Morgunblaðið - 22.03.1995, Page 3
2 C MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 C 3
ÚRSLIT
KA-Valur 23:22
KA-heimilið, úrslit um íslandsmeistaratitil-
inn í karlaflokki, annar leikur, þriðjudaginn
21. mars 1995.
Gangur leiksins: 0:1, 4:4, 7:7, 10:8, 12:10,
14:11, 15:15, 16:17, 17:19, 18:20, 20:20.
Framlenging: 21:20, 21:20, 22:20, 22:21,
23:21, 23:22.
Mörk KA: Valdimar Grímsson 10/3, Pat-
rekur Jóhannesson 5, Alfreð Gíslason 3,
Leó Örn Þorleifsson 2, Valur Amarson 1,
Erlingur Kristjánsson 1, Helgi Arason 1.
Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson
10/1 (þaraf þijú til mótheija).
Utan vallar: 14 mínútur. Þar af tvær vegna
þess að Árni Stefánsson, liðsstjóri, fékk
rautt spjald í lok fyrri hálfleiks.
Mörk Vals: Geir Sveinsson 5, Jón Kristjáns-
son 4, Ólafur Stefánsson 4/3, Dagur Sig-
urðsson 3, Davíð Ólafsson 3, Valgarð Thor-
oddsen 1, Ingi Rafn Jónsson 1, Finnur Jó-
hannsson 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 10/1
(þaraf 2/1 þannig að knötturinn fór aftur
til mótheija), Axel Stefánsson 2.
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Bræðumir Egill Már og Örn
Markússynir. Stóðu í ströngu og stóðu sig
vel í erfiðu verkefni.
Ahorfendur: Troðfullt hús — eitthvað á
annað þúsundið.
Fram - Stjarnan 19:20
íþróttahús Fram, úrslitaleikir í 1. deild
[ kvenna — annar leikur, þriðjudaginn 21.
mars 1995.
Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 6:5, 7:9, 9:9,
12:13, 12:16, 14:18, 17:18, 17:20, 19:20.
Mörk Fram: Zelka Tosic 4, Berglind Óm-
arsdóttir 3, Díana Guðjónsdóttir 3/3, Arna
Steinsen 2, Hanna Katrín Friðriksen 2,
Hafdís Guðjónsdóttir 2, Steinunn Tómas-
dóttir 1, Kristin Hjaltested 1, Þómnn Garð-
arsdóttir 1.
Varin skot: Kolbrún Jóhannsdóttir 13 (þar-
af 4 til mótheija).
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Stjörnurinar: Guðný Gunnsteinsdótt-
ir 5, Ragnheiður Stephensen 5/3, Laufey
Sigvaidadóttir 4/2, Hrund Grétarsdóttir 3,
Herdís Sigurbergsdóttir 1, Margrét Vil-
hjálmsdóttir 1, Inga Fríða Tryggvadóttir 1.
Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 9/1 (þar-
af 2 til mótheija), Sóley Haraldsdóttir 3/1.
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar
yiðarsson byijuðu vel en misstu tökin.
Áhorfendur: Um 380.
UMFG - Keflavík 80:98
Iþróttahúsið í Grindavík, undanúrslit úrvais-
deildarinnar í körfuknattleik 3. leikur,
þriðjudaginn 21. mars 1995.
Gangur leiksins: 0:2, 6:2, 13:7, 20:17,
20:30, 28:44, 35:53, 44:62, 49:64, 55:64,
64:71, 66:87, 74:91, 74:97, 80:98.
Stig UMFG: Mark Mitchell 24, Helgi Jónas
Guðfinnsson 14, Guðjón Skúlason 12, Unn-
dór Sigurðsson 9, Pétur Guðmundsson 9,
Bergur Hinrikssson 6, Guðmundur Braga-
son 4, Árni Bjömsson 2.
