Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 B 3 KOSNINGAR 8. APRÍL Mannréttindi kvenna - er allt í lagi hjá okkur? ÞAÐ ER fróðlegt að glugga í nútkomið kver utanríkisráðu- neytisins, Mannrétt- indi kvenna, þar sem safnað hefur verið saman alþjóðlegum samningumog yfirlýs- ingum sem íslendingar hafa gerst aðilar að og snerta rétt kvenna. Þar er einnig að finna Mannréttindayfirlýs- ingu Sameinuðu þjóð- anna. Það er gleðiefni að íslendingar skuli vera aðilar að þessum samningum og þeir skuli með samþykki Alþingis hafa öðlast fullt gildi hér á landi — en er það nóg? Hvað um ábyrgð stjórnvalda til að tryggja þegnunum réttindi þau sem kveðið er á um í þessum samningum? Hvar eru efndirnar — eða þarf kannski ekkert að gera, er þetta allt í lagi hjá okkur? Afnám allrar mismununar gagnvart konum Eg greip niður í samning um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Þessi samningur öðlaðist gildi gagnvart íslandi árið 1985 svo nægur hefur verið tíminn fyrir stjórnvöld að hrinda ákvæðum hans í framkvæmd. Þar segir m.a.: „Aðildarrikin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að afnema mismunun gagnvart kon- um á sviði atvinnu til að tryggja þeim sömu réttindi á grundvelli jafnréttis karla og kvenna, sérstak- lega ... rétt til sömu umbunar, þar með talið fríðinda og sömu með- höndlunar gagnvart vinnu sem er jafngild ... “ Nýleg launakönnun segir okkur ótvírætt að hér vantar mikið á. Hvergi er launamunur kynjanna meiri en í störfum þar sem laun byggjast að stórum hluta á fríðind- um, yfirborgunum og aukagreiðsl- um. Það eru enn fyrst og fremst karlarnir sem njóta þessa en konur sitja eftir. Ég spyr hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að af- nema þessa mismun- un? Hróplegt launamisrétti Launamisrétti kynj- anna er hróplegt og kallar á aðgerðir og þar ber að kalla stjórn- völd til ábyrgðar. Kvenfrelsi verður ekki náð nema leiðréttur verði sá launamunur sem er á milli karla og kvenna í landinu. Kvennalistinn hefur bent á þá leið að framkvæma ókyn- bundið starfsmat með það að markmiði að jafna launamun kynj- anna. Slíkt starfsmat hefur skilað- góðum árangri hjá nágrannaþjóð- um. Það þarf að einfalda launakerf- ið, auka hlut umsaminna grunn- launa og draga úr aukagreiðslum af ýmsu tagi sem fyrst og fremst Við stefnum að þátttöku í ríkisstjórn, segir Birna Signijónsdóttir, fram- bjóðandi Kvennalista í Reykjaneskjörædmi. koma í hlut karla. Fyrst og fremst þarf þó hugarfarsbreytingu. Konur og karlar eru jafngildir einstakling- ar og konur eiga ekki að þurfa að una lægri launum en karlar í sömu eða sambærilegum störfum. Efna- hagslegt jafnrétti er lykill að frelsi og sjálfstæði kvenna, fyrir því verða konur að berjast. Hlutverk Kvennalista Sjálfskipaðir sérfræðingar hafa látið að því liggja að hlutverki Kvennalistans sé lokið og tími hins pólitíska framboðs liðinn. Það ligg- ur nærri að farið sé að skrifa sögu Kvennalistans og niðurlagið kannski fyrst. Sem betur fer á þessi rödd ekki mikinn hljómgrunn né fylgi og heldur er nú bráðlætið mikið. Sá tími á vonandi eftir að koma að kvennaframboð verði óþarft en fyrst þarf margt að breyt- ast í þjóðfélagi okkar og langt er enn í land. Má nefna t.d. að kynja- munur bæði hvað varðar tekjur og völd er mun meiri hér en á hinum Norðurlöndunum. Þrátt fyrir mikla fjölgun kvenna í stjórnmálum með tilkomu Kvennalistans eru konur enn aðeins ijórðungur þingmanna og fimmtungur sveitarstjórnar- manna. Konur