Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Myndir Kjarvals úr eigu safiisins. Ásmundarsafn Samsýn. á verkum Ásmundar Sveinss. og Jóhannesar S. Kjarval til 14. maí. Norræna húsið Sýn. 3x Nielsen, arkitektúr til 20. febr- úar og í anddyri málverkasýn. Sven Wiig Hansen til 5. mars. Safn Ásgríms Jónssonar Vatnslitam. Ásgrfms til marsloka. Galleri Úmbra Gestur Þorgrimss. sýnir höggmyndir og ljóð til 22. feb. Gerðuberg Jessie Kieemann sýnir til 19. mars. Gallerí Sævars Karls Erlingur P. Ingvarsson sýnir til 23. feb. Listasafn íslands Sýningin Ný aðföng 11 til 19. mars. Gallerí Greip Berglind Sigurðardóttir sýnir. Mokka Peter Halley sýnir til 1. mars. Hafnarborg Grafikverk Gunnars Á. Hjaltasonar til 20. feb., einnig sýnir Auður Vésteins- dóttir myndvefnað til 20. feb. Nýlistasafnið Sólgin; samsýn. fjögurra norrænna myndlistarmanna til 5. mars Listasafn ASÍ Hallsteinn Sigurðss. myndhöggvari sýn- ir jámmyndir til 19. feb. Gallerí Sólon íslandus Lísbet Sveinsdóttir sýnir til 20. feb. H hæð, Laugavegi 37 Eoger Ackling sýnir til febrúarloka. Slunkaríki, Isafirði Sólgin; Peter Hagdahl sýnir til 12. mars. TONLIST Laugardagur 18. febrúar Myrkir músíkdagar; Gradualekór Lang- holtskirkju og Skólakór Kársness í Di- graneskirkju kl. 14. Afrisk tónlist í Norræna húsinu kl. 14. Sunnudagur 19. febrúar Tónsmiðjan — klassiskir tónleikar í Gerðubergi kl. 15, tónlistardagskrá ætluð bömum undir stjóm Guðna Franzsonar. Sönghljómleikar í Hveragerðiskirkju kl. 17. Myrkir músíkdagar; Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands í íslensku óperanni kl. 16. Skólakór Kársness, Graduelakór Langholtskirkju og Kór Öldutúnsskóla í Digraneskirlqu kl. 20.30. Mánudagur 20. febrúar Myrkir músíkdagar; Rascher Saxophone Quartet í Listasafni íslands kl. 20. Þriðjudagur 21. febrúar Myrkir músíkdagar; Laufey Sig. og El- ísabet Waage, fiðla og harpa í Gerð- arsafni kl. 20., Einar Kristján Einarsson gítarleikari i Gerðarsafni kl. 21.30. Miðvikudagur 22. febrúar Myrkir músíkdagar, Multi media-tón- leikar i Borgarleikhúsinu kl. 20. Há- skólakórinn á Háskólatðnleikum kl. 12.30 í Norræna húsinu. Finuntudagur 23. febrúar Myrkir músíkdagar; Sinfóníuhljómsveit íslands í Háskólabíó kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Taktu lagið, Lóa! lau. 18. feb., þri., mið. fös. Oleanna lau. 18. feb., fös. Fávitinn lau. 18. feb., fös. Snædrottningin sun. 19. feb., lau. Gauragangur sun. 19. feb., fim., lau. Borgarleikhúsið Söngleikurinn Kabarett lau. 18. feb., fös. Leynimelur 13 lau. 25. feb. Ófælna stúlkan lau. 18. feb., sun., lau. Framtíðardraugar lau. 18. feb., sun., þri., fim., fös. lau. Islenska óperan La Traviata lau. 18. feb., fös. Frú Emilía Kirsubeijagarðurinn sun. 19. feb. Sólstafir, Mahnovitsina fim. 23. feb., fös. 24. feb. Kaffileikhúsið Leggur og skel lau. 18. feb. kl. 15. Skilaboð til Dimmu lau. 18. feb. kl. 21. Nemendaleikhúsið Tangó, lau. 19. feb., sun., mið. Leikfélag Akureyrar Óvænt heimsókn lau. 18. feb., fim., fös. Á 8vörtum Qörðum sun. 19. feb. Leikfélagið Snúður og Snælda „Reimleikar í Risinu" sun. 19. feb. kl. 18., þri., fim., lau. kl. 16. LISTAKLÚBBUR Leikhúskjallarínn Bellmann 200 ára ártíð kl. 20.30. KVIKMYNDIR MÍR Kósakkamir kl. 16. Norræna húsið Emil Lönneberge, sænsk bama- og fjöl- skyldumynd kl. 14. Umsjónarmenn listastofnana og sýn- ingarsala! Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16. á miðvikudögum merktar: Morgun- blaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvk. Myndsendin 91-691181. AÐ SÖGN Guðmundar Óla Gunnarssonar, stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, er hljómsveitin arftaki Kammer- hljómsveitar Akureyrar sem hafði starfað frá haustinu 1986 og hald- ið alls 30 tónleika. Kjami hljóm- sveitarinnar hefur frá upphafí ver- ið kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri auk nemenda skólans, en auk þess teljast nokkrir tónlist- armenn á svæðinu Borgarnes - Vopnafjörður til fastra hljóðfæra- leikara. Að jafnaði eru í hljóm- sveitinni 25 til 50 hljóðfæraleikar- ar. Nýtt íslenskt tónverk við ljóð Davíðs „Á tónleikunum verður flutt nýtt íslenskt verk eftir Hróðmar I. Sigurbjömsson, Næturregn. Það er sérstaklega skrifað fyrir Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands," sagði Guðmundur Óli í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. „Vegna þess að 21. janúar sl. voru liðin 100 ár frá fæðingu Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi var Hróðmar fenginn til að skrifa verk fyrir hljómsveitina við ljóð Davíðs. Hróðmar valdi ljóðið Næturregn. Verk hans er um tíu mínútur í flutningi, þetta er hægferðugt verk og rómantískt, samið fyrir barytonrödd og hljómsveit. Það er Michael Jón Clarke sem syngur. í þessu sambandi má geta þess að það er stefna Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands að láta skrifa fyrir sig nýtt íslenskt verk árlega. Hitt verkið sem Michael syngur heitir Of love and death, eftir Jón Þórarinsson. Þetta em þrír söngv- ar við texta eftir Rossetti. Við hefjum tónleikana á Hátíð- armarsi eftir Pál ísólfsson, sem er elsta verkið á efnisskránni. Það tengist Davíð Stefánssyni líka, það er að miklu leyti byggt á sönglagi eftir Pál ísólfsson, sem hann samdi við ljóð Davíðs, Ur útsæ rísa ís- lands fjöll. Þá flytjum við á þessum tónleik- GUDMUNDUR Óli Gunnarsaon, Michael Jón Clarke og HróAmar I. Sigurbiörnsson. Næturregn og Hátíðarmars þessara tónleika, sem verða eins og fyrr sagði í kyöld í Akureyrar- kirkju klukkan 20.30 og á morgun í íslensku óperanni klukkan 16.00. Þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur í Reykjavík, en hún hefur hins vegar víða spilað á Norðurlandi. Guðrun Guðlaugsdóttir um Forna dansa eftir Jón Ásgeirs- son. Þetta era fjórir dansþættir sem Jón byggir að mestu á ýmsum alþekktum íslenskum þjóðlögum. Síðasta verkið á efnisskránni er eftir Þorkel Sigurbjörnsson og er það frá árinu 1993. Það heitir Hljómsveitartröll. Hann samdi þetta verk að beiðni Orkestra Norden, sem er hljómsveit skipuð tónlistamemendum frá öllum Norðurlöndunum." Eingöngu - íslensk verk Guðmundur Óli Gunnarsson gat þess einnig að í tilefni af 50 ára afmæli Tónskáldafélags íslands hefðu eingöngu verið