Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 3
2 B FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING Benafasha skrapp til að ná í vatn Hún missti báða fæturna Ellefu ára stúlkan Benafasha í Afghanistan steig á jarð- sprengju þegar hún fór að sækja vatn fyrir ömmu sína rétt utan við heimaþorp sitt. Hún missti báða fæturna. Um 100 milljón jarðsprengjur eru grafnar í jörðu í fjölmörgum löndum. Þær gera engan greinamun á fótum barna, fullorð- inna eða hermanna. Þær virða ekki vopnahlé. Þær eru ódýrar í framleiðslu, hræðilega áhrifaríkar, og sífellt meira notaðar í vopnuðum innanríkisdeilum. Hundruð saklausra borgara lát- ast af þeirra völdum í hverjum mánuði. Og sífellt stækkar sá hópur sem missir fæturnar. Iðnaður sem við höfum ekki lengur efni á Á hverri mínútu látast 27 börn úr hungri og ófullnægjandi aðhlynningu í heiminum. Á þessari sömu mínútu, hvern ein- asta dag ársins, er nær 1.5 milljónum bandaríkjadala eytt í ný vopn og hernað. 450 milljón manns þjást úr hungri eða vannæringu og yfir milljarð manns skortir lyf og læknishjálp. Þrátt fyrir þetta eyða margar ríkisstjórnir þróunarlandanna 2-3 sinnum meira í hernað en heilsugæslu eða menntun íbúa sína. Hernaður er það afl í þjóðfélaginu sem mengar mest og skaðar umhverfið mest. Hernaðartæki eiga stærstan þátt í því að eyða ósonlaginu. Mesta ógnin stafar af kjarnorkuvopnum. Birgðirnar sem nú eru fyrir hendi geta eytt öllu lífi á jörðinni margfalt. Við eigum kjarnorkuvopn sem svarar 1,8 tonni af dynamitsprengikrafti fyrir hvert einasta mannsbarn á jörðinni. Chernobyl er aðeins eitt af mörgum kjarnorkuslysum.sem þegar hafa átt sér stað. Ráðamenn reyna að gera sem minnst úr þessu. En staðreyndin er sú að bæði höf og lönd verða sí- fellt fyrir meiri mengun af þeirra völdum. Kjarnorkuefnin eru geislavirk í meira en 24,000 ár. Það furðulega er að þetta er réttlætt með því að fyllsta öryggis sé gætt. Fyllist þú öryggi þegar þú lest þessa grein? í Bretlandi starfar helmingur vísindamanna þjóðarinnar við það að þróa ný vopn. Það er talið þjóðfélagslega hag- kvæmt. Sannleikurinn er sá að hergagnaiðnaðurinn er eins og krabbamein sem hægt og bítandi eyðir lífinu á jörðinni. Þessi iðnaður á stærsta þáttinn í því að koma stríði og hörmungum af stað í stað þess að koma í veg fyrir slíkt. Það er kominn tími til að við mannfólkið segjum hingað og ekki lengra! Við þurfum að sýna fram á að hergagnaiðnaður er slæm viðskipti. Nú þegar hefur fyrirtækið General Electric, sem er stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna, byrjað að draga úr sínum þætti í framleiðslu kjarnorkuvopna. Þetta gerðist vegna þrýstings frá almenningi, sem hætti að kaupa lækningartæki og almennar vörur frá fyrirtækinu í mótmælaskyni við kjarnorkuvopnafram- leiðslu þess. ,,“FRIÐUR-2000“„ mun á ýmsan hátt beita sér fyrir því að fyrirtæki í hergagnaiðnaði fari inn á nýjar brautir í framleiðslu sinni. Meðal annars munum við koma upp ráðgjafaþjónustu sem mun aðstoða þessi fyrirtæki við að finna sér ný hlutverk í friðsömum heimi. Með því að kynna sumum þessara fyrirtækja möguleika í framleiðslu á tækni, til sólar, vind og sjávarorku, munum við leitast við að