eru helmingur þjóð- arinnar og sjálfsagt réttlæti að sama hlutfall kvenna haldi um stjórnvölinn í þessu landi. Aðeins þannig fæst stjórn sem endurspegl- ar fólkið í landinu. Eining og samhugur Samtök um kvennalista í Reykja- nesi bjóða nú fram til Alþingiskosn- inga fjórða sinni. Hingað til höfum við átt eina konu á þingi en stefn- um nú að tveim. Um listann sem nú er fram borinn ríkir mikil eining og samhugur innan hópsins. Eins og áður leggjum við mesta áherslu á málefni kvenna og barna og erum sérstakir málsvarar þeirra hags- muna hvar sem við komum fram. Hver einasti smááfangi sem náðst hefur í átt til jafnréttis hefur náðst fyrir baráttu kvenna. Samtök um kvennalista hafa valið vettvang stjómmálanna til að berjast fyrir kvenfrelsi og jafnrétti. Til þess þurfum við í komandi kosningum stuðning allra sem styðja jafnrétti — okkar hlutverki er ekki lokið. Við stefnum að þátttöku í ríkis- stjórn nú eins og áður og vonum að karlarnir þori í samstarf með okkur. Þori að setja kvenfrelsi, launajafnrétti og málefni íjölskyld- unnar í forgang eins og konur í Kvennalistanum gera. Höfundur skipar 4. sæti & framboðslista Samtaka um kvennalista í Reykjanesi. 4 Birna Sigurjónsdóttir Til hvers að kjósa? ÞAÐ deilir líkast til enginn um það hér á landi að rétt er að fólk neyti almennt atkvæð- isréttar síns. Spyija má hinsvegar hvort þetta eigi í minna mæli við um fólk í yngri aldurshópnum en það sem eldra er. Hér á landi er kjör- sókn sem betur fer nokkuð mikil, og fer það saman við al- mennan stjórnmála- áhuga og tiltölulega mikinn jöfnuð í þjóðfé- lagi okkar. Afleiðingar lítillar kjörsóknar eru okkur hinsvegar kunnar, ekki síst Ungir kjósendur eru, segir Siv Friðleifsdótt- ir, mikilvægasti aldurshópurinn fyrir þjóðfélagið. frá Bandaríkjunum. Þar neyta svo til aldrei fleiri en 40% atkvæðis- bærra manna réttar síns, og það sem verra er, kjörsókn er mjög mismunandi eftir stéttum. Því geta stjórnmálamenn þar í landi leyft sér að horfa algerlega framhjá ýmsum þjóð- félagshópum í stjórn- málastarfi, og kveður svo rammt að þessu að rannsóknir á kjör- sókn hinna ýmsu hópa eru orðnar mikilvæg grein í stjórnmála- fræðum nýja heimsins. Þetta leiðir svo aftur til þess að að þeir, sem ekki neyta atkvæðis- réttarins, verða stöð- ugt afskiptari, og mynda innri öreigalýð, sem á endanum verður hættulegur þjóðfélag- inu. Astæða þess að raunir granna okkar í vestri eru raktar hér, er að ferli sem þetta hefst áreið- anlega á því að ungt fólk í vissum stéttum hættir að neyta atkvæð- isréttar. Síðan, þegar aldurinn færist yfir, og þetta sama fólk kemst að því að það hefur ekkert meira vit á stjórnmálum en það hafði á unga aldri, sér það enga frekari ástæðu til að ómaka sig á kjörstað. Ungir kjósendur ættu að huga að því, að með þvi að láta hjá líða að skila atkvæðaseðli í kjörkassann, geta þeir verið að hefja þróun sem dæm- ir þá og afkomendur þeirra til útskúfunar úr samfélaginu. Auk þess er það að skila auðu mun áhrifaríkari leið til að lýsa van- þóknun á frambjóðendum eða stjórnskipaninni, heldur en að sitja heima. Annað sjónarmið er vert að hafa í huga varðandi kjörsókn ungs fólks, er hlutverk unga fólksins sem þjóðfélagshóps. Það orkar að' vissu leyti tvímælis að kalla aldurs- hóp þjóðfélagshóp, ekki síst ungt fólk, sem á eftir að yfirgefa þann hóp í fyllingu tímans, en þetta á rétt á sér að vissu marki. Ef farið er að skipta þjóð í hópa eftir aldri, þá má færa rök fyrir því að ungir