Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 3
Y 2 C SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 ALÞJÓÐLEGA BÍLASÝIMINGIIM í GENF MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ ______________________________________________________SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 C 3 ALÞJÓÐLEGA BÍLASÝI\1II\1GII\I í GEIMF GM framleiðir 2,3 millj. bíla utan Bandaríkjanna Morgunblaðið/jt TIGRA sportbíllinn frá Opel á að seljast í yfir 50 þúsund ein- tökum í ár í Evrópu. „VIÐ MUNUM halda áfram að gera Opel að alheims-vörumerki. Opel verður í framtíðinni fram- leiddur í Indlandi, Malaysíu, Filippseyjum, Tælandi og vonandi einnig í Rússlandi og Kína ef að- stæður leyfa. Við stefnum einnig að aukinni framleiðslu þar sem við framleiðum þegar bíla okkar og verðum áfram trú þeirri stefnu GM að fjárfesta í félagi við innlenda aðila á hveijum stað. I Evrópu eru fjárfestingar okkar í Þýskalandi, Ungveijalandi og Póllandi nýjustu dæmin um það,“ sagði Louis R. Hughes forstjóri GM á blaða- mannafundi fyrirtækisins í Genf á dögunum. Höfuðstöðvar GM utan Bandaríkjanna eru í Sviss og þaðan er allri starfsemi fýrirtækisins utan Bandaríkjanna stýrt. Louis R. Hughes forstjóri og Richard M. Donelly Evrópufor- stjóri nefndu nokkrar tölur um umfang GM innan Evrópu og utan og sögðu þeir að síðustu 15 árin bíla (Vauxhall meðtalinn í Bret- landi) jókst á 14 af 16 markaðs- svæðum GM í Evrópu og var mest seldi bíllinn í fjórum löndum á síð- asta ári og sá næst mest seldi í 6 löndum. Hlutdeild Opel er að minnsta kosti 10% í 13 Evrópu- löndum. Mesta söluaukningin var á Corsa bílum á síðasta ári eða 30% og seldust alls 465 þúsund bílar af þeirri gerð. Gert er ráð fyrir að nýi Tigra sportbíllinn muni seljast í rúmlega 50 þúsund eintök- um í ár í Evrópu en helmingur kaupendanna hefur ekki átt áður bíla frá Opel. Richard M. Donelly spáir lítils háttar söluaukningu í Evrópu á þessu ári. Alls seldust 11,9 milljón- ir bíla árið 1994 og gerir hann ráð fýrir 12,2 milljón bíla sölu í ár og segir að bið verði fram undir alda- mót á að sölumetinu frá 1992 verði náð sem var 13,5 milljónir bíla. ’■ jt hefði það aukist mjög í öllum heim- sálfum, sérstaklega í Evrópu þar sem Opel og Vauxhall væru einna mest seldu bílarnir en einnig í Suður Ameríku og Asíu. Viðskipti GM ná til 170 landa. Fólksbíla- markaður heimsins utan Banda- ríkjanna eru 32 milljónir bíla og hefur hlutdeild Evrópulanda verið mest 13,5 milljónir. Framleiðsla GM utan Bandaríkjanna var 2,3 milljónir bíla en alls seldust 2,8 milljónir bíla utan Bandaríkjanna. Meirihluti þeirra var af gerðunum Opel og Vauxhall eða nærri 1,7 milljónir. 30% söluaukning á Corsa í fimm löndum Evrópu fer fram 80% af bílasölu álfunnar en þau eru Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Bretland og Spánn og eftir efna- hagslægð er batinn smám saman að koma en aðeins varð veruleg söluaukning í tveimur löndum, Spáni og Frakklandi. Sala Opel Nýr fjölhæfur hugmyndu- bíll frá Opel kynntur MAXX heitir nýr hugmyndabíll frá Opel sem GM fyrirtækið kynnti á blaðamannafundi í Genf en hér er á ferðinni bíll sem kaupendur geta því sem næst klæðskerasaumað eftir óskum sínum og þörfum; tveggja manna bíll með dágóðu farangursrými, pallbíll, blæjubfll eða jeppi. Þessi fjölbreytilegi bíll er byggður á sama grunni og verða kaupendur aðeins að geta þess þegar þeir panta bílinn í hvaða útgáfu þeir vilja hafa hann og ef þeir vilja skipta síðar um gerð geta þeir snúið sér til umboðs- mannsins sem sér um breytinguna. Talsmenn bílarisans