. Stig Keflavíkur: Lenear Bums 22, Albert
Óskarsson 15, Davíð Grissom 14, Sverrir
Þór Sverrisson 13, Jón Kr. Gíslason 10,
Sigurður Ingimundarson 9, Gunnar Einars-
son 7, Kristján Guðlaugsson 5, Böðvar'
Kristjánsson 3.
Dómarar: Helgi Bragason og Kristján
Möller. Slakir og ósamræmi í dómum þeirra.
Áhorfendur: Rúmlega 1000.
UMFN - Skallag. 83:79
íþróttahúsið í Njarðvík, Islandsmótið í
körfuknattleik, undanúrslit - þriðji leikur
21. mars 1995.
Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 11:12, 19:18,
29:26, 32:30, 37:35, 37:45, 45:50, 51:51,
60:60, 68:69, 69:69, 77:69, 79:78, 81:79,
83:79.
Stig UMFN: Rondey Robinson 25, Valur
Ingimundarson 22, Teitur Örlygsson 18,
Kristinn Einarsson 8, Friðrik Ragnarsson
4, Jón Júlíus Ámason 2, Jóhannes Krist-
bjömsson 2, fsak Tómasson 2.
Stig Skallagríms: Tómas Holton 26, Grét-
ar Guðlaugsson 15, Sveinbjörn Sigurðsson
12, Alexander Ermolinskij 11, Henning
Henningsson 7, Gunnar Þorsteinsson 6,
Sigmar Egilsson 2.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Kristinn
Albertsson - sem dæmdu mjög vel.
Áhorfendur: Um 450.
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Atlanta - La Clippers......106:102
Cleveland - Dallas...........100:102
■f tvíframlengdum leik-
San Antonio - Seattle......104: 96
Sacramento - Denver........ 91: 89
Íshokkí
NHL-deildin
Hartford - Washington............0:5
Philadelphia - Montreal..........8:4
Quebec - Florida ■Eftir framlengingu. Edmonton - Calgary Los Angeles - St Louis 5:4 5:2 5:3
Knattspyrna England Úrvalsdeildin: 2:0
(Thorn 59., Elkins 76.') 5.268 I. deild: Bumley - Luton 2:1
Charlton - Grimsby 2:1
Notts County - Bristol City 1:1
1:0
2:1
4:2
Sunderland - Middlesbrough 0:1
Watford - Bamsley 3:2
Skotland
Úrvalsdeild:
Dundee United - Hearts...........1:1
Kilmarnock - Celtic..............0:1
Spánn
Bikarkeppnin:
Síðari leikur í 8-liða úrslitum:
Athletic Bilbao - Deportivo Coruna.0:0
■(Deportivo áfram, 3:0)
í kvöld
Handknattleikur
2. deild karla, úrslitakeppni:
Framhús: Fram-Fylkir kl. 20
Seltj.nes: Grótta-Þór kl. 20
Smári: Breiðablik - ÍBV kl. 20
FELAGSLIF
Herrakvöld Blika
Knattspymudeild Breiðabliks heldur herrakvöld
á laugardaginn, 25. mars, i veitingasal íþrótta-
hússins Smárans í Kópavogi. Miðaverð er kr.
2.900. Veislustjóri er Guðmundur Oddsson og
ræðumaður Jón Baldvin Hannibalsson. Miða-
sala er í Smáranum og Vedu, Hamraboig.
Árshátíö hjá ÍR
Árshátíð handknattleiksdeildar ÍR verður haldin
í Dugguvogi 12 kl. 19.30 laugardaginn 25.
mars. Aðalræðumaður kvöldsins verður Össur
Skarphéðinsson.