kjósendur séu mikilvægasti aldurs- hópurinn fyrir þjóðfélagið. Ástæða þess er að það er fólk á þessum aldri sem á eftir að móta nánustu framtíð þjóðfélagsins, og það er nútíðin sem mótar þetta fólk. Þess vegna er það afar óheppi- legt ef þessi aldurshópur verður afskiptur í þjóðfélag- inu. Ef stjórnmálamenn hættu að taka tillit til ungs fólks, hætta þeir að taka tillit til þarfa fram- tíðarinnar. Höfundur skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi. Siv Friðleifsdóttir Islenskur landbúnaður, já takk FYRIR nokkrum vik- um létu Samtök iðnaðar- ins gera könnun á við- horfi íslendinga til ís- lenskra iðnaðarvara. Niðurstöður þessarar könnunar voru á marg- an hátt mjög athyglis- verðar. Þær sýndu m.a. að almennt var fólk mjög jákvætt í garð vara sem framleiddar eru hér á landi. Flestir sögðust frekar velja íslenska vöru en erlenda. Fólk virðist þó gera þá kröfu að íslenska varan sé jafn góð og sú erlenda. Sem betur fer er reynsla okkar neytenda sú, að íslenskar iðnaðarvörur eru í flestöllum tilvikum eins góðar og þær erlendu, og í sumum tilvikum betri. Ein af þeim ástæðum hvers vegna fólk keypti íslenskar vörur fremur en erlendar var sú, að með því væri ver- ið að tryggja atvinnu hér á íslandi. Þessi hugsunarháttur er lífsnauðsyn- legur fýrir okkur íslendinga. Með því að kaupa íslenskar vörur og þjónustu erum við að styrkja íslenskt efnahags- líf. Á seinasta ári voru vöruskipti við útlönd hagstæð um 20 milljarða, verð- mæti vöruútflutnings 14% meiri á föstu gengi 1994 en 1993. í stuttu máli má segja að með því að kaupa íslenskan vaming erum við ekki að eyða dýrmætum gjaldeyri en á sama tíma að skapa dýrmæta atvinnu hér á landi. Samtök iðnaðarins hafa unn- ið heilladijúgt verk með því að kynna okkur kosti íslensks iðnvarnings. Þetta starf hefur verið unnið með dyggum stuðningi verslunarinnar í landinu. Verslanir hafa haldið frammi íslenskum vörum og kynnt þær sér- staklega. Miklu munar þegar öflug verslunarfýrirtæki eins og Hagkaup taka þátt í svona herferð. Ég hygg að áhrifín af svona kynningu verði ekki metin til íjár. Nær undantekn- ingarlaust virðast íslendingar sem sagt vera sammála um að íslenskan iðnað beri að efla, og þjóðin sýnir þann velvilja með því að taka íslensk- an iðnvarning fram yfir þann erlenda, þegar þess er kostur. En hvað um íslenska landbúnaðarvöru? Munurinn á iðnvörum og landbúnaðarvörum er sá, að innflutningur á t.d. kjöti og sumum tegundum mjólkurvara er ekki heimilaður, enn sem komið er. Yfírvöld hér á landi hafa reynt eftir fremsta megni að hamla gegn inn- flutningi kjöts, vegna smithættu og að auki hafa vemdunarsjónarmið ver- ið með í spilinu. Nú er það svo að ýmsir t.d. samtök neytenda og nokkr- ir stjórnmálamenn vilja að innflutn- ingur á landbúnaðarvörum verði gef- inn fijáls. Þessir aðilar telja að það verði til mikilla hagsbóta fyrir þjóð- ina, matarverð muni snarlækka. En ekki er allt sem sýnist í þessum efn- um. íslenskar landbúnaðarafurðir eru í flestum tilvikum í mjög háum gæða- flokki. íslenskt grænmeti er mun bragðmeira og kröftugra en innflutt grænmeti. Lambakjötið okkar er úr- valsvara og gæði íslenska svínakjöts- ins aukast stöðugt, einnig hafa ís- lenskir ostar verið verðlaunaðir á sýn- ingum erlendis. Mest um vert er þó að íslenskar landbúnaðarvörur eru ekki eins „mengaðar" og þær er- lendu. íslenskir bændur nota mun minna af allskonar lyfjum og hormón- um. íslendingar ná hærri meðalaldri en flestallar aðrar