GM sem kynntu bílinn á fundinum sögðu að þótt ekki væri komið að fjölda- framleiðslu væri bíllinn annað og meira en hugmynd, ökufærir og tilbúnir bílar yrðu kynntir síðar á árinu. Júrgen Stockmar tæknileg- ur framkvæmdastjóri hjá Opel sagði að síðustu misserin hefðu sífellt komið fram kröfur um smá- bíla í ljósi sparneytni og umhverfí- sviðhorfa en þegar markaðsmenn Opel fóru að kanna málið nánar var ekki síður uppi á teningnum krafan um nytsemi og aðlögunar- hæfni smábíla til að nota í þéttbýli. Beitt verður nýjum aðferðum við smíði þegar að henni kemur og verður hægt að framleiða hina breytilegu og ólíku bílhluta með sömu tækjunum án þess að stilla þurfi alla framleiðslulínuna uppá nýtt þó ýmis séu framleiddar stutt- ar gerðir eða langar. Hefur einn af verkfræðingum Opel fengið einkaleyfí á hluta á framleiðslu- ferlinu. Tveggja hurða Maxx er 2,97 metra langur og jafn hár og breið- ur eða 1,57 metrar. Bfllinn vegur 600 kg og er búinn þriggja eða fjögurra strokka vélum, 30 eða 50 hestafla og á að eyða aðeins 4 lítrum á hundraðið. Stærri gerðin er 3,58 m löng og tekur 4 til 6 farþega eftir útbúnaði. ■ jt Morgunblaðið/jt Maxx hugmyndabíllinn frá Opel er ekki beint venju- íegur útlits. Síðar á ár- inu gefa Opel verk- smiðjurnar tækifæri til reynsluaksturs á Maxx hugmynda- bílnum en ekki hef- ur verið ákveðið hvenær fjöldafram- leiðsla gæti hafist. DAEWOO framleiðir Espero og Nexia sem báðir eru framdrifinir og fimm manna fjöl- skyldubílar. NÝR jeppi frá SsangYong i Kóreu var kynntur í Genf en hann er m.a. bú- inn vél frá Mercedes Benz. Kóreubílar sækja í sig veðrið BÍLAR frá Suður-Kóreu hafa verið að sækja á Evrópumarkað og reyndar víðar fram á síðustu árum og hérlendis eru þekktastir orðnir bílar frá Hyundai sem komnir eru með talsvert breiða línu og nú síð- ast Kia sem býður smájeppa. Fleiri fyrirtæki hafa fengist við bílafram- leiðslu í Kóreu og verður hér litið á bíla frá tveimur þeirra, Daewoo og SsangYong, sem sýndir voru í Genf. Daewoo kynnti Nexia og Espero sem hvort tveggja eru framdrifnir, fimm manna bílar, 4,26 oh 4,62 m langir, með 1,5, 1,8 og 2,0 lítra vélum sem eru 90, 95 og 100 hest- öfl og eru þeir báðir með samlæs- ingum, rafdrifnum rúðum og þvílík- um búnaði. Sá ódýrari, Nexia, fáan- legur með líknarþelg sem er staðal- búnaður í Espero gerðinni. Daewoo framleiðir um 700 þúsund bíla ár- lega og stefnir að því að ná tveggja milljóna framleiðslu um aldamót. Bílaframleiðslan er ekki nema um 30 ára og hófst með samvinnu við Japani og síðar við GM í Bandaríkj- unum. Þeirri samvinnu lauk 1992 og hefur fyrirtækið séð um alla hönnun og þróun og leitað til hönn- uðarins Bertone. Daewoo samanstendur í raun af 24 fyrirtækjum sem framleiða um 3 þúsund mismunandi vörutegundir á sviði véla, efnaiðnaðar og starfar að margvíslegri þjónustu svo sem flutningum, fjármögnun, mann- virkjahönnun, tölvuframleiðslu og skipaiðnaði. Það sama má segja um SsangYong fyrirtækið sem sinnir olíuhreinsun, flutningum, FAMILY II heitir eldri gerð af jeppa frá SsangYong og virðist hann nokkuð vel úr garði gerður hið innra. sementsframleiðslu, íjármálaþjón- ustu, pappirsvinnslu og tölvufram- leiðslu fyrir utan bílana sem er kannski einna minnsta deildin. Ssangyong framleiddi kringum 50 þúsund bíla árið 1993 og hyggst auka framleiðsluna nokkuð hratt á næstu árum og framleiða um 300 þúsund bíla aldamótaárið. Fyrir- tækið á talsverða samvinnu við Mercedes Benz um notkun véla og skiptinga og framleiðslu á minni vörubílum. SsangYong hefur eink- um framleitt aldrifsbíla, t.d. Kor- ando