Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Obreytt staða á toppnum Staða efstu liða í ensku úrvals- deildinni í knattspymbu breyttist ekkert í gærkvöldi. Black- burn heldur enn tveggja stiga for- ystu á Manchester United, en fyrr- nefnda liðið vann Wimbledon 2:1 á sama tíma og United vann Norwich °:2. Alan Shearer kom Blackburn yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik og var þetta 29. mark hans á tímabilinu. Mark Atkins jók foryst- una á 25. mínútu en Efan Ekoku minnkaði muninn á þeirri 39. Mikið rigndi í Englandi í gær og setti það svip sinn á leiki og raunar var und- anúrslitaleikjum deildarbikarsins frestað og einnig þremur leikjum í deildinni. Meistarar United náðu einnig undirtökunum snemma í leiknum gegn Norwich því Paul Ince kom þeim yfír á annarri mínútu. Andrei Kanchelski gerði síðara mark Un- ited á 16. mínútu. Leikmenn Norwich sóttu talsvert í síðari hálf- leik en tókst ekki að minnka. mun- inn þrátt fyrir að fá til þess nokkur tækifæri. Leikur Aston Villa og Leicester varð sögulegur því David Lowe skoraði tvívegis fyrir Leicester á síðustu tíu mínútum leiksins og tókst að jafna 4:4 og komast af botni deildarinnar. Villa komst í 3:0 eftir 60 mínútna leik með mörkum Dean Saunders, Steve Staunton og Dwight Yorke en stjóri Leicester og fyrrum stjóri Villa, Brian Little, virðist hafa kennt leikmönnum sín- um einhveja töfraþulu því Mark Robins minnkaði muninn. Tömmy Johnson jók muninn í 4:1 en það dugði ekki. Uwe Rosler gerði 16. mark sitt í vetur fyrir Manchester City þegar liðið vann Ispwich 2:0 og sendi lið- ið þar með í neðsta sæti deildarinn- ar. Anthony Yeboah skoraði fyrir Leeds níu mín. fyrir leikslok og tryggði iiðinu 1:0 sigur yfír Ever- ton. Þetta var annað mark Yeboah í jafn mörgum leikjum með Leeds. United fylgir Blackburn Kcuter MANCHESTER Unlted vann Norwlch í gærkvöldl og fylglr Blackburn eftlr sem skugglnn, er enn tvelmur stlgum á eftlr. Hér sést Ryan Giggs með knöttlnn en Carl Bradshaw reynlr að stöðva hann. BLAK Stjaman 2 vann IS í oddi Stúdentar hyggjast kæra leikinn og úrslitaleikurinn í hættu. HK sigraði KA á Akureyri |að ríkti hálfgert upplausnará- Þriðja og íjórða hrinan voru sann- „„. .. .. IS. Nú var að duga eða drepast fy W i e.— í *i. i lÍK KOIT1IO I UrSllt u„: /a — ' ^Jað ríkti hálfgert upplausnará- W* stand fyrir undanúrslitaleik Stjömunnar 2 (1. deildarliðsins) og Hmm IS í Ásgarði í gær- Guðmundur H. kvöldi en aðdragand- Þorsteinsson inn var dramatískur. skrífar Stjarnan mætti með tvö lið í upphitunina án þess að dómarar leiksins gerðu nokkrar athugasemdir. Leikurinn hófst hins vegar 15. mínútum seinna en áætlað var í upphafí vegna þess að húsið var ekki laust. Stúdentar komust hins vegar ekki úr starthol- . unum í fyrstu hrinunni og Stjömu- menn unnu 15:8. Breytt liðsuppstilling í annari hrin- unni með Amar Halldórsson sem uppspilara og Brynjar Guðmundsson hleypti nýju lífí í Stúdenta sem höfðu sigur í annari hrinunni, 15:9. Þriðja og fjórða hrinan vora sann- kallaðar baráttuhrinur og stigin vora ekki auðfengin, en Stjaman vann þá þriðju 15:13 en Stúdentar þá fjórðu 16:14 og tryggðu sér oddahrinu. í úrslitahrinunni vora það leikmenn Stjömunnar sem léku á alls oddi og höfðu sannfærandi sigur, 15:9 eftir 111. mínútna leik. Zdravko Demirev var langbestur hjá ÍS og innkoma Amars hafði góð áhrif á liðið en hjá Stjömunni var Einar Sigurðsson atkvæðamestur og Emil Gunnarsson virkaði traustur þegar mikið reið á. Ljóst er að eftirmálar verða af leiknum en ÍS hyggst kæra leikinn og nokkur tími mun líða þar til dóm- stólar skera úr um deiluefnið, hvort lið Stjörnunnar 2 hafi verið löglegað skipað. Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyrí HK komið í úrslit Lið HK er komið í úrslit í bikar- keppni karla í blaki eftir örugg- an sigur á KA fyrir norðan í gær. Kópavogsmenn sigr- uðu 3:0 óg vora mun öflugari að þessu sinni. Munaði þar ekki síst um nýjan og fímasterkan leikmann, Mark Andrew frá Bandaríkjunum. Fyrsta hrinan var jöfn og spenn- andi framan af og liðin höfðu nauma forystu til skiptis. I stöðunni 9:9 skildu hins vegar leiðir og HK klár- aði dæmið, 15:9. Önnur hrinan var sömuleiðis í járnum til að byrja með en eftir að HK náði fjögurra stiga forystu, 10:6, var ljóst hvert stefndi og lokatölurnar urðu 15:11. Nú var að duga eða drepast fyrir heimamenn en áður en þeir vissu af voru þeir 0:7 undir í 3. hrinu. Það var ekki fyrr en staðan var 4:14 að KA náði upp baráttu, en of seint, og HK sigraði 15:9 ogþví 3:0 saman- lagt. Stutta uppspilið small saman hjá HK og segja má að önnur hrinan hafí unnist út á skelli eftir slíkt uppspil á miðjunni. Á móti kom að KA-menn vora allt of seinir í hávörn og lágvörnin var reyndar líka í mol- um hjá liðinu. Mark Andrew, Stefán Þ. Sigurðsson, Guðbergur Eyjólfsson og Vignir Hlöðversson áttu skínandi leik hjá HK meðan leikmenn KA léku undir getu. Friðmundur Guð- mundsson sýndi þó ágæt tilþrif á köflum. ■ ÞÝSKI knattspymumaðurinn Matthias Sammer gerði í gær nýjan samning við Borussia Dortmund í Þýskalandi. Nýji samningurinn er til þriggja ára, en Sammer er 27 ára og verður því þrítugur er samn- ingurinn rennur út. ■ HLAUPARAR munu ekki getað stytt sér leið í maraþoninu í Vínar- borg í sumar og svindlað þannig, eins og gerðist í fyrra, því skipuleggj- endur hlaupsins ætla að setja tölvu- kupp í skó allra keppenda þannig að vegalengdin verður mæld ná- kvæmlega. ■ BENNO Möhlmann, þjálfari Hamburger, sem lék lengi vel með Werder Bremen, hefur verið orð- aður sem eftirmaður Otto Rehhag- el, sem fer til Bayer Mtinchen eftir þetta keppnistímabil. ■ EF af því verður er Kevin Keegan, framkvæmdastjóri New- castle, efstur á óskalista hjá Ham- burger, en Keegan lék með liðinu á áram áður og var útnefndur knatt- spymumaður Evrópu sem leikmaður þess. ■ OTTO Rehhagel, þjálfari Werd- er Bremen, hefur fram til þessa neitað að framkvæmdastjóri félags- ins sitji á varamannabekknum, eins og tíðkast í Þýskalandi. Rætt hefur verið um að hann geri breytingar þar á þegar hann byijar að starfa hjá Bayern — að hann sé ekki mót- fallinn því að Uli Höness sé á bekkn- um, enda gamalkunnur og virtur knattspymumaður. ■ OLIVER Neuville, 21 árs sviss- neskur landsliðsmaður, sem leikur með Servette frá Genf, hefur skrif- að undir þriggja ára samning við Bayern Mtinchen. ■ RÚMENINN Mircea Lucescu hefur verið rekinn sem þjálfari ít- alska liðsins Brescia, sem er á botni úrvalsdeildarinnar. Lucescu er búinn að vera þjálfari liðsins frá 1991. ■ SVISSNESKA 1. deildarliðið Young Boys frá Bern hefur keypt pólska landsliðsmanninn Miroslav Trzeciak frá Lech Poznan. KNATTSPYRNA Þorvaldur skoraði í IMottingham ÞORVALDUR Örlygsson og Lárus Orri Sigurðsson léku með varaliði Stoke gegn varaliði Nottingham Forest á laugardaginn var. Þor- valdur lék því gegn sínu gamla félagi á City Ground í Notting- ham, þar sem hann skoraði seinna markið í sigurleik, 0:2, tveimur mín. fyrir leikhlé og hafði áður lagt upp fyrra markið — átti þá þrumuskot sem markvörðurinn varði, en hélt ekki knettinum þannig að einn samherja Þorvald- ar átti auðvelt með að skora. Að- allið Stoke lék ekki um helgina. FRJALSAR ÍR-ingar til Portúgal KVENNALIÐ ÍR í víðavangs- hlaupi keppir í Evrópukeppni fé- lagsliða í Maia í Portúgal 5. febr- úar. Martha Ernsdóttir mun ekki keppa, þar sem hún einbeitir sér að mótaröð alþjóða frjálsíþrótta- sambandsins í víðavangshlaupum. ÍR-liðið er þannig skipað: Anna Cosser, Hulda Pálsdóttir, Gerður Rún Guðlaugsdóttir, Helga Zoega og Hildur Ingvarsdóttir. VIKINGALOTTO: 7 9 10 32 33 47 + 12 26 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.