Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sapan á bak við söguna LA TRAVLATA var frumsýnd í La Fenice leikhúsinu í Feneyjum 6. mars 1853. Sýningin var nánast hneyksli og áheyrendur tóku henni með samblandi af gremju og kátínu. Þeir hlógu dátt að örlögum hinnar berklaveiku gleðikonu Víólettu Val- ery. Sjálft nafnið á óperunni þýðir „hin afvegaleidda" og segir frá örlög- um gleðikonu er sótt voru í samtíma Verdis og óperugestanna. Að þessu leyti sagði óperan sáran sannleika, sem fæstir vildu horfast í augu við. Þar með hjó hún alltof nærri þeim yfirdrepsskap, sem einkenndi tíðar- andann. Að mörgu leyti þekkti Verdi sögu- efnið í La- traviata af eigin raun. Sjálfur var hann almúgamaður, eins og gleðikonan í sögunni, sem brotist hafði til metorða í heimi heldra fólks. Auk þess var hann í tygjum við söng- konuna Giuseppinu Strepponi. Hún var líka af almúgastétt en hafði sak- ir hæfileika sinna og dugnaðar unnið sér frægð og frama meðal fyrirfólks, þótt það viðurkenndi hana aldrei sem jafningja. Svo hafði hún ekki verið við eina Qölina felld í ástum. Hún hafði átt sér marga elskhuga og drýgt tekjur sínar með því sem þeir létu af hendi rakna, enda var hún nánast eina fyrirvinna stórrar fjöl- skyldu. I París létu menn samband þeirra Verdis sig litlu skipta en í Busetto, þar sem þau bjuggu, litu menn á óvígða sambúð þeirra hneykslisaugum og varð Giuseppina fyrir verulegu aðkasti af þessum sökum. Sjálfur var Verdi þreyttur á tvö- földu siðgæði þjóðfélagsins og öllum þeim mótsögnum sem því fylgdu. En hann var gagntekinn af því að maður- Kamelíufrúin Marie sem varð að Víólettu inn gæti endrum og eins - þrátt fyr- ir alla bresti - risið yfír andsnúnustu örlög tilveru sinnar í krafti fölskva- lauss kærleika. Og saga Víólettu Valery, eins og Verdi segir hana í La traviata er sígilt dæmi þessa. Kamelíufrúin Verdi byggir þessa óperu sína á sögu Alexanders Dumas um Kamel- íufrúna, en þá sögu byggði Dumas á raunverulegum atburðum; sögu Maríu Duplessis. Marie Duplessis var dóttir fátækra hjóna og fór úr föðurhúsum um ferm- ingu. Sumir sögðu að faðir hennar hefði selt hana sígaunum. Hvað sem því líður varð hún þegar á fimmt- ánda ári ástkona ríkismanns á átt- ræðisaldri um skeið. Hún efnaðist fljótt, hélt sig eftir því, og aðdáendur á öllum aldri sópuðust að henni. Hún stundaði ekki vændi í eiginlegum skilningi en lét ríka menn halda sér uppi, oft fleiri en einn í senn. Þess konar lifnaður tíðkaðist í París í þá daga. Marie Duplessis tamdi sér sam- kvæmisháttu héldra fólks; lærði á píanó og kynnti sér umtalsefni líð- andi stundar til að geta spilað og sungið og rökrætt um daginn og veginn. Hún var glaðvær og fyndin og meðal aðdáenda hennar voru tón- skáldið Franz Liszt og rithöfundurinn Alexandre Dumas yngri, sonur höf- undarins að Skyttunum og Greifan- um af Monte Christo. Hvorugur hafði þó efni á ástum hennar. Hún og Dumas voru jafngömul og stóðu í ástarsambandi um tíma. Hann mun hafa viljað að hún segði skilið við líferni sitt en hún annaðhvort ekki viljað það eða getað. Dumas var fá- tækur en „verndarar" Duplessis voru með ríkustu mönnum Frakklands. Hún þurfti á fjárstuðningi þeirra að halda, því hún var búin að temja sér dýrar lífsvenjur auk þess sem skuld- ir hennar námu stjarnfræðilegum upphæðum. Samt bjó hún sumar- langt með Dumas í sveitasælu utan við París. Þá voru þau bæði 21 árs. Skömmu eftir það yfirgaf Dumas París en Marie giftist greifa nokkrum og vakti sá ráðahagur tilheyrandi hneykslun hjá yfirstéttinni. Freist- andi er að ímynda sér að þau við- brögð hafi ekki aðeins stafað af því að Duplessis ögraði opinberu siðferði með líferni sínu, heldur ekki síður af því að hún var af lágum ættum og ráðahagurinn stefndi stéttaskipt- ingunni, homsteini samfélagsins, í hættu. En eftir fáa mánuði gátu góðborg- aramir andað léttara; Duplessis dó úr tæringu 1847, aðeins