Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA **9«iiHbiMfr 1995 HNEFALEIKAR MIÐVIKUDAGUR22. FEBRUAR BLAÐ c Mannheim vildi Sigurð Jónsson FORRÁÐAMENN þýska 2. deildariiðsins Wald- faof Mannhcim sýndu á úög unu m áfaoga á að fá Sigurð Jónsson, landsliðsmann af Akranesi, til fa'ðs við félagið. Það er i baráttu um 1, dei Id- arsæti næsta keppnistímabil. Fyrirspurn kom til Akurnesinga, hvort m ögu loiki væri á að Sigurður kæmi utan og léki með félaginu síðari hluta yfirstandanði keppnistímabils, en þvi var strax svarað neit- andi og málið komst þvi aldrei á formlegt við- ræðustíg. í fyrsta lagi er Sigurður bundinn enska i eíaginu Arsenai til 15. maí í vor verði um að ræða félagaskipti í annað erlcnt félag. Auk þess er hann með þriggja ára samning við í A, sem sleppir bonum ekki. Þess má geta að þj álfar i Mannl leim er UIi Sti elike, fyrrum laiidsliðsmaður Þýskalunds. Létt hjá Andrési og Guðna í 1. umferð ANDRÉS Guðmundsson og Guðni Sigurjónsson hófu ferilinn í hnefaleikum í Las Vegas í Bandaríkjunum í fyrrinótt þegar þeir tóku þátt í 1. umferð undankeppni fyrir aðra keppni, Toughman Contest. Þeir áttu ekki í erfiðleikum með mótherja sína og sigr- uðu báðir örugglega. Þar með eru þeir komnir áf ram í 16 manna úrslit og líkurnar á að þeir lendi saman í hringnum hafa aukist talsvert. Bardagi Guðna var stöðvaður eftir aðeins 16 sekúndur, eftir að andstæðingur hans fékk blóð- nasir og hafði farið í gólfíð. Andrés náði að slá sinn keppinaut í gólfið eftir 10 sekúndur og aftur 10 sek- úndum síðar, þegar kappinn hafði staðið upp. Báðir lentu íslensku keppendurnir á móti 110 til 115 kg þungum mönnum, en þyngsti keppandinn var tæplega 200 kg og 2,17 m á hæð. Hann komst einnig áfram. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á mínum íþróttaferli. Taugaspennan fyrir keppnina var mikil og mögnuð stemmning í troð- fullri höllinni. En þegar ég komst í hringinn, þá náði ég fullkominni KNATTSPYRNA einbeitingu, sá bara andstæðinginn qg ætlaði að berja hann í gólfíð. Ég náði að slá hann í tvígang með hægri handar krók, sem dugði á hann," sagði Andrés í samtali við Morgunblaðið eftir bardagann. Keppnin var haldin í MGM höll- inni, þar margir bardagar hafa far- ið fram. Þar mun t.d. Georg Fore- man mæta næsta andstæðingi sín- um í heimsmeistaraeinvígi þunga- Vigtarmanna. í síðustu keppni fékk Foreman 22 milljónir bandaríkja- dala í sigurlaun. „Hnefaleikar eru ótrúleg íþrótt og krefjast mikillar tækni og snerpu. Eg er rétt að læra um hvað þetta snýst. Það var stóf hnefa- leikakeppni atvinnumanna hér um helgina og þá sá maður alvöruna í þessu. Menn kepptu á útopnu í tíu lotur, sem tóku þrjár mínútur hver. Við sem eru nýgræðingar keppum í þrisvar sinnum eina mínútu, þann- ig að við eigum langt í land, en svona keppni er mjög vinsæl í Veg- as, þar sem menn slást af kappi í stuttan tíma. Sumir án mikillar tækni og því eru tilþrifm oft skraut- leg. Guðni var mjög kraftmikill og fljótur í -sinni viðureign. Ef við mætumst þá gerj ég allt til að leggja hann að velli, er fullur sjálfstrausts eftir þennan fyrsta bardaga. Mér fínnst þessi bardagaíþrótt eiga vel við mig — ég virðist hafa góðan grunn að byggja á og finnst ekkert að því að slá menn í keppni. En alvaran tekur við á föstudaginn, þá eru fjórir bardagar á einu kvöldi. Þar mun aðeins einn keppandi standa uppúr og fara áfram í úrslit í Toughman Contest í maí," sagði Andrés. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sigruðu báðir ISLENSKU keppendurnlr, Andrés Guðmundsson tll vlnstrl og Guðnl Sigurjónsson, sem keppa í hnefaleikum f Las Vegas kom- ust báðir áfram í undankeppnl fyrir Toughman Contest. Slógu báðlr andstæðínga sína i gólfið á um 20 sekúndum. 21 áfS Einnleikmaðurekki meðleikmannasamningífyrra landsliðið til Kýpur Hörður Helgason, þjálfari 21 árs landsliðsins í knattspyrnu, hefur valið lands- liðshóp sinn sem fer til Kýpur 27. febrúar til að taka þátt í alþjóðlegu móti. fslenska liðið léikur í riðli með Finnlandi, Noregi og Eistlandi. Eftirtaidir leikmenn skipa landsliðshðpirih: Skagamennirnir Ami Gautur Arason, Sturlaugur Haraldsson, Kari Steinn Reynisson og Pálmi Haraldsson, Auðun Helgason, FH, Hákon Sverrisson, Breiða- bliki, KE-ingarnir Atli Knútsson, óskar Þorvaldsson, Sigurður Örn Jónsson og Guðmundur Bene- diktsson, Pétur Marfceinsson og Kristinn Hafliðason úr Fram, Hermann Hreiðarsson og Tryggvi Guðmundsson frá ÍBV, Sigurvin Ólafsson, Stuttgart, og Eiður Smári Guðjohnsen, Éindhoven. Verður Orebro fært niður í fyrstu deild? Grétar Þór Eyþórsson skrifarfrá Svipjóð Sænska síðdegisblaðið i DAG skýrði frá því í gær að svo gæti farið að úrvalsdeildarfélag Örebro yrði dæmt til að leika í 1. deild á komandi leiktíð, en sem kunnugt er léku íslendingarnir Arnór Guðjohnsen og Hlynur Stefánsson með félaginu í fyrra þegar það náði öðru sæti í úrvalsdeildinni og þeir eru þar enn. Hlynur Birgisson frá Akureyri mun væntanlega leika með liðinu á komandi leiktíð. Sænska blaðið segir að einn leik- maður félagsins, hinn tvítugi miðjumaður Magnus Powell, hafi ekki verið með leikmannasamning við Örebro, en samkvæmt sænsk- um reglum verða allir, sem fá meira en 17,600 sænskar krónur í árslaun, að gera leikmannasamn- ing og knattspyrnusambandið verður að fá afrit af þeim. Örebro seldi á dögunum Powell þennan til Helsingborgar og þá kom í ljós að enginn leikmannasamningur var til milli hans og Örebro. „Það er rétt að það var aldrei gerðu samn- ingur við Powell og ástæðan var að hann vildi ekki skrifa undir samning við félagið. Við höfum verið að reyna að leysa þetta mál gagnavart knattspyrnusamband- inu, en það hefur ekki tekist enn- þá," sagði Sven Dahlkvist þjálfari og framkvæmdastjóri Örebro, í blaðinu í gær. Powell lék 17 leiki með Örebro í úrvalsdeildinni í sumar og verði félaginu refsað fyrir þetta þá tapar það þeirrt stigum sem það fékk í þeim leikjum þar sem hann lék. Þá missir félagið 35 stig og mun fyrir vikið falla niður í 1. deild. Blaðið rifjar upp dæmi frá árinu 1966 er kpattspyrnufélagið Saltö greiddi ekki 5 króna leyfisgjald fyrir einn leikmann og var fyrir vikið flutt niður um eina deild. FRJALSAR Öldungamót Þrjú íslandsmet hjá Helgu HELGA Halldórsdóttir úr FH settí þrjú íslandsmet á meistara- móti öldunga í frjálsíþróttum innanhúss, sem fór fram í Laug- ardalnum um helgina. Helga, sem er 31 árs, setti met í lang- stökki - stökk 5,53 metra, í þrí- stökki -11,12 metra og í þrí- stðkki án atrennu - 8,13 metra. Þá setti Karl Torfason, UMSB, íslandsmet í langstökki í flokki 60 ára og eldri, þegar hann stökk 4,68 m og Flosi Jónsson, UFA, setti íslandsmet í langstökki án atrennu, í 40 ára flokki — stökk 3,18 m. Urslit / C2 BLAK: DEILUR UM LIÐ STJÖRNUWNARIBIKARKEPPNINNI / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.