Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8.APRÍL STJÓRNUN á fisk- veiðum íslendinga og sókn í takmarkaða fiskistofna lands- manna er ekki auðvelt verk svo öllum líki. Góð ráð eru dýr því engin lausn hefur fundist enn til að full- nægja kröfunum um að allir fái þann skerf sem þeir telja réttlát- an. Stefna Sjálfstæð- isflokksins er að fylgja virkri fískveiðistjóm- un þar sem uppbygg- ing fiskistofnanna svo og markviss og hag- kvæm nýting þeirra situr í fyrirrúmi. Jafnframt að tryggt sé frelsi til veiða á þeim tegundum, þar sem veiðarnar eru innan leyfðra nýtingarmarka. Auðlindin gengur í erfðir Fiskimiðin og sú eign sem auð- lindin er, á ekki að ganga í erfðir. Sú þróun að aflaheimildir séu í Ég fagna því, segir Kristján Pálsson, að sj ávarútvegsráðherra vill endurskoða verð- myndun á fiski og vona að það leiði til þess að verðmyndunin verði á fiskmörkuðunum. fárra manna höndum er að mínu mati tvíeggja og ef á um leið að líðast að aflaheimildir gangi í erfð- ir, er þróunin beinlínis varasöm. Þessu verður að breyta enda ætti það að vera auðvelt verk á næsta Alþingi þar sem eng- inn hefur enn heyrst mæla þessari þróun bót. Jafn réttur til að nýta aflann sem berst á land er að mínu mati einnig sjálfsögð réttindi og full ástæða er til að taka undir áhyggjur eigenda fiskvinnslustöðva án aflaheimilda um sam- keppnismismun. Frelsi í verðlagningu Aðskilnaður á milli veiða og vinnslu hefur ávallt verið deilumál. Þeir sem eiga aflaheimildir og jafnframt reka fiskvinnslu hafa mælt gegn slíkri skiptingu. Það hlýtur að vera gleði- efni þeim sem vilja aukið frelsi í verðlagningu fisks, þegar sjávarút- vegsráðherra landsins, Þorsteinn Pálsson, telur að breytinga sé þörf á sviði verðlagningar. Vald fárra á ekki að vera slíkt að þeir geti ákveðið verð til áhafna og deilt út fiski að eigin geðþótta. Fiskistofn- amir eru eign allra landsmanna og þó veiðiréttindum sé úthlutað til ákveðinna aðila, þýðir það ekki sjálfkrafa að viðkomandi megi einn ráðstafa honum að vild. Verðlagn- ing aflans á opnum fiskmörkuðum hlýtur að vera keppikefli öllum þeim, sem bera hag einstaklingsins fyrir bijósti. Formaður LÍÚ, sem hefur mikil áhrif í þessum málum, telur þessar hugmyndir ekki koma til greina og hefur þar uppi sömu rök og þeir sem eiga bæði kvótann og fiskvinnsluna. Um 80% aflaheim- ildanna eru í höndum þeirra sem eiga hvort tveggja. Fiskurinn á markaðina Þegar uppi eru hugmyndir um breytingar á verðlagningu í fisk- sölukerfinu er reynt að slá á strengi þeirra sem vinna á landi og sagt að með breytingunum sé verið að taka frá þeim vinnuna. Að mínu mati eru þessi rök mjög undir beltisstað, því ekki veit ég til þess að fiskvinnslukonan í Bolungarvík verði spurð að því hvort breyta megi t.d. Dagrúnu í frystiskip. í þessum efnum verður að líta á hagsmuni heildarinnar. Það er ekkert í þessu sambandi sem bendir til þess að fiskvinnslu- konan í Bolungarvík eða á Rauf- arhöfn tapi vinnunni ef allur fisk- ur fer á markað. Ég tel að færa megi gild rök fyrir því að breyt- ingar á fisksölukerfinu tryggi vinnu fiskvinnslukonunnar frekar en hitt. Ef allur fiskur fer á markað, er gert ráð fyrir því að skip landi í heimahöfn og verður þá aðstaða heimamanna til að bjóða í fiskinn ávallt betri en annarra. Einnig er full ástæða til að ætla að hærra verð fáist fyrir fiskinn og þar með skili útgerðin betri afkomu. Betri afkoma gæti jafnvel komið í veg fyrir að útgerðin neyddist til að breyta skipi í frystiskip sem tekur síðan vinnuna frá fiskvinnslufólki í landi. Fiskmarkaðir