Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 D 5 DAGLEGT LIF PEYSA úr íslenskri ull eftir Elísabetu 1 Thoroddsen. liggur. Á döfinni er útgáfa bæklings fyrir ferðamenn, þar sem íslenskt handverk er kynnt og sölustaðir kortlagðir." Guðrún segir rétta markaðssetn- ingu ráða úrslitum um að skap- andi handverk eflist og dafni. Jafnframt því að hafa listrænt auga, næmt fegurðarskyn og haga hönd þurfi handverksfólk að bera skynbragð á markaðinn og sýna áræði og þor. Lokaverk- efni Handverks sé að stofna landssamtök handverksfólks, sem í framtíðinni vinni að hagsmuna- málum félaga sinna. AMMA æsku minnar eftir Sigrúnu Eldjám og Hjörleif Stefánsson. Amman er alíslensk, í sauðskinsskóm og með skúf úr hrosshári. Hjá Moschino í tískuborginni Mílanó „DÝRFIRÐINGARNIR" eftir Öldu Sigurveigu Sigurðar dóttur á Þingeyri. til að stemma stigu við þessum vanda, en árangur verið misjafn og mat ýmsum vandkvæðum bundið. Kannanir hafa verið gerðar erlendis, bæði í Bandaríkjunum og á Norður- löndum þar sem forvarnastarf hefur verið að breytast. Fyrstu aðgerðir þar líkt og hér einkenndust af hræðsluáróðri með auglýsingasniði í fjölmiðlum. Síðari aðferðir byggðust á fræðslu í skólum um verkun og skaðsemi hinna ýmsu vímugjafa. Þegar athugað var hver áhrif fræðslu voru, reyndist hún skila sér á þann hátt að ungmennin vissu meira um verkun vímugjafa, en breytti ekki viðhorfum þeirra né dró úr notkun. Að fenginni reynslu voru reyndar nýjar aðferðir m.a. námsefni sem byggðist á að auka sjálfstraust og styrkja sjálfsmynd nemenda. Auk þess var kennt hvern- ig bregðast skyldi við álagi og kvíða og leiðbeint um gildismat og tak- mark í lífinu. Fyrlrmynd foreldra Hér hefur þessi fræðsla verið veitt af félagasamtökum, skólum og heil- brigðiskerfí, en árangur hefur lítt verið athugaður. „Erlendar rann- sóknir hafa sýnt að vænlegasta leiðin til baráttu er að koma inn í grunn- skóla námsefni sem byggist á hug- myndum um að kenna lífsleikni og auka þrýstingsaðgerðir í þjóðfélaginu gegn vímuefnaneyslu. Síðast en, ekki síst er ábyrgðin á heimilum ungling- anna, þar sem enginn vafí leikur á að fyrirmynd foreldra og systkina hefur hvað mest forspárgildi um vímuefnaneyslu unglinga. Sú spurn- ing vaknar einnig hvort forvarna starf ætti ekki helst að beinast að þeim hópum sem eru í mestri hættu skv. því sem fram kemur í þessari könnun," segir í lokin. ■ JI Á MEÐAN fáir eru farnir að huga að tísku komandi sumars hér heima á Fróni, gengur Þórunn Lárus- dóttir um glæsta sali Moschino- tískuhússins í Mílanó og sýnir vellauð- ugum við- skip- tavinum lyrirtækisins hátískufatnað fyrir fsumarið 1996. Þórunn er ein af fimm fastráðnum sýning- arstúlkum þessa fræga tískufyr- íitirtækis, en auk V þeirra hefur ' nino margar laus- fyrirsætur á sínum „Eg tel mig einstak- lega heppna að hafa komist á samning hjá Moschino. Baráttan í tískuheiminum er hörð og miklu máli skiptir að hafa einhveija fasta vinnu. Starfíð hjá Moschino er að vísu árstíðabundið, en vel launað og trúlega held ég því enn um sinn, svo framarlega sem ég tek ekki upp á að fítna. Ég er svo lánsöm að vera grönn að eðlisfari og þarf því ekki að hafa áhyggjur af línunum. Tísku- sýningarstarfið snýst mikið um að 'diugsa vel um útlit og heilsu. Þeir sem vilja endast eitthvað í faginu verða að kunna sér hóf í skemmtunum og næturlífí," segir Þórunn. Árið 1991 sendi vinur Þórunnar mynd af henni í Ford-fyrirsætu- keppnina. Henni var boðin þátttaka og ári síðar í Fegurðarsamkeppni íslands, þar sem hún varð í þriðja sæti. í kjölfarið ákváðu hún og Mar- ía Rún Hafliðadóttir, fegurðardrottn- ing íslands það árið, að drífa sig til Mílanó, enda höfðu þær fengið tilboð frá umboðsskrifstofu þar á bæ í gegnum tískusýningarsamtök hér heima. Með beln í nefinu „Þetta voru allt saman tilviljanir. Ég hafði engan hug á að taka þátt í fyrirsætu- eða fegurðarsamkeppn- um, þegar myndin sem vinur minn sendi olli því að hjólin fóru að snú- ast. í Mílanó kynntist ég hversu mikilvægt er