tuttugu og þriggja ára gömul. Ári seinna gaf Dumas út skáldsögu sína og þar þekktu allir konuna fögru sem skreytti sig með kamelíum - en Marie Duplessis var einmitt þekkt fyrir dálæti sitt á kamelíum. En hveijar sem viðtökur voru á þessari fögru ópem Verdis við fmm- flutninginn, leið ekki á löngu þar til La traviata náði meiri hylli áheyr- enda en flestar óperur hans, og er svo enn þann dag í dag. Unnið upp úr heimildum frá íslensku óperunni. Einlægnin er svo heillandi HLUTVERK hins saklausa og ein- læga Alfredos er sungið af Ólafí Áma Bjamasyni, sem ekki er alveg ókunnugur þeim klækjabrögðum og stjómsemi sem Giorgio beitir son sinn til að fá vilja sínum framgengt. Ólafur söng hlutverkið í Palma á Mallorca í apríl/maí síðastliðnum - en segist viðurkenna að þetta sé ein erfíðasta ópera sem hann hafi sung- ið. „Ég var alveg í þijá mánuði með þjálfara í Essen áður en ég söng þetta hlutverk fyrst,“ segir Ólafur. „Hann fór með mér yfir hlutverkið þrisvar sinnum í viku og barði það inn í mig.“ Hvað er svona erfítt? „Það sem er erfiðast viðureignar er að í hlutverkinu em engin stór „móment“ fyrir tenórinn. Röddin liggur öll á miðsviðinu og spannar frá lýrískum tenór í fyrsta þætti yfir í mjög dramatískan tenór í 3. þætti og þaðan aftur yfír í lýrikina. Maður gengur upp og til baka með röddina og verður því að hafa mjög góða tækni. La traviata er reyndar próf- steinn fyrir aðrar Verdi-ópemr. Ef tenór getur sungið hlutverk Alfre- dos, getur hann byijað að þróa sig yfir í aðrar ópemr hans,“ segir Ólaf- ur, en hann hefur þó sungið fleiri Verdiópemr, til dæmis í Rígólettó, * * Olafur Ami Bjarna- son segir frá átök- unum við Alfredo. Macbeth og II trovatore. Er hann þá kominn fram úr.sér? „Nei, nei. Það er hins vegar ekki hægt að segja hvað maður getur gert fyrr en maður prófar það. Ég hef verið að syngja í þessum miðhús- um í Þýskalandi og þau em mjög vel til þess fallin að prófa sig áfram í. Ég hefði aldrei sungið þessi hlut- verk í stómm óperuhúsum." Síðastliðin þijú ár hefur Ólafur Ámi verið á föstum samningi hjá ópemnni í Gelsenkirehen í Þýskalandi en hyggst hætta þar í vor og fara út í lausamennsku. Á næsta ári syngur hann I Madam Butterfly í Köln en segist einnig syngja í Gelschenkirchen áfram sem gestur, meðal annars í Pacliacci; tónlistarstjórinn þar hafí þegar boðið honum hlutverkið. „Það er feikilega gott að prófa sig áfram þar. Hins vegar mun ég ekki „syngja" þetta hlutverk fyrr en eftir svona átta ár. Það tekur svo Iangan tíma að ná valdi á því og á meðan þarf maður að vinna að því að verða betri og betri. Núna finnst mér ég vera á krossgötum, raddlega séð, og er að vinna að þvi að flytja til Ítalíu og fara að vinna að verkefnum eins og Donnizetti með einum frægasta bel canto-söngvara Italíu. Ég er bú- inn að syngja fyrir hann og hann er mjög jákvæður." En hvað heillar þig við hlutverk Alfredos? „Hann heillar mig, þessi saklausi og vel lesni sveitastrákur. llann er svo einlægur; hefur fylgst með Víó- lettu í heitt ár og hefur elskað hana úr fjarlægð. Mér finnst ég skilja hann mjög vel. En hann fær að þroskast mjög hratt. Hann kynnist ástinni og erótíkinni með þessari stúlku, sem er lífsreynd og þroskuð, í sveitinni sumarlangt. Svo er skyndi- lega klippt á þessa hamingju. Það gerist svo margt á svo stuttum tíma. Það sem mér fínnst sérstakt og heillandi við óperuna sjálfa er að það er svo mikill karakter í öllum persón- unum. Þær eru ekki einhliða eins og títt er í óperum. Og verkið er svo raunsæislegt að það gæti allt eins gerst í dag. Þar fyrir utan fínnst mér alltaf gaman að takast á við erfið verkefni - og þetta er erfitt. Raddlega séð er Alfredo mjög erfíður í uppbyggingu og það gefur mér heilmikið að fínnast ég ná betri tökum á honum - skref fyrir skref. ÓLAFUR Árni Bjarnason í hlutverki Alfredos.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.