Morgunblaðið - 18.02.1995, Side 4
4 C LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
IAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 C 5
Karólína Eiríksdóttir tónskáld
Morgunblaðið/Kristinn
Er innblásin
af öllu lífinu
í kringum mig
KARÓLÍNA Eiríksdóttir tón-
skáld hefur nýlokið við að
semja klarinettukonsert fyrir Sinfó-
niuhljómsveitina í Álaborg í Dan-
mörku og verður verkið frumflutt
í 27. apríl. Karólína hefur samið
hátt í 40 verk frá því hún kom frá
námi í University of Michigan í Ann
Arbor í Michigan 1979 og er hún
nú að semja einleiksverk fyrir selló.
Nýlega var flutt eftir hana verkið
Spil á Myrkum músíkdögum.
Karólína lauk námi frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík í píanókenn-
aradeild 1974 og hélt að námi loknu
til Bandaríkjanna. í University of
Michigan tók hún tvær masters-
gráður, þá fyrri í tónvísindum og
tónlistarsögu og þá seinni í tón-
smíðum. „Eg var líka í píanónámi
allan tímann og lagði aukalega
stund á teóríu,“ sagði Karólína.
Einn af aðalkennurum Karólínu
í Michigan var William Albright
sem er þekkt tónskáid vestan hafs.
Liður í náminu í tónsmíðum var að
semja tónlist og þar urðu fyrstu
tónverk Karólínu til. Þar samdi hún
hljómsveitarverk, kammerverk og
fleiri gerðir tónlistar.
Brot
Að loknu fimm ára námi í Banda-
ríkjunum sneri Karólína aftur til
íslands og hóf kennslu og þátttöku
í félagsmálum tónskálda. Hún sat
m.a. í stjómum Tónskáldafélagsins
og Tónverkamiðstöðvarinnar. „Ég
dró mig út úr öllu félagsmálastarfi
fyrír þremur árum og helga mig
nú tónsmíðum."
Fyrsta verkið sem Karólína
samdi að námi loknu var verk sem
Kammersveit Reykjavíkur pantaði
1980 fyrir Myrka músíkdaga. Verk-
ið nefnist Brot og er fyrir tíu hljóð-
færaleikara. Eins og fyrr segir hef-
ur hún samið nálægt 40 verk á sín-
um tónsmíðaferli, þar af sex hljóm-
sveitarverk, óperu og mörg ein-
leiks- og kammerverk.
„Mér fínnst erfitt að tala um
innblástur viðvíkjandi tónsmíðum
mínum. Ég er bara innblásin af
öllu lífínu í kringum mig. Ég sæki
ekki innblástur í einstaka atburði
sem verða. Hugmyndirnar að verk-
inu eru eingöngu tónlistarlegar
hugmyndir," sagði Karólína.
I aprílmánuði verður frumfluttur
klarinettukonsert eftir Karólínu í
Álaborg í Danmörku. „Sinfóníu-
hljómsveitin í Álaborg pantaði
þennan konsert og Einar Jóhannes-
son flytur hann með hljómsveitinni.
Konsertinn er í tveimur þáttum og
einleiksparturinn er stór og viða-
mikill og erfiður. Ég hafði Einar í
huga þegar ég byijaði að skrifa
hann. Ég lauk við konsertinn fyrir
nokkrum mánuðum en vinna við
hann hafði staðið yfír í 7-8 mán-
uði,“ sagði Karólína.
Þá hefur Karólína nýlega hafið
samningu á einleiksverki fyrir selló-
leikarann Gunnar Kvaran. Karólína
segir að það hafí orðið að samkomu-
lagi milli sín og Gunnars að hún
semdi fyrir hann þetta verk.