slá tvær flugur í einu höggi: Framleiða ómengaða orku og beina vopnaframleiðendum inn á nýjar brautir. alþjóðamálum". Kæru Landsmenn, Um áramótin tók ég að mér að aðstoða Chernobyl Barnahjálpina að ná í fjögur heisjúk börn til Hvíta Rússlands og koma þeim á sjúkrahús á írlandi. Til að nýta flugið til sem best leitaði ég aðstoðar Landsbjargar og fjöl- miðla til að koma á framfæri þeirri hugmynd að fara með jólapakka til veikra barna í Rússlandi frá börnum á íslandi. Eins og landsmönnum er kunnugt gekk þetta framar öllum vonum. Á aðeins rúmlega tveimur dögum safnaði Landsbjörg fyrir okkur rúmum 18,000 jólapökkum.Það var ein mesta ánægjustund iífs míns.þegar ég sá gleðina og ánægjuna skína úr augum barnanna í Hvíta Rússlandi, er við bárum þeim sending- una frá íslandi. Ég er svo sannariega stoltur af því að vera íslendingur og er sannfærður um , Ástþór Magnússon - Stofnandi átaksins „FRIÐUR-2000“: „ísland er mjög sérstæð fyrir- mynd að því skipulagi sem nota má fyrir breytt fyrirkomulag í Island að okkar bíður stórt og mikið hlutverk á alþjóðavettvangi. Fyrir tveimur árum hitti ég mann í Bretlandi sem vakti áhuga minn á friðar og mannúðar- málum. Þessi maður hafði orðið fyrir miklum áhrifum af dvöl sinni hér á íslandi og heldur því nú fram að Sameinuðu Þjóðirnir eigi að flytja höfuðstöðvar sínar hingað til lands! Nýtt skipulag á Sameinuðu Þjóðirnar. Sameinuðu Þjóðirnar eru 50 ára á þessu ári. Þrátt fyrir mikið og gott starf á ýmsum svið- um, stendur stofnunin nú í gífurlegum erfiðleikum. Fjármál eru í ólestri, spilling ríkir innan ým- issa deilda, ágreiningur er um kjarnorkuvopnamál, og öryggisráðið er engan vegin í stakk búið til að takast á við friðargæslu eins og ráðgert var fyrir 50 árum. Margar þjóðir líta á stofnunina sem hagsmunaklúbb ríkra Vesturlandaþjóða. Það er almennt viðurkennt að mikilla breytinga er þörf á skipulagi og rekstri stofnunarinnar, sérstaklega hvað varðar öryggisráðið og alþjóðlegt hlutleysi í stjórn._______ 40,000 börn látast á hverjum degi meðan peningum er sóað í hernaðarmál. 40,000 böm látast á hverjum einasta degi af völdum hungurs og lyfjaskorts, meðan þjóðir heimsins eyða nær ÞREMUR MILLJÖRÐUM BANDARÍKJADALA í HERNAÐ.Á meðan 40 milljón manns starfa við hernað og framleiðslu á sífellt hættulegri vopnum, eru hvorki nægir læknar né kennarar í stórum hluta heims og þar lifir fólk undir hungurmörkum. Fjöimargar rannsóknir hafa sýnt, að hægt er að leysa flest vandamál heimsins með því að breyta þessu hernaðarferli, og ef ekki verður gripið til rótækra aðgerða nú, má búast við að meira en helm- ingur jarðarbúa verði orðnir heimilislausir árið 2030 af völdum fátæktar eða stríðshörmunga Hvert mannsbarn ætti að geta séð að við getum ekki byggt framtíð okkar á slíku kviksyndi. ísland getur orðið fyrirmynd að breyttu skipulagi í alþjóðamálum. Að byrja að breyta því smáa! Við erum eina þjóð heims sem aldrei hefur haft skipulagðan hernað og sem hefur leyst sín varnarmál með samningum við annan aðila. Nefnd undir forystu Olafs Palme kom fram með nýjar hugmyndir. Ef Sameinuðu Þjóðirnar tæku að sér varnarmál aðildarríkjanna með alþjóðlegum friðar- sveitum væri hægt að skera