jeppann og á seinni árum jeppa sem nefndur er Family. í Genf var kynnt ný gerð, Musso og er það nokkuð laglega hannaður bíll, 4,64 m langur, fímm manna (tvö aukasæti fáanleg) og í fyrst- unni boðinn með þriggja lítra vél en síðar bætist við 2,3 lítra vél, báðar frá Mercedes Benz. Bíllinn vegur 1.977 kg og nær 191 km hámarkshraða. ■ Toyota: Morgunblaðið/jt FIMM hurða RAV4 er orðinn álitlegur bíll og er hann orðinn 41 cm lengri en þriggja hurða gerðin. Lengri RAV4 - ný aldrifs Corolla - nýjar vélar FARANGURSRÝMI hefur stækkað um allan helming og opnast hurðin til hliðar. Hún afrekar að ná sama hámarks- hraða og í minni bílnum eða 170 km en hröðun úr kyrrstöðu í 100 km tekur 10,4 sekúndur í stað 10,1 í þeim styttri. Bensíneyðslan er hin sama. RAV 4 bíllinn hefur selst í 10 þúsund eintökum í Evrópu frá því hann kom á markað á síðasta sumri og segja forráðamenn Toy- ota þetta mestu sölu á aldrifsbíl frá fyrirtækinu. Gert er ráð fyrir að selja 15 þúsund bíla af stytrri gerðinni í ár og 9 þúsund af þeirri lengri. Athuganir í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa sýnt að 30-40% kaupenda eru kon- ur, flestir kaupendur eru 45 ára og eldri og margir kaupenda RAV 4 eru í fyrsta sinn að kaupa bíl frá Toyota. Um 580 starfsmenn Toyota vinna við smíði bílsins í Motomachi verksmiðju fyrirtækis- ins og framleiða þeir um 9 þúsund RAV 4 smájeppinn frá Toyota í nýrri og lengri gerð var meðal nýjunga fyrirtækisins á sýningar- bás þess í Genf og vakti ekki síð- ur athygli en styttri útgáfan sem fram kom í fyrra. Annað sem Toyota tefldi fram í Genf var Co- rolla stallbakurinn með aldrifí í nýrri gerð með 1,8 lítra vél og kynnt var ný 1,8 lítra hreinbruna- vél í Toyota Carina E. Þá hafa verið gerðar nokkrar útlitsbreyt- ingar á Land Cruiser jeppanum stóra og hann er nú með nýrri dísílvél sem er 4,2 lítrar og 170 hestöfl. Nýja gerðin af RAV 4 jeppanum er væntanleg hingað til lands síðar á árinu. Þetta er orðinn mun álit- legri bíll, enda hjólhafið orðið 21 cm lengra og heildarlengdin 41 cm lengri eða alls 4,11 m. Þá hef- ur bíllinn þyngst úr 1.150 kg í 1.220. Við þessa lengingu er bíll- inn orðinn fjögurra hurða auk aft- urhurðar, er rúmbetri að innan og betra að umgangast hann og nú er hægt að tala um almennilegt farangursrými eða 645 lítrar í stað 409 lítra áður og hægt er að leggja hluta sætisbaks niður til að stækka rýmið enn. Og besta atriðið er kannski að verðið er líklega á bil- inu 2,3 til 2,4 milljónir króna sem ALDRIFS Corolla með 1,8 lítra og 110 hestafla vél er nýr kostur í Corolla línuna hjá Toyota. þýðir að þessi bíll er ágætlega samkeppnisfær við aðra bíla af sömu stærðargráðu. RAV 4 er því orðinn fullvaxinn bíll sem hentar til dæmis fyrir vísi- tölufjölskylduna bæði í þéttbýlis- snattið í venjulegri vinnuviku og til ferðalaga um þjóðvegi og fjall- vegi um helgar. I útiiti er bíllinn hinn sami og þriggja hurða útgáf- an, hæfilega ávalur og með ágæt- lega stórum gluggum en þegar horft er á bílinn á hlið sést strax að hann er orðinn öllu meiri og stærri. Stuðarar eru allvoldugir og neðst á hliðum er sams konar klæðning og varahjólið hangir á afturhleranum sem opnast til hlið- ar. Sama vél er í þessari lengri gerð, tveggja lítra og 129 hestafla bensínvél sem býður bæði uppá handskiptingu og sjálfskiptingu. Morgunblaðið/jt NÝR BMW langbakur í 300 línunni var kynntur á bílasýningunni í Genf. Þessi gerð er með 2,8 lítra og 193 hestafla vél og myndi kosta hérlendis rúmlega fjórar milljónir króna. Enn einn langbak- urinn f rá BMW Skutbílar vinsælli