Vinnudagurinn hjá Karólínu er
afar misjafn. Hún kveðst reyna að
setjast við skriftir á morgnana en
suma daga kenni hún í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík. „Þetta kem-
ur svólítið í bylgjum. Þegar ég er
að byija á verki þá gengur vinnan
yfírleitt hægt en svo koma tamir
þar sem hún gengur hraðar. Fyrir
mig er þetta mjög sveiflukennd
vinna og ég get ekki sest niður á
hveijum morgni og unnið frá 9-5.“
Hún segir að það sé afar fátítt
tónskáld setjist niður og fari að
semja án þess að flutningur á verk-
inu sé í sjónmáli. „Sem betur fer
er það þannig hér á landi að yfír-
leitt er flutningur í sjónmáli,“ sagði
Karólína.
Kynning í
skólakerfinu
Hún segir að þó sé ekki stór
grundvöllur fyrir flutningi á nýrri
tónlist á íslandi. Þá skipti sam-
skipti við útlönd tónskáldin miklu
máli og tengsl við Norðurlönd séu
einna sterkust. „Það er samvinna
milli Norðurlandanna sem kemur
íslenskri tónlist út fyrir landstein-
ana á stundum. í Svíþjóð þar sem
ég þekki allvel til hefur verið unnið
markvisst að því í nokkra áratugi
að kynna nýja tónlist í skólunum.
Þetta skilar sér í auknum áhuga
fyrir samtímatónlist. Á nútímafesti-
völum í Stokkhólmi og Gautaborg,
sem ég hef sótt, undraðist ég mjög
hina miklu aðsókn. Mörg hundruð
manns sóttu miðnæturtónleika og
hádegistónleika, og slík kynning
skilar sér, kannski ekki á morgun,
en til næstu kynslóða sem hafa
kynnst nýrri músík í skólakerfinu,"
sagði Karólína.
Hún segir að flestir séu sammála
um að ekki sé staðið nægilega vel
að tónlistarmenntun í skólakerfínu
á íslandi. Víða vanti kennara og
jafnvel engin kennsla sums staðar
og lítil annars staðar. „Nútímatón-
list er ekki sá hluti af þjóðfélaginu
sem hún ætti að vera. Henni er
ekki dreift markvisst út eins og
gert er með stórum fjárfúlgum í
nágrannalöndunum," sagði Karó-
lína.
Guðjón Guðmundsson
UNGUR sjómaður stendur á tog-
aradekki á Halamiðum og
horfír dreyminn á ísrekið. Nú, árum
seinna, gengur hann á undan mér
upp stiga í húsi við Köldukinn í
Hafnarfírði og þar á vegg innan um
ótal myndir aðrar, hangir ein af
hans fyrstu myndum af ísrekinu á
Halamiðum. Sjálfur er hann sam-
tóna þessum litum sem smugu inn
í sál hans unga, blá augun er hafs
og himins og hár og skegg bera
hvíta birtu sjávarskaflsins. Skapið
fer í hrævareldum, alveg eins og
þeim sem hann sá stíga upp af skips-
félögum sínum forðum.
Þannig séð hefur Sveinn Björns-
son ekkert breytzt frá því hann kom
úr sinni fyrstu sjóferð og nágranna-
konur móður hans spurðu andagt-
ugar eftir að hafa séð hann slaga
heim: Er hann Sveinn þinn virkilega
farinn að drekka svona ungur. Þá
hló hún og sagði: Þetta er bara sjó-
riðan. Hún gladdist, þegar Sveinn
tók vatnsliti með sér í næsta túr og
enn meir, þegar listin fangaði hann
í vörpu sína. Það tók hana hins veg-
ar tíu daga að herða upp hugann
og mæta á fyrstu sýningu sonarins,
sem hafði í einum rammanum sett
sætleika kvenholdsins ofar náttúru
Halans.
„Ég fínn oft fyrir einhveijum hjá
mér, þegar ég er að mála.
Ég sé ekkert, en þetta er mér
hins vegar þægileg návist. Ég hef
alltaf hugsað um hana móður mína
í þessu sambandi.
Ég þoli ekki aðra nálægt mér,
þegar ég er að vinna í málverkinu.
