Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KORFUKNATTLEIKUR O'Neal félagar lagðir í Cleveland Charies Barkley skoraði 35 stig og tók fjórtán fráköst í sigurleik Phoenix SH AQUILLE O'Neal og félagar hans hjá Orlando Magic máttu þola tap á útivelli, 99:100, gegn Cleveland Cavali- ers í framlengdum leik, en aftur á móti fögnuðu Charles Barkiey og félagar hjá Phoenix sigri, 120:112, gegn Port- land Trail Blazers íframlengdum ieik. Terrell Brandon var hetja Cleve- land — skoraði sjö stig í fram- lengingunni, þar af tvö stig úr víta- skotum þegar 21,8 sek. voru eftir. Brandon skoraði 31 stig og Tyrone Hill 12 stig og tók sautján fráköst fyrir Cavaliers. „Ég get varla sagt þér hvað ég er ánægður með þennan sigur," sagði Mike Fratello, þjálfari Cleveland. Shaquille O'Neal skoraði 26 stig fyrir Orlando og Dennis Scott 19, en það var hann sem tryggði Orlando framlengingu með því að jafna með þriggja stiga körfu þegar 12,3 sek. voru eftir af venjulegum leiktíma. Charles Barkley skoraði 35 stig og tók fjórtán fráköst fyrir Suns gegn Portland 120:113. A.C. Green skoraði 22 stig og tók 12 fráköst. Rod Strickland skoraði 26 fyrir Port- land, átti átján stoðsendingar og tók ellefu fráköst. Toni Kukoc skoraði 22 stig fyrir Chicago, sem vann Washington, FRJALSIÞROTTIR NBA Leikir aðfaranótt fimmtudags: Cleveland - Orlando............100: •Eftir framlengingu. Indiana - Detroit.................114: Philadelphia - Minnesota .... 97:1 Chicago - Washington.........107: Phoenix Portland................120:1 •Eftir framlengingu. Golden State - Boston.........115:1 LA Lakers - Seattle.............102: J Shaqullle O'Neal varnar því að Danny Ferry hjá Cleveland skori. 107-92. Þá tók hann 12 fráköst. Scottie Pippen skoraði 22 stig. Doug West skoraði flest stig í leik, 33, þegar Minnesota Timberwolves lagði Philadelphia 76ers, 101:97. Donyell Marshall setti 17 stig og tók ellefu fráköst og Christian Laettner skoraði 15 stig og átti átta stoðsend- ingar fyrir Timberwolves, sem vann aðeins sinn annan sigur í níu leikjum. Clarence Weatherspoon, leikmaður með 76ers, meiddist á ökkla og verð- ur frá keppni í tíu daga. Dino Radja skoraði sigurkörfu Boston Celtic, 116:115, þegar 1,9 sek. voru til leiksloka í leik gegn Golden State Warriors. Dominique Wilkens skoraði 30 stig fyrir Boston. Eddie Jones og Nick Van Exel skoruðu sín hvor 19 stigin fyrir LA Lakers, sem stöðvaði tíu Ieikja úti- sigurgöngu Seattle SuperSonics, 102:96. Gary Payton skoraði 24 stig og Shawn Kemp 20 og tók tólf frá- köst fyrir gestina, sem hafa tapað öllum þremur viðureignunum við Lakers í vetur. Reggie Miller skoraði 31 stig og Rik Smits 20 fyrir Indiana Pacers, sem lagði Detroit Pistons 114:88. Joe Dumars skoraði 25 stig fyrir gestina, sem hafa tapað tíu af síð- ustu ellefu leikjum sínum á útivelli. Leikmenn Ajax gefa ekkí kost á sér í landsliðið GUUS Hiddink, landsliðsþjálfari Hol- lands í knattspyrnu, stendur nú frammi fyrir því að landsliðsmenn úr Ajax gefa ekki kost á sér i landsliði, sem leikur vináttti I eik gegn Portúgal í Eindhoven á miðvikudaginn kemur. Mikið álag er framundan hjá leikmðnnum Ajax — tveir Evrópuleikir gegn Hajduk Split í 8-liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða, bikarleikur gegn keppinautunum Fey- enoord og erfiðir deildarleikir. Fjogurenskliði TOTO-keppninni FJÖGUR lið frá Englandi taka þátt i Inter TOTO-keppninni, sem Keflvíkingar taka þátt í í sumar. Frank Clarke, fram- kv.emdasíjóri Nottingham Forest, segir það ijóst að knattspyrnumenn verða að vera á ferðinni allan ársins hring, en fram til þessa hefur verið hátt í tveggja mánaða sumarfrí hjá enskum knatt- spyrnumðnnum. „Það á frekar að gefa leikmönnum tveggja til þriggja vikna frí yfir háveturinn, heldur en langt sum- arfrí," sagði Clarke. ítalía, Þýskaland og Frakkland meðfjög- urliðíUEFA-keppn- inniísumar TVÖ lið frá íslandi, meistaralið Akra- ness og FH, sem varð í ððru sæti í 1. deildarkeppninni sl. sumar, leika fyrir hðnd íslands í UEFA-keppninni í ár. Að undanfðrnu hefur verið farið yfir árang- ur knattpyrnuliða í Evrópukeppninni sl. fimm