Morgunblaðið - 18.02.1995, Page 7

Morgunblaðið - 18.02.1995, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 C 7 Sú ljúfa skylda EINAR Kristján Ein- arsson gítarleikari heldur tónleika klukkan 21.30 nk. þriðjudagskvöld í Gerðarsafni í Kópa- vogi ásamt þeim Gerði Gunnarsdóttur fiðluleikara, Geir Rafnssyni slagverks- leikara og Martial Nardeau flautuleik- ara. „Tónleikar okkar í Gerðarsafni hefjast á Partítu fyrir gítar og slagverk,“ sagði Ein- ar. „Verk þetta er eftir Áskel Másson. Það er tíu ára gamalt og hefur ekkert verið spilað síðan það var frumflutt í Norræna húsinu í maí 1985. Aðal slagverks- hljóðfærin í verki þessu eru marimba og víbrafónn. I samræmi við undir- titil verksins, sem er Noktuma, eru djúpu tónarnir áberandi. Yfirbragð verksins er á köflum leyndardóms- fullt. Það er í einum þætti, til- brigði við lítið stef sem endurtekið er í ýmsum formum." Næsti tvíleikur sem fluttur verð- ur á tónleikunum í Gerðarsafni er eftir Þorkel Sigurbjörnsson. „Það verk er nýlegt, samið 1993. Höf- undur segir sjálfur um þetta verk sitt að hreyfingar tónanna minni sig á vapp fugla,“ sagði Einar þeg- ar um þetta verk er spurt. Einar sagði einnig að þetta verk Þorkels sé aðgengilegt „spjall" fiðlu og gítars, eins og hann orð- aði það. „Þar bregð- ur fyrir habanera- takti,“ sagði Einar ennfremur um Vapp, verk Þorkels Sigur- björnssonar. Þriðji tvíleikurinn sem fyrrnefndir tón- listarmenn flytja í Gerðarsafni er fyrir gítar og flautu eftir Lárus H. Grímsson. This is a stairway not a Street, nefnist þetta verk Lárusar. Að sögn Einars Kr. Einarssonar samdi Lárus þetta verk árið 1989 en það var fyrst frumflutt í fyrra á Gítarhátíð sem haldin var á Akureyri, en slíkar hátíðar hafa verið haldnar þar sl. þrjú ár. „Þetta er djass- kennt verk þar sem gengur heilmikið á fyrir hljóðfær- unum,“ sagði Einar. „Mörg af þeim íslenskum verk- um sem eru frumflutt heyrast síð- an varla meira. Það hvílir að mínu viti sú ljúfa skylda á tónlistar- mönnum að láta þessi verk ís- lenskra tónskálda ekki falla í gleymsku," sagði Einar. Hann gat þess að lokum að sér fyndist mjög gaman að vinna í kammermúsik. „Það er algengt að gítarleikarar spili einir. Það er tilbreyting að gera það ekki og það er mjög gam- an að vinna með svona góðum tón- listarmönnum eins og þarna eru með mér.“ Guðrún Guðlaugsdóttir Einar Kristjan Einarsson segir frá fyrirhuguð- um tónleikum í Gerðarsafni Steinþrykk Lennons á Kjarvalsstöðum r Ast Johns á Y oko og Sean BÍTILLINN --------------------- John Lennon lét sér ekki nægja að syngja, semja lög og yrkja. Hann fékkst líka við myndlist. ----------------- Óhætt mun því að kalla hann fjöl- listamann. í dag verður opnuð sýning á steinþrykksmyndum eftir John Lennon í Vestursal Kjarvalsstaða. Lennon stundaði nám í Lista- skóla Liverpool-borgar 1957-60 og lagði stund á myndlist áður en tón- listarferill hans hófst. Allan feril sinn gerði hann myndir sem lýsa nánasta umhverfi hans, aðallega steinþrykksmyndir eða lithógrafíur. Steinþrykksmyndirnar á sýning- unni á Kjarvalsstöðum voru unnar á tveim tímabilum, frá 1968-69. Þar á meðal eru annars vegar myndir sem voru fyrst gefnar út eftir lát Lennons og hins vegar steinþrykksmyndaröðin The Bag One Portfolio sem var fyrst sýnd opinberlega í