Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 4
„Skemmtilegt að byrja með sigri“ Fyrsta gullið til Noregs FÉLAGARIMIR Per Kristlan Elde og Tore Torgersen, sem varö slgurvegari í heimsblk- armótl elnstaklinga í Mexíkó á dögunum, urðu slgurvegarar í tví- mennlngi. Þelr brostu út aö eyru eftir ónænt- an sigur. „VIÐ vissum ekki hvernig staðan var þegar við gengum til leiks í lokabaráttuna, en gerðum okkur von um að standa uppi sem sigur- vegarar. Við erum mjög ánægðir — það er skemmtilegt að byrjun á Norðurjandamótinu með sigri,“ sagði Norðmaðurinn Per Kristian Eide f rá Ósló, nær óþekktur keilari, sem kom, sá og sigraði ásamt félaga sínu Tore Torgersen, frá Stavangri, er þeir urðu meistarar ítvímenningi eftir spennandi baráttu við Finnana Teemu Raatika- ine og Kai Virtane, sem náðu glæsiiegum endaspretti og voru ekki langt frá því að tryggja sér sigur — í síðasta kastinu. Aðeins einnri keilu munaði þegar uppi var staðið, 2.634 — 2.633. ■ ELLERT B. Schram, forseti ÍSÍ, setti NM-mótið í keilu í gær og tók upphafsskotið, sem var afar glæsilegt — níu af tíu keilum féllu, við mikinn fögnuð keppenda og áhorfenda. ■ MATS Karlsson, fyrrum at- vinnumaður í Bandaríkjunum, ieik- ur með sænska liðinu. Hann vann sér það til frægðar að verða fyrsti erlendi keilarinn til að vinna mót í Bandaríkjunum, en alls vann hann fjögur mót þegar hann var það sem leikmaður. ■ NÚVERANDI Norðurlanda- meistari í karlaflokki er Patrik Eriksson frá Svíþjóð, en hann mun ekki veija titil sinn þar sem hann er meiddur og kom því ekki hingað tit lands. ■ DANSKA stúlkan Malene Mnll- er Nielsen er núverandi Norður- landameistari kvenna. Hún verður 24 ára í apríl og er búsett í Ala- borg. Hún hefur náð 299 í leik og vantar því aðeins eina keilu til að ná fullkomnum leik. Þegar sjötti og síðasti leikurinn hófst virtist allt stefna í örugg- an norskan sigur, þar sem Norð- ^■■■H mennirnir höfðu 97 SigmundurÓ. keilna forskot, en Steinarsson fyrir fimmta leikinn skrifar var forskot þeirra 25 keilur. Andrúmsloftið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð var rafmagnað þegar líða fór á leikinn og Finnamir hófu að ná hverri fellunni á fætur annari — Raatikaine náði sjö fellum í röð, var hreint óstöðvandi, en þegar mest á reyndi í síðasta rammanum, sendi hann niður átta keilur og síðan þær tvær sem eftir voru, þannig að hann fékk bónusskot. Þá tryggði fella Finnum sigur, níu keilur bráðabana. Spennan var mikil þegar kúlan rann að keilunum tíu — höggið kom, hvað féllu margar? Heppnin var ekki með Raatikaine, átta keilur féllu og Norð- mennimir urðu óvæntir sigurvegarar á einnri keilu. Raatikaine, sem hefur 48 keilna forskot á Per Kristian í einstaklings- keppninni, óskaði Norðmönnunum til hamingju með sigurinn, en sagði þeg- ar hann var spurður um góðan sprett hans í þremur síðustu leikjunum — 245, 247, 244 — sagði hann að leikur sinn væri í góðu lagi. „Stundum er heppnin með, stundum ekki.“ Per Kristian, sem á næst hæsta skor, 256, Svíinn Patrik Johansson á 257, sagði að hann myndi reyna Raatlkaine frá Finnlandl sýndi yfirvegaðan leik og glæsl lega takta. Hann er efstur í elnstakllngskeppninni. að halda strikinu í einstaklingskeppninni. „Það er gott að leika hér.