Morgunblaðið - 18.02.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 18.02.1995, Síða 8
8 C LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Landamæri milli manna Bréf frá Gautaborg - Er ókvenlegt að vera andstyggileg? - Þetta minnir mig á blaða- mann í Finnlandi sem spurði mig svohljóðandi spurningar: Sumar konur halda því fram að karlmenn séu hærri en konur. Hvað segir þú um það, sagði Margaret Atwo- od. Kannski var hún með þessu að svara allt öðru en titilspuming- unni en ég fann ekki neitt beinna svar meðan ég heyrði hana tala á sviði stærsta ráðstefnusalarins fyr- ir nálægt þúsund gesti. Hún var gestur á ráðstefnu undir þessari yfirskrift „Er ókvenlegt að vera andstyggileg?" þar sem hún lenti í samtali við Heidi von Bom. Margaret Atwood (f. í Kanada 1939) hóf feril sinn sem ljóðskáld og hefur skrifað um tvo tugi bóka. Hún er vel þekkt meðal annars fyrir skáldsögurnar Life Before Man og The Handmaiden’s Taie, og seinast The Rubber Bride. Það leggur frá henni vel stilltan kraft sem er einskonar skemmti- kraftur og kraftur alvöm í senn. En það er andstyggileg persóna í skáldsögu hennar The Rubber Bride, Zenia, sem rænir konur, kröftum þeirra, peningunum og mönnum þeirra. Konurnar þrjár í The Rubber Bride, sem verða fyrir barðinu á Zeniu, em framkvæmda- stjórinn og mósartkúluætan Roz, nýbylgju-innblásna spíruætan Charis og Tony sem er haldin sagn- fræðiástríðu og kaupir fötin sín í bamafatadeildunum. Margaret Atwood á það til að líkja sjálfri sér við Zeniu, sem auð- vitað er andstyggilega gert. Þegar rödd úr áhorfendasalnum spyr hvort hún eigi ekkert bágt með að skilja við persónur sem hún einusinni hefur búið til, svarar hún að það sé ekki hægt að losna við þær, því þær lífi sínu lífi. Svo seg- ir hún söguna af því þegar hún einhverju sinni var að árita bókina sína eftir fyrirlestur og sá Charis Tony og Roz standa sprelllifandi fyrir framan sig. Hárrétt klæddar og greiddar, eða nákvæmlega eins og sögupersónurnar. Höfundurinn segist hafa spurt — hvar er Zenia? - Hún komst ekki, sem betur fer! var þá einróma svar stelpn- anna. Eitt einkenni í frásagnarstíl Margaret Atwood er sérstök ná- kvæmni við atriði eins og klæða- burð og önnur ytri tákn. En við- fangsefnið er skilyrði kvenna, hvað gerir okkur að systmm og hvað hindrar slíkt bandalag. Móðir Náttúra og Faðir Yor í ár var feminismi ofarlega á baugi, (á Bok & Bibliotek 94) allt frá átjándualdar fyrirmyndinni Mary Wollstonecraft — í lýsingu ameríska rithöfundarins Frances Sherwood, sem skrifar um Mary Wollstonecraft í bók sinni Vindic- ation, og til „stödstrumpoma" sem þrýst hafa á ýmsa auma punkta í sænskri pólitík seinustu þrjú árin, meðtþað fyrir augum að styðja við bakifr á? stjómmálakonum með því að minna á málefni kvenna. í broddi þeirrar fylkingar er Maria-Pia Boéthius, sem nú hefur sent frá sér bókina Makt och árlig- het um vald og misnotkun á valdi í sænskri poljtík sem og í fjölmiðla- heiminum. Önnur kona sem er Seinni hluti framarlega í hópi stuðningssokkna er bókmenntafræðingurinn Ebba Witt Brattström, sem er vel þekkt í Svíþjóð fyrir greinaskrif sín og fyrirlestra meðal annars um verk og hugmyndir hinnar frönskuvinn- andi Juliu Kristevu. Ásamt hag- fræðingnum Agneta Stark, sem í haust sendi frá sér bókina Halva makten - hela lönen (Albert Bonniers Förlag), hafa