Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 C 7 Beaiwás Sami Teahter ERIC Ericson Hákan Hagegard Per Norgárd Hallgrímsson, J. Sandström og J. Sibelius. Stjórnandi er Tuomas Ollila. Kroumata og Manuela Wiesler halda tónleika í íslensku óperunni 19. mars. Á efnisskránni verða verð eftir J. Cage, S.D. Sands- tröm, G. Katzer og R. Wallin. Tónleikar Kroumata einkennast af fágaðri tónlist og hafa þeir fengið góðar móttökur á hljóm- leikaferðalögum um Norðurlönd, Evrópu, Bandaríkin og Japan, Indlandi og Tæwan. Ljóðatónleikar Hákans Hage- gárd barítónsöngvara verða í Is- lensku óperunni 19. mars og El- isabeth Boström leikur á píanó. Hákan er meðal þekktustu tón- listarmanna Norðurlanda í dag og hefur sungið víða um heim. Elisabeth Boström píanóleikari hlaut fyrstu verðlaun í Wilhelm Freund-keppninni við Konung- legu tónlistarakademíuna í Sví- þjóð 1991. Leikhús - Ópera - Dans Leikhópurinn Café Kolbert verður á Hótel Borg 11. febrúar og í Þjóðleikhúskjallaranum 13. febrúar. Leikhópurinn kemur fram á kaffihúsum og muna eflaust margir eftir þeim frá Listahátíð á síðastliðnu sumri. Leikhópurinn Ylioppilaseatteri frá Finnlandi flytur leiksýninguna Makhnovitshina í Leikhúsi frú Emilíu 23. og 24. febrúar. Höf- undur og leikstjóri er Esa Kirk- kopelto. í sýningunni segir frá andspyrnuhreyfingu bænda í Úkraínu á árunum 1918-1921, sem einmitt hefur fengið nafið Makhnovitshina eftir leiðtoga uppreisnarinnar, anarkistanum Nestor Makhno. Samíska leikhúsið Beaivvás Sámi Teáhter kemur með Skuggavald eftir Inger Margrethe Olsen í leikstjórn Hauks J. Gunn- arssonar í Þjóðleikhúsinu 26. febrúar. Frá stofnun leikhússins árið 1981 hefur Beaivvás Sámi Teáhter breyst úr litum fijálsum leikhópi með laustengdum með- limum í að vera samískt þjóðleik- hús og viðurkennt sem slíkt á alþjóðavettvangi. Sami leikhópur mun einnig flytja sýninguna „Þótt hundrað þursar“ hjá Leikfélagi Akureyrar, íþróttaskemmunni á Akureyri, 4. mars. Höfundur verksins er Knut Walle - Beaiwás og leikstjóri er Knut Walle. í Listaklúbbi Þjóðleikhú- skjallarans 27. febrúar ræðir Haukur Gunnarsson um vinnu sína með sömum í Noregi og sa- mískir listamenn flytja atriði úr „Þótt hundrað þursar“. Borgarleikhúsið frumsýnir 4. mars Dökku fiðrildin eftir Leenu Lander. Leikstjóri er Eija-Elina Bergholm. Saga Lander um Dökku fiðrildin kom út fyrir þrem árum og hlaut mikið hrós, hún fjallar um Juhani Juhansson sem á von á stöðuhækkun í fyrirtæk- inu þar sem hann hefur lengi unnið. Síðan er rifjuð upp bernska Juhanis, tildrög þess að hann var sendur á hæli, sterkar tilfinning- ar, miskunnarleysi og hjálpar- leysi. Norska óperan frumsýnir síðan „Sirkusinn guðdómlega" í Borgarleikhúsinu 9. mars og önn- ur sýning verður daginn eftir. Höfundurinn er Per Norgárd, leikstjóri Per Fosser og Tore Dingstad stjórnar. Sirkusinn var frumfluttur af jósku óperunni 1983, en þetta er ný uppfærsla. Óperan er í tveim þáttum og lýs- ir á óhefðbundinn hátt með gam- ansemi og alvöru hið undarlega SLAGVERKSHÓPURINN Kroumata og sorglega lífshlaup Adolfs Wölfli (1864-1930). Eftir ömur- lega barnæsku var hann lagður inn á geðveikraspítala þar sem hann geymdur til dauðadags 35 árum seinna. Á spítalanum teikn- aði hann og samdi ljóð og tón- verk, skapaði sér nýja persónu og nýja æsku. Danskur, íslenskur og sænskur dans verður á fjölum Þjóðleik- hússins 7. og 8. mars. Granhoj Danseteater sýnir HHH og Sallin- en sem eru hluti af stærra verki, Bodyfluid, eftir Palle Granhoj, HHH er erótísk dansmynd byggð á ljóðaljóðum Salomons og Sallin- en hreyfilistaverk fyrir fjóra strengjaleikara og einn dansara. íslenski dansflokkurinn sýnir síð- an Evridís, nýjasta verk Nönnu Ólafsdóttur við tónlist Þorkels Sigurbjörnssonar. Til Láru heitir lokaverkið eftir Per Jonsson, einn