ár, til að finna út hvað mðrg lið hver þjóð getur sent í keppnina. Þrjár þjóðir fá að senda fjögur Iið í UEFA- keppnina, ítalía, Þýskaland og Frakk- land. Belgia, Spánn, Rússland og Holland verða með þrjú lið í keppninni. Átaksverkefni fyrir unglinga fram að ÓL íÁstralíu árið 2000 Stefht að toppfólki í mörgum greinum Frjálsíþróttasamband íslands kynnti í gær áætlun fyrir af- reksunglinga fram að Ólympíuleik- unum í Sydney í Ástralíu árið 2000. Þráinn Hafsteinsson Iandsliðsþjálf- ari sagði meðal ánnars af þessu til- efni að það væri ekki óraunhæft að gera ráð fyrir að árið 2000 ættu íslendingar keppendur meðal tíu efstu í fímm til átta greinum frjáls- íþrótta á öllum mótum, þar með töldum Ólympíuleikum. Átaksverkefnið nær til unglinga á aldrinum 17 til 22 ára og hafa þegar verið valdir níu unglingar í hópinn. Sett eru markmið og lág- mörk sem íþróttafólkið þarf að ná til að halda sér í hópnum og einnig getur hópurinn stækkað verði árangur nægilega góður. í hópnum eru Vigdís Guðjónsdóttir spjótkast- ari úr HSK, Sunna Gestsdóttir spretthlaupari úr USAH, Magnús Aron Hallgrímsson tugþrautarmað- ur úr HSK, Halldóra Jónasdóttir spjótkastari úr UMSB, Hanna Lind Glafsdóttir kringlukastari úr UMSB, Ólafur Sveinn Traustason sprett- Islandsmótið í blaki Föstud. 17. feb. Neskaupstaður 20.00 Þróttur N.-KA taugard. 18. lefa. Asgarður 15.30 Stjarnan-Þróttur R. Sunnud. 19. feb. Digranes 15.30 HK-IS ABfvi deild kvenna. Föstud. 17. feb. Neskaupstaður 21.30 Þróttur N.-KA Sunnud. 19. feb. , Digranes 14.00 HK-IS ^áfriftía^ -kjarmmábins! hlaupari úr FH, Sigmar Vilhjálms- son spjótkastari úr FH, Stefán Ragnar Jónsson kringlukastari og kúluvarpari úr_ UBK og Vala R. Flosadóttir úr ÍR, en hún keppir í hástökki, stangarstökki og sjöþraut. Að sögn landsliðsþjálfarans hafa þessir unglingar náð betri árangri en bestu íþróttamenn okkar í dag höfðu náð á þeirra aldri. „Við erum bjartsýnir á góðan árangur því með þessu prógrammi er ætlunin að aðstoða krakkana betur en gert hefur verið og því ættu þau að ná góðum árangri. Við gerum okkur vonir um að sjá árangur eftir þrjú ár," sagði Þráinn. Aðspurður hvort það væri ekki mikil bjartýni að telja okkur eiga möguleika á að hafa menn á topp tíu listum í fimm til átta greinum árið 2000 sagði Þráinn: „Ég er að vísu bjartsýnn, en ef við skoðum stöðu okkar besta fólks í dag er ekki óeðlilegt að við eigum fjóra íþróttamenn meðal tólf bestu í Atl- anta. Ef við skoðum hvernig ástand- ið var fyrir fimmtán árum, þegar okkar besta fólk í dag var að alast upp, þá hefði verið talin mikil bjart- sýni að segja að við ættum eftir að eignast svona marga afreksmenn." Svartir dagar í knattspj 1989: 95 áhorfendur létust og um 200 meiddust þegar of mörgum áhorfendum var hleypt inn á leik Liverpool og Nottingham Forest á Hillsborough í Sheffield. 1974: Tveggja leikja heimaleikjab; sett á Tottenham (Evrópukeppni, ólæti stuðningsmanna liðsins í R< 1995: Olæti brutust út á vináttulandsleik Irlands og Englands í Dublin. Leiknum hætt eftir 27 mín. 1984: Stuðningsmaður Tottenham var skotinn til bana í Brussel og 200 knattspymubullur voru handteknar fyrir Evrópuleik gegn Anderlecht. | 1985: 39 áhorfendur létust, flestir Italir, á Heysel- leikvanginum í Brussel, fyrir úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða á milli Liverpool og Juventus. Bann var sett á ensk lið í Evrópukeppni. 1975: Leeds fékk tveggja ára bann í Evrópukeppni eftir að stuðningsmenn liðsins köstuðu plastsessum inn á vðllinn í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða, Leeds-Bayern Múnchen, íParís. 1984: Enska knattspyrnusambandið var sektað um 72,8 millj. Isl. kr. eftir ólæti í París, sem brutust út eftir tapleik Englands gegn Frakklandi, 0:2. 1980: West Ham var sektað um 832 þús. kr. og dæmt til að leika heimaleik sinn gegn Castille fyrir luktum dyrum, eftir ólæti stuðningsmanna liðsins á Spáni. 1977: Manchester United \ tvo heimaleiki sína í Evrópu frá Manchester, eftir ólæti s liðsins i St. Etienne í Frakkl; N Enskar knattspyrnubullur hafa oft sett mark sitt á kna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.