Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 1
.. a \ u u a M^t$mM$^ih 1995 FOSTUDAGUR 17. FEBRÚAR BLAÐ C KORFUKNATTLEIKUR Bandaríkja- mennirnir fjórir hjá KR KR-ingar tefldu fram fjórða Banda- rikjamanninum, sem þeir hafa feng- ið til landsins í vet- ur — gegn Tinda- stóli í gærkvöldi. Það var Virginíu- maðurinn Milton Bell frá Richmond, sem er 24 ára blökkumaður, tveir metrar. ¦Donavan Cas- anave var fyrstur í röðinni í herbúðum KR — hann kom til landsins í október, en í nóvember voru KR-ingar búnir að losa sig við hann. ¦Antoine Jones var annar í röðinni — hann kom til lands- ins í desember, lék einn leik gegn Grindavík, en sást síðan ekki oftar í herbúðum KR. ¦Mark Hadden var þriðji í röðinni — kom til landsins á dögunum, mætti á eina æfingu, en var ekki valinn í liðið. Hadden er nú leik- maður með Hauk- um. Kampakátir fyrir f lugtak Morgunblaðið/Kristinn Axel Nikulásson, þjálfarl KR, og nýliölnn Mllton Bell brostu breitt áður en KR-liðið tðk sig á f lug f rá Reykjavíkurf lugvelli í gær — er stef nan tekin að melstaratltillnn? Milton Bell kom, sáogsigraði „MILTON Bell er leikmaðurinn sem við höfum verið að bíða eftir og þurftum á að halda. Hann sterkur inni íteig, góður úti — einnig einn gegn einum og öflugur í vörn. Þetta var erfiður leikur, en mér líður vei og er geysilega ánægður með lífið," sagði Axel Nikulásson, þjálfari KR-inga, eftir sigur gegn Tindastól, 72:82. Bandaríkjaðurinn Milton Bell er sannkallaður gullmoli fyrir KR-inga — lék eins og hann sé fæddur í Frostaskjóli; féll inn í öll leikkerfi vesturbæjarliðsins og leyfði sér þann munað að skora stórkostlega „sirkuskörfu" eftir að knötturinn var sendur inn í vítateig Tinda- stóls. Bell, sem skoraði 33 stig og tók 22 fráköst, las leikinn vel og var alltaf á ferðinni — hann lék allan leikinn og Björn Björnsson skrifar frá Sauðárkróki blés ekki úr nös, þegar flautað var til leiksloka. Það er hreint ótrúlegt að hann hafi aðeins verið á einni stuttri æfingu með KR-liðinu fyrir leikinn. Axel Nikulásson má svo sannarlega vera ánægð- ur að hafa fengið þennan snjalla leikmann til liðs við sig þegar stutt er S úrslitakeppnina. „Þetta var góður leikur hjá okkur, en við lifum ekki lengi á honum — baráttan heldur áfram," sagði Axel. Leikurinn var mjög skemmtilegur — bæði liðin léku góðan kðrfuknattleik og leikmenn lögðu hart að sér; gáfu allt í leikinn sem þeir áttu. Heima- menn voru yfir í leikhléi, 40:34, en KR-ingar gerðu út um leikinn í byrjun fyrri hálfleiksins þegar þeir skoruðu 32 stig gegn tíu stigum heima- manna og náðu öruggu forskoti, 50:66. Bell fór á kostum á þessum leikkafla og heimamenn urðu að játa sig sigraða. Úrsllt / C4 Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, Tvíburarnir ekki nægilega sterkir TVÍBURARNIR Arnar og Bjarki Gunnlaugssyn- ir eru komnir út í kutdann—verða ekki í byrjun- arliði Nörnberg gegn Waldhof í kvðld, þrátt fyrir að þeir séu markahæstu menn liðsins. Gunter Sebert, nýi þjálfarinn hjá Niirnberg, segir í Kicker að þeir séu ekki nægilega sterkir til að ieika í 2. deildarkeppninni. Fimm útlendingar eru í herbúðum Niirnberg, en liðið getur ekki teflt fram nema tveimur í leik. Þaðverður Argentínumaðurinn Bustos sem verður í fremstu víglínu í kvöld. Hjá liðinu er einníg Tékkinn Kubik, sem er í leikbanni, og Austurríkismaðurinn Hinter maier. Róðramaður heim- sækir ísland BANDARÍKJAMAÐURINN Matt Smith, út- breiðslusljóri alþjóðlega róðrasambandsins, kemur til Islands í dag til að ræða við forráða- menn Róðrasambands íslands og kanna aðstæð- ur til róðra hér á landi. Smith, sem hefur bæki- stöðvar i Kaupmannahöfn, imm funda með mönnum frá Róðrasambandinu og róðramðnn- um í dag, en á morgun fundar hann með mönn- um frá Iþrólt usambandi í slands, Óiympíunefnd- inni og róðramönnum. Smith hefur það starf að stuðla að uppbyggingu og útbreiðslu róðra- íþróttarinnar í heiminum. Ungur FH-ingur æfir með Ekeren ARNAR Viðarsson, ungur knattspyrnumaður úr FH, er farinn til Belgíu, þar sem honuin hefur verið boðið að æfa með Ekeren. Amar er sonur Víðars Halldórssonar, fyrrum landsliðsfyrirliða úr FH. Þess má geta að Guðmundur Benedikts- son, knattspyrnumaður frá Akureyri, lék með Ekeren. Setti sitt þriðja heimsmet á viku KÍNVERSKA stúlkan Sun Caiyun setti sitt þriðja heimsmet i stangarstökM innanhús á viku, er hún stökk 4,15 m í Erfurt í Þýskalandi á miðviku- daginn. Hún hafði áður stokki 4,13 m á móti í Karisruhe á sunnudaginn og þá sökk hún 4,12 m í Berlín sl. föstudag. Sun hefur sett fimm heims- met í Þýskalandi á þremur vikum, þar sem hún stökk 4,10 m 4,10 í Zweibrucken 28. janúar og 4,11 í Pulheim, fyrir utan KÖln, 3. februar. Tomba ánægður með annað eða þriðja sætið í Japan SKÍÐAKAPPINN Alberto Tomba frá ítaliu, sem hefur f agnað sigri í tíu heimsbikarmótum í vet- ur, segist verða ánægður ef hann hafni í öðru tíl þriðja sætí í tveimur mðtum í Furano í Japan um helgina, þar sem hann er ekki heill heilsu. Tomba, sem er 28 ára, sagðist ekki ætla að hætta eftir þetta keppnigtímabil, eins og orðróm- ur hefur verið um. Hann hefur fagnað sigri í sjö svigkeppnum og þremur stðrsvigskeppnum í vetur og er stigahæstur i keppninni um heims- bikarinn, með 1.050 stig. Næstur á blaði er Sló- vaninn Jure Kosir með 570 stig og í þriðja sæti er Marc Girardelli frá Lúxemborg með 563 stig. SVARTIR DAGARI KNATTSPYRNUSOGU ENGLANDS / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.