Ég mála einn. Hlusta á Jón Leifs
og Grieg og veit af mömmu fyrir
aftan mig.
Ég trúi á drauma og eitt og ann-
að í náttúrunni sem hefur geymzt
og orðið hluti af sjálfum mér.
Þessir hlutir blasa ekki alltaf við
augum. Þeir bara eru. Og trúin kem-
ur víða fram í myndum mínum. Ég
er svo sem ekkert alltaf að hugsa
um hana, hún bara er þarna og
laumar sér inn í málverkið án þess
að ég viti af því.“
En hafí Sveinn ekkert breytzt,
þá hafa málverkin breytzt, ísrek og
hrævareldar, sjómenn og þorskar,
þríhyrndar konur með geislabauga.
Og fantasían. Fantasían fæddist
Það er líka líf
hjá skósólunum
honum í draumi. Hann segist hafa
verið staddur á hafsbotni og sótt
þar tvær sýningar, önnur var af fisk-
um og hafmeyjar á hinni. Svo mál-
aði hann magnaðar myndir, sjávar-
heima og hélt tvær sýningar í Boga-
salnum, sem enginn kom á. Þá söðl-
aði Sveinn um, hélt upp á land með
fantasíuna og fór að mála landslag.
„En mér fannst vanta eitthvað í
Myndlistarmaðurinn
og lögregluþjónninn
Sveinn Björnsson stend-
ur á sjötugu
- lögreglumaðurinn læt-
ur nú af störfum en list-
málarinn helduráfram
og verður einn um Svein
þetta svo ég bætti inn á myndimar
huldufólki, sem ég sá ungur að Skál-
um á Langanesi."
Og sjötugur kemur Sveinn
Bjömsson fram með nýtt ævintýri í
málverkinu.
„Þetta eru litirnir í Krísuvík. Ég
var farinn að endurtaka sjálfan mig
í fantasíunni. Það er dauði lista-
manns að endurtaka sig. Krísuvík
gaf mér nýtt líf í litunum. Ég var
bara svona að labba þama um og
horfa niður í jörðina. Og þá sá ég
þessa liti. Maður þarf svo sem ekki
alltaf að glápa til himins og láta
rigna upp í nasirnar á sér. Það er
líka líf hjá skósólunum. Þessir litir
smugu inn í mig eins og ísrekið á
Halanum forðum. Ég gerði ramma
í snjóinn utan um rauðan stein og
svo helltist þetta yfir mig eins og
hland úr fötu.
Fantasían er ekki dauð. Olían
hentar henni ekki lengur. En fantas-
ían er í mér ennþá og ég reikna
ekki með því að losna nokkurn tím-
ann við hana. Hef reyndar ekki
áhuga á því. Nú held ég í hana í
teikningum og klippimyndum.
Þótt yfirbragð þeirra sumra sé
meira abstrakt en áður, þá sinni ég
minni fantasíu áfram.
Þessi nýju litamálverk sækja
óhemju sterkt að mér. Ég sef stund-
um ekki fyrir þeim. Þau vekja mig
á nóttunni og lokka mig til sín. Það
er einhvern veginn meira mál að
vinna eins og ég geri núna. Hand-
bragðið og áferðin eru svo krefj-
andi, skipta svo miklu máli. Og ég
vil geta málað strax eins og myndin
á að vera. Það er í mér mikið óþol.
Ég vil gera eitthvað í myndlistinni
á hverjum degi.“
Til þess ætti hann
nú að fá meiri tíma.
„Það er sagt að
málarar verði góðir
með aldrinum og von-
andi fer það nú að
rætast á mér. Ekki
seinna vænna, þegar
ég þarf nú að lifa af
listinni einni saman.“
Það sem Sveinn á
við er, að sunnudag-
inn 19. febrúar stend-
ur hann á sjötugu og
verður að láta af
starfí rannsóknarlög-
regluþjóns í Hafnarfirði.