valin verk eftir íslensk tónskáld á efnisskrá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur tónleika í kvöld í Akureyrarkirkju og á morgun í Islensku óperunni Ekki bara englar leikaáhörpu LAUFEY sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að þær vinkonurnar ætluðu að leika -tvö íslensk og hollensk verk á fyrir- huguðum tónleikum í Gerðarsafni. Öll verkin era skrifuð fyrir fiðlu og hörpu. Fyrra hollenska verkið heitir Duetto eftir Lex van Delden en hitt heitir Due Canzone di Don Chisciotte og er eftir Jurriaan Andriessen. Islensku verkin eru aftur á móti Haustlauf eftir Mist Þorkelsdóttur og Serena eftir Leif Þórarinsson. „Verk Mistar er alveg nýtt, hún gaf okkur Elísabetu eiginlega þetta verk í jólagjöf, þetta er framflutn- ingur á því,“ sagði Laufey Sig- urðardóttir í samtali við blaða- mann. Haustlauf Mistar Þorkels- dóttur er að sögn Laufeyjar rólegt verk. „Mist býr í Nýja Englandi í Bandaríkjunum, þar era haustin mjög „stemmningsfull" og falleg,“ sagði Laufey. „Eg ímynda mér að sú staðreynd hafí haft áhrif á Mist þegar hún var að semja umrætt verk. Litbrigðin í laufunum eru al- Klukkan átta á þriðjudagskvöld halda þær Laufey Sigurðardóttir og Elísabet Waage tón- leika í Gerðarsaf ni veg stórkostleg á haustin þarna vestra." Laufey sagði ennfremur að verk Leifs Þórarinssonar væri sömuleið- is alveg nýtt. „Ég var að fá það allt í hendurnar í morgun," sagði hún og hampaði framan í blaðamann nótunum að Serenu, hinu glænýja verki Leifs Þórarinssonar. „Það er enn rólegra í flutningi en verk Mistar. Leifur segir sjálfur að það reyni mjög mikið á þolinmæði bæði flytjenda og áheyrenda, sé mjög sérkennilegt. Honum fínnst að fólk eigi jafnvel að fara með æðruleysis- bænina, bæði flytjendur og hlust- Laufey Siguróardóttir Elisabet Waage endur og á undan flutningi og á eftir honum. Bænin er á þessa leið: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Leifur sagði við mig að hann hafi haft í huga við samningu umrædds verks að það yrði að vera í sem mestri mótsögn við flytjand- ann. Hann hlýtur að eiga þar við mig því Elísabet Waage hörpuleik- ari er afar yflrveguð og þolinmóð kona samkvæmt minni viðkynn- ingu af henni. Við Elísabet höfum leikið saman annað slagið undanf- arin ár. Það er nú reynar ekki úr miklu að moða fyrir fiðlu og hörpu. Við eigum þó talsvert mörg verk eftir sem við höfum ekki enn flutt. Fiðla og harpa era falleg hljóðfærasam- setning og æ fleiri tónskáld eru að upp- götva möguleika hörpunnar. Æ fleiri úr þeim hópi eru að gera sér ljóst að það eru ekki bara englar sem leika á hörpu heldur líka venjulegt fólk. Hollendingar hafa löngum átt góða hörpuleikara og þar er rótgróin og mikil „ hörpumenning“. Þess vegna er ekki einkennilegt að við Elísabet skulum setja hollensk verk á efnisskrá okkar á fyrirhuguðum tónleikum. Elísabet er búsett í Hollandi og þar hefur mikið verið skrifað af tónlist fyrir hörpu. Hollensku verkin sem við leikum saman á þriðjudagskvöldið kemurera bæði samin 1985,“ sagði Laufey að lokum. Guðrún Guðlaugsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.