Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA Armstrong hetja Bulls B.J. Armstrong var hetja Chicago Bulls er liðið sigraði Portland með 20 stiga mun á heimavelli, 103:83. Hann gerði 27 stig sem er aðeins einu stigi minna en hann hefur áður gert íeinum leik. Bulls vann sjötta heimaleik sinn í röð og er nú með 50 prósent vinningshlutfaU í deildinni, hefur unnið 30 leiki og tapað 30. Portland hitti illa í öðrum leikhluta, aðeins sjö skot af 20 fóru ofaní og hittni liðsins í öllum leiknum var aðeins 38,6 prósent. „Ég fann mig vel í þessum leik. Við lékum mjög agaðan leik og allt gekk upp,“ sagði Arm- strong. Scottie Pippen og Toni Kukoc gerðu 15 stig hvor fyrir Bulls, sem tapaði síðast á heimavelli 24. jan- úar. Otis Thorpe, fyrrum leikmaður Phoenix, var stigahæstur í liði Port- lands með 21 stig og Jerome Kers- ey kom næstur með 14 stig. Rod Strickland, sem hefur miSsti af tveimur af síðustu þremur leikjum vegna meiðsla; gerði 12 stig og tók sjö fráköst. „Ég ætla ekki að taka neitt frá Bulls, en við lékum mjög illa,“ sagði P.J. Carlesimo, þjálfari Portland. Tim Hardaway gerði þriggja stiga körfu þegar 66 sekúndur voru eftir og tryggði Golden State sigur gegn Seattle á útivelli, 103:106. Leikmenn Seattle reyndu fjórum sinnum þriggja stiga skot á síðustu mínútu leiksins en án árangurs. Hardaway var stigahæstur með 31 stig, Latrell Sprewell var með 26 stig og Victor Alexander var með 17 fyrir Golden State, sem sigrað í Seattle í fyrsta sinn síðan 17. mars 1992. Detlef Schrempf var stigahæstur heimamanna með 23 stig og Payton kom næstur með 19. Þetta var þriðja tap Seattle á heima- velli í síðustu 24 leikjum. Pooh Richardson gerði 10 af 17 stigum sínum fyrir Los Angeles Clippers á síðustu fimm mínútum leiksins gegn Minnesota, sem hafði forystu í leiknum 86:81 áður en Richardson tók til sinna ráða. Leik- urinn endaði 101:88. Tony Massen- burg var stigahæstur í liði Clippers með 19 stig. Doug West var með 31 stig fyrir Minnesota og Christian Laettner gerði 19. Vel varið BUCK Williams hjá Portland Trailblazers ver hér glæsilega skot frá Scottie Plppen hjá Chlcago Bulls. Þad dugöi þó ekkl því Bulls vann sjötta helmalelk sinn í röö og nú meö 20 stigum. Tilraun geiðmeð leikhlé Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, ákvað um helgina að gera tilraun með leikhlé í knatt- spymunni. Hugmyndin er að þjálfari megi taka leikhlé í hvorum hálfleik og ætlar FIFA að láta reyna á þetta á HM U-17, HM U-20 eða á Ólymp- íuleikunum í Atlanta á næsta ári. Samfara þessari breytingu geta sjónvarpsstöðvar sýnt auglýsingar þegar hlé er gert eða allt að fimm sinnum í leik. Dómur dómara stendur Fyrir skömmu voru leikir í Þýska- landi og Tyrklandi leiknir aftur eftir að sjónvarpsupptökur höfðu sýnt að rangt hafði verið dæmt. Þessar ákvarðanir voru gagnrýndar á fund- inum og það áréttað að ekki væri hægt að breyta dómi dómara eftir á en sjónvarpsupptökur væm ein- göngu notaðar í tengslum við leik- brot. ÞOLFIMI Dómari frá Englandi Enski þolfimikennarinn Janfield Bame er kominn til landsins á vegum IAF á Islandi. Bame verð- ur yfirdómari á íslandsmótinu í þolfimi, sem fer fram að Hótel ís- landi kl. 21 annað kvöld. Hún verð- ur með dómaranámskeið fyrir þol- fimimenn að Hótel Holti í kvöld kl. 20. Aðgangur á námskeiðið er ókeypis. KNATTSPYRNA___________ || HANDKNATTLEIKUR Gordon Banks kemur í apríl Markvörðurinn heimskunni afhendir gömlum knattspyrnuköppum viðurkenningu og ávarpar gesti í „Knattspymuveislu adarinnar" Fræg þýsk lið íerfiðleikum Kiel reynir að frá Bogdan Wenta til sín GORDON Banks, fyrrum landsliðsmarkvöröur Eng- lands, sem er af mörgum talinn besti markvörður allra tíma, kemur til íslands í lok aprfl til að taka þátt í „Knattspyrnu- veislu aldarinnar — í þá gömlu góðu daga,“ sem verður að Hótel íslandi. Upphaflega átti veislan að vera laugardaginn 29. apríl, en nú hefur hún ver- ið færð aftur um einn dag, verður sunnudaginn 30. apríl, f rídagur er daginn eftir, 1. maí. Banks, sem varð heimsmeistari með Englendingum á Wembl- ey 1966, lék 73 landsleiki fyrir England sem markvörður hjá Leic- ester og Stoke. Ein frægasta markvarsla hans var í HM í Mex- íkó 1970, þar hann varði á undra- verðan hátt skalla frá Pele, með því að kasta sér niður og slá knött- inn yfir þverslá. Tveimur árum síðar sýndi hann einnig glæsilega markvörslu, er hann varði víta- spyrnu frá Geoff Hurst, West Ham, í undanúrslitum deildarbik- arkeppninnar, með því að slá knöttinn yfír þverslá þremur mín. fyrir leikslok. Stoke fagnaði sigri og varð síðan deildarbikarmeistari með því að leggja Chelsea að velli á Wembley og Banks kjörinn Knattspyrnumaður ársins 1972 í Englandi. Aðeins fímm mánuðum seinna varð Banks fyrir miklu áfalli — lenti í bifreiðaslysi og missti sjón á hægra auga. Þar með lauk glæsilegum knattspyrnuferli hans. Það var oft sagt að það væri auðveldara að ræna Eng- landsbanka, en að skora mark hjá Banks. Jimmy Greaves, marka- hrókurinn mikli, sagði eitt sinn að þegar hann hugsaði um Banks, hafði alltaf ein spurning skotið upp kollinum: „Hvernig get ég skorað hjá honum?“ Banks mun afhenda gömlum knattspyrnuköppum viðurkenning- ar í „Knattspyrnuveislu aldarinnar“ og ávarpa veislugesti. Þess má til gamans geta að Banks hóf knatt- spyrnuferil sinn hjá Chesterfield sama ár og 1. deildarkeppnin hófst á íslandi — 1955, þá sautján ára, en Banks er fæddur 20. desember 1937. Gordon Banks fagnar slgri í deildarblkarkeppninnl á Wembley 1972, aðeins fimm mánuðum síðar varö hann að hætta aö leika knatt- spyrnu með Stoke og enska landsllðinu, þar sem hann mlsstl sjón á hægra auga í bifreiðaslysi. Nicolaos Pascholis, hinn gríski þjálfari Snæfellinga, hefur fengið tilboð um að gerast aðstoðar- þjálfari hjá gríska úrvalsdeildarliðinu Abelokipi frá Aþenu. Pascholis sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði ekki enn ákveðið hvort Miklir erfíðleikar eru nú hjá gömlum stórveldum í þýska handknattleiknum vegna fjár- skorts, en félög hafa átt í erfiðleiK- um með að fá styrktaraðila. Lið eins og Gummersbach, Grosswall- stadt og Wallau Massenheim sjá ekki fram á of bjarta framtíð. Ljóst er að Wallau Massenheim mun missa þýska landsliðsmanninn Stephan Schoene eftir þessa leiktið. Það eru þó ekki öll félögin sem eiga í erfíðleikum, því að ljóst er að tvö félög ætla að byggja upp sterk lið og verður ekkert til þess sparað. Félög eins og Flensburg- hann tæki tilboðinu. „Þetta er auðvit- að mjög áhugavert og spennandi til- boð og ég mun hugsa mig vel um, en ég hef ekki enn ákveðið hvort ég tek því,“ sagði hann. Grikkir eru sterkir 1 körfuknattleik og deildin þar í landi gríðarlega erf- Handewitt og Bad Schwartau ætla sér stóra hluti og kaupa til sín nýja leikmenn fyrir næsta keppnistíma- bil. Þó svo að Kiel hefur verið nær ósigrandi í Þýskalandi undanfarin ár og alltaf sé uppselt á heimaleiki liðsins, hafa fjórir sterkir leikmerin ákveðið að yfírgefa herbúður liðsins — það eru landsliðsmennirnir Wolf- gang Schwenke, Kay Germann, Frank Cordes og Mannhard Bech. Kiel er að reyna að fá til sín pólska landsliðsmanninn Bogdan Wenta, sem hefur leikið með Barcelona á Spáni. ið. í úrvalsdeildinni leika 14 lið og er Abelokipi um þessar mundir í átt- unda sæti þrátt fyrir að þetta sé fyrsta árið sem liðið leikur í úrvals- deildinni. Pascholis hefur verið hér á landi í tvo vetur, var með Hött á Egilsstöðum á síðasta tímabili. KORFUKNATTLEIKUR Pascholis med tilboð frá úrvalsdeHdarliði í Grikklandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.