Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 3
2 C FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 C 3 KORFUKNATTLEIKUR O’Neal og félagar lagðir í Cleveland Charles Barkley skoraði 35 stig og tók fjórtán fráköst í sigurleik Phoenix SHAQUILLE O'Neal og félagar hans hjá Orlando Magic máttu þola tap á útivelli, 99:100, gegn Cleveland Cavali- ers íframlengdum leik, en aftur á móti fögnuðu Charles Barkley og félagar hjá Phoenix sigri, 120:112, gegn Port- land Trail Blazers f framlengdum leik. Terrell Brandon var hetja Cleve- land — skoraði sjö stig í fram- lengingunni, þar af tvö stig úr víta- skotum þegar 21,8 sek. voru eftir. Brandon skoraði 31 stig og Tyrone Hill 12 stig og tók sautján fráköst fyrir Cavaliers. „Ég get varla sagt þér hvað ég er ánægður með þennan sigur,“ sagði Mike Fratello, þjálfari Cleveland. Shaquille O’Neal skoraði 26 stig fyrir Orlando og Dennis Scott 19, en það var hann sem tryggði Orlando framlengingu með því að jafna með þriggja stiga körfu þegar 12,3 sek. voru eftir af venjulegum leiktíma. Charles Barkley skoraði 35 stig og tók fjórtán fráköst fyrir Suns gegn Portland 120:113. A.C. Green skoraði 22 stig og tók 12 fráköst. Rod Strickland skoraði 26 fyrir Port- land, átti átján stoðsendingar og tók ellefu fráköst. Toni Kukoc skoraði 22 stig fyrir Chicago, sem vann Washington, FRJALSIÞROTTIR NBA Leikir aðfaranótt fimmtudags: Cleveland - Orlando.....100: •Eftir framlengingu. Indiana - Detroit.......114: Philadelphia - Minnesota .... 97:1 Chicago - Washington....107: Phoenix Portland........120:1 •Eftir framlengingu. Golden State- Boston....115:1 LA Lakers - Seattle.....102: J Shaquille O’Neal varnar því að Danny Ferry hjá Cleveland skori. 107-92. Þá tók hann 12 fráköst. Scottie Pippen skoraði 22 stig. Doug West skoraði flest stig í leik, 33, þegar Minnesota Timberwolves lagði Philadelphia 76ers, 101:97. Donyell Marshall setti 17 stig og tók ellefu fráköst og Christian Laettner skoraði 15 stig og átti átta stoðsend- ingar fyrir Timberwolves, sem vann aðeins sinn annan sigur í níu leikjum. Clarence Weatherspoon, leikmaður með 76ers, meiddist á ökkla og verð- ur frá keppni í tíu daga. Dino Radja skoraði sigurkörfu Boston Celtic, 116:115, þegar 1,9 sek. voru til leiksloka í leik gegn Golden State Warriors. Dominique Wilkens skoraði 30 stig fyrir Boston. Eddie Jones og Nick Van Exel skoruðu sín hvor 19 stigin fyrir LA Lakers, sem stöðvaði tíu Ieikja úti- sigurgöngu Seattle SuperSonics, 102:96. Gary Payton skoraði 24 stig og Shawn Kemp 20 og tók tólf frá- köst fyrir gestina, sem hafa tapað öllum þremur viðureignunum við Lakers í vetur. Reggie Miller skoraði 31 stig og Rik Smits 20 fyrir Indiana Pacers, sem lagði Detroit Pistons 114:88. Joe Dumars skoraði 25 stig fyrir gestina, sem hafa tapað tíu af síð- ustu ellefu leikjum sínum á útivelli. Leikmenn Ajax gefa ekki kost á sér í landsliðið GUUS Hiddink, landsliðsþjálfari Hol- lands í knattspyrnu, stendur nú frammi fyrir því að landsliðsmenn úr Ajax gefa ekki kost á sér í landsliði, sem leikur vináttuleik gegn Portúgal í Eindhoven á miðvikudaginn kemur. Mikið álag er framundan hjá leikmönnum Ajax — tveir Evrópuleikir gegn Hajduk Split í 8-liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða, bikarleikur