Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 2
2 E LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR11. FEBRÚAR 1995 E 3 Vinningar að verðmæti um 2 milljónir króna HANDKNATTLEIKUR ÍÞRÓTTIR Bengt Johansson landsliðsþjálfari Svía í handknattleik segir markmið sitt að vinna gull á Ólympíuleikunum í Atlanta, en fyrst ætli hann að millilenda á ís- landi og ná í HM-gullið. Valur Jónatansson hitti þjálfarann að máli og ræddi við hann um sænska liðið, það ís- lenska og handknatt- leikinn almennt. Bengt johansson HEFUR starfað sem landsliðsþjálfari Svía síðan eftir Ólympíuleikana í Seoul 1988. Landsliðið undir stjórn hans hefur unnið bæði Evrópu- og heimsmeistaratitl og til að fullkomna þrennuna verður hann að stjórna liði sínu til sigurs á Ólympíuleikunum í Atlanta á næsta ári og það ætlar hann sér að gera, en fyrst ætlar hann að millilenda á íslandi til að ná í HM-gullið. Bengt er fæddur sigur- vegari. Hann lék sjálfur 83 lands- leiki fyrir Svía, lék með HP Halm- stad, Hellas og Drott á árunum 1963 til 1973. Hann gerðist síðan þjálfari hjá Drott og stjómaði því með góðum árangri áður en hann tók við góðu búi af landsliðsþjálfaranum Ragge Carlsson. Svíar með reynslu- mikið lið Johansson hefur verið meira og minna með sömu leikmennina síðan hann tók við landsliðinu 1988 og er samningsbundinn fram yfir Ólymp- íuleikana í Atlanta á næsta ári. Margir hafa gagnrýnt hann fyrir að leikmennirnir væru orðnir of gamlir og ekki væri nógu mikil endumýjun í liðinu. Morgunblaðið hitti landsliðs- þjálfarann að máli fyrir skömmu og spurði hann um það hvort liðið hans væri að verða of gamalt? „Nei, alls ekki. Þessir strákar eru allir á besta aldri. Meðalaldur leik- manna liðsins er 27 ár og þeir hafa spilað 120 landsleiki að meðaltali. Þeir hafa gríðarlega mikla reynslu, eru allir tilbúnir að leggja mikið á sig og eru langt frá því að vera orðn- ir þreyttir á handbolta. Þeir sýna enn framfarir og hafa gaman að því Árni J. Stefánsson Einstaklingur getur auðveldlega myndað hóp í hópleik íslenskra Getrauna, hi ingdu í síma 568 8322 og við úthlutum þér hópnúmeri og ert þú þá orðinn hópur sem hefur raunhæfan möguleika á að dreifa þér á vinninga að verðmæti um 2 milljónir króna Handknattleik- ur á tímamótum og dæmi eru um að valdir hafa ver- ið til landsliðsæfinga unglingar sem hættir eru að æfa handknattleik eða komast ekki í lið hjá sínu félagi. Þetta sýnir að úrbóta er þörf, vegna þess að þarna erum við að ala upp landsliðsmenn framtíðarinnar og þvj þarf að standa rétt að þessum mál- um. Velja þyrfti svæðisstjóra sem myndu fylgjast með unglingum á sínu svæði, fara á æfingar hjá fé- lögunum, hafa náið samstarf við þjálfara félaganna og koma ábend- ingum sínum á framfæri við ungl- ingalandsliðsþjálfarana. Koma þarf á nánara samstarfi við önnur lönd, fá hingað unglinga- landslið til að keppa við okkur og einnig að koma okkar liðum í æf- ingabúðir til útlanda. Um leið og verkefnunum fjölgar getum við farið að búast við framförum í réttu hlut- falli við þau. Allir þessir hlutir kosta peninga en ef við ætlum okkur að vera áfram í fremstu röð í heiminum í handkattleik þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting hjá þeim sem standa að og stjórna Handknatt- leikssambandi íslands því annars er hætta á að við sitjum eftir sem miðl- ungsþjóð sem nær aldrei árangri. Það verður að setja nægilegt fjár- magn i unglingalandsliðin því við