Leiðrétting
Halldóra Þorgeirsdóttir, Ægi, sem
var valin efnilegasta sundkonan á
innanhússmeistaramótinu í Vest-
mannaeyjum, var rangfeðruð í blað-
inu í gær. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
Úrslitakeppnin
í körfuknattleik 1995
Annar leikur liðanna i undanúrslitunum,
leikinn i Keflavík 19. mars 1995
KEFLAVÍK GRINDAVÍK
90 Stig 89
17/27 Víti 23/31
3/10 3ja stiga 5/16
35 Fráköst 27
25 (vamar) 23
10 (sóknar) 4
f. Bolta náð 14
16 B olta tapað 12
16 Stoðsendingar 7
22 Viilur 24
Úrslitakeppnin í körfuknattleik 1995
Mjsj P 1 fiP
Annar leikur liðanna i undanúrsiitunum, leikinn í Borgamesi 19. mars 1995 UMFS UMFN
79 Stig 80
19/29 Víti 18/32
6/19 3ja stiga 4/16
39 Fráköst 30
27 (varnar) 23
12 (sóknar) 7
8 Bolta náð 12
11 Bolta tapað 13
19 Stoðsendingar 16
24 Villur 24
•Kortin hér að ofan vantaði með umfjöllun um leiki helgarinnar í undanúr-
slitum úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik í blaðinu í gær.
_L-
IÞROTTIR
IÞROTTIR
KORFUKNATTLEIKUR
Njarðvíkingar komnir í úrslit eftir þrjá sigra á Skallagrími
Urðum aðtaka á
öllu sem við áttum
„ÉG er í sjöunda himni með
þessi úrsiit, því Borgnesingar
Íéku sérlega vel í kvöld, bæði
í vörn og sókn - og við urðum
að taka á öllu sem við áttum
til að knýja fram sigurinn. Leik-
aðferð þeirra heppnaðist nán-
ast fullkomlega, þeir réðu
hraðanum og varnarleikurinn
var mjög góður,“ sagði Valur
Ingimundarson þjálfari og leik-
maður Njarðvíkinga eftir að lið
hans hafði sigrað Skallagrfm
83:79 í framlengdum leik í und-
anúrslitum íslandsmótsins í
Körfuknattieik í Ljónagryfjunni
f Njarðvfk í gærkvöldi og
tryggðu sér þar með réttin til
að leika til úrslita um meistara-
titilinn. Þetta var þriðji leikur
liðanna og sigruðu Njarðvfk-
ingar f þeim öllum.
Leikurinn í Njarðvík í gærkvöldi
var frábær skemmtun. Hann
var vel leikinn, hraður og spenna
■■■■ frá upphafi og allt
Björn fram á síðustu sek-
Blöndal úndu. Njarðvíkingar
skrifar frá leiddu lengstum í
Njarðvík jyrrj hálfleik, en
Borgnesingar voru þó aldrei langt
undan. Þeir hófu síðari hálfeikinn
af krafti og settu þá Njarðvíkinga
út af laginu með því að setja 10
stig í röð og voru þá komnir með
8 stiga forystu 45:37. Þá fékk Alex-
ander Ermolinskij sína 4 villu og
var tekinn útaf. Við það varð varna-
leikur Skallagrímsmanna ekki eins
sterkur og Njarðvíkingum tókst að
komast inn í leikinn að nýju. Þegar
10 mínútur voru til leiksloka kom
Ermolinskij inná aftur, en það var
stutt gaman því stuttu síðar var
dæmd á hann sóknarvilla og þar
með var hann útilokaður frá leikn-
um.
Flestir hafa eflaust reiknað með
að þar með yrði eftirleikurinn auð-
veldur hjá heimamönnum, en það
var öðru nær og með smá heppni
hefðu Borgnesingar getað gert út
um leikinn á lokasekúndunum. Þeg-
ar staðan var 68:68 og um mínúta
eftir fengu þeir færi í tvígang en
mistókst. Sókn Njarðvíkinga mis-
tókst og þeir brutu á Grétari Guð-
laugssyni sem fékk tvö vítaskot
þegar 0,8 sekúndur voru eftir. Hann
hitti úr öðru skotinu 69:68 og
Njarðvíkingar brunuðu upp og brot-
ið var á Vali Ingimundarsyni sem
fékk tvö vítaskot og hefði getað
gert út um leikinn. Fyrra skotið
mistókst en seinna skotið fór rétta
leið og leiktíminn rann út.