framsæknasta og eftirsóttasta danshöfund Svía af jngri kynslóð. Verkið er samið fyrir Láru Stef- ánsdóttur dansara. Dansverk frá Finnlandi og Nor- egi verða í Borgarleikhúsinu 21. og 22. mars. Kenneth Kvarnström frá Finnlandi er höfundur verk- anna „...and the angels began to scream..." og Carmen?! Hann stofnaði eigin dansflokk í Stokk- hólmi 1987 og er nú þekktur víða um lönd. Ina Christel Johanness- en frá Noregi teflir fram sínu nýjasta verki, „Absence de fer“, en heitið kemur úr skylminga- máli og merkir það þegar and- stæðingurinn er lokkaður til árás- ar. Dansflokkur höfundarins, Scirocco, frumflutti verkið í Stokkhólmi í haust að lokinni spunavinnu með Inu Christel tón- skáldi og höfundum leikmyndar og ljósa. Leikritið Tangð í Nemendaleikhúsinu Alþjóðlega kvennalistasýningin er sú fjórða í röð hópsýninga sem settar hafa verið upp í sýningar- sal Art Addiction. Á síðasta ári voru auk hennar settar upp tvær sýningar; alþjóðleg sýning á smá- myndum (miniature), þar sem þátttakendur voru hundrað og fjörutíu frá þrjátíu löndum og al- þjóðleg grafíklistasýning, með hundrað þátttakendum frá tutt- ugu og fimm löndum. Eigendur gallerísins eru að vonum ánægðir með árangurinn, þeim finnst vera mikill og vaxandi áhugi á sam- tímalist og telja að sá áhugi sé ekki bara bundinn við listamenn- ina sjálfa heldur sé hann að finna hjá almenningi. Marta og Petru eru full bjartsýni og segja það endurspeglast í miklum fjölda þátttakenda. Velgengni þeirra hefur hvatt þau áfram til að skipuleggja fleiri alþjóðlegar sýn- ingar og ráðgera þau að halda sýningu á smámyndum í október, grafíklistasýningu í nóvember og aðra kvennalistasýningu í desem- ber og janúar á næsta ári. Það eru alþjóðlegir straumar sem leika um sýningarsal gallerís- ins og starfsemi Art Addiction. Aðspurð segjast Marta og Petru Russu vera mjög ánægð með heildarmynd sýningarinnar. „Framlag hvers listamanns er virðingarvert, því enginn hefur reynt að nota þetta tilefni til að lýsa mismun, þjóðlegum einkenn- um eða ólíkum hugsunarhætti. Þvert á móti hafa flestir gefið list- inni þá sameiginlegu merkingu sem hún hefur alltaf tjáð og tákn- að: réttinn til frelsis, hugsunar og vonar. Hinn ótrúlegasti fjöldi hugmynda og litskrúðugur fjöl- breytileiki þeirra hljóma saman á táknrænan hátt á veggjum sýn- ingarsalarins. Að þessu leyti hef- ur ábyrgð og mikilvægi listrænna samskipta aldrei verið eins aug- ljóst og nú á tímum og vonandi verður svo áfram um ókomna framtíð,“ segja þau að lokum. Sýningin The First Internati- onal Biennial of Female Artists Art stendur yfir frá 20. desember til 10. febrúar og fyrir þá íslend- inga sem eiga leið um Stokkhólm er rétt að benda á staðsetningu gallerísins, en hún er: Högbergs- gatan 32, S-11620 Stockholm. Jón Özur Snorrason Höfundur vinnur við blaðamennsku. NEMEND ALEIKHÚ SIÐ hefur frumsýnt leikritið Tangó eftir eitt vinsælasta leikritaskáld Pólveija, Slawomir Mrozek, í þýðingu Bríet- ar Héðinsdóttur og Þrándar Thor- oddsens. I fréttatilkynningu segir að: „Tangó sé vinsælasta nútímaleik- rit sem hafi verið skrifað í Pól- landi. Það var fært upp hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur fyrir 30 árum við mikla aðsókn og er nú sýnt í styttri útgáfu, ýmislegt tekið út sem átti við tíðaranda þess tíma sem leik- ritið er skrifað á, en ýmsu bætt inn í, svo sem dansi og söngvum. Nemendaleikhúsið hefur að þessu sinni fengið til liðs við sig tvo gestaleikara, þau Jórunni Sig- urðardóttur og Pólveijann Jasek Godek frá Borgarleikhúsinu í Gdansk. Leikstjórn verksins er í höndum Kjartans Ragnarssonar en Hlín Gunnarsdóttir sér um leikmynd og búninga. Vegna eðlis Nem- endaleikhússins er sýningafjöldi takmarkaður og oftar en ekki hef- ur verið uppselt á allar sýningar leikhússins og hafa færri komist