uppskerum í samræmi við það sem við sáum. Handknattleikur á íslandi stendur á tímamótum. Margir góðir hlutir hafa verið gerðir á undanförnum árum en betur má ef duga skal. Ef áhugi er fyrir hendi hjá handknatt- leiksforystunni er hægt að gera enn betri hluti á komandi árum. Nýta þarf landsliðsmennina okkar mun betur í útbreiðslustarfseminni og einnig þarf að virkja handknattleiks- hetjurnar okkar, sem eru hættar að leika, mun betur en nú er gert. Það er alltaf þörf á góðum mönnum I stjórnunar- og skipulagsstörf. Þeir sem hafa staðið lengi í fremstu röð vita nákvæmlega út á hvað hlutimir ganga og því þarf að notfæra sér krafta þeirra á réttan hátt. Nú er rétta tækifærið til að bretta upp 1 ermarnar, snúa vörn í sókn og gera handknattleikinn að vinsælustu íþróttagrein á íslandi. Mynd/Robert Zetterquist Hræðist ekki Rússa BENGT Johansson, landsliðsþjálfarí Svía, í Laugardalshöll eftlr að dregið hafði verið í riðla fyrlr heimsmelstarakeppnlna i vor. Svíar lelka á Akureyrl, í rlðli með Spánverjum, Egyptum, Hvít- Rússum, Brasllíumönnum og Kúveltum. Svíar hafa verið taldir með besta llð heims undanfarin ár, ásamt helmsmelsturum Rússa en þjálfarinn segist ekkl hafa nelnar áhyggjur af þelm. „Rússar hafa þegar náð að toppa og hafa verlð á nlðurlelð,“ seglr hann. æfingaferð til Egyptalands í haust og þangað fara eiginkonurnar með líka. Það er mikilvægt að leikmenn hafi gaman að þessu. Það er ekki endalaust hægt að níðast á þeim með þrotlausum æfíngum. Ég treysti strákunum til að koma í toppæfingu inní landsliðið í svona undirbúning eins og fyrir HM og ÓL og ég þarf ekki að hafa áhyggjur að því.“ ísland á að eiga örugga leið í 16-liða úrslitin - Hvað með möguleika íslands á HM? „íslenska liðið ætti að eiga nokkuð örugga leið í 16-liða úrslitin, en þá byrjar alvaran eins og ég sagði áðan. En ég trúi því að liðið fari í 8-liða úrslit og jafnvel lengra. Áhorfendur geta haft mikið að segja um árang- ur íslands í keppninni og það gæti fleytt liðinu langt.“ - Hvað om einstaka leikmenn ís- lenska liðsins og hver er helsti veik- leiki þess? „Það sem helst vantar hjá íslenska landsliðinu er ábyrgur leikstjórnandi og góð markvarsla. Leikstjórnandi þarf að geta tekið af skarið. Þið eig- ið engan Magnus Andersson eða Wislander. ísland er með ágætar skyttur og það er mikilvægt að Héð- inn Gilsson og Júlíus Jónasson verði í góðri æfingu á HM. Sigurður Sveinsson er góð skytta og Geir Sveinsson er línumaður á heims- mælikvarða. Patrekur er einnig upp- rennandi leikmaður. Bjarki og Valdi- mar eru góðir í hægra horninu en vinstra hornið er veikt. Konráð hefur ekki sýnt nægilegan stöðugleika og það er leiðinlegt hvernig hann kveinkar sér alltaf ef við hann er komið. íslenska liðið þarf að koma með einhveijar nýjungar inn í leik sinn sem koma öðrum liðum í opna skjöldu. Eins og liðið hefur leikið er ekkert sem kemur á óvart.“ Hef ekki áhyggjur af Rússum Þjálfarinn segist ekki hafa miklar áhyggjur af Rússum. „Rússar hafa þegar náð að toppa og hafa verið á niðurleið. Við spiluðum við þá til úrslita á Evrópumeistaramótinu í Portúgal í júní i fyrra og unnum þá létt, 34:21. Síðan lékum við tvo æfingaleiki við þá fyrir jólin og átt- um ekki í teljandi erfiðleikum með þá. Við spiluðum tvo leiki við Rússa fyrir áramótin og vorum þá án sex lykilmanna. Við töpuðum reyndar leiknum sem fram fór í Stokkhólmi en unnum þá sannfærandi í Malmö. Þeir eru ekki með neinar stórstjörn- ur eins og áður.