Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LJÓÐASÖNGUR, sem sprottinn er úr þýskri þjóðlagahefð á fimmtándu öld, reis hæst á nítjándu öld í hðnd- um Schuberts, Schumanns, Brahms og Wolfs. Afkastamestur og fjölhæfastur þeirra var Schubert, sem samdi alls á sjöunda hundrað ljóðasöngva, mis langa, allt frá nokkrum töktum í margra síðna verk. Fjöl- margir þeirra ljoðasöngva hafa komið út og sumir söngvara, þar líklega fremstur Dietrich- Fischer Dieskau, hafa gefið gríðarstór söfn. Heildarútgáfa sönglaga Schuberts hefur þó engin komið út þar til nú, að breski píanóleik-" arinn Graham Johnson stýrir heildarútgáfu á vegum Hyperion útgáfunnar. Það er að vonum mikið fyrirtæki að gefa út öll sönglög Schuberts, sem eru á sjöunda hundraðið, eins og áður er rakið, og þó þegar sé komið út á þriðja tug diska, er drjúgt eft- ir, en ætlun útgefanda er að ljúka útgáfunni 1997, á 200 ára afmæli tónskáldsins. Þrátt fyrir umfang verksins segir Graham Johnson að hver einasti undirleikari sem leggi fyrir sig ljóðasöngsundirleik láti sig dreyma um að helga sig einstöku tónskáldi. „Schu- bert var og er uppáhalds ljóðasöngvasmiður allra og ég held að það sé ekki til sá undirleik- ari sem hafi ekki einhverju sinni gælt við þá hugmynd að leika öll sönglög Schuberts. Það má segja að þetta hafi verið rökrétt á sama hátt og það er rökrétt að vilja leika alla píanó- konserta Beethovens, eða píanósónötur Moz- arts. Það má því segja að þessi löngun mín hafi verið hversdagsleg, en það sem var óvenjulegt er að ég sagði við Ted Parry, sem stýrir Hyperion-útgáfunni og hann sagði af hverju ekki," segir Johnson og bætir við að við nánari umhugsun hafi þetta virst óska- stundin til að hefjast handa, því þetta var ákveðið 1987 og þá tíu ár til stefnu til að ljúka verkinu fyrir 200 ára afmæli Schuberts. Nokkur lög sem enginn hefur tekið upp Það gefur augaleið af svo miklu safni söng- laga eru nopkkur sem aldrei hafa verið tekin upp, en Johson segir að það sé alltaf vara- samt að halda því fram að eitthvað hafi ekki komið út áður. „Við tökum ekki upp svo ýkja mörg lög sem ekki hafa komið út áður, til að mynda tók Dietrich-Fischer Dieskau upp mikið safn og Gunilla Janowitch tók upp mikið safn fyr- ir Deutsche Gramrhophone. Það eru nokkur lög sem enginn hefur tekið upp og einnig lagabrot og ókláraðar hugmyndir sem eru frumupptökur. Af ríflega 600 lögum eru kannski 30—40 sem ég held að ekki hafi komið út áður, þó það sé alltaf varasamt að slá slíku fram, enda hefur enginn yfírsýn yfír allt sem gefið hefur verið út í heiminum." Rétt að gefa allt út Er rétt að gefa allt út; eru öll lögin það góð að vert er að taka þau upp? „Þegar Brahms stýrði heildarsamantekt á verkum sínum uppúr 1890 sagði hann útgef- andanum Esubius Montsjevskíj að vera ekki að halda öllu til haga en hann svaraði að bragði að það væri ekki sitt að ákveða hvað væri gott og hvað ekki; það væri ósanngjarnt að gera upp á milli laganna. Þegar ráðist er í það verk að gefa út heildarverk tónskálds er það vegna þess að sköpunargáfa þess sé markverð sem slík og það sé fróðlegt og gefi innsýn og skilning að fá líka að heyra tilraun- irnar og feilsporin. í heildarútgáfu af Matisse viltu sjá allt líka barnateikningarnar; hann er svo mikill listamaður að þú