gegn keppinautunum Fey- enoord og erfiðir deildarleikir. Fjogur ensk lið i TOTO-keppninni FJÖGUR lið frá Englandi taka þátt í Inter TOTO-keppninni, sem Keflvíkingar taka þátt í í sumar. Frank Clarke, fram- kvæmdastjóri Nottingham Forest, segir það ljóst að knattspyrnumenn verða að vera á ferðinni allan ársins hring, en fram til þessa hefur verið hátt í tveggja mánaða sumarfrí hjá enskum knatt- spyrnumönnum. „Það á frekar að gefa leikmönnum tveggja til þriggja vikna frí yfir háveturinn, heldur en langt sum- arfrí,“ sagði Clarke. Ítalía, Þýskaland og Frakkland með fjög- ur lið í UEFA-keppn- inni í sumar TVÖ lið frá íslandi, meistaralið Akra- ness og FH, sem varð í öðru sæti i 1. deildarkeppninni sl. sumar, leika fyrir hönd íslands í UEFA-keppninni í ár. Að undanförnu hefur verið farið yfir árang- ur knattpyrnuliða í Evrópukeppninni sl. fimm ár, til að finna út hvað mörg lið hver þjóð getur sent í keppnina. Þijár þjóðir fá að senda fjögur lið í UEFA- keppnina, Ítalía, Þýskáland og Frakk- land. Belgía, Spánn, Rússland og Holland verða með þijú lið í keppninni. KNATTSPYRNA Leikmenn Irlands og Englands ganga af lelkvelli í Dublln. Enska liðið lék slnn fyrsta leik á útivelli undlr stjórn Terry Venables. Englendingar ákveðnir í að halda Evrópukeppnina „Það má ekki láta fámennan hóp ofbeldismanna skemma þjóðaríþrótt okkar,“ segir Alan Ball ENGLENDINGAR eru ákveðnir í að láta ekki fámennan hóp af knattspyrnubullum koma f veg fyrir að þeir haldi Evrópu- keppni landsliða 1996, en Ijóst er að hópur manna, sem hefur lítinn áhuga á knattspyrnu, kom óiátunum á stað f Dublin á miðvikudaginn. „Við verðum að horfa björtum augum á framtfðina, en ekki láta fá- mennan hóp skemma fyrir okk- ur þjóðaríþrótt okkar," sagði Alan Ball, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins og framkvæmda- stjóri Southampton, sem vill Átaksverkefni fyrir unglinga fram að ÓL íÁstralíu árið 2000 Stefnt að toppfólki í mörgum greinum Frjálsíþróttasamband íslands kynnti í gær áætlun fyrir af- reksunglinga fram að Ólympíuleik- unum í Sydney í Ástralíu árið 2000. Þráinn Hafsteinsson landsliðsþjálf- ari sagði meðal annars af þessu til- efni að það væri ekki óraunhæft að gera ráð fyrir að árið 2000 ættu íslendingar keppendur meðal tíu efstu í fimm til átta greinum frjáls- íþrótta á öllum mótum, þar með töldum Ólympíuleikum. Átaksverkefnið nær til unglinga á aldrinum 17 til 22 ára og hafa þegar verið valdir níu unglingar í hópinn. Sett eru markmið og lág- mörk sem íþróttafólkið þarf að ná til að halda sér í hópnum og einnig getur hópurinn stækkað verði árangur nægilega góður. í hópnum eru Vigdís Guðrjónsdóttir spjótkast- ari úr HSK, Sunna Gestsdóttir spretthlaupari úr USAH, Magnús Aron Hallgrímsson tugþrautarmað- ur úr HSK, Halldóra Jónasdóttir spjótkastari úr UMSB, Hanna Lind Glafsdóttir kringlukastari úr UMSB, Ólafur Sveinn Traustason sprett- Islandsmótið í blaki ABM deild karla. Föstud. 17. feb. Neskaupstaður 20.00 Þróttur N.-KA faugard. 18. feb. Asgarður 15.30 Stjarnan-Þróttur R. Sunnud. 19. (eb. Digranes 15.30 HK-IS ABM deild kvenna. Föstud. 17. feb. Neskaupstaður 21.30 Þróttur N.-KA Sunnud. 