hafa sannað gildi sitt og má segja að með þeim hafi byijað nýtt tímabil þar sem sérhæfing og nýjar vinnslu- aðferðir hafa náð fótfestu og nýir markaðir opnast með hærra verði. Ábyrg stefna Sú staðreynd að vinnslan og veiðarnar séu á einni hendi hefur ekki hjálpað litlu plássunum úti á landi eins og formaður LÍÚ heldur fram í Morgunblaðinu 9. þ.m. Það má benda á marga staði til að sýna hið gagnstæða, að núverandi fyrirkomulag hafi frekar leitt til hnignunar í sjávarplássum víða um^ land. Ég fagna því að sjávarútvegs- ráðherra vilji endurskoða verð- myndun á fiski og vona ég að það leiði til þess að verðmyndunin verði á fiskmörkuðunum. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur verið traust í þessum málum og tel ég heilladrýgst að þessi mál verði leidd til farsælla lykta undir hans stjórn. Það er þjóðinni mikilvægt. Höfundur er 5. maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi. Allan fisk á fiskmarkað Kristján Pálsson Yinstri afstaða STJÓRNMÁLA- FRÆÐINEMAR hafa tekið að sér það þarfa verkefni að hvetja ungt fólk til að taka afstöðu í stjómmálum. Fyrir það eiga þeir þakkir skildar. Því það er brýnt og brýnna nú en oft áður, að ungt fólk taki afstöðu. Ekki að- eins sem kjósendur, heldur líka sem gerend- ur í pólitík. Framtíðin er okkar, 21. öldin með öllum sín- um aragrúa tækifæra. Heimurinn minnkar og minnkar, 'möguleikunum fjölgar og fjölgar og samkeppnin harðar. Það hvernig landinu verður stjórnað á næstu árum mun ráða úrslitum um stöðu okkar, íslendinga, á nýrri öld. Og þeirri landsstjóm sem verið hefur verður að hrinda og innleiða nýja, skapandi og framsækna hugsun við stjórn landsins. Hægri flokkamir, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa nú ráðið landsmálum í fjögur ár. Þeir hafa fylgt þeirri stefnu að skattleggja beri sérstaklega ungt fólk. Kannski vegna þess að það tekur ekki afstöðu, kannski vegna þess að það á sér fáa málsvara í stjómmálaumræðu. Þann- ig hafa þeir lagt á skólagjöld, flutt vaxtakostnað af ríkinu yfir á náms- menn með eftirágreiðslukerfi, stór- hækkað endurgreiðsluhlutfall námsl- ána og þannig mætti áfram telja. Nú er það auðvitað þannig að þegar hart er í ári verðum við að spara. En þeirri stefnu ríkis- stjórnarinnar að skatt- leggja sérstaklega ungt fólk verður að hnekkja. Nýleg könnun Þjóðhags- stofnunar sýnir að hjón á mínum aldri eiga að meðaltali tvær milljónir í eignum, en skulda fimm. Til þessa veruleika þarf ungt fólk að taka afstöðu. Skýra afstöðu. Við og bömin okkar eigum að standa undir velferðinni í þessu landi á kom- andi öld. Að skattleggja sífellt okkar kynslóð sérstaklega er skammsýni. Að veija jafn miklu til menntamála og Tyrkland og Grikkland er sömu- leiðis skammsýni._ Því hin nýja öld er öld þekkingar. Árangur þjóðarinn- ar þar ræðst af þeim aðstæðum sem okkur eru búnar. Framsóknarflokkur- inn hefur lýst því sér- staklega yfir að hann sé ekki félagshyggju- flokkur, heldur miðju- flokkur. Hann hefur því sjálfur beðist undan því að vera valkostur fyrir þá sem vilja taka skýra afstöðu, vinstri afstöðu, um uppbyggingu og framþróun til nýrrar aldar. Eftir stendur því Alþýðubandalagið eitt §em skýrt andsvar við hægri stefnu ríkis- stjórnarinnar. Það vill setja menntun í öndvegi og reka framsækna atvinnustefnu með skýr- um markmiðum um að öflun gjald- eyristekna og sókn á nýja markaði hafi forgang. Og ekki síst að fimm milljarða sköttum, m.a. skólagjöld- Alþýðubandalagið legg- ur fram, að mati Helga Hjörvar, frumlegar og ígrundaðar hugmyndir. um, verði létt af almenningi, en þess í stað tekinn upp raunverulegur há- tekjuskattur og fjármagnstekju- skattur. Þannig gerir Alþýðubanda- lagið ekki aðeins grein fyrir því hvernig eyða á peningum, heldur líka hvernig á að afla þeirra. Þessar kosningar snúast um alvörumál, atvinnu- og kjaramál. Ef við eigum að bæta hér lífskjör er nauðsynlegt að taka á þeim málum af framsýni og festu. Það þarf einfald- lega að auka hér hagvöxt. Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem leggur fram frumlegar og ígrundaðar hugmyndir um hvernig við getum gert að. Sú atvinnustefna er stefna nýrrar aldar. Okkar aldar, okkar atvinnustefna. Útflutningsleiðin byggist nefnilega á því besta sem þessi þjóð á, ungu fólki. Að hlúa hér að framsækinni og vel menntaðri kynslóð sem sótt getur á nýja markaði, eflt hagvöxt og búið okkur þau lífskjör sem við viljum. Höfundur er háskólanemi. Helgi Hjörvar Hverjum glymur klukkan? í ALÞÝÐUBLAÐINU 27. jan. sl. ritar foringinn Jón Baldvin grein, sem hann kallar „Að þekkja sinn vitjunartíma“. Innihald greinarinnar er að koma því inn, að bein aðild að ESB (Efna- hagsbandalaginu) sé það farsælasta fyrir okkur sem allra fyrst. Vilji hans er enn ótvíræður og JBH vill ekki hugleiða viðhorf mikils meirihluta þjóðarinnar varðandi afstöðu til ESB. Það er auðvitað hans mál. JBH seg- ir „Evrópuríki hafa lært af biturri reynslu að þjóðríki er of lítið til þess að ráða við að leysa stærstu vanda- mál, sem upp koma í samskiptum þjóða". Þessi staðhæfing út af fyrir sig er rétt, en felur engan veginn'í sér að íslendinga hlaupi til og verði fullgildir innan ESB. Hér er vitnað til stríðsátaka liðins tíma. Vissulega kom frumhugmynd um ESB upp úr rústum seinni heimsstyijaldarinnar. En það voru viðskiptaleg sjónarmið, sem varð hvati til samtarfsins. Inn- byrðis tollahagkvæmni og samstaða risafyrirtækja til að ná aftur gróða- vænlegum áhrifum. Það var mjög í hag stríðhijáðra sigurvegara. Síðar segir. „Aðild að EBS er ef til vill tryggasta leiðin, sem við get- um farið til að halda til jafns við aðrar þjóðir um réttindi einstakl- inga.“ Þetta er furðuleg staðhæfing og ber aðeins vott um hve alvarlega foringinn sjálfur og forustulið hans í flokknum hefur sofið um hags- munamál almennings. Einnig hversu flokkurinn er langt frá uppruna sín- um og margyfirlýstum markmiðum og sam- þykktri stefnuskrá. Spumingin er því ein- faldlega þessi, frá hin- um almenna kjósanda: Þekkir foringinn og flokkurinn ekki sinn vitjunartíma? Hvers vegna getur flokkur, sem er í ríkisstjóm í 8 ár samfleytt ekki Jcomið viðunandi mannréttind- um í löggjöf á íslandi? Gerir foringinn sér ekki ljóst hvaða flokkar vilja standa að löggjöf, sem er ekki síðri um mann- réttindi en löggjöfín í ESB um þessi mál? Fyr- ir mér er sitt hvað löggjöfm í ESB og raunveruleikinn varðandi þessi mál. Svo mikið þekki ég þar til i viss- um löndum. Það er alls ekki staðið við bókstafinn f framkvæmd. Þeir íslenskir stjómmálamenn, sem telja að réttindalöggjöf ESB sé með betri vemdarákvæði en nú er hjá okkur, eiga einfaldlega að sameinast um að koma á hér ekki síðri lögum varð- andi þessi mikilvægu mál. Þá kemur í ljós hvaða menn og flokkar vilja reynast þjóð sinni vel og vera sjálfum sér samkvæmir í verki og orðum. Við þurfum að auðvitað enga beina aðild að ESB til að koma á slíkri löggjöf. Enn segir. „Saga íslendinga kennir okkur að þjóðinni hefur vegn- að verst þegar hún hefur einangrast frá grannþjóðum sín- um.