“ - Hver er staða handboltans í heiminum í dag? „Handboltinn hefur aðeins farið niður á við síðustu ár, sérstaklega eftir að Austurblokkin hrundi. Þar eru ekki eins miklir peningar í hand- boltanum og áður. Það tekur tíma að byggja upp sterk lið aftur en ég hef trú á því að það gerist á næstu árum. Það hafa önnur lönd komið sterk inn eins og Egyptar og ég hef trú á því að Argentína og Chile komi til i framtíðinni. Suður-Kóreumenn eiga líka eftir að koma upp með gott lið og ég trúi því að þeir verði með á Ólympíuleikunum í Atlanta. Þeir gætu reynst íslendingum erfiðir í riðlakeppninni. Júgóslavar eru að koma aftur inn þó _ svo að þeir séu ekki með á HM á íslandi." Eins og flestum ætti að vera kunnugt fer fram hér á íslandi í vor Heimsmeistarakeppnin í handknattleik 1995. Þetta verður stærsti íþróttaviðburður sem fram hefur farið hér á landi og einnig er hér um að ræða mikla land- kynningu. Handknattleikur er sú fþrótt sem við íslend- ingar höfum náð einna bestum árangri í, við höfum eignast marga mjög góða leikmenn á heimsmælikvarða og nægir þar að nefna Al- freð Gíslason og Krist- ján Arason. Landslið okkar hefur um nokkurt skeið verið í fremstu röð eins og 4. sætið á síðustu Ólympíu- leikum segir til um. Nú í dag á handkattleikur á ís- landi í vök að verjast og við hand- knattleiksáhugamenn verðum að gera okkur grein fyrir því að aukin samkeppni frá öðrum íþróttagrein- um (t.d. körfuknattleik) og margvís- legri afþreyingu sem völ er á í þjóðfé- laginu í dag veldur því að iðkendum hefur fækkað. Áhorfendafjöldi hjá flestum liðunum hefur minnkað en þó eru sem betur fer til undantekn- ingar á þessu. Það þarf að reyna að auka áhugann á handknattleik á allan hugsanlegan hátt og þurfa fé- lögin sjálf að vera þar virk en að sjálfsögðu þarf það að vera Hand- knattleikssamband íslands sem skipuleggur þessa hluti og markar stefnuna. Slíka stefnumörkun hefur vantað á síðustu árum og er mjög brýnt að úr því sé bætt nú þegar. Útbreiðslustarfsemi HSÍ er ekki nægilega öflug. Upplagt hefði verið það umtal sem væntanleg Heims- meistarakeppni hefur í för með sér. Upplagt hefði verið að láta landsliðs- mennina heimsækja grunnskóla landsins til að kynna íþróttina og reyna að auka vinsældir hennar. Þeir hefðu getað verið með æfingar nokkrum sinnum fyrir hvern hóp þar sem tekin hefðu verið fyrir grunn- tækniatriði og reglur kynntar. Slíkar heimsóknir yrðu mjög vel þegnar af nemendum sem þar með kæmust í návígi við „strákana okkar“ og ekki síður af íþróttakennurum sem þarna fengju kærkomið tækifæri til að læra nýjar æfingar auk þess sem þetta myndi lífga mjög upp á kennsl- una. Ég er ekki í nokkrum vafa um að landsliðsmennimir myndu einnig hafa bæði gagn og gaman af. Auð- vitað kostar þetta sitt en í staðinn myndi áhugi á handknattleik aukast gífurlega og þeir peningar sem yrðu í þetta lagðir myndu skila sér. Halda þarf þjálfunarnámskeið reglulega bæði til þess að fá til starfa nýja og ferska þjálfara og einnig til að auka menntun starfandi þjálfara. Ef byggja á handknattleik markvisst upp þarf að gera miklar kröfur til þjálfara og því ætti það að vera skilyrði að allir þjálfarar þyrftu að sækja reglulega námskeið hjá HSÍ (á hveiju ári eða annað hvert ár). Á þessum námskeiðum yrði hægt að leggja línurnar um það hvernig ætti að standa að því að byija frá grunni og þjálfa börn og unglinga á góðan og markvissan hátt til þess að