19. feb. Digranes 14.00 HK-ÍS -kjarni málsinv! hlaupari úr FH, Sigmar Vilhjálms- son spjótkastari úr FH, Stefán Ragnar Jónsson kringlukastari og kúluvarpari úr UBK og Vala R. Flosadóttir úr ÍR, en hún keppir í hástökki, stangarstökki og sjöþraut. Að sögn landsliðsþjálfarans hafa þessir unglingar náð betri árangri en bestu íþróttamenn okkar í dag höfðu náð á þeirra aldri. „Við erum bjartsýnir á góðan árangur því með þessu prógrammi er ætlunin að aðstoða krakkana betur en gert hefur verið og því ættu þau að ná góðum árangri. Við gerum okkur vonir um að sjá árangur eftir þijú ár,“ sagði Þráinn. Aðspurður hvort það væri ekki mikil bjartýni að telja okkur eiga möguleika á að hafa menn á topp tíu listum í fimm til átta greinum árið 2000 sagði Þráinn: „Ég er að vísu bjartsýnn, en ef við skoðum stöðu okkar besta fólks í dag er ekki óeðlilegt að við eigum fjóra íþróttamenn meðal tólf bestu í Atl- anta. Ef við skoðum hvernig ástand- ið var fyrir fimmtán árum, þegar okkar besta fólk í dag var að alast upp, þá hefði verið talin mikil bjart- sýni að segja að við ættum eftir að eignast svona marga afreksmenn." Svartir dagar í knattspyrnusögu Englands A 1989: 95 áhorfendur létust og um 200 meiddust þegar of mörgum áhorfendum var hleypt inn á leik Liverpool og Nottingham Forest á Hillsborough í Sheffield. 1974: Tveggja leikja heimaleikjabann var sett á Tottenham í Evrópukeppni, eftir ólæti stuðningsmanna liðsins í Rotterdam 1983: Stuðningsmenn Tottenham lentu í slagsmálum í Rotterdam — þrjátíu manns voru lagðir inn á sjúkrahús. 1995: Olæti brutust út á vináttulandsleik írlands og Englands I Dublin. Leiknum hætt eftir 27 mín. 1984: Stuðningsmaður Tottenham var skotinn til bana í Brussel og 200 knattspyrnubullur voru handteknar fyrir Evrópuleik gegn Anderlecht. 1985: 39 áhorfendur létust, flestir ítalir, á Heysel- leikvanginum í Brussel, fyrir úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða á milli Liverpool og Juventus. Bann var sett á ensk lið í Evrópukeppni. 1975: Leeds fékk tveggja ára bann í Evrópukeppni eftir að stuðningsmenn liðsins köstuðu plastsessum inn á völlinn í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða, Leeds-Bayern Munchen, í París. 1984: Enska knattspyrnusambandið var sektað um 72,8 millj. fsl. kr. eftir ólæti [ París, sem brutust út eftir tapleik Englands gegn Frakklandi, 0:2. 1980: West Ham var sektað um 832 þús. kr. og dæmt til að leika heimaleik sinn gegn Castille fyrir luktum dyrum, eftir ólæti stuðningsmanna liðsins á Spáni. 1992: Stuðningsmenn enska landsliðsins urðu til vandræða í Malmö, þegar Evrópukeppni landsliða fór fram í Svíþjóð. ' A j v—‘r ■ 1988: Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, lengdi bannið á enskum liðum eftir að enskar knattspyrnubullur lentu í slags- málum í Þýskalandi, þegar Evrópukeppni landsliða fór þar fram. 1983: Enskar knattspyrnubullur gengu berserksgang í Lúxemborg 1981: Enska knattspyrnusambandið var sektað um 6,2 millj. ísl. kr., eftir ólæti sem brutust út í Basel, eftir tapleik gegn Svisslendingum. XT Enska knattspyrnusambandið var sektað um 832 þús. ísl. kr. eftir ólæti enskra áhorfenda í Evrópukeppni landsliða 1980 í Tórínó. Stöðva varð leik Englands og Belgíu á meðan lögregla réðst til atlögu með táragassprengjum. V- 1977: Manchester United var dæmt til