Morgunblaðið - 09.02.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
1995
■ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR
BLAÐ
KNATTSPYRNA
„Guðni fyrsti
valkostur"
Sven Dahlkvist, þjálfari sænska félagsins
Örebro, sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að hann hefði meiri áhuga á að fá Guðna
Bergsson til félagsins en Hlyn Birgisson. „Við
ákváðum að gefa Guðna frest á að gefa okkur
svar þar til næsta mánudag og vonandi gefur
Tottenham honum grænt ljós. Ég var engu að síð-
ur mjög ánægður með Hlyn [sem æfði með félag-
inu í síðustu viku] og ef Guðni gefur þetta frá sér
gerum við tveggja ára samning við Hlyn Birgis-
son,“ sagði Dahlkvist. Þjálfarinn sagði að það
kæmu þijár stöður til greina í liðinu fyrir Hlyn
ef hann komi; að hann leiki sem bakvörður, mið-
vörður eða jafnvel hægra megin á miðjunni.
■ ÓLAFUR Stefánsson kom inná
í fyrsta sinn hjá Val í vetur, í leikn-
um gegn Aftureldingu í 1. deildinni
í handknattleik í gærkvöldi, en hann
meiddist skömmu áður en mótið
hófst í haust. Hann kom inná þegar
12,45 mín. voru liðnar af leiknum
og þá í stöðu leikstjórnanda. Ólafur
reyndi skot 20 sekúndum síðar, í
sinni fyrstu sókn — og skoraði með
glæsilegu skoti.
■ ALFREÐ Gíslason, þjálfari og
leikmaður KA, tók sér hvíld í gær-
kvöldi eftir glæsta frammistöðu í
bikarúrslitaleiknum gegn Val um
helgina— var ekki í leikmannahópn-
um gegn ÍH.
■ ERLINGUR Krisljánsson, fyr-
irliði KA, og Sigmar Þröstur Ósk-
arsson, markvörður, sátu á vara-
mannabekknum allan tímann í gær-
kvöldi.
■ PATREKUR Jóhannesson fékk
rautt spjald eftir 22 mínútur og lék
því ekki meira með — skaut í höfuð
Alexanders Revine, markvarðar,
úr vítakasti. Þess má geta að Pat-
rekur hafði þá gert 7 af 11 mörkum
KA.
■ STEFÁN Carlsson læknir
Valsliðsins var allt annað en hress
með framkomu Gunnars Andrés-
sonar leikmanns UMFA í upphafi
síðari hálfleiks í gær. Dæmdur var
ruðningur á Gunnar en hann lá eft-
ir í teignum. Stefáni fannst aðstoð-
armenn af bekk gestanna eitthvað
seinir til hjálpar og hljóp inná til að
athuga hvort eitthvað alvarlegt hefði
gerst en Gunnar tók þá á móti hon-
um með skömmum.
■ ALVÖRUMENN, stuðnings-
manaklúbbur Vals gefur út leikskrá
fyrir hvern leik. Davíð B. Sigurðs-
son liðsstjóri UMFA var ekki
ánægður með skrána í gær því þar
var hann sagður heita Daníel. „Mað-
ur ætti að vera búinn að vera lengur
í þessu,“ sagði Davíð, sem hefur
verið viðloðandi handboltahreyfing-
una svo áratugum skiptir!
■ HILMAR Þórlindsson lék með
KR liðinu að nýju í gærkvöldi gegn
ÍR , en hann hefur verið úr leik frá
því í lok nóvember vegna meiðsla í
ökla. Hilmar kom inn á þegar tals-
vert var liðið á fyrri hálfleik og lék
leikinn til enda og skoraði þijú mörk.
■ PÁLL Beck leikmaður KR varð
að hætta að leika undir lok fyrri
hálfleiks í gærkvöldi vegna veikinda.
■ HELGI Sigvrðsson er í æfínga-
búðum með Stuttgart í Portúgal.
Hann kom inná sem varamaður á
72. mín. þegar Stuttgart lék þar
gegn Bayem MUnchen og mátti
þola tap, 0:1.
\
HANDKNATTLEIKUR
KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/Kristinn
Línudans...
LÍNUMENNIRNIR Gelr Svelnsson úr Val og Róbert Slghvatsson úr Aftureldingu áttust oft vló er
lið þelrra mættust að Hlíðarenda í gærkvöldl í 1. delldinnl í handknattlelk. Hér nær Gelr landsllðs-
fyrlrllðl að stöðva Róbert en þegar upp var staðið sklldu llð þeirra Jöfn, 23:23.
■ Leikirnir í gærkvöldi / D2
AC Milan
meistari
meistar-
anna í
þriðja sinn
ZVONIMIR Boban og Daniele
Massaro tryggðu AC Milan 2:0
sigur gegn Arsenal á San Siro
leikvanginum í Mílanó í gær-
kvöldi. Þetta var seinni leikur
liðanna í meistarakeppni Evrópu
en fyrri leiknum lauk með
markalausu jafntefli og er AC
Milan því meistari meistaranna í
þriðja sinn.
Forráðamenn ítalska liðsins
óttuðust óspektir hjá áhorfend-
um en færri mættu en gert var
ráð fyrir og var almenn ánægja
með framkomu þeirra. „Við lék-
um mjög vel en ég er ánægður
með áhorfendurna sem höguðu
sér sérstaklega vel og vonandi
verða þeir eins í hverri viku,“
sagði Fabio Capello, þjálfari AC
Milan.
AC Milan sigraði í keppninni
1989 og 1990 og er fyrsta liðið
til að verða meistari meistaranna
þrisvar sinnum. Boban fékk tvö
góð tækifæri til að skora áður
en hann kom liði sínu á bragðið
skömmu fyrir hlé eftir sendingu
frá Massaro og Massaro gerði
út um leikinn um miðjan seinni
hálfleik.
Heimamenn léku vel og virðast
vera að ná sér á strik á ný en
gestirnir hafa átt í erfiðleikum
að undanförnu og náðu ekki að
rétta úr kútnum.
KNATTSPYRNA
Guðmundur í Stjömuna
Guðmundur Steinsson, fram-
heijinn gamalreyndi, hefur
ákveðið að ganga til liðs við 2.
deildarlið Stjörnunnar í Garðabæ
fyrir næsta keppnistímabil knatt-
spymumanna. Guðmundur gekk
frá eins árs samningi við liðið í
gær. Guðmundur var með Fram
sl. sumar, þar sem hann tók þátt
í tólf leikjum í 1. deildinni — þar
af var hann sjö sinnum í byijunar-
liði. Guðmundur hefur alls spilað
227 leiki í 1. deild og gert 101
mark í þeim. Þess má geta að
hann skoraði ekki í deildinni í
sumar, sem er óvenjulegt þegar
þessi marksækni leikmaður á í
hlut.
Bjarni Sigurðsson, fyrrum
landsliðsmarkvörður, hefur einnig
gengið til liðs við Stjömuna.
Bjarni, sem lék með Brann í Nor-
egi í fyrra, hefur samið við félag-
ið til tveggja ára.
NBA-DEILDIN: „MAGIC“ OG JABBAR EKKIÁNÆGÐIR MED STJÖRNURNAR / D4