þau geti orðið afreksfólk framtíðarinnar. Þessir hlutir taka að sjálfsögðu tíma, ef við ætlum að ná vemlegum ár- angri á heimsmælikvarða verðum við að leggja metnað í undirbúnings- starfíð, því ef það yrði ekki gert þá myndi það bitna á gæðum hand- knattleiksins í framtíðinni. Skapa þarf börnum og unglingum fleiri verkefni. Til dæmis væri hægt að koma á fót þrautakeppni þar sem búnar yrðu til 6-8 þrautir sem byggja á tækni, hraða og getu í handknattleik. Stigatafla yrði einnig búin til svo hægt væri að meta árangur hvers og eins. Þessar þraut- ir væri hægt að æfa hjá félögunum Höfundur er íþróttakennari og unglingaþjálfari hj& KA. til að bretta upp erm- amar, að mati Árni J. Stefánssonar, snúa vöm í sókn og gera handknattleikinn að vinsælustu íþróttagrein á íslandi. og taka upp nánara samstarf milli unglingalandsliðsþjálfaranna og unglingaþjálfaranna hjá félögunum. Þessir hlutir hafa verið í ólestri að undanförnu. Þegar fram fara fjöll- iðamót vantar að landsliðsþjálfar- arnir séu á staðnum til þess að fylgj- ast með efnilegustu leikmönnunum út um allt land. Lands- liðsmenn myndu fara á sem flesta staði til að aðstoða við fram- kvæmd keppninnar. Þeir sem stæðu sig best í hveijum aldursflokki kæmust í úrslit sem hægt væri að láta fara fram í tengslum við stórviðburði á hand- knattleikssviðinu, t.d. landsleik eða bikarúr- slitaleik. Þetta yrði til þess að auka áhuga barna og unglinga á íþróttinni, margir myndu æfa sig sjálfir fyrir utan æfingatíma til að ná sem bestum tökum á þrautunum og um leið auka færni sína í handknattleik. Taka þarf öll unglingalandsliðs- mál fastari tökum en nú er gert. Auka þarf verkefnin, fjölga æfíngum Nú er rétta tækifærið Geir „Línumaður á heims- mælikvarða." Bjarki „Er góður í hægra hominu.“ Siggi „Sigurður Sveinsson er góð skytta." Patrekur „Upprennandi leikmaður." Júlíus „Mikilvægt að hann verði í góðri æfingu.“ að sigra. Sjáðu bara íþróttamann eins og Linford Christie, sem er 34 ára, en er samt sprettharðasti maður heims.“ - Svíar hafa verið með yfirburða- lið, hvað er það sem Svíar hafa fram yfir önnur lið? „Það sem við höfum fyrst og fremst umfram önnur lið er góður leikstjórnandi. Við erum með leik- menn eins og Magnus Wislander og Magnus Andersson, sem báðir geta stjómað leiknum. Danir eru með René Böriths, en íslenska liðið hefur engann útsjónarsaman leikmann á borð við þessa sem ég nefndi. Svo emm við með góða markverði. Við erum með leikmenn sem þekkjast mjög vel og vita nánkvæmlega hvað þarf til að ná settu marki.“ Kvíöi ekki framtíðinni - Eru ekki einhveijir ungir og efni- legir strákar sem þú sérð banka á landsliðsdyrnar? „Jú, það er fullt af efnilegum strákum. Við höfum verið að taka inn einn og einn ungan. Ég sé marga leikmenn sem gætu komið til með að verða lykilmenn í sænska lands- liðinu á næstu árum. Það eru leik- menn eins og Tomas Sivertsson, Andreas Larsson, Johann Petterson og Marcus Wallgren, sem gæti orðið „nýr“ Erik Hajas. Svo er ég með tvo unga markverði, Peter Gentzel, sem hefur reyndar leikið 20 landsleiki og Jesper Larsson, sem Ieikur með Kristianstad, en hann hefur ekki enn fengið að spreyta sig.“ Bengt hefur verið með sænska unglingalandsliðið og fer með það á Norðurlandamótið í Færeyjum í ág- úst. Hann ferðast einnig um í Sví- þjóð og skoðar einstaka leikmenn og kennir þeim. Hann leitar að leik- mönnum framtíðarinnar. „Það eru margir efnilegir leikmenn í sænska unglingalandsliðinu og ég held við þurfum ekki að kvíða framtíðinni. Það er gott að taka einn og einn inn til að fá smjörþefinn og kynnast þessum eldri og reyndari í landslið- inu.