Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF •ij jJfateak j * ~ STÓRIR steinar, annar úr fjalli og hinn fjöru, frelsa dagblöð úr hrúgunni. LITLAR bækur passa í rista- brauðsgrind, sem sumir kann- ast við úr skápum afa og ömmu eða búðum eins og Habitat og Ikea. Foreldrar eiga að stjórna í ljósi skoðanakannanna þykir tímabært að sjónvarpsmyndir endurspegli líf venjulegra barna og vandamál, sem þau þurfa að glíma við í uppvextinum. „Nú til dags virðist allt gert til að koma í veg fyrir að börn fái að vera börn. Sjónvarpinu ber skylda til að hafa betri áhrif á þau og kenna þeim hvað skiptir raun- verulega máli í lífinu. Núna virð- ast böm helst þurfa að ákveða hvenær þau eigi að hefja kynlíf eða hvort þau eigi að taka með sér byssu í skólann,“ segir James Steyer, forséti „Children Now“- samtakanna. Steyer segir að foreldrar ættu að taka málin í sínar hendur og stjóma sjónvarpsglápi bamanna. Hann mælir með svonefndum V-kubb, nýju tæki, sem hann segir hið mesta þarfaþing. Þurfi foreldrar að bregða sér af bæ geti þeir stillt „barnapíuna“ svo að bömin geti einungis horft á þá þætti, sem foreldrunum era þóknanlegir. Alríkisnefnd um fjölmiðla er með V-kubbinn til umfjöllunnar, en nokkir, þekktir einstaklingar í skemmtanaiðnað- inum reka áróður fyrir því að sala hans verði bönnuð. í úrtaki „Children Now“ sögðu 82% barna, 10-14 ára, að sjón- varpið ætti að kenna þeim munin á réttu og röngu, 70% töldu að í sjónvarpi væri of mikið fjallað um kynlíf fyrir hjónaband og 69% sögðu að fjölskyldur á skjánum ættu ekki við sama vanda að etja og venjulegar fjöl- skyldur. Meirihluti bamanna var sammála um að sjónvarpið gæfi raunsanna mynd af stúlkum og bömum úr minnihlutahópum. Að svefni frátöldum veija böm mestum tínia í sjónvarpsgláp. 58% bama horfír á sjónvarp í tvær til fjórar eða jafnvel fleiri klukkustundir á dag og meiri- hlutinn er skemur í skólastofu en við sjónvarpið. Til samanburð- ar má geta þess að aðrar rann- sóknir hafa sýnt að vitrænar samræður foreldra og bama standa yfír í nokkrar mínútur á dag. Samkvæmt rannsókninni búa 66% bama á heimili þar sem BANDARÍSK fjölskylda sameinuð fyrir framan sjónvarpið árið 1950 þegar Simpson-fjölskyldan hafði ekki enn litið dags- ins ljós. Börn horfa dag- lega tvær til f jórar klukkustundir ó sjónvarp en til samanburöar sýna rannsóknir aó vitrænar samræð- ur foreldra og barna standa yfir I nokkrar mín- útur ó dag eru þrjú eða fleiri sjónvarpstæki og 54% hafa sjónvarp í herbergi sínu. Velmegun og naflaskoðun . Þegar niðurstöður rannsóknar stuðningshóps „Children Now“ birtust var jafnframt gert heyr- inkunn skilgreining Katherine Heintz-Knowles, aðstoðarpró- fessors í fjölmiðlafræði við há- skólann í Washington, á ímynd bama í sjónvarpsskemmtiþátt- um. „Sjónvarpið sýnir böm lifa og hrærast í heimi, þar sem lífíð og tilveran er samfelldur dans á rósum, velmegunin alls ráðandi pg skemmtileg spenna í loftinu. í mörgum táningaþáttum er eilíf naflaskoðun söguhetja mjög áberandi. Þær era gjörsamlega ómeðvitaðir um að til sé annar heimur en sá sem er nánasta umhverfí þeirra," segir Heintz- Knowles. Til að kanna hvort bömum þættu ýmsir mannkostir borga sig fremur en andfélagsleg hegðun horfði hún á~þriggja vikna skammt af 80 sjónvarps- þáttum, þ. á m. „Rugrats", „Rosenne", Sesame Street" og „Superhuman Samurai Squad“. Þættimir vora bæði á stöðvum án auglýsinga og á kapalsjón- varpsstöðvum, sem sýndu aug- lýsingar. Samkvæmt niðurstöð- um Heintz-Knowles birtist and- félagsleg hegðun í líki lyga, stulda og árásarhneigðar í 95% tilvikum á síðamefndu stöðvun- um en í 10% tilvikum á þeim fyrmefndum. Sögupersónum, sem sýndu já- kvætt hegðunarmynstur, t.d. samvinnu, hjálpsemi og tjáðu til- fínningar sínar, var umbunað í 61% tilvika, en þeim illa innrættu í 34% tilvika. Þrátt fyrir það fengu söguhetjur, oftast drengir, sem hótuðu slagsmálum eða sýndu líkamlegt