Njarðvíkingar hófu framlenging-
una af miklum krafti og settu 8
stig í röð og útlitið því ekki gott
fyrir Borgnesinga. En þeir gáfust
ekki upp og með feikna baráttu
tókst þeim að minnka muninn í 1
stig 79:78 þegar rúm mínúta var
til leiksloka. En lengra náðu þeir
ekki og Njarðvíkingar höfðu betur
á lokasekúndunum.
„Við vorum flestir nánast alveg
búnir í Ieikslok og gerðum þá nokk-
Urslitakeppnin
körfuknattleik 1995
Þriðji leikur liðanna i undanúrslitunum,
leikinn i Njarðvik 21. mars 1995
UMFN UMFS
83 Stig 79
14/23 Víti 11/23
3/19 3ja stiga 7/22
39 Fráköst 40
24 (varnar) 32
15 (sóknar) 8
27 Bolta náð 10
12 Boftatapað 25
22 Stoðsendingar 13
20 Villur 26
SJONVARP
Sýnt beintfrá
handboltanum
Það hefur vakið undrun margra
að ekki var sýnt beint frá
leik KA og Vals í úrslitum íslands-
mótsins í handknattleik í gær-
kvöidi. Samúel Örn Erlingsson,
starfandi deildarstjóri íþrótta hjá
RÚV, sagði að ástæðan væri ein-
föld. „Samkvæmt niðurröðun
leikja átti þetta að vera þriðji leik-
ur liðanna og átti hann að vera f
Reykjavík en leikirnir voru síðan
færðir aftur um tvo daga. Við
gerðum ekki ráð fyrir að sýna
leikinn beint, nema ef annað hvort
liðið ætti möguleika á að vinna
3-0 en það hefur aldrei gerst. Það
er dýrt fyrir okkur að fara til
Akureyrar með upptökubílinn og
eins og veður og færð hefur verið
hefði verið hæpið að leggja út
þann kostnað sem fylgir beinni
útsendingu," sagði Samúel.
Hann sagði einnig að á þessum
tíma væri mjög þröngt í dagskrá
sjónvarpsins enda styttist í kosn-
ingar og RÚV hefði miklar skyld-
ur um að fjalla um stjórnmál.
„Eftir breytingarnar á leikjunum
leit illa út með að við gætum
sýnt frá keppninni, nema á laug-
ardögum, en okkur tókst að koma
fimmtudögunum iíka inn. Við
verðum með beina útsendingu frá
leiknum á fimmtudaginn og ef
íjjórði leikurinn verður á laugar-
daginn á Akureyri förum við
norður og verðum með tveggja
tíma beina útsendingu úr KA-
heimilinu. Ef kemur til fímmta
leiks á þriðjudaginn sýnum við
hann einnig beint,“ sagði Samúel.
Leikurinn í gær var tekinn upp
og klipptur til á Akureyri og send-
ur tilbúinn í gegnum Ijósleiðara.
„Það kostar okkur á fjórða tug
þúsunda að leigja ljósleiðarann í
þær tuttugu mínútur sem við sýn-
um frá Akureyri og mér þykir
það ansi mikið en Pósti og síma
finnst það lítið,“ sagði Samúel.
ur mistök vegna þreytu, misstum
boltann í tvígang og þar á meðal
ég en þetta stóð glöggt og með smá
heppni hefði sigurinn getað lent
okkar megin,“ sagði Tómas Holton
þjálfari og leikmaður Skallagrírhs.
„Það var slæmt að missa Ermol-
inskij útaf því hann er ákaflega
þýðingamikill leikmaður. Við tók-
um vissa áhættu með því að setja
hann inná aftur en í leik sém þess-
um verður að taka áhættu og hann
var óheppinn að fá dæmda á sig
sóknarvillu, nokkuð sem hann er
ekki þekktur fyrir. En ég held að
við getur staðið uppréttir eftir
þetta keppnistímabil og stefnan
verður sett á að gera enn betur
næst,“ sagði Tómas Holton enn-
fremur.