þær Ebba Witt Brattström og Maria-Pia Bo- éthius barist í opinberum ræðum og ritum fyrir pólitísku jafnrétti. Allmargar ráðstefnur voru til- einkaðar sjálfsmyndum kvenna frá ólíkum fræðilegum sjónarhólum, sögulegum, pólitískum og bók- menntalegum, en líka sálfræðileg- um og heimspekilegum. Til dæmis kynntu Gunnilla Fredelius og Patricia Klein Frithiof ásamt Ingrid Ursing, sem er kvensjúkdó- malæknir, sameiginlegt verk sitt Kvinnoidentitet, sem er nýutkomin bók (hjá forlaginu Natur och Kult- ur) um mótun sjálfsmynda, þar sem þær gera grein fyrir síðari tíma sálarfræði á auðlesnu og að- gengilegu máli og í ljósi eldri kenn- inga. Um mótun sem hefst strax eftir fæðingu og litast óhjákvæmi- lega af skilgreiningunni „strákur" eða „stelpa". Einnig mættu til leiks sænskar brautryðjendakonur eins og hug- myndafræðingurinn Gunhild Kyle, sem varð fyrsti sænski prófessor- inn í kvennasögu og heimspeking- urinn Ulla Holm, hingað til sú eina hérlendis sem hefur varið doktors- ritgerð í femínískri heimspeki, en hún varði verk sitt í ársbyijun 1993 undir titlinum Modrande och Praxis. Á bókastefnunni hélt hún glúr- inn fyrirlestur um ólíkar skilgrein- ingar á hugtökunum kona og móð- ir, með það fyrir aúgum að slá botninn úr goðsögninni að það sé náttúrulögmál að kona verði móð- ir. í hefðbundnu talmáli er sú kona sem fæðir barn, móðir upp frá því, án tillits til hvort eða hvemig hún hjálpar barninu áfram inn í heim fullorðna. Hér dugar náttúr- an skammt, því það að segja að kona sem getur gengið með barn og fætt það, verði móðir, segir ekkert um hvað það er að vera praktíserandi móðir. Líffræðilegar skilgreiningar leysa engan veginn hið svokallaða „móðureðli" úr ánauð. Að vera móðir ber því að skoða sem menningarfyrirbæri fremur en náttúrufyrirbæri, þar sem hið „náttúrulega" verður álíka ófullnægjandi og samlíking við kú sem ekki verður aftur kvíga eftir að kálfur er kominn. Móðurhug- takið hlýtur því að vera tvíþætt, ef sú sem er móðir lítur á sig sem meðvitað virka eða sem geranda fremur en þolanda. Anglo-amer- ískir femínistar tala um „mother- ing“ og Ulla Holm notar orðið „modrande“. Sá sem „modrar" getur verið hver sá sem tekur að sér að sinna barni, kona eða karl- maður, en hún vill sneiða hjá hefð- bundnum orðum sem þegar eru háð ákveðnum lögum og hefð- bundnum stofnum. (Hvað íslensk- an bíður uppá í þessu sambandi veit ég ekki, en hér duga t.d. hvorki orð eins og uppalandi né fósturfor- •eldri.) Ulla Holm vill að við notum orð- Margaret Atwood ið „náttúra" varlega, því auðvelt er að falla í þá gömlu menningar- gryfju sem skilgreinir kvenlegt eðli sem náttúru og hið karlmann- lega sem menningu. Skilgreining sem stundum liggur illsjáanleg á botninum. Uppvöxtur bama á sér hins vegar alltaf stað innan ein- hverrar menningar... Sjálfsmyndin annars vegar og hinsvegar það sem við gerum bömum, þolir því betur þekkingarfræðilega og siðfræði- lega könnun á ferlinu frá „ER um Ber til Gerir“, heldur en líffræði- legar skilgreiningar á því sem ger- ist án tillits til hvað við gemm og hvemig við hugsum. Það að hlúa að barni hlýtur að krefjast álíka þekkingar, hvort sem í hlut á karl eða kona, eftir því sem Ulla heldur fram, og það er sú þekking sem hún vill ræða á heimspekilegum gmndvelli. - Þetta þótti mér lítið gaman, hvein lágt í Mariu, sem sat við