hernaðarútgjöld niður um allt að 75%. Það væri hægt að losa gíf- urlega fjármuni og nýta mannaflann sem starfar við hernað, í að vinna við þróunarhjálp. Þannig væri hægt að leysa mörg þau vandamál sem mannfólkið stendur nú frammi fyrir. Hugmyndin að slíku alþjóðaöryggiskerfi kom fyrst fram hjá samstarfsnefnd um öryggismál með fulltrúum frá 16 þjóðlöndum árið 1981, undirforsæti Olof Palme þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Þótt ísland sé lítið land, gæti það orðið litla þúfan sem veltir hlassinu. Við stöndum framarlega í alþjóðlegu samstarfi, eigum sæti í mörgum ráðum og nefndum, eig- um aðild að Nato og að Sameinuðu Þjóðunum þar sem okkar atkvæði og tjáningarfrelsi vegur jafn þungt og annarra þjóða. Þar skiptir stærðin engu máli! Ég vil skora á alla íslendinga að vera með okkur í stofnún átaksins „FRIÐUR-2000". Og ég vil skora á stjórnvöld okkar að beita sér í auknum mæli að alþjóðlegum málum og að koma þessum hugmyndum á framfæri á viðeigandi stöðum. Þá vil ég vekja athygli á því, að eftir leiðtogafundinn í Reykjavík var skotmarki kjarnorkuvopna beint hingað í Atlantshafið til að koma í veg fyrir að skotið yrði „óvart“á Sovétríkin, enda gæti það raskað þeim samningum sem höfðu verið handsalaðir. Við erum því ekkert örugg hér út á hafsauga fyrr en búið er að koma vitinu fyrir þessa höfðingja. Almenningsálitið er afl, sem getur breytt hlutum. Yoko Ono skildi eftir skilaboð til íslensku Þjóðarinnar í Vinaskógi um árið „ Draum sem þig einan dreymir, er aðeins draumur. En draum sem okkur dreymir saman - það er raunveruleiki." Það er því mikils virði að við sameinumst öll um þetta átak þannig að þeir sem stjórna verði ekki í neinum vafa um hverjar eru óskir almennings í þessum málum. Ef við íslendingar getum allir sameinast um átakið ,,“FRIÐUR-2000“„, mun það vekja gífurlega athygli erlendis, og verð- ur bein áskorun til samstarfsaðila okkar erlendis um samskonar átök í þeirra heimalöndum. MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 B 3 Adi Roche - Stofnandi Chernobyl Barnahjálparinnar: „Ég vona að allir á íslandi muni sameinast um að kveikja á þeim kyndli sem getur breytt heiminum" Ljósmynd frá heimsókn til hvíta Rússiands í janúar. Ástþór Magnússon og Adi Roche ásamt drengjunum Vitali og Sasha. Eg varð djúpt snortin af bréfi sem mér barst frá mæðr- um og læknum barna í Chernobyl fyrir fimm árum. Neyðarópið var átakanlegt, „í guðs nafni, hjálpið okkur að koma börnunum héðan“. Þá voru liðin 4 ár frá slysinu í Chernobyl, og hin geigvænlegu áhrif slyssins voru að koma betur og betur í Ijós. Meira en 90% af börnum í Chernobyl höfðu veikst, ráða- menn og læknafólk stóð ráðþrota. Þegar ég sá þjáningar þessara barna, fylltist ég reiði og ákveðni. Hvað höfum við gert? Lögmálum náttúrunnar hefur verið ögrað á slíkan hátt að jafnvel börn sem voru ófædd þegar slysið átti sér stað urðu hin saklausu fórnarlömb þess. Ég vissi að ef ég myndi ekki leggja mitt af mörk- um til hjálpar, gæti ég ekki lifað með minningunni um þá þjáningu sem ég sá í augum þeirra. Ef ég léti sem ekkert væri, væri ég að afneita mér sem manneskju og myndi missa sjálfsvirð- inguna. Við erum að glíma við mjög umfangsmikið vandamál, sem er í raun mun stærra en menn hafa gert sér grein fyrir. Þó svo að sumar þjóðir, þ.