Rondey Robinson átti enn einn
stórleikinn með Njarðvíkingum og
þá sérstaklega í vörninni þar sem
hann varði 8 skot og tók 28 fráköst
í sókn og vörn. Teitur Örlygsson
og Valur Ingimudnarson voru einn-
ig mjög góðir. Tómas Holton var
besti maður Skallagríms, Alexander
Ermolinskij stóð fyrir sínu og eins
léku þeir Grétar Guðlaugsson og
Sveinbjörn Sigurðsson mjög vel.
Morgunblaðið/Sverrir
Rondey frábær
RONDEY Robinson ðtti frábæran leik
í gærkvöldi þegar Njarðvíklngar unnu
Skallagrím í þriðja leik liðanna í und-
anúrsiitum. Rondey, sem hér stöðvar
Ermoiinskij, tók 28 fráköst og varði
átta skot. Með sigrinum tryggðu
Njarðvíkingar sér rétt til að verja ís-
landsmeistaratitillnn.
Ég næ þér!
Morgunblaðið/Sverrir
LENEAR Burns fylgist hér grannt með Mark Mitchell, leikmanni Grind-
víkinga, og er staðráðinn í að verja frá honum skotið. Keflvíkingar
hafa yfir í undanúrslitunum og fara í úrslit með sigri annað kvöld.
Tvfframlengt
Það kom ekki að sök þó Dennis Rod-
man léki ekki með San Antonio
Spurs er liðið mætti Seattle í fyrrnótt.
Staðgengill hans, J.R. Reid, gerði 13
stig og tók 11 fráköst og átti stóran þátt
í sigri Spurs. David Robinson gerði 24
stig og tók 10 fráköst og Chuck Person
gerði 14 stig og tók 11 stig. Nú hefur
Spurs sigrað í 14 af síðustu 16 leikjum.
Mookie Blaylock gerði 35 stig fyrir
Atlanta er liðið vann LA Clippers og var
þetta persónulegt met hjá kappanum og
Steve Smithe gerði 19 stig í leik þar sem
Clippers hafði forystu lengst af.
Dallas vann Cleveland í tvíframlengd-
um leik og það var Jamal Mashburn sem
tryggði sigurinn með sniðskoti, en hann
hafði einnig jafnað með þriggja stiga
körfu skömmu áður. Alls gerði Mash-
burn 28 stig í leiknum og þar af 16 stig
í framlengingunni.
Walt Williams gerði sigurkörfuna fyr-
ir Sacramento getn Denver en Mahmoud
Abdul-Rauf gerði 27 stig fyrir Denver.
Keflvíkingar nær
leikjum um gullið
við Njarðvíkinga
KEFLVIKINGAR komu á óvart
í gærkvöldi í þriðja leik sfnum
við nágranna sína úr Grindavík
með því að vinna þá sannfær-
andi 98:80. Keflvíkingar standa
með pálmann íhöndunum því
ef þeir vinna næsta leik í Kefla-
vík annað kvöld spila þeir til
úrslita við aðra nágranna,
Njarðvíkinga, um Islandsmeist-
aratitilinn ikörfu.
Það var aðeins í byrjun sem jafn-
ræði var með liðunum. Mark
Mitchell og Guðjóna Skúlason voru
■■l^ einu Grindvíking-
Frímann arnir sem skoruðu
Ólafsson fyrstu 20 stig hei-
skrifarfrá maliðsins eftir 10
Gríndavík mínútna leik og
staðan 20:17, Grindavík í vil. Kefl-
víkingar tóku þá mikinn kipp meðan
allt gekk á móti heimamönnum.
Þeir breyttu stöðunni í 20:30 og
seinna í 28:44. Allt gekk upp hjá
þeim meðan Grindvíkingar náðu
varla að stilla upp í sókninni.
