,“ sagði Erla og vildi ekki gera of mikið úr góðum leik sínum í fyrri hálfleik er hún hélt leik liðs- ins uppi. Léttara en bjóst við „Þetta var frekar létt, léttara en ég bjóst við,“ sagði Anna María Sveinsdóttir fyrirliði Keflvíkinga. „Við töpuðum fyrir þeim heima í vetur og fórum mjög vel yfir þann leik. Pressuvörn þeirra gekk vel þá en ekkert núna og ungu stelp- urnar hjá okkur vita hvað það er að vinna, þó þær séu ungar. Þær eru aldar upp við það að sigra í yngri flokkunum. Við hinar erum alltaf jafn hungraðar í titla, því við vitum hvað þetta er gaman.“ Eins og töfluæfing „Það gekk allt upp hjá okkur. Þetta var bara eins og á töfluæf- ingu,“ sagði Sigurður Ingimundar- son þjálfari Keflvíkinga eftir sigur- inn. „Við virðumst hafa hitt á hið rétta í þessum leik, það gekk allt upp eins og í sögu.“ Ekkert svar við svæðisvöm „Við áttum ekkert svar við svæðisvörninni hjá þeim,“ sagði María Guðmundsdóttir fyrirliði KR. „Við náðum ekki upp neinni stemmningu í liðið að þessu sinni og svo hafði það mikið að segja fyrir okkur að Guðbjörg [Norð- fjörð] fékk þijár villur á upphafs- mínútunum og það riðlaði leik okk- ar. Hún var að fá ruðningsvillur, nokkuð sem lítið hefur verið dæmt á í deildinni í vetur. En aðalatriðið var að við náðum ekki upp stemmningu að þessu sinni,“ sagði María. Úrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna í körfuknattleik 1995 8 ét^endingar 8 16 i/illur 16 sem léku nærri eðlilegri getu. Keflavík- urliðið átti engan stjörnuleik. Erla Reyn- isdóttir, 16 ára gömul stúlka, bar uppi leik liðsins í fyrri hálfleik en í þeim síð- ari náðu Anna María Sveinsdóttir og Björg Hafsteinsdóttur sér á strik og einnig átti Anna María Sigurðardóttir ágæta kafla og Erla Þorsteinsdóttir var grimm í fráköstunum. Morgunblaðið/Bj arni Enn einn titillinn KEFLVÍKINGAR eru með besta kvennalið f körfuknattleik hér á landi. Miklar breytingar hafa orðið á liðí þeirra frá því í fyrra en hinar ungu stúlkur sem tekið hafa við stóðu sig vel og þær reynslumiklu sem hér sjást, Björg Hafsteins- dóttir og Anna María Sveinsdóttlr segjast alltaf hafa jafn gaman af að vinna. BANDARISKI FOTBOLTINN Reuter í sviðsljósinu STEVE Young til hægri var allt í öllu sem leikstjórnandi San Franc- Isco 49ers í úrslitalelknum gegn San Diego. Sendingar hans röt- uðu allar í hendur samherja og Jerry Rice til vlnstri nýttl þrjár þeirra og gerðl þrjú snertimörk. Steve Young setti metog loks bestur Steve Young er kominn á spjöld sögunnar í bandaríska fótboltanum. Hann hefur verið besti leikstjórnandi NFL-deildarinnar undanfarin fjögur ár og í fyrrinótt kórónaði hann árangurinn með frábærum leik. Þessi 33 ára „hershöfðingi" hefur til þessa fallið í skuggann af forvera sínum, Joe Montana, en undirstrikaði getu sína og hefur annað eins varla sést í úrslitaleik. Young var öryggið uppmálað og setti met — sex snertimörk komu í kjölfar sendinga hans en Montana, sem stjórn- aði San Francisco fjórum sinnum til sigurs í deildinni, átti fyrra metið sem var fimm mörk. Samkvæmt tölfræðinni átti San Francisco 49ers að sigra San Diego Chargers örugglega í úrslitaleik NFL-deildarinnar í bandaríska fót- boltanum og almennt áttu flestir von á fimmta sigri San Francisco í úrslitunum en sigurinn var mun auðveldari en flestir áttu von á. Lokatölur urðu 49:26 og samheijar Youngs virtust jafnvel ánægðari með frammistöðu hans en titilinn. „Það hefur verið mikil byrði á hon- um en nú getur hann brosað fram- an í heiminn," sagði Bart Oates. Young náði 24 góðum sending- um í 36 tilraunum og gáfu þær samtals 325 stikur en mótheijarnir komust aldrei inn í sendingu frá honum. Hann komst 49 stikur með boltann í fimm tilraunum og gerði enginn betur. Yfirburðir Youngs á vellinum voru augljósir og sam- hljóða var hann kjörinn besti mað- ur leiksins. „Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að tilheyra félagi sem hefur átt tvo af bestu leik- stjórnendum sögunnar," sagði Ge- orge Seifert, yfirþjálfari 49ers. „Joe Montana var einstakur og gaf tóninn. Steve Young hefur hæfi- leikana til að halda merkinu áfram hátt á lofti.“ San Diego óttaðist sóknir mót- heijanna og það var skiljanlegt. Young nýtti þrjár fyrstu sem end- uðu allar með snertimarki og fjórar af fimm fyrstu sóknunum gáfu snertimark. Allt í einu var staðan 28:7 og San Diego vissi^ ekki í þennan heim né annan. „í fyrsta leikhluta var sem við værum sinfó- níuhljómsveit að leika undir stjórn Steves Youngs," sagði Jesse Sap- olu, sem fékk fjórða meistarahring sinn. „Steve hefur alltaf verið frá- bær leikstjórnandi í mínum huga og að þessu sinni stóð hann vel undir væntingum. Hann fékk það erfiða hlutverk að taka við af Montana en frammistaða hans í leiknum setur hann á stall með þeim bestu.“ Jerry Rice var óstöðvandi á kantinum og gerði þijú snertimörk eftir sendingar frá Young. „Þessi' sigur er sérstakur vegna Steves Youngs. Ég vildi sjá Steve blómstra og hann á allt skilið sem fylgir þessu,“ sagði Rice sem var kjörinn besti leikmaður úrslita- leiksins fyrir sex árum og bætti við metin sem hann á í úrslitaleik NFL. Hann hefur gert flest snerti- mörk, á flest stig, hefur náð flest- um sendingum og komist flestar stikur með boltann. „Þegar tíminn var að renna út föðmuðumst við og ég sagði við hann: „Heyrðu gamli, ég elska þig og þú átt þetta skilið. Njóttu þess því þú gleymir þessu aldrei.““ Samheijarnir sungu fyrir Young inni í klefa eftir leikinn og allt snerist um leikstjórnandann. „Það er enginn spurning að hann er sá besti í deildinni," sagði Ken Norton yngri sem lék um árabil með leik- stjórnandanum Troy Aikman og félögum í Dallas en skipti eftir síð- asta tímabil. Jafnvel Deion Sand- ers sem venjulega vill aðeins tala um ágæti Deions Sanders sá ekk- ert nema Young. „Sóknin hjá okk- ur var frábær. Þetta er besta sókn- arlið deildarinnar og Steve Young sannaði að hann er sennilega besti leikstjórnandi allra tíma.“ Young ljómaði af ánægju og hélt fast utan um verðlaunagrip- inn sem fylgdi útnefningunni Besti leikmaðurinn. „Þetta er ólýs- anlegt og ég vildi óska að allir í íþróttinni gætu notið þessarar til- finningar."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.