ofbeldi, það sem þær sóttust eftir í 54% tilvika, en þeim, oftast stúlkum, sem sýndu umhyggju og kærleika aðeins í 46% tilvika. ■ Þýtt og endursagt/vþj hefur slæm áhrif á MEIRA en 65% bandarískra bama segja að sjón- varpsþættimir um Simpson-íjölskylduna hvetji þau til að vera ókurteis við foreldra sína og ýmsir aðrir sjónvarpsþættir ýti undir að þau að stundi kynlíf löngu áður en þau hafí aldur og þroska til. Þessi íhaldssömu viðhorf barnanna komu m.a. fram í viðamik- illi, opinberri skoðanakönnun á afstöðu þeirra til sjónvarpsgláps. Niðurstöðumar birtust í San Francisco Chronicle í lok febrúarmán- aðar og um sama leyti var birt önnur rannsókn, sem stuðningshópur „Children Now“-samtakanna gekkst fyrir. í henni er sjónvarpið sagt þjóðarbamapía númer eitt, tvö og þrjú. Sú „barnapía" endurspegli óraun- veralegan heim þar sem börnin, þ.e. söguhetjumar, era hvít og eiga ekki við nein alvöravandamál að glíma. Siðferðisvitund „bamapíunnar" sé brengluð því árásargimi sé alla jafna látin borga sig fremur en umhyggja og kærleikur og hvers konar svik og prettir séu verðlaunað- ir fremur en að höfðað sé til ábyrgðarkenndar og heiðarleika. Bamasjónvarpsstjömumar virðast ekki heldur vera þrúgaðar af fjöl- skyldunni, sem vart kemur við sögu, og áhugi þeirra á náminu er af- skaplega takmarkaður. Þær era vinmargar og lifa og hrærast í heimi þar sem stefnumót og skemmtanir eru allsráðandi. Þær láta sig litlu varða trúmál, fjár- hagsáhyggjur og þjóðfélagsleg vandamál, eins og heimilisofbeldi og vaxandi ijölda heimilislausra. GLÆRIR glervasar fylltir með mandarínum og marglit- um brjóstsykri halda hér sæl- kerablöðum í röð og reglu. Bókastoðir fyrir fegurðarskynið BLÖÐ og bækur verða augnayndi milli nýrra og fallegra bókastoða. Allir geta útbúið þær með smá- skammti af ímyndunarafli og vel getur verið að eitthvað sem hingað til hefur gegnt engu eða öðru hlut- verki verði fínasta bókastoð. Hér eru nokkrar tillögur úr franska blaðinu Marie Claire — idées en ábyggilega má fínna fleiri mögu- leika. ■ EINFALDIR taupokar með snúru styðja bækur, nógu fal- legar til að standa á borði. Pokarnir eru þyngdir með hrísgrjónum. REYFARARNIR breytast í glæsikiljur milli svona virðu- legra vasa. Hér hefur blómi verið plantað í annan þeirra og hinn fylltur með hnetum. MEISTARAKOKKARNIR Óskar og Ingvar ÞESSAR frægu súkkulaðikökur urðu til eins og margt annað í mat- argerð fýrir slysni þegar húsmóðir í Bandaríkjunum, Brownie að nafni, gleymdi að setja lyftiduft í upp- skrift að súkkulaðikökunum. Brownies-súkkulaói _______60 g suðusúkkulaði_____ 125 g smjör/smjörlíki ____________2e99______________ _______1 tsk.vanilludropar____ __________60 g hveiti_________ ________60 g sýrður rjómi_____ 90 g gróft saxaðar valhnetur ögn gf salti Bræðið súkkulaði og smjör saman í vatnsbaði og látið kólna aðeins. Þeytið egg og sykur saman uns blandan er létt, þeytið þá súkkul- aðiblöndunni hægt út í og bætið hveiti f ásamt vanillu. Hrærið sýrða rjómann og setjið í með saiti og valhnetunum. Bakið í smurðu fer- köntuðu formi, 20x20, við 165 gráðu hita eða uns prjónn sem stungið er í miðja kökuna kemur hreinn út. Hvolfið kökunni úrform- inu á grind og látið kólna. Skerið í aflanga bita. Frosinn ostakubbur Stefaniu ömmu 1 lauf gráðostur 1 askja hvítlauksostur (stór) 6 blöð matarlím Ví I rjómi Leysið matarlímið upp í köldu vatni. Setjið gráðost og hvítlauks- ost í skál og bræðið yfir gufu. Bætið matarlíminu í og hrærið í með sleif þar til matarlímið hefur samlagast. Takið skálina af hitan- um og kælið blönduna þar til hún er rétt volg. Bætið þeytta rjóman- um hægt út í. Leggið plastfilmu í jólakökuform og hellið blöndunni í og frystið. Hefðbundið meðlæti er rifsberjahlaup, fersk jarðarber, vín- ber, kex, paprikustrimlarog sellerí- bitar. Þessi réttur geymist mánuð- um saman í frysti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.