„Ég hugsa að lögreglustarfið hafi
bætt mig sem málara.
Ef ég hefði ekki haft það við hend-
ina, þá hefði ég bara málað meira,
meðan ég var ekki tilbúinn til þess.
Það hefði nú orðið ljótan!
Ég er óhræddur við breytingar.
Málið er að láta þær ekki breyta
sjálfum mér. Mörgum hættir til að
gleyma manneskjunni í sér og láta
breytingamar ná tökum á sér í stað
þess að njóta þeirra. Það hryggir
mig oft, bæði sem lögreglumann og
listamann, hvað okkur hættir til að
vera blindir á manneskjuna.
Ég gleymi því aldrei, þegar ég
stóð fyrir framan stærsta striga
landsins. Hann var upp á tvisvar
sinnum sex metra. Þetta varð
stærsta málverk á íslandi og það
var óskaplega gaman að mála það.
OkÁLDSAGNAGERÐ 1994 var
óvenju blómleg miðað við
mörg undanfarin ár. Ekki eingöngu
voru sögumar margar heldur verður
að telja þær flestar með þeim betri
sem komið hafa út seinustu ár.
Þegar bókmenntasköpun undanfar-
inna ára er lýst seilast menn oft til
orðsins „f|ölbreytileiki“. Oftar en
ekki hefur lýsing af þessu tagi ver-
ið heldur tuggukennd og innihald-
slítil. Það má því heita heldur hlá-
legt að þeim sem hér lætur fingur
nema við lykla koma ekki önnur
betri orð í hug þegar hugsað er til
skáldsagna seinasta árs. Þær eru
einfaldlega fjölbreytilegar að efni
og stíl.
í samræmi við þetta era rithöf-
undamir á ólíku róli. Sumar sögurn-
ar era skrifaðar af sálfræðilegri
innsýn, aðrar era að springa af frá-
sagnargleði og fyndni. Sögusviðið
er mjög misjafnt. Nútímavandi setur
sinn svip á nokkrar sögur; hjónaeij-
ur, drykkjusýki og óhóf telst þar til
tíðinda. I öðrum er söguefnið sótt
í löngu liðna tíð: Sögulega skáldsag-
an lifir sem sagt góðu lífi.
Oftast hefur það verið talið ís-
lenskum bókmenntum til tekna hve
lýsingum á tilfínningum persóna er
jafnan stillt í hóf. í íslendingasögun-
um er dreyrrauður vangi og ákveðið
augnatillit látið nægja til að gefa í
skyn kenndir og ástarhug persóna.
í skáldsögum 1994 kveður við ann-
an tón og er því einna líkast að hér
sé verið að svara eftirspurn eftir
erótík í íslenskum bókmenntum sem
bergmálað hefur undanfarin ár.
í Höfuðskepnum Þórannar Valdi-
marsdóttur er Ieitast við að lýsa
holdlegum samskiptum með nýjum
Blómleg
hætti. Siðprýðinni
er gefíð langt nef
án þess að slakað
sé á kröfum um
vandað málfar.
Mælskan og lostinn
haldast í hendur og
nánast valta yfir kröfuna um út-
hilgsaða byggingu.
Erótískur orðaforði er misjafn
milli tungumála og hefðin.fyrir því
að rita tungutak ástarlífsins mis-
sterk. Þótt við eigum Bósa sögu og
Herrauðs virðast lýsingar á ástar-
innar glímutökum lítt hafa átt er-
indi í bókmenntimar á seinustu ára-
tugum. Erfítt er um að dæma hvort
því hafí ráðið siðprýði, tepraskapur
eða einfaldlega áhugaleysi um þessa
hluti.