þjóðir í Evrópu. Almennt heilsufar er mjög gott hér á landi. Þetta getum við þakkað góðu heilbrigðiskerfí og hollum matvælum. Vissulega er verð á landbúnaðaraf- urðum allnokkuð lægra í Mið-Evrópu en hér á Iandi, því má ekki gleyma þegar þessi mál eru rædd, að gífurleg spilling er ríkjandi í landbúnaðarmál- um Evrópusambandsins. Allskonar dulbúnir styrkir eru i boði, fóður er niðurgreitt, stórbændur fá styrki af ýmsum toga t.d. ef þeir ráða atvinnu- leysingja í vinnu. Öllu alvarlegra er, að þessar ódýru landbúnaðaraf- urðir eru ekki í sama gæðaflokki og við eigum að venjast. Dýrin eru alin upp í tölvustýrðum verksmiðjum. Fóðrið er samansett af vafasöm- um bætiefnum og jafn- vel hormónum. Þá er ýmsum úrgangsafurð- um úr sláturdýrum stundum blandað í fóðr- ið. Meðferðin á þessum dýrum er fyrir neðan allar hellur. Bent hefur verið á að hér sé um hreina misþyrmingu að ræða. Fólki víða í Evrópu t.d. í Englandi, Þýska- landi og Frakklandi er farið að of- bjóða þessi illa meðferð og hafa verið haldnir fjölmennir mótmælafundir í þessu sambandi. Franskir bændur hafa í áraraðir mótmælt þessum verk- smiðjubúskap og hinni fáránlegu . landbúnaðarstefnu Evrópusambands- ins, þar sem gæði og hollusta vörunn- Næsta ríkistjórn verður að tryggja, segir Sig- mar B. Hauksson, að Islendingar eigi kost á góðum, íslenzkum land- búnaðarvörum. ar skipta ekki aðalmáli. Af framan- greindu má sjá að brýnt er að þjóðin standi vörð um íslenskan landbúnað. Við viljum hollar og góðar landbúnað- arvörur. Stjómvöld þurfa því að setja strangar reglur um gæði landbúnað- arvara og verða bæði íslenskar og innfluttar landbúnaðarvörur að stand- ast kröfur um þessi gæði. Mikilvæg- ast er þó, að íslendingar séu meðvit- aðir um gæði islenskra landbúnaðar- vara og að það sé okkur öllum í hag að kaupa íslenskar landbúnaðarvörur eins og við kaupum íslenskar iðnað- arvörur. Þetta verða íslenskur land- búnaður, iðnfyrirtæki og verslanir að brýna fýrir fólki. Ábyrgð stórra versl- unarfyrirtækja eins og Hagkaupa og Bónuss er mikil. Ef þessi fyrirtæki og verslanir almennt legðu sig í líma við að kynna íslenskar landbúnaðaraf- urðir og aðstoðuðu framleiðendur við að þróa þessa vöru er engin hætta á öðru en að fólk muni velja þær frem- ur en innflutta landbúnaðarvöm, verði innflutningur heimilaður. Vissulega eru framleiddar úrvals landbúnað- arafurðir í Evrópu, en þessar vörur eru ekki ódýrari, sennilega í svipuðum verðflokki og þær íslensku, og í ein- hveijum tilvikum dýrari. Það er nú einu sinni svo, að góð vara er dýrari en léleg. íslenskar landbúnaðarvörur eru í flestum ef ekki öllum tilvikum bæði betri og hollari en hinar svo kölluðu „ódýru“ landbúnaðarafurðir Evrópusambandsins. Þá er rétt að benda á, að n\jög mikið er flutt inn af allskonar landbúnaðarvörum frá löndunum sem mynda Evrópusam- bandið. Hins vegar er nær ómögulegt að flytja út íslenskar landbúnaðaraf- urðir til landa Evrópusambandsins. Næsta ríkisstjóm sem tekur við eftir kosningar verður að tryggja að ís- lendingar eigi kost á hollum og góðum íslenskum landbúnaðarvörum. Eins og staðan er í dag stendur íslenskur landbúnaður mjög höllum fæti gagn- vart hinu niðurgreidda spillta land- búnaðarkerfí Evrópusambandsins. Kjörorðið íslenskar landbúnaðarvörur, já takk ætti því að vera íslenskum stjómmálamönnum ofarlega í huga fyrir þessar kosningar. Höfundur er félagi í Framsóknarflokknum Sigmar B. Hauksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.