Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 4
SUND Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÍSLANDSMEISTARARNIR f kellu 1995, Ágústa Þor- stelnsdóttir og Ásgeir Þór Þórðarson. Asgeir vann með einum pinna ÁSGEIR Þór Þórðarson úr ÍR varð íslandsmeistari í keilu karla um helgina eftir æsispennandi úr- slitaleik við Valgeir Guðbjartsson úr KFR. Ásgeir sigraði með einum pinna, eins litlum mun og hugsast getur. í kvennaflokki sigraði Ag- ústa Þorsteinsdóttir úr KFR. að má með sanni segja að Ásgeir hafí þurft að hafa fyrir íslands- meistaratitlinum því í hann komst í úr- slitaleikinn með því að sigra Bjöm Sig- urðsson og þar munaði ekki nema þrem- ur pinnum. Hafi Ásgeir hugsað sem svo að nú væri mesta spennan búin, skjátlað- ist honum þvi spennan var rétt að byija. Ásgeir fékk 203 í fyrsta leik og Valgeir 195 þannig að staðan var mjög jöfn. í síðari leiknum fékk Valgeir 222 en Ás- geir 215 og alls 418 gegn 417 stigum Valgeirs. Asgeir var á undan og eftir tiunda ramma hans var ljóst að Valgeiri nægði að fá fellu, en hann fékk átta og kláraði í öðru skoti. En Valgeir fékk annan möguleika á sigri því bónusskotið var eftir. Þar nægði honum níu til að jafna og fá bráðabana og fengi hann fellu var hann orðinn Islandsmeistari. Valgeir var með fellu í áttunda og níunda ramma, en honum brást bogalistin og felldi átta keilur og Ásgeir gat nú loksins fagnað. Taugastríðinu var lokið. Frábær leikur Ágústu Ágústa Þorsteinsdóttir sýndi svo sannarlega mikið keppnisskap í úrslita- leiknum gegn Elínu Oskarsdóttur. Elín var lang efst fyrir leikinn og sigraði með níu pinnum í fyrri leiknum. Ágústa gafst ekki upp. Hún felldi í fyrstu þrem- ur römmum síðari leiksins, lokaði næstu tveimur og endaði með fimm fellum. 235 stig og við því átti Elín ekkert svar. Halldóra Brynjarsdóttir KFR sigraði í 1. flokki kvenna, Jóhann Gylfi Gunnars- son KFR í 1. flokki karla, Kristjana P. Kristjánsdóttir KFS í 2. flokki kvenna og Jóhanna Sigurbjörnsdóttir ÍR í 2. flokki kvenna. Islandsmóti para lauk ekki alls fyrir löngu og voru verðlaun veitt um helg- ina. Þar sigruðu Matthildur Baldursdótt- ir og Ásgrímur Helgi Einarsson úr KFR og í tvímenningi sigruðu Ásgeir Þór Þórðarson og Halldór Ragnar Halldórs- son. Björn G. Sigurðsson, KR, varð bik- armeistari einstaklinga í karlaflokki í keilu fyrir skömmu en um er að ræða fjölmennasta einstaklingsmót keilu- manna árlega. Að þessu sinni tók 131 karl og 33 konur þátt í mótinu. Björn sigraði Jón H. Bragason, KFR, 570-554 í úrslitaleik karla. Heiðrún Þorbjömsdóttir, KFR, varð bikarmeistari kvenna með því að vinna Ágústu Þorsteinsdóttur, KFR, 615-543 í úrslitum. KR-ingamir Bjöm og Davíð Löve hafa verið ósigrandi í mánaðarmótum tveggja manna liða í vetur en keppni fer fram vikulega og leika þrjú efstu liðin til úrslita í lok hvers mánaðar. Fimm mót eru að baki í vetur og hafa félagarnir sigrað í þeim öllum. jmm Arnar Freyr og Logi mæta á MÍíEyjum Innan- húss- meistara- mót Islands í sundi fer fram í Vest- mannaeyj- um um helgina og verður sett á morgun, föstudag. Þetta er í sjötta sinn sem meist- aramótið fer fram í Eyjum. All- ir bestu sundmenn landsins mæta til keppni að undanskild- um Magn- úsi Má Ól- afssyni, sem er nú við æfingar á Spáni. Logi Jes Kristjánsson, ÍBV og Arnar Freyr Ólafsson, Þór, sem hafa æft af kappi í Bandaríkjunum í vetur, verða báðir með á mótinu og verður forvitnilegt að sjá hvar þeir standa. Hns má geta þess að Bryndís Ólafsdóttir, Ægi og Birna Bjömsdóttir, SH, verða nú með eftir hlé. Birna keppir á sínu fyrsta alvörumóti síðan hún veikt- ist af salmonellu á