“ Hlakkatil að koma til íslands - Hvernig leggst heimsmeistara- keppnin á íslandi í þig? „Ég hlakka til að koma til íslands í vor. Það er vissulega takmarkið hjá okkur að sigra.á íslandi og vinna aftur heimsmeistaratitilinn sem við töpuðum í hendur Rússa á okkar heimavelli á HM 1993. Við erum nánast með sama lið og strákana þyrstir í HM-titilinn. Við erum með mjög leikreynt lið og leikmennirnir eru allir tilbúnir að leggja mikið á sig og klára allt dæmið, og vera með fram yfir Ólympíuleika í Atl- anta, ef við náum að tryggja okkur sæti þar. Ég held að heimsmeistarakeppnin á íslandi byiji ekki fyrir alvöru fyrr en komið er í sextán liða úrslit. Þá má ekkert út af bregða. Það er mik- ið atriði að klára það að komast í 8-liða úrslit því sjö efstu liðin tryggja sér rétt til að Ieika á Ólympíuleikun- um í Atlanta. Öll liðin 24 munu stefna að því markmiði að komast í 8-Iiða úrslit. Það er mjög erfitt að spá í það hvaða átta lið þetta verða. Fyrsta markmið okkar verður að vera á meðal fjögurra efstu eftir riðlakeppnina, annað markmiðið er að tryggja okkur þátttökurétt á Ólympíuleikunum, þriðja markmiðið er að leika um verðlaunasæti og það fjórða að vinna HM-gullið. Allir strákarnir í liðinu hafa mikla löngun til að vinna Ólympíugull og það er vissulega stóra markmiðið hjá okk- ur.“ Leika 22 landsleiki fyrirHM - Hvernig er undirbúningi ykkar háttað fyrir HM? „Við byijuðum undirbúninginn í nóvember og leikum samtals 22 landsleiki fram að HM. Við lékum fyrst tvo æfingaleiki við Rússa og síðan lékum við fjóra leiki í Alþjóða Reykjavíkurmótinu. Frá áramótum höfum við leikið þijá leiki í Norður- landamótinu. Leikum tvo leiki við Dani 22. og 23. febrúar og tökum svo þátt í Lottó-Cup í Noregi í mars og Ieikum þar fimm leiki. Síðan hefst lokaundirbúningurinn með þátttöku í Bikuben í Danmörku 24. - 27. apríl. Þar leikum við þijá leiki og síðan strax á eftir þijá leiki í Bercy- keppninni í Frakklandi 28. til 30. apríl. Við verðum síðan í þriggja daga æfíngabúðum í Svíþjóð áður en við förum til íslands." Léttleiki í fyrirrúmi „Við leggjum áherslu á að hafa léttleika í fyrirrúmi og gerum meira saman en að æfa og spila. Við förum með eiginkonurnar með okkur á mótið í Frakklandi því þær verða einnig að fá að taka þátt í þessu. Ef við náum að tryggja okkur sæti á Ólympíuleikunum þá förum við í æfingabúðir til Atlanta í ágúst í sumar til að skoða aðstæður og leggja línurnar. Þá er fyrirhuguð Valdimar „Er góður í hægra hominu." Hédinn „Mikilvægt að hann verði í góðri æfingu." Dýrmætur MAGNUS Andersson, leikstjórnandinn frábærl. „Það sem við höfum fyrst og fremst umfram önnur llö er góöur lelk- stjórnandl," seglr Johansson og á þar vlð Andersson og Magnus Wlslander. Knattspyrnumenn 4. deildar lið úti á landi vantar tvo leikmenn fyrir komandi tímabil. í boði er vinna, húsnæði og þjálfun yngri flokka fyrir rétta aðila. Áhugasamir sendi upplýsingar til afgreiðslu Mbl., merktar: 4. deild — 95“, fyrir 15. febrúar. Ekkert í leik íslendinga sem kemur áóvart Hópleikur er þegar tippari, einn eða fleiri hafa sérstakt hópnúmer og Getraunir skrá árangur hópsins í viku hverri og veitir þeim hópum sem best standa sig sérstök verðlaun. 1X12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.