að tískusýningarstúlkur hafí bein í nefínu og geti barist fyrir sínu. Umboðsmenn eru ekki þekktir fyrjr að stjana við umbjóðendur sína og úlfamir á umboðsskrifstofunum eru margir. Ég var nokkuð heppin með umboðsmann, hann sinnti sínum skyldum, útvegaði mér húsnæði og kom mér í myndatökur þannig að ég gat safnað í álitlega möppu, sem er nauðsyn fyrir hveija fyrirsætu." Eftir dvölina í Mílanó tók Þórunn þátt í keppninni Ungfrú Norðurlönd og sigraði með glæsibrag. Skömmu síðar fór hún til Japan og komst í úrslit í „Miss Intemational“-keppn- inni. Hún segir að sú reynsla ásamt möppunni góðu hafi stuðlað að því að hún fékk ýmis tilboð og gat geng- ÞÓRUNN sýnir Moschino haustfatnaðinn 1995. KYNNINGARMYND úr möppu Þórunnar Lárusdóttur. ið að ýmsum verkefnum vísum í Mílanó, en þangað hélt hún á ný eftir að hafa unnið í nokkra mánuði í hljómplötuverslun hér heima. Þótt Þómnn hafí „dottið" inn í tískusýningarstarfíð fyrir tilviljun segir hún að framtíðardraumar sínir séu á sviði söngs og leiklistar. Hún á ekki langt að sækja áhugann, því FISKUR og aðrar sjávaraf- urðir eru auðugar af joði. Andleg vannæring vegna joðskorts HÓPUR rannsóknarmanna, sem vann við verkefnið „Velferð barna“ á vegum kínverska þjóðarráðsins birti nýverið uggvænlegar niður- stöður. Samkvæmt þeim eru meira en 8 milljónir Kínveija með lága greindarvísitölu vegna joðskorts í fæðunni. Skortur á efninu veldur stækkun Skjaldkirtils, en fískur og aðrar sjávarafurðir eru auðugar af joði. Ibúar landsbyggðarinnar, þar sem vatni er veitt á jarðveginn, eru í mestri hættu, því plöntur ná ekki að taka joðið í sig áður en það skol- ast í burtu. Að vestrænni fyrirmynd hafa íbúar Beijing-héraðs tekið það til bragðs að bæta joði í salt, en framkvæmdin er ýmsum vandkvæð- um bundin. Framleiðendur og dreif- ingaraðilar verða að fá sérstakt leyfi, en lauslega er áætlað að helm- ingur af allri saltsölu í Beijing sé eftirlitslaus. Þar er rætt um að bæta joði í hið vinsæla þriðja krydd til að auka joðneyslu enn frekar. ■ móðir hennar leikkona og faðirinn tónlistarmaður. „Ég er að hálfu leyti alin upp í leikhúsi og hef svolítið fengið að spreyta mig, lék m.a. frú Jafet í Nóaflóðinu eftir Benjamin Britten. Vonandi fæ ég fleiri tæki- færi síðar, en ég hef hug á að mennta mig meira á þessu sviði." ■ vþj Þekking Reynsla Þjónusta G6ða ^FÁLKINN nótt og soföu rótt Heimilislækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans UMBOÐSAÐILAR UM LAND ALLT: Akranes: Versl. Perla • Borgarnes: Kf. Borgfirðinga • Ólafsvfk: Litabúðin • Patreksfjöröur: Ástubuð • Bolungarvík: Versl. Hólmur • Drangsnes: Kf. Steingrímsfj. • Hólmavík: Kf. Steingrímsfj.* Hvammstangi: Kf. V-Húnv.* Blönduós: Kf. Húnvetninga • Siglufjörður: Apótek Siglufjarðar • Ólafsfjöröur: Versl. Valberg • Akureyri: Versl. Vaggan • Húsavík: Kf. Þingeyinga • Egilsstaöir: Kf.Héraðsbúa • Eskifjörður: Eskikjör • Höfn: Húsgagnaversl. J.A.G. • Hvolsvöllur: Kf. Rangæinga • Porlákshöfn: Rás hf. Vestmannaeyjar: Eyjakaup hf. • Garöur: Raflagnavinnust. Sigurðar Ingvarssonar • Keflavfk: Bústoð hf.* Reykjavík: Barnaheimur, Fatabúðin, Versl. Hjólið (Eiðistorgi). SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 581 4670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 567 0100 Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans Jám er nauðsyniegt m.a. fyrir blóðið, vöðvana og heilann. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir konur og börn í vexti. Þar sem þörf er á nægu C-vítamíni til að járnið nýtist, er HEILSU járn með C-vítamíni. Járntöflur eru fáanlegar í mörgu formi og nýtast líkamanum misvel. Betur en flest annað járn nýtist honum FERROUS SUCCINATE. Þess vegna er FERROUS SUCCINATE í járntöflum HEiLSU. Þær eru lausar við gluten, sykur, salt, ger, tilbúin rotvarnar-, litar- og bragðefni. GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN Fæst í heilsubúðum, lyfjabúðum og heilsuhillum matvöruverslana. Eilsuhúsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.