hlið mér á fyrirlestrinum. — Bara sjálfsagðir hlutir, svarar hún þegar ég hvái. Maria er menningarritstjóri á blaðinu Arbetet, sem er til húsa niður við Olav Palmes plads. Hún er staðin upp. Ég stend líka upp og læt hvína. - En María! Heimspekin er nú einu sinni þannig gerð að hún set- ur spumingarmerki við allt „sjálf- sagt“. - Mér fannst hún ekki segja neitt nýtt, bætir María um betur og ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu frá jafn skynsamri konu. Heyrði hún ekki að dr. Holm byij- aði á að upplýsa okkur um að heim- spekin kemur aldrei með lausnir? Skildi hún ekki að þetta vom hug- takagreiningar? Varla hægt að segja neitt nýtt nema gera grein fyrir því gamla fyrst. Nema hún láti sér nægja nýjustu hormóna- kenningarnar! - Það nýja — eða ef þú vilt ekki nýja — liggur kannski í því að skoða feminískar kenningar út frá rökrænu sjónarmiði heimspek- innar sem óhjákvæmilega er gam- alt sjónarmið ... byija ég og reyni að hljóma velstillt þótt ég sé farin að titra. María færir sig fjær, lyftir upp hendinni í kveðjuskyni um leið og hún mjakar sér út úr sætaröðinni. Femínismi er orð sem fær stöð- ugt nýtt bragð, enda engin ein kenning sem ræður merkingunni. Sem hugtak er femínisminn orðinn skemmtilega flókinn og varla er það tilviljun að skáldsagnahöfund- ar, eins og Margaret Atwood, Marilyn French og fleiri, em á svipuðum tíma að fjalla um sam- bandið milli systra og um það sem skilur systur að. Merilyn French Marilyn French var hér og kynnti bókina OurFather, sem hún segir vera skáldsögulega rann- sókn, eða tilraun til að átta sig á málum sem skilja konur að. Hún lætur fjórar systur hittast, saman- komnar hjá öldraðum föður sínum. Þær eiga hver sína móður og hafa aldrei fyrr náð að kynnast. Svo hvað er það sem þær eiga sameig- inlegt? Marilyn segist hafa unnið út frá hugmyndinni um föðurinn sem tákn hins góða og almáttuga, hugmynd sem henni þykir óþarf- lega lífsseig. Og hún lætur goð- sögnina um föðurinn sem ódauð- legan staðgengil hins góða stang- ast alvarlega á við hinn raunvem- lega föður systranna. Ég veit ekki hvort sænska útgef- andanum hefur ofboðið föður- myndin, en hér er bókin látin heita Systrar Emellan, án tilvitnunar í bænina. Nokkuð sem höfundinum þykir miður, þeim ótrauða femín- ista sem sló í gegn með Kvennakló- settinu fyrir sautján ámm og hefur tekist að varðveita reiði sína og nota hana í sögur. Marilyn French, sem einnig er höfundur bókarinnar The War Against Women (Penguin Books, London 1992), segist raunar ekki skilja hvemig nokkur lifandi heil- vita kona getur komist hjá því að vera femínisti, þar sem femínism- inn heldur því bara til streitu að konur séu engin lakari útgáfa af manninum eða óæðri vemr. Þegar konur segja að þær séu ekki femín- istar, era þær í raun og vem að segja sig sáttar við stöðu þeirra sem ýtt er til hliðar og lenda í hlut- verki hins minnimáttar. Og spurn- ingunni um það hvort femínisminn sé á undanhaldi, svarar hún hik- laust: Nei, það er bara óskhyggja þess sem dettur slíkt í hug. Og hún talar um fjölmiðlana sem gjama vilja halda því á lofti að ungar stúlkur séu ekki femínistar, nema þá undir þeim formerkjum sem Camille Pagila hefur kynnt kvennabaráttuna. Fjölmiðlarnir vilja gjama halda á lofti „ömggum femínistum", segir Marilyn, það er að segja þeim sem em í sátt við ríkjandi ástand og virðast ótraflaðar af stöðu samtíðar- kvenna sinna. í hóp hinna „öraggu femínista" setur hún Camille Pagila, sem hún álítur jafnframt að sé „eitt það versta sem komið hefur fyrir fem- ínismann". (Þeim sem vilja lesa sig til um feril Camille Pagila, má benda á ágæta grein eftir Soffíu Auði Birgisdóttur Ferskur straum- ur eða fornaldarfnykur? í Tímariti Máls og menningar 4. 