“ íslensku keilaramir náðu sér ekki á strik — íslensku sveitimar þijár höfnuðu í neðstu sætunum og Ásgeir Þór Þórðarson er í sautj- ánda sæti í einstaklingskeppninni, 222 keilum á eftir Raatikaine. Finnstu stúlkumar Pauliina Aalto og Leene Pilliainen frá Hels- inki urðu Norðurlandameistarar í tvímenningi kvenna — munur þeirra á dönsku stúlkunum Trine Simonsen og Helle Jakobsen voru 104 keilur. íslensku sveitnirnar urðu i þremur neðstu sætunum. ■ Úrslit / D2 Fyrsta sinn á íslandi ÞETTA er 17. Norðurlandamótið sem fram fer í keilu og í fyrst sinn sem það er haldið hér á landi. Mótið er haldið annað hvert ár og fer fram í Svíþjóð 1997, Danmörku 1999, Noregi 2001 og Finnlandi 203. Fyrstu Norðurlanda- meistaramir í einstaklingskeppni voru báðir frá Finnlandi, Penti Virtanen í karlaflokki og Maije Rautakoski í kvennaflokki. Svíar oftast unnið SVLAR hafa verið sigursælir á þessum mótum og hafa 12 sinnum hampað Norðurlandameistaratitli í eistaklings- keppni karla og fimm sinnum í kvenna- flokki. Finnar hafa tvívegis sigrað og Norðmenn og Danir einu sinni hvor þjóð. Keppnin I kvennaflokki er jafnari því þar hafa Danir og Svíar sigrað fimm sinnum, Finnar fjórum sinnum og Norðmenn tvívegis. Aðeins einn karl- maður hefur tvívegis sigrað, Svíinn Uffe Lönngren 1972 og svo aftur 1974. Engin stúlka hefur sigrað tvívegis. Tvö tonn af kúlum ÞAÐ er ekkert smáræði sem keilarar þurfa að hafa með sér á mót sem þetta. Sem dæmi má nefna að keilararnir 60 sem taka þátt eru með 320 kúlur sem vega alls 2.380 kfló, en hver kúla má vega tæp 8 kg. Finnsku keilaramir mættu með 85 kúlur og það má nærri geta að einhver yfirvigt verður á far- angri þeirra. Fritt fyrir alla KEILUSAMBANDIÐ hefur ákveðið að áhorfendur þurfi ekkert að greiða til að fá að fylgjast með Norðurlandamót- inu, það verður sem sagt frítt inn. Þetta er gert til að auka vinsældir íþróttarinnar og um að gera að fara í Oskjuhlíðina og fytgjast með því á meðal keppenda eru fremstu áhuga- menn í keilu í heiminum og því víst að skemmtilegir taktar eiga eftir að sjást. Mismunandi keppni í GÆR var keppt í tvímenningi, þar sem tveir mynda lið og leika við aðra tvo. I dag verður keppt í þremenningi, þar sem þrír mynda lið og á föstudag- inn verður keppni fimm manna sveita og úrslitin í einstaklingskeppninni á laugardaginn, en þar keppa 12 stiga- hæsstu einstaklingamir. Allir safna stigum fyrstu þijá dagana og þeir 12 bestu leika til úrslita. fsveitakeppninni em fimm í liði og því gengur einn af I\já hverri þjóð og þar sem þjóðirnar eru fimm er mynduð ein „alþjóðleg" sveit sem einnig tekur þátt í sveita- keppninni. Brons á sídasta NM ÍSLENDINGAR hafa verið á uppleið á Norðurlandamótinu í keilu en við tókum fyrst þátt í NM árið 1988 og er þetta því í fjórða sinn sem við emm með. í sveitakeppninni síðast varð karlaliðið í þriðja sæti og krækti sér í bronsverð- laun, þau fyrtu á Norðurlandamóti í keilu. Meðalskor íslensku karlanna var 171,6 á fyrsta mótinu, 173,0 árið 1990 og árið 1992 var það komið upp í 188,8. Allt á réttri leið. Stúlkurnar byrjuðu á 161,2, fóra aðeins niður á við árið 1990 en þá fengu þær 159,5 en vom með 181,0 á síðasta móti. Til gamans má geta þess að Finnar vom með 202,2 í karlaflokki síðast og 202,3 í kvenna- flokki. Brautimar góðar ÞJÁLFARAR og fararstjórar norður- landaþjóðanna sögðu á blaðamanna- fundi í gær að brautimar í Keiluhöll- inni væm góðar og ekkert út á þær að setja. Brautir væm mismunandi eft- ir stöðum, en þegar menn væm orðnir eins góðir keilarar og þeir sem hér væru, ættu menn að geta gert sér grein fyrir því og aðlagað sig að hverri braut. Menn vom sammála um að keppnin myndi trúlega standa á mili Svia og Finna, bæði í karla- og kvennaflokki. „En allt getur gerst, þess vegna eram við hin hér,“ sagði þjálfari norska liðs- ins. VIKINGALOTTO: 3 5 9 16 23 47 / 18 32 42

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.