á.m. írland, hafi nú lagt algjört bann við byggingu kjarnorkuvera, eru enn margar þjóðir með fjöldan allan af kjarnorkuverum í gangi, og enn er verið að byggja þau. Fyrir aðeins nokkrum vikum var opnað nýtt kjarnorku- ver í Bretlandi. Ráðamenn og byggingaraðilar, reyna að gera sem minnst úr slyshættu, en raunveruleikinn er sá að hættan er alltaf fyrir hendi. Einnig er það mikið vandamál að eyða geislavirkum úrgangi eða koma honum fyrir.Þetta er vandamál sem við færum komandi kyn- slóðum. Næstum daglega þurfum við að horfast í augu við hvers konar þjáningar. Fjölmiðlarnir færa okkur heim slíkt magn af myndum að við erum að verða ónæm fyrir þeim. Við erum far- in að halda að það sé eðlilegt mannlíf að fólk þjáist um allan heim og stöndum ráðalaus gagnvart því, hvað hvert okkar getur gert til hjálpar, þó svo að flest þessi vandamál séu af mannavöldum. Með sameiginlegu átaki getum við gert kraftaverk. Á síðastliðnum tveimur árum hefur Chernobyl Barnahjálpin með aðstoð einstaklinga hjálpað HUNDRUÐUM SJÚKRA BARNA OG SENT MEIRI LYFJAAÐSTOÐ EN SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR HAFAGERTÁ NÍU ÁRUM. Fjöldi barna hefur komið til írlands til hvíldar og endurhæfingar. Að komast í hreint og gott umhverfi, borða hollan og ómengaðan mat, hefur orðið mörgum þeirra til mikillar hjálpar, hvort sem þau hafa þjáðst af krabbameini, skaða á ónæmiskerfinu eða vegna annarra sjúkdóma tengda geislavirkni. Þó svo að við getum ekki í öllum tilfellum læknað þau til frambúðar, getur slík heimsókn lengt líf þeirra um tvö ár eða meira, minnkað þjáningar þeirra og gefið þeim dýrmætar minningar. Þá sendum við reglulega lyf og hjálpargögn til sjúkrahúsa og munaðarleysingjahæla á geisla- virku svæðunum. Ég vona að allir sem láta þjáningar hinna saklausu fórnarlamba Chernobyl slyssins ein- hverju varða, taki höndum saman og reyni að gera eitthvað áður en vandamálið verður óleys- anlegt. Geislavirkni þekkir engin landamæri, hún breiðist út með veðri og vindum. Ég vil varðveita fegurð jarðar okkar, en ekki sjá móður jörð og mannfólkið verða fátækt, hungri, sjúkdómum og kjarnorkueyðni að bráð. Við getum ekki búist við því að þeir sem hafa leitt okk- ur í þessar hörmungar snúi við blaðinu að eigin frumkvæði. Flestir þeirra neita því að það sé yfirleitt eitthvert vandamál fyrir hendi. Það er því í okkar höndum, hvers einstaklings á þess- ari jörð, að sýna fordæmi og reyna að koma stjórnmálamönnum og fólki í viðskiptalífinu í skilning um hvaða leið við viljum fara. Ef við erum meðvituð um þetta í okkar daglega lífi, og leggjum hvert okkar lítið eitt til, þá smátt og smátt getur hreyfingin orðið það öflug að ekkert geti stöðvað hana. ,,“FRIÐUR-2000“„ er þannig hreyfing. Stefnan er einföld og skýr: Hættum að eyða orku okkar og fjármunum í það að búa til vandamál, beinum því í að leysa málin. Allir geta tekið þátt í átakinu ,,“FRIÐUR-2000“„ og lagt sitt af mörkum til að skapa betri heim. Líknarfélög vinna mikið og þýðingarmikið verk til hjálpar þeim sem eiga um sárt að binda þessa stundina eins og