Tundur dufl er safn þrettán erót-
ískra sagna eftir jafn marga höf-
unda. Fæstir höfundanna era þekkt-
ir fyrir að ríta jafn ástleitnar sögur
og raunin er hér. Útkoman er for-
vitnileg því að höfundamir rífa hver
með sínum hætti glufu í þetta frá-
ságnarhaft í íslenskum bókmennt-
um. Margar eru sögurnar natúral-
ískar, fullar með góðlátlegu spaugi.
Aðrar era á mörkum draums og
veraleika. Sameiginlegt þeim flest-
um er alvarleg og yfírleitt vel heppn-
uð viðleitni höfundanna til að um-
Yfirlit um
skáldsagnagerð
á liðnu ári
skapa erótískt and-
rúmsloft.
m
KKRAR sögu-
egar skáldsög-
ur era meðal athygl-
isverðustu sagna seinasta árs. Þær
sem hér era nefndar era ólíkar um
flest. Þær gerast á mismunandi tím-
um og meginefni þeirra misjafnt.
Megas sendir frá sér fyrstu skáld-
sögu sína, Björn og Svein. Hún er
nefnd hér sem undantekningin sem
sannar þá reglu að sl. ár var auð-
ugt skáldsagnaár. Aðalpersónumar
era nútímaútgáfur af Axlar-Birni
og Sveini skotta sem sjást ekki fyr-
ir í ofbeldi og nauðgunum. Þessi
saga er undarlega tilgangslaus,
hálfgerður hroði sem er jafn leiðin-
leg og hún er löng. Einkennilegast
er að hún skuli vera gefín út af
rótgrónu bókaútgáfufyrirtæki. _
Ferðalagið í skáldsögu Árna
Bergmann, Þorvaldur víðförli, virð-
ist hafa meiri tilgang en flandur
Axlar-Bjöms og Sveins skotta.
Sögusviðið er Evrópa á dögum
hraðfara umbreytinga, ekki á 20.
öld heldur þeirri 10., á þeim tíma
þegar nýr siður var að bijóta sér
leið í Evrópu. Hér er fortíðinni samt
greinilega ætlað að vera kastljós á
þá umbrotatíma sem við nú lifum.
Menn skyldu vita að ekkert er nýtt
undir sólinni.
Nýstárlegasta sögulega skáld-
sagan er Letrað í vindinn eftir Helga
Ingólfsson. Höfundurinn er nýr og
sögusviðið frumlegt: Rómaborg á
síðustu öld fyrir Krists burð. Greini-
lega hefur höfundur lagt sig fram
um að öðlast sagnfræðilega yfirsýn
yfir efniviðinn enda skín í gegn
væntumþykja og mikill áhugi á efn-
inu.
Stíllinn í tveim síðastnefndu sög-
unum er yfirleitt lipur en á það til
að verða uppskrúfaður. Höfundar
falla ekki í það fen að fella frásögn-
ina í fornt eða klassískt málfar held-
ur segja blygðunarlaust frá á nútíð-
armáli. Þetta þarf samt ekki að
þykja algott. Veikleiki sögulegra
skáldsagna birtist nefnilega oft í
þeirri þversögn að reynt er að segja
frá horfnum heimi með tungutaki
dagsins í dag. Hér er um ákveðna
skekkju að ræða sem verður þeim
mun bersýniiegri eftir því sem höf-
undur lætur sig hana minna varða.
GUÐBERGUR Bergsson er á
kunnugum miðum í sögu sinni
Ævinlega. Hér segir frá manni sem
er í leit að ást og hamingju. Allt
er með stóísku yfirbragði í sög-
unni, frásögnin dálítið ljúfsár því
að yfir sambandi elskendanna vofir
sú hætta að allt gott taki enda.
Leitin að ástinni í þessari sögu er
leitin að því sem aldrei næst endan-
lega. Eða eins og Vífill gullsmiður
segir: „Það er aðeins hægt að vera
með einu móti hvarvetna, með því
að vera ævinlega ástfanginn."