93.) Úr hópi kvenna sem umkringdu Marilyn á Bókastefnunni spurði ung skólastúlka með áhyggjutakt í andardrættinum hvort „akade- mískur femínismi“ væri til góðs eða ills. Hún útskýrði efasemdir sínar, sagðist vita að kvennarann- sóknir væru stundaðar við flestar háskólastofnanir, en árangur þeirra væri ekkert sem tilheyrði skyldunáminu, frekar eitthvað sem hún hefði á tilfinningunni að væri illa séð. - Auðvitað eru femínistar og kvennarannsóknir illa séðar um leið og þær ögra þeirri þekkingu sem ber uppi stöfnunina, svaraði Merilyn, sem er sjálf að fást við kvennasögu, þar sem hún fer aftur fyrir tuttugu síðastliðnar aldir. Hún sagðist oft heyra spurninguna „Hvaða sögu?“ (rétt eins og heim- ildir um konur fyrir daga Maríu mey geti ekki og eigi ekki að vera til). Og það em konur sem spyrja þannig, bætti hún við með áherslu á konur. Með nokkrum uppörvandi dæmum úr sögunni virðist henni takast að sannfæra spyijandann um að akademískur femínismi eigi fullan rétt á sér. Þá heyrðist rödd sem spurði: Hvaða ráð myndirðu gefa ungri dóttur þinni sem vega- nesti? Þar sem Marilyn French virðist sjaldan skorta orð til að tjá hug sinn með, kom svarið á óvart. — Ekkert! Ég myndi halda kjafti. Ég get ekki ætlast til að nokkur stúlka um tvítugt lifí sig inn í þann heim sem mín kynslóð lifði í. Annar langt að kominn femín- isti, Fatima Mernissi, talaði hins- vegar um að arabískar millistéttar- konur nútímans ættu reiðum mæðrum allt að þakka, skóla, menntun, eigin laun og bústað. Og um leið það, að meðal lækna, háskólaprófessora og dómara er þriðji hlutinn konur í heimalandi hennar, Marokkó. í bók sinni Draumar um frelsi (Drömmar om frihet Norstedts 1994) segir hún frá uppvexti sínum í kvennabúri (,,harem“) Hún lýsir því sem einangruðum heimi, með þeim kosti þó að sem barn var hægt að „velja sér móður“. Og hún talar einnig um hin „kristaltæra takmörk" sem gerðu konum kleift að lifa í göldróttu frelsi hugarflugs- ins. En bók hennar, sem hefst á orðunum „Ég fæddist árið 1940 í kvennabúri í Fez“, er á vinsældar- lista sænskra gagnrýnenda í des- ember. Fatima Memissi varð þekkt fyr- ir doktorsritgerð %ína í félagsvís- indum, sem var var bönnuð í Mar- okkó, því boðskapurinn var þessi: Kæru herrar lands míns, ef þið viljið beita valdi gegn konum getið þið ekki stuðst við spámanninn. Fatima heldur því fram að íslam líti ekki á konuna sem óæðri vem, en hefur sögulegar heimildir fyrir því hvernig hinir skriftlærðu hafa lagað orð spámannsins og síðan misnotað gegn konum. Muhadit- hat, kalla þær sig, konur arabaríkj- anna sem leyfa sér að túlka Kóran- inn út frá eigin sjónarhól, án þess að afneita trúnni. En fremsta við- fangsefni sitt segir Fatima Mem- issi vera takmörk eða landamæri (,,hudud“), landamærin milli konu og manns, múslima og kristinna, svartra og hvítra, og á þá við innri landamæri ekki síður en ytri tákn. Kristín Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.