að leika tvo heimaleiki sína í Evrópukeppni 120 km frá Manchester, eftir ólæti stuðningsmanna liðsins i St. Etienne i Frakklandi. ;■ \ Enskar knattspýrnubullur hafa oft sett mark sitt á knattspyrnuleiki víðs vegar umEvrópu frá að þeim sem komu ólátunum á stað í Dublin verði refsað harðlega. „Það yrði mikið áfall fyrir okkur ef Evrópukeppnin fer ekki fram í Englandi." Yfir fimmtíu áhorfendur meiddust og fjörutiu voru handteknir í á Landsdowne Road, þar sem lands-^ leikur írlands og Englands fór fram, en leiknum var hætt eftir 27 mín. „Það er sorglegt að sjá hóp óláta- seggja skemma leikinn. Ungir knatt- spyrnuunnendur um allar Bretlands- eyjar voru að horfa á hetjur sínar leika í beinni sjónvarpsútsendingu og fjölmörg böm og unglingar voru á vellinum. Það er sárt til þess að vita að þeim hafi verið boðið upp á þessa uppákomu,“ sagði Alan Ball. Hópur nýnasista kom ólátunum á stað — þeir gáfu nasistakveðju áður en leikurinn hófst og einnig einni mínútu áður en ólætin brutugt út, að sögn írskra áhorfenda. Greinileg var að uppákoman var skipulögð. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, fundaði um málið í Gefn í gær og eftir fundinn vildu talsmenn ekki gefa út neina yfirlýsingu, held- ur var tilkynnt að UEFA hafi óskað eftir umsögn um atburðinn frá knattspyrnusambandi írlands og Englands, og greinagerð um málið á að vera komin á borðið hjá UEFA í næstu viku. Rætt hefur verið um atburðinn í Dublin, hjá mörgum knattspyrnu- samböndum í Evrópu og eru menn sammála um að það eigi ekki að refsa Englendingum með því að taka af þeim Evrópukeppni lands- liða 1996. Það er ekki aðeins í Englandi sem hópar manna hafa verið til vandræða á knattspyrnu- völlum að undanförnu — ólæti hafa brotist út á Spáni, í Hollandi, Frakk- landi, Þýskalandi og á Ítalíu, þar sem ungur maður var stunginn tii bana á dögunum. Þá var ungur maður skotinn til bana í Frakklandi 5. febrúar. Wolfgang Niersbach, talsmaður þýska knattspyrnusambandsins, sagði að ólátabelgir hefðu verið til vandræða á knattspyrnuvöllum víðs vegar um Evrópu undanfarin ár. „Þetta eru hópar manna, sem koma ekki á völlinn til að skemmta sér og horfa á knattspyrnu, heldur að- eins til að skapa vandræði. Við treystum Englendingum fullkom- lega til að halda Evrópukeppnina með glæsibrag,“ sagði Niersbach. Joao Havelange, forseti alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, segir að uppákoman í Dublin komi ekki til með að verða til þess að hætt verði við að hafa Evrópu- keppnina í Englandi. „Erfiðleikar og vandamál eru til að taka á þeim og leysa.“ HANDKNATTLEIKUR Framkvæmdanefnd HM fær fimmtán bifreiðar til afnota FRAMKVÆMDANEFND HM’95, Ingvar Helgason hf, og ALP bíla- leigan hafa gert samning vegna heimsmeistarkeppninnar í hand- knattleik sem verður hér á Iandi í maí. Samningurinn hljóðar upp á að framkvæmdanefnd HM fær til afnota án endurgjalds fimmtán nýjar Nissan bifreiðar frá bílaleigunni ALP á meðan heimsmeistara- keppnin fer fram í vor. Af þessu tilefni hafa verið sérpantaðir sjö Nissan Sunny, sex Nissan Micra og tvær Nissan Patrol bifreiðar og verða þær sérmerktar HM 95. Jafnframt þessu kemur fram í samn- ingnum að framkvæmdanefnd keppninnar mun beina öðrum bíla- leiguviðskiptum til bílaleigu ALP