Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 1
JMtangmtliiftfeft MENNING LISTIR c PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 18. FEBRUAR 1995 BLAÐ' Samaleikhúsið Beaivvás á Norrænu menningarhátíðinni í Reykjavík sýnir leik- húsið leikritið „Skugga- vald“ en á Akureyri „Þótt hundrað þurs- arViðar Eggerts- son brá sér norður í Samabyggðir í Finn- mörku og hitti leikhús- stjórann þeirra, Hauk J. Gunnarsson, að máli. SÓLIN var ekki enn farin að láta sjá sig í byijun janúar í nyrsta fylki Noregs, Finnmörku. Þeir áttu von á henni seinna í mánuðinum. Þó gerir hún vart við sig, því geislar hennar lýsa upp ský í suðri. Við keyrum í átt að þessu undurfagra blikskýi. Það er okkar leiðarljós. Við stefnum á bæinn Kautokeino, sem er bækistöðvar Beaiwás leikhússins; þjóðleikhúss Sama. Beaiwás þýðir sól og reyn- ist vera réttnefni, því leikhúsið upplýsir Sama um menningu þeirra og yljar í frosthörkunum á vetrum. Við erum tveir í litlum fólksbíl á leið til sólarleikhússins, ég og leik- hússtjórinn þeirra, Haukur J. Gunnarsson. Eg er að fara síðasta Karnival • W 1 snjonum spölinn til að sjá endurfrumsýningu á leikriti þeirra „Þótt hundrað þurs- ar...“. Þetta er búin að vera löng ferð: Akureyri-Reykjavík-Keflavík- Kaupmannahöfn-Ösló-Tromsö- Alta, þar sem Haukur tekur á móti mér á litla rauða bílnum sínum og fyrir höndum er 130 km langur akstur á áfangastað. Á leiðinni gefur að líta í fyrstu þríhyrnd að- vörunarmerki eins og við þekkjum hér við vegi, en myndin á þeim er öðruvísi. Það er ekki skuggamynd af börnum að hlaupa eða gijóti að hrynja úr fjallshlíð. Nei, merkið hefur að geyma skuggamynd af elg, seinna hefur elgurinn breyst í hreindýr, en þá veit ég líka að við erum að nálgast leiðarenda. Ferð okkar liggur um gljúfur og við horf- um hugfangnir á blik- skýið og tölum um só- lina og Sólarleikhúsið í norðri, Beaiwás. Haukur: „Þau frum- sýndu sína fyrstu sýn- ingu fyrir 15 árum. Að stofnun leikhússins stóðu rithöfundar, myndlistarmenn, tón- listarmenn og fólk með leiklistarmenntun og hópurinn setti upp að Haukur J jafnaði eina sýningu á Ounnar*ic ári. Fyrir tíu árum frumsýndu þau fyrstu gerð sina af leikritinu „Þótt hundrað þursar..." og má segja að hún hafi valdið straumhvörfum fyrir leikhúsið. Sýningin vakti mikla athygli og það varð úr að þau fengu opinberan styrk 1987 í þrjú ár til reynslu. Síðan 1991 hefur Beaiwás verið atvinnuleikhús. Flest- ar sýningamar fjalla um líf sama og menn- ingu. Við erum fyrst og fremst að leika fyr- ir sama og i öðru lagi rsaon erum við sendiherrar fyrir samíska menningu þegar við leikum fyrir utan samísk svæði.“ Þau hafa hlotið alþjóðaviður- kenningu. Þau ferðast um allar Samabyggðir, í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Auk þess hefur Beaiwás ferðast með sýning- ar sínar til Baskahéraða á Spáni í suðri, frá Færeyjum í vestri til Jakutiu í Síberíu í austri. Þó flestar sýningar Beaiwás fjalli um menningu og líf Sama, þá er það ekki einhlítt. Haukur: „Þekktasta sýning okk- ar er þegar við lékum Góðu sálina frá Sezuan eftir Brecht úti í snjón- um. Leikmyndin var gerð úr snjó og ís. Það var samvinna við tvo leikhópa og leikhúsið í Tromsö. í sýningunni var bæði talað á sam- ísku og norsku. Leikstjórinn var hollenskur. Þetta var mjög alþióð- leg sýning.“ Viðar: „Það er óhætt að taka undir það, því höfundurinn er þýsk- ur og leikritið gerist í Kína!“ Haukur: „Og frumsýnt upp á Finnmörkuheiði! Hún vakti mikla athygli og hlaut verðlaun. Kínveij- ar vildu líka endilega fá okkur með sýninguna til sín. Svo við fórum til að ræða við þá og skoða staðinn sem þeir ætluðu okkur til sýningá. Þetta reyndist vera í Norðaustur- Kína og það fellur aldrei snjór þar og leikmyndina þarf að gera úr 200 tonnum af snjó! Auk þess vildu þeir hafa okkur í einhverskonar tívolíi. Þar voru blikkandi ljós út um allt og Parísarhjól á fleygiferð við leiksvæðið. Það var ekki beint

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.