vilt sjá allt sem AUDMYKT EN EKKIÓTTI Breski píanóleikarínn Graham Johson hefur lagt í það þrekvirki að taka upp öll sönglög Schuberts með ýmsum söngvurum og fengið lof fyrir. Arni Matthíasson tók Johnson tali af þessu tilefni. GRAHAM Johnson: „Ég held að það sé ekki til sá undirleikari sem hafi ekki ein- hverju sinni gælt við þá hugmynd að leika öll sönglög Schuberts." hann hefur skapað því það er allt hluti af mikill heild. Vitanlega má fara þá leið að gefa út úrval verka og víst tökum við upp mörg lög sem aðrir hefðu ekki tekið upp, en það var gaman að verða vitni að því að þó söngvarar létu til leiðast að taka upp eitthvað sönglag sem þeim fannst lítið til koma áður en upptökur hófust hrifust af því áður en lauk, sem er kjarni málsins." Samansafn fremstu yóðasöngvara heims Meðal þess sem gagnrýnendur víða um heim hafa lofað við þessa heildarútgáfu Jo- hsons og Hyperions er að hver söngvari syng- ur aðeins inn á einn disk og þannig er útgáf- an orðin einskonar samansafn fremstu ljóða- söngvara heims. Johnson segir þó að misjafn- lega hafi gengið að fá söngvara til liðs við útgáfuna. „Margir söngvara eru bundnir af samning- um við útgáfu sínar og sumur þeirra hefur reynst erfitt að fá leyfi til að taka upp fyrir okkur. Á árum áður skiptu stórfyrirtækin sín ekki eins af smáfyrirtækjum og leyfðu lista- mönnum sínum gjarnan að taka upp fyrir aðra. Nú hefur þetta snúist við, því smáfyrir- tækin hafa sótt svo í sig veðrið að stórfyrir- tækin sjá þau sem ógnun við markaðshlut- deild sína og fyrir vikið fengum við ekki alla þá söngvara sem við hefðum helst viljað; til að mynda tekur Olof Bár einungis upp fyrir EMl, Anna Sophie von Otter er á samningi hjá Deutsche Grammophon, Robert Hall og Andreas Schiff hafa samning við Decca og Bryn Terfel hefur gert samning við Deutsche Grammophon þar sem tekið er fram að hann megi ekki taka upp fyrir Hyperion. Að nokkr- um stórsöngvurum frátöldum hef ég þó getað leitað til fjölmargra söngvara annarra, en menn hafa verið misjafnlega liðlegir. Ungir söngvarar sem eru að hefj'a söngferil sinn eru til í að taka allt upp, en stórsöngvarar hafa látið ganga meira á eftir sér. Það hafði mikið að segja að Janet Baker skyldi syngja inn -á fyrstu plötuna í útgáfuröðinni." Nóg til af góðum ljóðasöngvurum Er nóg af góðum ljóðasöngvurum til að syngja inn á á fimmta tug af diskum? „Það liggur í hlutarins eðli að það er tak- markaður fjöldi góðra ljóðasöngvara til í heim- inum, en lögin eru líka að klárast," segir Graham Johnson og kímir, „en þó það sé tak- markaður fjöldi góðra ljóðasöngvara þá er til mikill fjoldi góðra ljóðasöngvara sem eru ekki heimsþekktir. Til að mynda er söngvarinn á öðrum disknum í útgáfuröðinni, Stephen Varcoe, ekkert sérstaklega þekktur og Ann Murray sem söng inn á þriðju plötuna í röð- inni er fræg í dag, en hún var það ekki þeg- ar hún söng inn á plötuna. Inn á fjórðu plöt- una söng Phillip, Langridge, sem er frábær söngvari, en ekki heimsþekktur og svo er með Elizabeth Connell sem söng inn á sjöttu plötuna. Þannig var þetta í upphafi að ég fékk til liðs við mig fjölmarga lítt þekkta söngvara og þá oft breska, enda er þetta bresk útgáfuröð, ég er breskur sjálfur og fyrir- tækið breskt. Sumum finnst við séum að verða uppiskroppa með