janúar 1970 í The London Art Gallery í New Bond Street í London. Myndirnar þóttu ósæmilegar Höfuðþema myndaraðarinnar er upphafning ástar Lennons á konu sinni Yoko Ono og samlíf þeirra hjóna. Á öðrum degi sýningarinnar var henni lokað af Scotland Yard og átta erótískar steinþrykksmynd- ir teknar eignarnámi vegna þess að þær þóttu ósæmilegar og voru taldar særa siðferðiskennd manna. í kjölfarið hófst fjölmiðlafár um allan heim, lögreglurannsókn og síðan réttarhöld, en nokkrum mán- uðum síðar var málið látið niður falla. Mönnum hefur síður en svo orðið tíðrætt um djarfleik mynda Lenn- ons heldur hafa þær verið kallaðar dæmi um mannlega ást og sam- hygð. Þessu vildi John Lennon miðla í lífí sínu og list. Augnabliks hugdettur Skissur eða riss má kalla þessar myndir. Þær eru augnablikshug- dettur eða skyndihrif (samanber sjálfsmyndirnar), en einnig vilja þær segja sögu af samlífi og veg- ferð þeirra hjóna þar sem John verndar og hlúir að Yoko. Sonurinn Sean, ávöxtur ástar þeirra, birtist sem ímynd fegurðar og sakleysis. Ekki má gleyma húmornum því að gamansemi setur svip á margar myndirnar og sumar þeirra eru í anda skopstælinga. Á sýningunni sem stendur til 26. mars (kl 10-18) verða til sölu núm- eraðar steinþrykksprentanir af myndunum. Þar að auki verða seld- ar peysur með áprentuðum mynd- um Johns Lennons. J.H. Sendiherra bamanna Juha Laukkanan BARNALEIKHÚS er tiltölulega nýtt fyrirbæri í íslensku menn- ingarlífi — og leikhús sem eingöngu er rekið fyrir böm hefur aðeins ver- ið til hér í tæpt ár, eftir að Möguleik- húsið við Hlemm var opnað — en áður ferðuðust félagar þess milli leikskóla með sýningar sínar. Með Möguleikhúsinu opnaðist leið fyrir fjölbreytt leikhús handa börnum og einn af möguleikunum eru gesta- sýningar erlendis frá. í tengslum við Norrænu menn- ingarhátíðina er hér staddur Juha Laukkanen frá Finnlandi, sem stofnaði brúðuleikhúsið Sytkyt snemma á áttunda áratugnum. Leikhús hans hefur vakið mikla at- hygli og meðal annars heimsótt börn í Svíþjóð, Þýskalandi, Banda- ríkjunum og í Afríkulöndum. En mikilvægi Juha nær út fyrir veggi litla leikhússins hans, því í fyrra var hann tilnefndur sérstakur sendifulltrúi Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna í Finnlandi. Sama ár fékk hann barnamenningarverðlaun finnska ríkisins. Núna starfar hann innan veggja Borgarleikhússins í Helsinki og er þetta annað leikár Sytkyts þar í húsi. En hvert er hlut- verk Juha í starfsemi Borgarleik- hússins? „Ég set upp sýningar fyrir böm undir sex ára aldri,“ segir Juha. „Ég er þó ekki þar sem gestur heldur sem hluti af leikhúsinu. Yfirvöld leikhússins telja mjög mikilvægt að ná sambandi við yngstu áhorfend- urna og kynna leikhúsið fyrir þeim. Ég hef alltaf haft það fyrir reglu að taka á móti mínum áhorfendum í anddyri leikhússins og leiða þá inn í salinn; gera þeim grein fyrir hveiju skrefí þar til sýningin hefst. Það er nefnilega svo að lítil börn geta orð- ið mjög hrædd þegar ljósin em slökkt. Þau skilja ekkert endilega þetta myrkur. Þess vegna verður að útskýra það fyrir þeim, láta þau jafnvel hjálpa til við að slökkva ljós- in. Annars er það okkar reynsla af starfínu í Borgarleikhúsinu að oft em foreldrar sem koma með börnum sínum á sýningar að koma sjálfir í leikhús