18 stiga munur var á liðunum í
hálfíeik og Grindvíkingar reyndu
hvað þeir gátu að vinna hann upp.
Minnstur var munurinn 64:71 þegar
rúmar 8 mínútur voru eftir af leikn-
um. Jón Kr. Gíslason tók þá við sér
og setti tvær þriggja stiga körfur
og 4 stig að auki en hann hafði
ekkert skorað fyrr í leiknum. Þá
voru Grindvíkingar komnir í mikil
villuvandræði og misstu þá Mitc-
hell og Guðjón útaf snemma í seinni
hálfleik og síðan Guðmund og
Nökkva með 5 villur. Munurinn
jókst jafnt og þétt og sigur gest-
anna síst of stór í leikslok. Þeir
fögnuðu gríðarlega enda að spila
einn sinn besta leik í vetur.
Grindavíkurliðið náði sér aldrei á
strik í leiknum og liðið lenti í mikl-
um villuvandræðum í leiknum og
virtist sem dómararnir litu á brot
þeirra öðrum augum en brot Kefl-
víkinga í byijun. Mark Mitchell var
mjög sprækur framan af en lenti
fljótlega í villuvandræðum. Guðjón
spilaði einnig vel framan af en lét
dómgæsluna fara í skapið á sér en
uppskar ekki annað en tæknivillu
og fékk síðan fimmtu villuna
snemma í seinni hálfleik. Keflvík-
ingar léku vel í leiknum og skiluðu
allir sínu. Lenear Burns stóð sig
mjög vel og Jón Kr. stjórnaði vel
að vanda og virðist vera á réttri
leið með liðið.
Besti leikurinn í vetur
„Já, þetta er án efa albesti leikur-
inn okkar í vetur. Við spilum betur
og betur með hverjum leiknum. Við
stóðum okkur kannski ekki sem skildi
í deildinni í vetur og fólk býst ekki
við neinu af okkur. Við erum með
mikla reynslukarla í liðinu sem drífa
ungu strákana áfram sem eru búnir
að spila frábærlega. Vamarleikurinn
var hreint frábær hjá okkur og gott
að halda Grindvíkingum í 80 stigum.
Við eigum núna heimaleikinn til góða
en við verðum að vinna hann því ef
við vinnum hann ekki erum við í vond-
um málum,“ sagði Jón Guðmundsson
liðstjóri Keflvíkinga eftir leikinn
FViðrik Ingi Rúnarsson þjálfar
Grindvíkinga var ekki eins kátur. „Ég
veit eiginlega ekki hvað gerðist þama
í fyrri hálfleik, við fengum ekkert.
Öll vafaatriði dæmd Keflvíkingum í
hag, öll skot þeirra ofan í þannig að
allt hjálpaðist að. Átján stiga munur
í hálfleik var erfitt að brúa að mikil
orka fór í það þó við næðum honum
í sjö stig. Ég vil þó segja að stigamun-
ur hefur ekkert að segja í leik sem
þessum. Við emm einfaldlega að tapa
einum leik og staðan er 2:1 þeim í
hag. Eina sem við þui-fum að gera
er að fara í Keflavík og vinna þá með
einu stigi. Þetta er ekki búið og ég
vil hvetja áhorfendur til að fjölmenna
til Keflavíkur á fímmtudagskvöld og
styðja okkur því það getur skipt sköp-
um fyrir okkur,“ sagði Friðrik.
Úrslitakeppnin
í körfuknattleik 1995
Þriðji leikurliðanna / undanúrslitunum,
leikinn i Grindavik21. mars 1995
GRINDAVIK
KEFLAVIK
80 Stig 98
15/24 Víti 24/38
7/28 3ja stiga 7/17
34 Frákost 42
27 (vamar) 34
7 (sóknar) 8
14 Boita náð - 17
16 Bolta tapaí 1 *I7
15 Stoðsending Ir 21
30 Villur 20
HANDKNATTLEIKUR
Álögin loks af
Stjömustúlkum
STJÖRNUSTÚLKUR losnuðu
undan álögunum — að vinna
fyrsta leik í úrslitum en tapa
næstu — með því að sigra Fram
20:19 í öðrum úrslitaleik lið-
anna í íþróttahúsi Fram í gær-
kvöldi, þar sem úrslit réðust
ekki fyrr en á síðustu mínútu.