ljóðasöngvara, því það^ sungu svo margir frægir söngvarar um mið- bik raðarinnar, til að mynda Lucia Popp, Peter Schreier og Birgitte Fassbaender, en það er nóg til að frábærum ljóðasöngvurum, þó þeir séu ekki allir heimsfrægir. Ég hef því éngar áhyggjur af því að ljóðin verði ekki vel flutt af frábærum söngvurum." Auðmýkt en ekki ótti Hvað hefur góður ljóðasöngvari til að bera? „Góður ljóðasöngvari og góður Schubert- söngvari eru ekki endilega samheiti. Fjöl- margir söngvarar hafa verið frábærir ljóða- söngvarar, en ekki náð sér á flug í Schubert, til að mynda Elisabeth Schwartzkopf, sem kunni betur við Hugo Wolf. Til þarf samtvinn-; aða náttúrulega sjálfsprottna tilfinningu fyriríí verkinu og auðmýkt frammi fyrir því, en ekki ótta; þann hæfileika að geta verið fullkomlega einlægur frammi fyrir verkinu. Það er mjög ólíkt úthugsaðri túlkun og þeir sem eiga erfið- ast með Schubert eru listamenn sem leggja sig um of eftir hinu flókna, eða fela persónu- leika sinn á bak við skraut og útflúr. Tónlist- in verður að vera einföld og tala beint til hjart- ans. Þeir söngvarar sem eru einlægir og opn- ir eiga ekki í erfiðleikum með að skilja Schu- bert og gefa sig honum á vald." íburðarmiklir bæklingar Margir hafa haft orð á því að bæklingarn- ir sem fylgi diskunum séu í meira lagi íburð- armiklir og réttara að tala um bækur í því sambandi frekar en bæklinga. Johson segir og að ýmsir bókaútgefendur hafí farið þess á leit við hann að hann taki saman bók um sönglög Schuberts uppúr bæklingunum sem fylgja diskunum, „og þeir hafa reyndar lengst með hverri útgáfu", segir hann og kímir. „Eg er í raun steinhissa á þolinmæði Teds Perrys og vilja hans í að gefa láta svo gilda bækl- inga fylgja útgáfunni, því vinnslan er öll geysi- lega dýr." Blýantur og göt Gretar Reynisson sýnir teikningar og skúlptúra þakta blýanti í fjórum sölum Nýlistasafnsins til 12. febrúar UM SPORÖSKJU, gegnum massa og efni og langt, langt í burtu. Svo, tilfinning um tóm. Gretar Reynisson myndlistarmaður og leikmyndahöfundur sýnir nú teikn- ingar og þrívíð verk í fjórum sölum Nýlistasafnsins við Vatnsstíg. Hann lýsir sýningunni með setn- ingum eins og þessum hér á undan og segir vissa hreinsun hafa átt sér stað frá fyrri verkum. Blýantur- inn sé nú nær einvaldur í hringiðum hans, sporöskjum og spírölum, hvort heldur yfir olíu á málverkum eða þá á formum sem skorin eru í krossvið og dúk. Þessi hversdags- legu og að margra áliti ómerkilegu efni, krossviður og blýantur, myndi saman járnkennda þyngd. „Svo hef ég alltaf eitthvert gat," segir Gretar, „eitthvað til að kíkja gegnum. Eins og í einu verki sem er hér á sýningunni og þú gengur gegnum. Gegnum gatið inn í ímynd- aðan heim sem verður með þessu móti raunverulegur. Þú getur líka staðið fyrir framan þetta gat og valið þér sjónarhorn. Komið auga á eitthvað eða séð móta fyrir því." Gretar segist reyna að svara því sem fólk hafi stundum sagt við sig um fjarlægð eða dýpt í eldri blý- antsmyndum. „Svara með því að brjótast inn í flötinn, ofan í þessa þykkt og þennan málmkennda massa og komast í gegn. Þú sérð ef til vill að hugsunin liggur líkt og í spíral. Eða sporöskju. Kannski er ég kominn hringinn." Þ.Þ. Morgunblaðið/Júlíus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.