“ Hvað eiga svona orð að þýða eiginlega? Þau em svo algjörlega út í hött, að furðu gegn- ir. Frá því að við feng- um fullveldið 1918 hafa vinsamleg samskipti vaxið við nágrannaþjóð- irnar. Á að beita margra alda einangmn nú til að fá almenning hlið- hollan fullri aðild að ESB? Það er svo hallær- islegt að undran sætir. Þetta furðulega við- horf kemur einnig fram hjá Vilhjálmi Þorsteins- syni í grein í Alþbl. 12. jan. sl. Þar setur hann okkur, sem emm andvígir fullri að- ild, einfaldlega upp á Árbæjarsafnið. Mikilvægast fyrir fram- tíðina, að mati Jóns —jf—---------------------- Armanns Héðinsson- ar, er að ungir sem aldnir trúi á framtíðina hér á landi. Ekki má nú minna vera. Slíkur er ákafinn fyrir aðildinni. Sjá menn ekki blinduna til að fylgja foringjan- um? VÞ segir svo: „Ætlum við að dunda hér yfir hverfulum físki og kenjóttum rollum og ætlast til að það færi okkur lífskjör á við aðrar þjóð- ir, eða ætlum við að taka þátt í mótun nýrrar aldar upplýsinga og tækni? - Ætlum við að vera fullgild- ir þátttakendur í Evrópu framtíðar- innar eða vera stærsta Árbæjarsafn heims? Um þetta verður kosið í vor.“ Hvað er gefið hér ákveðið í skyn? Einfaldlega að bein aðild sé frelsis- og vaxtarkyndill fyrir unga fólkið á íslandi, ella hrörnun og eymd fram- undan. Það hlýtur að vera ofurtiltrú trúboðans að setja slíkt á blað fyrir almenning. Þetta er svo langt frá raunveruleikanum sem mest má vera. Á það að vera kosningaboð- skapur Alþýðuflokksins nú, að við kunnum okkur ekki neina forsjá sjálfír í lok tuttugustu aldarinnar? Við höfum meiri menntun, meiri samskipti en nokkru sinni við um- heiminn og þessi samskipti fara blessunarlega ört vaxandi til heilla fyrir þjóðina. Þetta er algjörlega eig- ið val og engin þvingun né eftir for- skrift einhverra risavelda eða einok- unarhringa. Þetta er það, sem þjóðin hefur kosið fulltrúa sína til að ráða fram úr á hinu háa Alþingi og mun auðvitað í vor gera það. Ég gerði mér það til fróðleiks að hafa samband við upplýsingamiðstöð um menntun víða um heim. Ekki stóð á svarinu. Ég fékk þegar sendar fjórar bækur, mikla doðranta, um hátt í 500 háskóla og æðri mennta- Jón Ármann Héðinsson stofnanir um allan heim. Þessar menntastofnanir eru öllum opnar, sem vilja reyna. Auðvitað kostar námið misjafnt. Það er hvers og eins að velja frá 4 vikum upp í mörg ár og valið er gífurlegt. Þetta er nú heldur annað en ég mátti ganga í gegnum fyrir liðlega 40 árum er ég valdi land til málanáms, sem enginn íslendingur hafði gert löngu fyrir stríð. Þá var „kontról“, pappír, myndir, umsagnir, enginn gjaldeyrir nema knékijúpa úthlutunarnefnd við þekkta götu, er menn máttu arka upp eftir til að fá hungurlús í uppi- hald. Þetta var þeirra tíma viðhorf. Blessunarlega er þetta kerfi löngu dautt, þótt sumir lifi enn, sem komu því á og unnu við það. Mikilvægast fyrir framtíðina, að mínu mati, er að ungir sem aldnir trúi á framtíðina hér á landi, og unga fólkið, hvort sem það menntar sig skemur eða lengur, fái vinnu við sitt hæfí og geti lifað sómasamlega af. Annað ástand er ekki viðunandi. Þetta eru megin mál komandi kosn- inga. Atvinnuleysi 6-7.000 manna og vaxandi misskipting tekna er óþolandi. Þessi litla þjóð verður að átta sig á þessu. Það eru grundvall- ar mannréttindi hér, að hver hafi val og tækifæri til vinnu og mennt- unar eins og geta hans segir til um. Þarf þetta að vera mikið ágreinings- mál? Lítil spurning að lokum. Fimm þúsund sjómenn og fimm þúsund tölvusérfræðingar árið 2020. Hvaða hópur skyldi afla meiri gjaldeyris brúttó fyrir þjóðina? Höfundur er fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.