Stjarnan stendur því vel að vígi
með tvo unna leiki og á heima-
leik í Garðabænum á fimmtu-
daginn.
Það var greinilegt í upphafi að
bikarmeistarar Fram ætluðu
ekki að láta vaða yfír sig eins og
í fyrri leiknum og
frá fyrstu mínútu
var hart barist.
Varnir beggja liða
voru grimmar og
stúlkurnar duglegar að lesa sókn-
artilburði andstæðingana enda
farnar að þekkjast.
Strax eftir hlé var ljóst að
Garðbæingar höfðu gert viðeigandi
ráðstafanir gegn sóknarleik Fram,
sem varð ráðaleysislegur fyrir vikið
Stefán
Stefánsson
skrífar
og Stjarnan komst í fjögurra marka
forskot, 18:14, þegar rúmar tíu
mínútur voru til leiksloka. En jafn-
framt því sem Fram setti alla krafta
sína í lokasprettinn var eins og
Stjarnan biði eftir leikslokunum og
eftir mikinn hamagang í lokin, þar
sem dómarar voru að missa tökin,
tókst Fram að minnka niður í 20:19
þegar 20 sekúndur voru til leiks-
loka. Lengra komust heimamenn
ekki því gestirnir héldu boltanum,
staðráðnir í að losna við álögin.
Þó baráttan hafi nú vissulega
verið fyrir hendi hjá Fram eftir slak-
an síðasta leik, dugði það ekki til
því mjög lítið varð um ógnun á
mark eða vörn Stjörnunnar. „Þetta
var náttúrlega allt annað en síðast
og þær fengu að hafa fyrir hlutun-
um. Ógnunin var ekki nógu rnikil
hjá útileikmönnunum en samt náum
við að gera 19 mörk. Við vinnum
auðvitað á fimmtudaginn," sagði
Guðríður Guðjónsdóttir þjálfari og
leikmaður Fram, fyrrum helsta
skytta liðsins sem spilar nú aðeins
í vörninni vegna meiðsla og munar
um það. Zelka Tosic var utarlega
hægra megin og fyrir vikið kom
langtímum saman varla skot. Kol-
brún Jóhannsdóttir varði vel fyrir
hlé, Hanna Katrín Friðriksen og
Berglind Ómarsdóttir voru góðar.
„Þetta var gífurlegt taugastress
og þegar þær byija að vinna upp
fjögurra marka forskot okkar sagði
ég bara nei, minnug þess hvernig
þær unnu upp sama forskot í bikar-
leiknum. En við héldum út núna
þó að við hefðum ekki teikið vel í
lokin og ég er ánægð með útisig-
ur. Nú er heimaleikur næst og þá
er bara að sýna hvað við getum —
láta verkin tala — því þetta er
ekki búið,“ sagði Guðný Gunn-
steinsdóttir fyrirliði Stjörnunnar
sem átti ágætan leik þó að hennar
hafi verið vandlega gætt í sókn-
inni. Fanney Rúnarsdóttir varði
vel, Herdís Sigurbergsdóttir var
öflug í vörninni og Laufey Sig-
valdadóttir var góð. Ragnheiður
Stephensen kom sterk inn þegar á
reyndi eftir hlé.
FOLX
■ LIVERPOOL gekk í gær frá
kaupum á kantmanninum Mark
Kennedy frá Millwall. Kennedy
er 18 ára og vakti athygli fyrir frá-
bært mark í sigurleik gegn Arse-
nal í bikarnum í vetur en hann er
lykilmaður í írska U-21s árs lands-
liðinu.