Svipuð meginkennd setur mark
sitt á bók Thors Vilhjálmssonar,
Tvílýsi, þó með öfugum formerkj-
um. Hér er fjallað um hugleikið
efni sem er einsemd mannsins og
óhamingja. Það er sama hvort menn
era einir eða margir saman, ætíð
skín í gegn einsemd þeirra og hjálp-
arleysi. Persónurnar, sem sam-
kvæmt reglu Thors eru nafnlausar,
bera í bijósti væntingar hver til
annarrar, væntingar sem farast hjá.
Skiptir þá ekki máli hvort persón-
umar eru hluti af mergðinni, í hams-
lausum ástarleik eða ganga einar
til hvílu. Misskilningur, tortryggni
og jafnvel eigingimi gegnsýra sam-
skiptin.
Pétur Gunnarsson er á nýjum
miðum í sögu sinni Efstu dagar
þótt bygging og persónuflóran sé
kunnugleg. Eins og í öðrum sögum
sínum gengur hann út frá fjölskyld-
unni en aðalpersónan, Símon Flóki,
er annarrar gerðar en í öðrum sög-
um Péturs. Hann er prestur, trúr
köllun sinni og guði. Afstaða Flóka
til lífsins er heilsteypt en einfaldar
varla tilveru hans né þeirra sem
hann umgengst. Hann svignar ekki
eftir kröfu samtíðarinnar heldur á
hann það á hættu að brotna vegna
þunga eigin siðferðiskrafna. Þótt
persóna Símonar Flóka sé athyglis-
verð má setja spurningarmerki við
trúverðugleika hennar. Eru til
prestar eins og Símon Flóki?
Þetta er allt að koma nefnist
önnur skáldsaga Hallgríms Helga-
sonar. Hér er sagt frá listakonunni
Ragnheiði Birnu, ástum hennar og
ævintýrum. Sagan einkennist öðra
fremur af mikilli frásagnargleði,
orðaleikjum og miklu ímyndunar-
afli. Sagan er á köflum drepfyndin,
brandararnir renna fram áreynslu-
laust. Stundum kemur þó fyrir að
úr atriðum teygist meira en góðu
hófí gegnir. Höfundur hefði að
ósekju mátt skera niður eitt og ann-
að í þessari stóra sögu. Samt sem
áður má fullyrða að Hallgrímur
hefur margt að segja sem hlustandi
er á. Við bíðum eftir fleiri sögum
frá honum.
Vesturfarinn eftir Pál Pálsson er
varla með átakamestu sögum höf-
undarins. Vettvangur sögunnar er
bæði austan hafs og vestan og frá-
sögnin full af mannlegum harmleik
sem þó nær ekki að snerta mann
nógu djúpt. Það hefur einmitt verið
styrkleiki í sögum Páls að hvers-
dagslegur og afslappaður stíllinn
hefur ýmist gefið lesandanum högg
á réttu augnabliki eða veitt honum
innsýn í tilfinningar á nýstárlegan
hátt. Hérna vantar eitthvað.
VIGDÍS Grímsdóttir sýnir með
Grandavegi 7 að hún kann þá
list að segja sögur með ótrúlega
ólíku sniði. Hún hefur öðram höf-
undum frekar sinnt þeirri kröfu
(hvaðan sem hún kemur) að skipta
gersamlega um frásagnarefni og
stíl milli sagna. Hversu langur veg-
ur er ekki t.d. milli Kaldaljóss og
Ég heiti ísbjörg, ég er ljón? Vigdís
klappar aldrei lengi sama steininn.