börnin í Chernobyl. En líknarfélögin ein geta ekki leyst málin til fram- búðar. Aðeins fjöldahreyfing almennings getur breytt þeirri hugsun sem býr að baki vanda- málinu. Heimurinn kallar á það átak sem ,,“FRIÐUR-2000“„ getur gert í því að sameinast um nýtt viðhorf í lífi okkar og heimsmálum. Ég vona að allir á íslandi muni sameinast um að kveikja þeim kyndli sem getur breytt heiminum. Áhrif geislavirkni eru ógnvænleg. Barn fætt íhvíta Rússlandi eftir Chernóbylslysið. Við erum farin að ógna lögmálum náttúrunnar. Robert Green- World Court Project: Fyrrum flotaforingi í breska hernum Bönnum kjarnorkuvopn með lögum I Persaflóastríðinu var ég í hópi þeirra manna, sem flugu um með kjarnorkuvopn. Á tímabili hélt ég, að þau yrðu notuð í þessu stríði. Þetta varð til þess, að ég endurskoðaði lífsviðhorf mitt. Ég er nú hættur herþjónustu og beiti mér fyrir því að fá kjarnorkuvopn bönnuð með lögum í löndum heims. Þó svo, að kjarnorkuvopn séu stærsta ógnun mannlífs og nátt- úru sem nokkru sinni hefur fyrirfundist, teljast þau ekki vera ólögleg vopn. Hinsvegar eru efnavopn bönnuð með lögum. Hér er um gíf- urlegt ósamræmi að ræða. Ég er þeirrar skoðunar að framleiðsla og notkun kjarnorku- vopna séu brot gegn mannkyninu og mannréttindum. Þau eru tæki sem nota má til fjöldamorða. Notkun þeirra myndi valda slíkum hörmungum, að mannlíf og náttúra yrðu aldrei söm eftir. Þau eru vá sem hvorki virðir landamæri né velur fórnarlömb sín. Notkun þeirra mun bitna jafnt á stríðsaðilunum sem og saklausu fólki, dýrum og náttúru á stríðssvæðum og í hlutlausum löndum. Kjarnorkuveldin með Bandaríkin, Bretland og Frakkland í broddi fylkingar haga sér eins og óþekk börn sem vilja ríghalda í hættulegt leikfang. Þau reyna að beita áhrifum sínum til að fá aðrar þjóðir til að koma í veg fyrir bann gegn kjarnorkuvopnum. Nýlega báðu Sameinuðu Þjóðirnar Alþjóða dómstólinn að skera úr um það, hvort notkun kjarnorkuvopna væri ólögleg. Tillagan um það að biðja um slíkt álit alþjóðadómstólsins var samþykkt á þingi S.Þ. með mik- lum meirihluta, en gegn vilja kjarnorkuveldanna, nema Kína. Hafið umhverfis írland, aðeins nokkur hundruð sjómílur frá ís- landi, er eitt geislavirkasta hafsvæði í heimi vegna úrgangs frá kjarn- orkuverum í Bretlandi. Þetta er ógnun við líf sjávar og fiskur ferðast um langan veg og þannig getur geislavirkni borist í fæðukeðjuna og skaðað allt lífríki jarðar. Hagsmunir okkar eru þeir, að skammtímasjónarmið ógna lífríki jarðar. Rödd íslands, þar að heyrast í þessu máli. íslendingar gera kröfu til þess, að á þá sé hlustað, þegar líf og afkoma þjóðarinnar er í húfi. En málið er einnig stærra. Líf Móður Jarðar er í húfi! FRIÐUR-2000 hjálpar Austur Evr- ópskum börnum í samvinnu við Hertogaynjunni af York Söru Ferguson. I Apríl mun hefjast umfangsmikið alþjóðlegt samstarf til hjálpar börnunum í Chernobyl og börn- um sem eiga um sárt að binda annarstaðar í Austur Evrópu vegna stríðshörmunga. FRIÐUR- 2000 og líknarstofnunin Children in Crisis sem rekin er af Fergie munu ásamt ýmsum öðrum frið- ar og mannúðarsamtökum standa fyrir sendingum af lyfjum og hjálpargögnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.