að en vildu. Ber því að brýna fyr- ir fólki að tryggja sér miða í tíma. Tangó er annað verkefni vetrarins hjá útskriftarhópi Leiklistarskóla íslands, sýnt í Lindarbæ, Lindar- götu 9, og hefjast sýningar kl. 20. Önnur sýning á Tangó verður á morgun, sunnudag 5. febrúar, og síðan verður sýnt sem hér seg- ir: Fimmtudaginn 9. febrúar, laug- ardaginn 11. febrúar, sunnudag- inn 12. febrúar, fimmtudaginn 16. febrúar, laugardaginn 18. febrúar og sunnudaginn 19. febrúar. MEWNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Listasafn Islands Sýningin Stofngjöfin til 5. feb. Kjarvalsstaðir Yfiriitssýn. um ísl. leirl. í 65 ár. Myndir Jóhannesar Kjarvals úr eigu safnsins. Asmundarsafn Samsýn. á verkum Ásmundar Sveinss. og Jóhannesar S. Kjarval til 14. maí. Norræna húsið Sýn. 3x Nielsen, arkitektúr til 20. febrúar og í anddyri, málverkasýn. Sven Wiig Hansen til 5. mars. Safn Ásgríms Jónssonar Vatnslitam. Ásgríms til marsloka. Gallerí Úmbra Gestur Þoigrímss. sýnir höggmyndir og ljóð tíl 22. feb. Gallerí Sævars Karls Erlingur P. Ingvarsson sýnir til 23. feb. Hafnarhúsið Kristján Jónsson sýnir til 12. feb. Listasafn íslands Sýningin Ný aðföng II til 19. mars. Gallerí Greip Julian Waters sýnir til 5. feb. Gerðuberg Hafdís Helgadóttir sýnir til 12. feb. Café 17 Dósla sýnir til 14. feb. Nýlistasafnið Gretar Reyniss. sýnir til 12. feb. og Ger C, Bout sýnir í setustofu til 12 feb. Hafnarborg Grafíkverk Gunnars Á. Hjaltasonar til 20. feb., einnig sýnir Auður Vésteins- dóttir myndvefnað. Listasafn ASÍ Hallsteinn Sigurðss. myndhöggvari sýnir jámmyndir til 19. feb. Hafnarhúsið Kristján Jónsson sýnir til 12. feb. Gerðarsafn Sýn. Málverk til 12. feb. Gallcrí Stöðlakot Hanna Gunnarsd. sýnir til 12. feb. Gallcrí Sólon Islandus Lísbet Sveinsdóttir sýnir til 20. feb. II hæð, Laugavegi 37 Roger Aekling sýnir til febrúarioka. TONLIST Sunnudagur 5rifebrúar Tónl. málmbl. og slagverksmanna Sin- fóníuhlj. Ísl.í Langholtskirkju kl. 17. Við slaghörpuna í Listasafni Kópavgos - Gerðarsafni kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Taktu lagið, Lóa! sun. 5. feb., mið., fös. Oleanna sun. 5. feb., fös. Fávitinn sun. 5. feb., fös. Snædrottningin sun. 5. feb., sun. Gauragangur lau. 11. feb. Gaukshreiðrið lau. 4. feb., fím. Borgarleikhúsið Söngleikurinn Kabarett lau. 4. feb., sun.m mið., fim., fös. Leynimelur 13 lau. 11. feb. Óskin (Galdra-Loftur) sun. 12. feb. Ófælna stúlkan sun. 5. feb., fim. Islenska óperan La Traviata frums. fös. 10. feb. Frú Emilía Kirsubeijagarðurinn sun. 12. feb. kl. 15. Kaffilcikhúsið Alheimsferðir Erna 2. sýn. 11. feb. Leggur og skel lau. 4. feb. kl. 15. Skilaboð til Dimmu lau 4. feb. kl. 21. Nemendaleikhúsið Tangó, sun. 5. febr., fím., lau. Leikfélag Akureyrar Óvænt heimsókn lau. 4. feb., fös. Á svörtum fjörðum mið. 8. feb., lau. BarPar í Þorpinu þri. 7. feb., fim. Leikfélags Mosfellssveitar Mjallhvít og dvergarnir sjö í Bæjarleik- húsinu lau. 4. feb., sun. Ævintýrið um Reykjalund lau. 4. feb., sun., mið., lau. Leikfélag Hafnarfjarðar Leiðin til hásætis lau. 4. feb., fim. LISTAKLÚBBUR Leikhúskjallarinn Ljóðleikhúsið kl. 20.30. Birgir Svan Símonarson, Ásgeir Kristinn Lárusson, Þórunn Bjömsdóttir og Þorsteinn frá Hamri lesa úr verkum sínum. Baldur Óskarsson flytur erindi um Ingimar Erlend Sigurðsson og Ingimar Erlend- ur les ljóð sín ásamt Karli Guðmunds- syni leikara. KVIKMYNDIR Norræna húsið Kvikmyndasýning fyrir böm kl. 14; Fjórar teiknimyndir um Einar Áskel. Sænskt tal. MÍR „26 dagar í lífi Dostojevskís" kl. 16. Umsjónarmenn listastofnana og sýningarsala! Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16. á miðvikudögum merktar: Morgun- blaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvk. Myndsendir: 91-691181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.