Grandavegur 7 er fjölskyldusaga,
mikil saga sem gerist þó á einum
degi. Sögumaður, fimmtán ára
stúlka, segir sögu fjölskyldu sinnar
og tekur gjarnan fyrir eina persónu
í einu. Persónurnar sækja á stúlk-
una, sem skilja má að sé skyggn,
og hver og ein þeirra geymir frá-
sagnir sem hver um sig er efni í
alvanalegum atburðum á óvenjuleg-
an hátt. Aðalsöguhetjan, Tómas, er
kominn nálægt fimmtugu og við
honum blasa flest þau vandræðj sem
hijáð geta miðaldra mann. Á ör-
skömmum tíma breytist hann úr
ábyrgum fjölskyldumanni og
tryggri fyrirvinnu í einstakling sem
flest er flogið frá. Hann lendir vilj-
andi eða óviljandi í aðstæðum ^em
krefja hann um ákvarðanir og
ábyrgð. En eins og svo oft áður er
betra að ýta vandanum á undan
sér. Enn sýnir Fríða á sér nýja hlið.
Bygging sögunnar er klassískari og
einfaldari en í síðustu skáldsögu
hennar, Meðan nóttin líður. Dijúgur
hluti sögunnar era samtöl, sem
mörg hver era býsna leikræn. Að
manni læðist grunur um að auðvelt
sé að snúa þessari sögu í leikrit.
Einar Kárason heldur áfram að
segja frá kynlegum kvistum í nýj-
ustu skáldsögu sinni, Kvikasilfri.
Hér er um að ræða beint framhald
skáldsögunnar Heimskra manna ráð
sem kom út eftir hann í fyrra. Fram-
kvæmdagleði Killians-fjölskyldunn-
ar er söm við sig, hver atburðurinn
er öðrum ýkjukenndari og fyndnari.
Það er álitamál hversu stórar álykt-
anir leyfist að draga af þessari sögu.
Eins og oft áður einkennist frásögn
Einars af því að ekki eru kveðnir
áfellisdómar yfir persónum þótt
breyskar séu. Samt skín í gegn
boðskapur þess efnis að mönnum
sé ekki allt gagnlegt þótt þeim leyf-
ist flest. Með árunum hefur mér
fundist það vera einn helsti styrkur
í sögum Einars, hvernig söguhöf-
undur setur söguefnið fordómalaust
fram og nánast af væntumþykju um
persónur. Á hinn bóginn jaðrar
„SUMAR sögurnar eru
skrifaöur af sálfreeói-
legri innsýn, aórar eru
aó springa af f rásagn-
argleói og fyndni."
Morgunblaðið/Sverrir
heila skáldsögu. Sagnagnóttin ein
sér væri lítils virði ef hún væri ekki
ofin í jafnlistilegan vef og hér er
gert.
Sniglaveisla Ólafs Jóhanns
Ólafssonar er fremur nóvella en
skáldsaga, ef það á annað borð seg-
ir einhveijum eitthvað. Sagan er
stutt enda leyfir formið ekki að
þráðurinn hlaupi út um holt og
móa. Þetta er lýsing á heimi Gils
Thordesens, manns sem hefur vígg-
irt tilveru sína sýnilegum táknum:
réttum húsgögnum, réttum mál-
verkum og sjálfur er hann hold-
gerving réttrar lífsafstöðu. En á bak
við öryggið glittir í ósagða fortíð
sem getur hvenær sem er feykt
burt öllum víggirðingum Gils Thor-
desens. Saman við þessa sögu sem
jaðrar við að vera dæmisaga bland-
ar Ólafur Jóhann haganlega göml-
um þjóðsagna- og ævintýraminnum.
En slíkt undirstrikar einmitt hve
frásögnin er raunverulega knöpp
og tilskorin.
í skáldsögu Fríðu Á. Sigurðar-
dóttur, I luktum heimi, er sagt frá
En ég stækkaði ekkert sjálfur við
þetta. Notaði sömu skóna áfram.
Ég bara naut þess að mála svona
stórt.
Blessaður vertu. Ég heyri það
alltaf öðra hveiju að ég hljóti að
vera geggjaður að gera sumt sem
ég hef gert. Það fínnst mér í góðu
lagi. Ég hugsa bara að mér myndi
líða afleitlega, ef einhver hefði orð
á því, að ég væri normal.