MTALIÐ er að samningurinn geri
ráð fyrir að Liverpool greiði tvær
milljónir punda (um 203 millj. kr.)
fyrir kappann og þar af 1,5 millj.
pund strax en afganginn eftir
ákveðinn fjölda leikja pilts með
Liverpool.
■ IAN Rush hefur gert nýjan
samning við Liverpool sem gildir
út næsta tímabil. „Það yrði frábært
að fara fyrir Liverpool í Evrópu-
keppni næsta tímabil. Mig langar
til að halda áfram að leika með
Liverpool og reyna að slá met,“
sagði Rush, sem er 33 ára og þarf
aðeins að gera eitt mark í bikamum
til að slá met Denis Law, sem er
41 mark.
■ ROY Evans, þjálfari Liverpool,
sagðist vera ánægður með að hafa
náð samningi við Rush „því hann
er mikil lyftistöng fýrir alla hjá fé-
laginu."
■ STEPHANE Chapuisat, sem
leikur með Borussia Dortmund í
þýsku deildinni, var kjörinn knatt-
spyrnumaður ársins í Sviss og var
greint frá því í gær.
■ CHAPUISAT, sem er 26 ára, á
44 landsleiki að baki en hann
meiddist á æfíngu fyrir helgi og
verður frá keppni í a.m.k. sex mán-
uði. Hann var kjörinn besti leikmað-
ur þýsku deildarinnar 1992.
■ CORENTIN Martins, leik-
stjórnandi Auxerre, tekur við stöðu
Erics Cantona í franska landslið-
inu sem mætir Israel í Evrópu-
keppninni en fimm leikmenn
Nantes eru í 17 manna leikmanna-
hópi Frakka.
■ JEAN Tigana tilkynnti í gær
að hann ætlaði að hætta sem þjálf-
ari Lyon eftir tímabilið í vor. Hann
tók við liðinu í júní 1993 en sagðist
ekki hafa fengið að ráð því sem sér
hefði verið lofað varðandi liðið.
■ BÚLGARÍA tekur á móti Wales
í Evrópukeppninni eftir viku og
eru átta leikmenn í liði Búlgaríu
sem leika utan heimalandsins.
■ HAFDÍS Guðjónsdóttir, leik-
maður Fram, varð að yfirgefa völl-
inn í síðari hálfleik gegn Stjörn-
unni í gærkvöldi þegar hún fékk
högg í andlitið. Hún skarst inrtan
í munnviki og það losnaði um tenn-
ur.
■ HERDÍS Sigurbergsdóttir,
leikstjórnandi Stjörnunnar, brá á
sig andlitsgrímu gegn Fram þegar
hún fékk högg í andlitið. Herdís
er nefbrotin og þarf að fara í upp-
skurð en ákvað að bíða með það
þar til eftir mótið.
■ HRUND Grétarsdóttir horna-
maður Sljörnunnar spilaði einnig
meidd í gærkvöldi því hún fór illa
úr liði á fingri í fyrri leiknum gegn
Fram. Hrund dó ekki ráðalaus og
lét smíða sérstakan hólk utan um
tvo fingur til að geta spilað.
■ LAUFEY Sigvaldadóttir,
skytta í Stjörnunni, varð að yfir-
gefa völlinn undir lok síðari hálf-
leiks vegna bakmeiðsla sem hafa
verið að angra hana að undanförnu.
■ LYFJANEFND ÍSÍ tók sitt-
hvora tvo leikmenn Stjörnunnar
og Fram í lyfjapróf eftir leikinn í
gærkvöldi. Það voru þær Fanney
Rúnarsdóttir og Nína Björnsdótt-
ir frá Sijörnunni og Zelka Tosic
og Steinunn Tómasdóttir hjá
Fram.
■ MAREL Guðlaugsson lék ekki
með Grindvíkingum í gær gegn
Keflvíkingum í undanúrslitum úr-
valsdeildarinnar í körfuknattleik
þar sem hann var veikur.