en f jölnotabílar bíla af báðum gerðum á mánuði. Af þeim fara alls um 2.500 á Evrópumakrað. í Corolla línuna bætist nú nýi aldrifsbíllinn og verður hann með l, 8 lítra vél sem er fjögurra strokka, 16 ventla og 110 hestöfl. Eins og fyrirrennarinn er hann með 5 gíra handskiptingu og mið- drifi sem tryggir besta grip þegar hætta er á að eitthvert hjólið taki að spóla. Þá er bfllinn búinn sjálf- stæðri MacPherson fjöðrun á öll- um hjólum og sporvíddinn hefur verið aukin um 3 cm að framan og 4 að aftan sem ásamt endurbót- um á fjöðrunarbúnaði miðar að því að auka rásfestu. Heildarlengd bílsins er 4,26 m og er hún 5,5 cm meiri en fyrri bíls og hann er 3 cm breiðari. Líknarbelgur í stýri er fáanlegur og hemlalæsivörn. Talsmenn Toyota áætla um 3 þús- und bfla sölu á Evrópumarkaði á þessu ári. Hreinbrunavélin sem Toyota kynnti í Genf og boðin verður nú meðal annars fáanleg í Carina E bílnum er framhald á þeirri þróun sem fyrirtækið hefur unnið að á síðustu árum og telur sig í farar- broddi hvað hreinbrunavélar varð- ar sem það fyrst kynnti árið 1984. Þetta er 1,8 lítra og 107 hestafla vél sem forráðamenn Toyota segja að sé sparneytnari en fyrri vélar m. a. vegna tölvustýrðs eftirlit- skerfís hennar. Hreinbrunavélarn- ar hafa verið fáanlegar í Carina E, þ.e. 1,6 vélin og verður svo áfram en nú bætist 1,8 vélin við og verður m.a. boðin í Niðurlönd- um, Sviss, Bretlandi og Þýska- landi. Ekki er enn ákveðið hvort þessi vél verður boðin hérlendis. ■ jt í BMW 300 línunni er nú fáanlegur langbakur sem kynntur var í Genf á dögunum og má segja að þar með sé langbakur frá BMW fáanlegur í nær öllum gerðum og stærðum. Þessi nýi 300 bíll er hinn sami og línan sem fyrir er nema hvað farang- ursiými er stærra og notagildi bíls- ins annað en hins venjulega stall- baks. Vélaframboð ætti að vera nægilegt: 2,0 og 2,8 lítra bensínvél- ar og 1,8 og 2,5 1 dísilvélar. BMW touring eða langbakurinn verður fáanlegur hingað til lands með stuttum fyrirvara en gera má ráð fyrir að verðið sé almennt kring- um 250 þúsund krónum hærra en á stallbaksgerðunum. Það myndi þýða um þijár milljónir króna fyrir bíl með tveggja lítra vélinni sem er 150 hestöfl. BMW langbakurinn er sem fyrr segir byggður á grunni stall- baksins og er því í raun sami bíll og með sömu áherslu á öryggisatrið- in sem eru staðalbúnaður svo sem hemlalæsivörn, líknarbelgir fyrir bíl- stjóra og farþega í framsæti. Farangursrýmið er allstórt og aðallega langt því það er 1,69 m að lengd og getur tekið uppí 1.320 lítra sé það fullnýtt með sætin lögð nið- ur. Bíllinn með tveggja lítra vélinni er 1.330 kg að þyngd og er talinn eyða 12,2 í þéttbýli en kringum 6 lítrum á jöfnum 90 km hraða. ■ SKUTBÍLAR voru vinsælli en fjöl- notabílar í Frakklandi á síðasta ári. Þar seldust 79.940 skutbílar á móti 49.730 fjölnotabílum. Þó er búist við að þetta snúist við þegar framleiðsla eykst á Peugeot 806 og Citroen Synergie fjölnota- bflunum. Á sama tíma berast þær fréttir að milljónasti Peugeout 106 bíllinn hafí verið afhentur frá verksmiðju. Bfllinn er seldur í 114 löndum og hafa vinsældir hans orðið til þess að Peugeot ráðgerir nú að auka framleiðsluna. Hins vegar þykir líklegt að Pe- ugeot 205, sem ráðgert var að hætta að framleiða í júnímánuði nk. verði framleiddur allt fram til 1996. Bflnum var fyrst hleypt af stokkunum fyrir 12 árum en hlut- ur hans á Frakklandsmarkaði er 2%. Einnig talið líklegt að 405, sem er orðinn sjö árra gömul hönn- un, gangi senn í endumýjun líf- daganna. ■ l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.