í fyrsta sinn. Það fólk sem ekki hefur alist upp við það að leik- hús sé sjálfsagður og eðlilegur hluti af tilvemnni er oft feimið við leik- húsið. Þegar það hefur komið með börnum sínum á sýningu sér það að leikhúsið er ekkert sem þarf að vera feiminn, eða hræddur við og það hefur sýnt sig að margt af þessu fólki skilar sér áfram á sýningar. Annað hlutverk sem við höfum er að fara í þorpin úti á landi með sýningar okkar og við fömm hvert sem er. Það er ekkert þorp of lítið. Tíu krakkar réttlæta fullkomlega kostnaðinn af heimsókninni. Það er leikhússins að kynna sig; leikhús á ekki að bíða eftir að áhorfendur komi á sýningar, heldur verður það að kynna listgrein sína fyrir þeim sem ekki eiga möguleika á að nálg- ast það. Og þannig er það víða úti á landi í Finnlandi." Sem fyrr segir hlaut Juha bama- menningarverðlaun fínnska ríkisins í fyrra. Hann segir þá viðurkenningu hafa leitt af sér sér- kennilega reynslu. „Það er svo skrýtið, eftir að hafa ekki hugsað um annað en að búa til leik- sýningar og koma þeim til bama í tíu ár að standa allt í einu frammi fyrir því að vera eitthvert númer hjá fullorðnu fólki. Það rigndi yfír mig óskum um að vera gestur hjá ót- eljandi félagasam- tökum og þvaðra og blaðra um mikilvægi þess að börn kynnist leikhúsinu, jafnvel hjá sam- tökum eldri borgara. En ég nenni ekki að tala um það. Mér finnst alger tímasóun að halda ræður um svo sjálfsagðan hlut. Það var mjög gott að fá þessi verðlaun, vegna þess að það gerði mér fjárhagslega kleift að gera meira fyrir bömin — og í það vil ég eyða tíma mínum. Leikhús er sérlega heppilegt form til að fræða og í mínu starfí hugsa ég mikið um að koma fræðslu til barna áður en foreldrar og önnur yfírvöld geta fyllt þau af fordóm- um.“ Hvað áttu við? „Jú, sjáðu til. Við hér á Norður- löndum höfum það ágætt. Við lifum ekki í fullkomnum heimi en ef við bemm okkur saman við fyrram Júgóslavíu, við mörg Afríkuríki, arabalönd og fleira mætti telja, þá höfum við ekki yfír miklu að kvarta. Norðurlandabúar tala niðrandi um innflytjendur frá þessum svæðum, draga þá í dilka og skapa fordóma gagnvart þeim. Við spyijum: „Hvers vegna eigum við að taka þetta fólk að okkur. Hvers vegna á það að fá vinnu hjá okkur og njóta góðs af velferðarkerfi okkar?“ Ég hef komið til margra Afríku- ríkja og á stríðshrjáð svæði og ég vil vera á undan foreldrum, kennur- um og pólitíkusum að segja bömun- um frá því sem ég hef séð — biðja þau að velta þvi fyrir sér hvort það sé réttlátt að böm annars staðar þurfi að þola ofbeldi og styijaldir. Mín afstaða er sú að böm alls stað- ar eigi rétt á umhyggju, ástúð, fræðslu. Þau hafa ekkert af sér gert og ég veit ekkert andstyggi- legra en fordóma. Börn búa þá ekki til. Þeir koma frá fullorðnum. Ég bið bömin að hugsa um það að skólasystkini þeirra sem hafa flúið frá öðmm löndum þurfí að sæta einelti, jafnvel ofbeldi, í nýju landi, eftir allt sem þau hafa mátt þola í heimalandi sínu. Þess vegna segi ég finnskum börnum, í verkum mín- um, frá bömum sem ég hef séð í Afríku. Ég hef séð böm svelta, ég hef séð heimilislaus börn, ég hef séð ákaflega veik börn. Um þau tala ég við fínnsk böm og spyr hvort þeim finnist þetta réttlátt. Þeim finnst það aldrei.“ Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.