meðan á keppninni stendur. Verð- mæti samningsins er á bilinu tvær til þrjár miljónir, en verð bílanna fimmtán, er áætlað nærri tuttugu millj. króna. FOLK ■ BOCHUM hefur sektað Roland Wohlfarth um 2,6 millj. ísl. kr. fyrir að taka inn lyf sem eru á bannlista. Wohlfarth féll á lyfja- prófi á dögunum og var dæmdur í tveggja mánuða bann. ■ PHIL Neal, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið látinn hætta sem framkvæmdastjóri Coventry. Ron Atkinson, fyrrum „stjóri“ Manchester United og Aston ViIIa, hefur verið ráðinn eftirmaður hans. ■ ATKINSON, sem fær 500 þús. pund í árslaun, en hann skrifaði undir tveggja ára samning. Þá fær hann 100 þús. pund í bónus ef hann nær að rífa liðið upp úr þeim öldu- dal, sem það hefur verið í. Coventry leikur gegn West Ham um helgina. ■ PHIL Neal er þrítugasti og annar framkvæmdastjórinn í Eng- landi, sem hefur misst starf sitt í vetur. ■ BRIAN Little, framkvæmda- stjóri Aston Villa, sem tók við Ron Atkinson á dögunum, er orðinn valtur í sessi. ■ MIKLAR líkur eru á að írski landsliðsmaðurinn Ray Houghton hjá Aston Villa gerist leikmaður hjá Crystal Palace. ■ ARSENAL^ keypti í fyrradag hollenska landsliðsmanninn Glenn Helder, 26 ára, frá Vitesse Arn- hem á 2,3 millj. punda. ■ HALDER, sem gerði þriggja og hálfs árs samning, fær rúmlega millj. kr. í vikulaun hjá Arsenal. ■ HALDER sagðist hafa stefnt að því að komast til ítaliu, en eftir að hafa rætt við Bryan Roy, sem hefur leikið á Ítalíu, en er nú leik- maður með Nottingham Forest, hefði hann ákveðið að taka boði Arsenal. ■ BOBBY Robson, fyrrum lands- liðsþjálfari Englands, hefur end- umýjað samning sinn við Porto um tvö ár — sagði ekki eiginkonu sinni frá því, fyrr en hann var búinn að skrifa undir samninginn. ■ ROBSON sagði að eiginkona lians, Elsie, hafði sagt, að hann væri ruglaður — „að ég gæti ekki fylgst með barnabönunum vaxa. Eg sagði, að ég elskaði knattspyrn- una — vildi ekki gefast upp.“ ■ ANDERLECHT hefur keypt miðherjann Gilles De Bilde frá Aalts — hann skrifaði undir fjög- urra ára samning við félagið. De Bilde mun ekki bytja að leika með Anderlecht fyrr en eftir þetta keppnistímabil. ■ CHRISTOPHE Sanchez og Fabrice Divert skoruðu mörk, 2:0, Montpellier gegn Mónakó og tryggðu liði sínu rétt til að leika í undanúrslitum frönsku bikar- keppninnar ásamt liðum Bastia, Le Havre og París St. Germain. ■ BRIAN Laudrup hefur hafnað boði frá Barcelona — segist ætla að vera áfram hjá Glasgow Ran- gers. ■ FLEMMING Povlsen, landslið- smiðheiji Dana, sem leikur með Dortmund, hefur framlengt samn- ingi sínum við NIKE til ársins 2000. Hann fær 330 millj. ísl. kr. í sinn vasa fyrir samninginn. ■ MAURO Silva, miðvallarspilar- inn frá Brasilíu, sem leikur með La Coruna á Spáni, mun ekki leika meira á keppnistímabilinu vegna meiðsla á ökkla hægri fótar. ■ GANAMAÐURINN Anthony Yeboah verður að öllum líkindum í byijunarliði Leeds í bikarleik gegn Man. Utd. um helgina. ■ TVEIR leikmenn Leeds verða í leikbanni, þeir Brian Deane og Carlton Palmer. ■ PAULO Bento, miðvallarspilari Benfica, hefur verið kallaður á ný í landsliðshóp Portúgals, sem leik- ur gegn Hollandi. Hann tekur sæti Emilio Peixe, Sporting Lissabon, sem er meiddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.