Og ég á mér draum um lítið lista-
safn. Ég var búinn að fá vilyrði fyr-
ir lóð við Kaldárselsveg, fyrir ofan
kirkjugarð.
Vinur minn einn er byijaður að
teikna einfalt hús. Safn á einni hæð
og þægileg kaffístofa ofan á með
útsýn til allra átta.
Ég á um fimmtíu myndir eftir
aðra málara og svo auðvitað mín
eigin verk, keramik og ýmislegt
annað. Þegar lóðin verður klár, flyt
ég í Krísuvík, sel húsið hér í Köldu-
kinn, og byija á granninum. Ég átti
hesthús þarna uppfrá, sem hét
Sveinsstaðir. Það nafn fylgir mínum
draum. Listasafnið Sveinsstaðir.
Þú sérð á þessu, að það er bara
löggan, sem sezt í helgan stein um
helgina. Listamaðurinn heldur
áfram.
Reyndar var afmælissýningin í
fyrra. Þeir vildu fá svona yfírlitssýn-
ingu í Hafnarborg. En ég sagði nei.
Ég hef aldrei skammast mín fyrir
eldri myndir mínar. Það var ekki
það. Ég var bara kominn með
splunkunýjan hlut í list minni og
sagði, að ef menn vildu sýna eitt-
hvað eftir mig, þá væru nýju mynd-
irnar það sem stæði til boða. Og það
varð.
í sumar ætla ég svo að sýna
Dönum þessar myndir. Danir hafa
alltaf verið mér góðir. Þeir tóku mér
opnum örmum og hældu mér á
prenti, þegar dómar um málverk
mín hér heima vora famir í verra.
Og þessir góðu dómar Dananna
hresstu upp á aksíur mínar. Meira
að segja Júlla frænka sá mig betur
í þessu danska skini.
Sjálfur hef ég aldrei séð mig í
öðra ljósi en Svein Bjömsson, sjó-
mann, lögreglu- og listamann. Það
er sú manneskja sem ég hef reynt
að varðveita gegnum þykkt og
þunnt.“
- ÍJ.
stundum við að frásagnargleðin
teymi höfund í ógöngur. Ekki er
unnið úr jafn merkilegu og áhuga-
verðu efni og efni standa til.
SNÖGGSOÐNU yfírliti um ís-
lenskar skáldsögur síðastliðins
árs lýkur með endurtekinni fullyrð-
ingu: skáldsagnagerðin 1994 var
blómleg. Ekki einasta komu út
margar skáldsögur heldur margar
góðar skáldsögur. Það er freistandi
fyrir þann sem hefur að undanförnu
eytt tíma í að lesa bestu skáldsögur
liðins árs að flokka þær eftir gæð-
um. í sannleika sagt er slíkt harla
erfítt en að öðram góðum sögum
ólöstuðum komu Grandavegur 7,
Þetta er allt að koma og Letrað í
vindinn þægilegast á óvart. Ein-
staka sögur komu hins vegar óþægi-
lega á óvart - og skulu ekki höfð
fleiri orð um þær.
Raunveralegur markaður er fyrir
þessa sagnaflóra og bendir það til
þess að skáldsagan sé býsna sterkur
miðill. Þetta er sérstaklega ánægju-
legt þegar haft er í huga að sá texti
sem daglega ber fyrir augu og glym-
ur í eyram er oft fremur til þess
fallinn að æra óstöðugan en að
uppfræða og gleðja. Þrátt fyrir allan
orðavaðalinn í prentmiðlum, ljós-
vakamiðlum og bráðum „margmiðl-
um“ er enn til fólk sem er nógu
sérsinna til áð njóta forsendu þessa
alls, sem er vel sagður og skrifaður
texti. Meðan skrifaðar era jafn góð-
ar sögur og gert var 1994 geta
aðrir miðlar haft eitthvað gott að
leiðarljósi. Þannig hafa bókmennt-
imar tækifæri til að lifa í okkur og
við í þeim.
Ingi Bogi Bogason