Smáþjóðaleik- unum á Möltu fyrir tveimur árum. mm Arnar Freyr Undanrásir hefjast kl. 09.30 á morgun, en mótið verður sett kl. 17.00 þegar úrslit dagsins hefjast. Keppni verður síðan framhaldið á laugardag og mótinu lýkur á sunnudag. Eftir mótið verður til- kynnt hverjir skipa landslið íslands sem tekur þátt í Smáþjóðaleikun- um í Lúxemborg í júní. Einng verður tilkynnt um val á unglinga- landsliði sem tekur þátt í alþjóð- legu móti í Lúxemborg í lok apríl. Keppendur á þessu íslandsmóti verða 145 talsins frá 16 félögum. Skráningar eru alls 426, 372 í ein- staklingsgreinum og 54 í boðsund- um. Keppendur eru fleiri nú en undanfarin ár. Alphand í fótspor Killys Bandaríska stúlkan Picabo Street vann fimmta brunmótið í röð Luc Alphand frá Frakklandi sigr- aði í síðasta brunmóti vetrarins sem fram fór í Bormio á Ítalíu í gær. Þar með tryggði hann sér efsta sætið í stigakeppninni í bruni og er fyrsti Frakkinn sem gerir það síðan Jean-Claude Killý vann brun- bikarinn 1967. Bandaríkjamaðurinn A.J. Kitt varð annar og Lasse Kjus frá Nor- egi þriðji. Alphand fékk aðeins ell- efu stigum meira en ítalinn Ghed- ina, sem endaði í sjötta sæti í gær. Frakkinn, sem er 29 ára, vann tvö brunmót á sama degi í Kitzbiihel í janúar og það vóg þungt í stiga- keppninni. Street í sérflokki í bruni Picabo Street, sem er 23 ára frá Sun Vally í Bandaríkjunum, endaði tímabilið með því að vinna fímmta brunmótið í röð, en það fór einnig fram í Bormio í gær. Hún hafði þegar fyrir mótið tryggt sér sigur- inn í stigakeppninni í bruni, vann alls sex af níu mótum vetrarins. Warwara Zelenskaja frá Rússlandi varð önnur þriðja brunmótið í röð og Barbara Merlin frá Ítalíu tók þriðja sætið. Vreni Schneider keppti í bruninu og náði níund sæti og um leið dýr- mæt stig í heildarstigakeppninni þar sem hún hefur nú 19 stiga for- skot á Katju Seizinger frá Þýska- landi sem varð fímmta í gær. „Þetta var mikil taugaspenna fyrir mig. Ég er ánægð að hafa náð að kom- ast klakklaust í gegnum brautina,“ sagði Schneider, sem ætlar sér þriðja heimsbikartitilinn. Heimsbikarkeppninni lýkur um helgina. í dag verður keppt í risa- svigi karla og kvenna og síðan svigi og stórsvigi um helgina. Tombafagnaði heims- bikartitlinum heima í stofu ÍTALINN Alberto Tomba fagnaði sigri í samanlagðri stigakeppni heimsbikarsins i fyrsta sinn í gær, án þess að keppa. Fyrir síðasta brunmót vetrarins sem fram fór í Bormio á Ítalíu í gær var Marc Girardelli sá eini sem gat ógnað sigri Tomba í stigakeppninni, en til þess þurfti Lúxemborgarinn að sigra í síðustu fjórum mótunum. Girardelli varð aðeins í 17. sæti í gær. Tomba horfði á keppnina í beinni útsendingu í sjónvarpi heima hjá sér — í nágrenni Bormio, og gat því fagnað heimsbikartitlinum eftirsótta í sófanum heima hjá sér. Tomba verður með í lokamótum heimsbikarsins í svigi og stórsvigi um helgina. Hann hefur unnið 10 mót í vetur. „Ef reglurn- ar hefðu verið öðruvísi hefði ég verið búinn að vinna mun fleiri heimsbikartitla,“ sagði Tomba um leið og það var Ijóst að hann hefði sigrað. „Ef þú heimsækir (Pirmin) Ziirbriggen, (Marc) Girar- delli og (Paul) Accola getur þú séð bikarana sem þeir tóku frá mér,“ sagði Tomba, sem varð annar í heildarstigakeppninni á eft- ir Zilrbriggen 1988, Girardelli 1991 og Accola 1992. PICABO Street frá Bandaríkjunum er brunkona árslns. Hún vann fimmta brunmótið í röð í Bormio á Ítalíu í gær og sigraði í með yfirburðum í samanlagðri stigakeppni í bruni kvenna. KEILA SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM VIKINGALOTTO: 2 4 9 16 17 44 / 1 7 41

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.