Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSIMINGAR 8. APRÍL Alltaf í boltanum ÉG RAKST um daginn á gi'ein í Morgunblaðinu hverrar innihald var tilraun til ákveðinnar samlíking- ar á stjómmálum og knattspymu. Slíka samlíkingu hef ég reyndar heyrt nokkmm sinnum áður en þá á mun vitrænni nótum. í rauninni er margt sameiginlegt með stjóm- málum og knattspyrnu og þegar betur er að gáð virðist það einnig eiga við um ýmsar aðrar hópíþrótt- ir, s.s. handbolta, körfubolta, ruðn- ing og ísknattleik. í þessum íþróttagreinum sést á margan hátt svipað mynstur og í stjórnmálum. Þannig má t.d. nefna vinstri og hægri kantmenn, sóknar- og varnarmenn og svo miðjumenn, sem nær undantekningalaust em leikstjómendur og mikilvægustu leikmenn hvers liðs. Markmaður, miðvörður (sweeper) og leikstjórn- andi leika þannig allir á miðju vall- arins og óþarfi ætti að vera að nefna að mörkin eru skomð fyrir miðju vallarins. Þannig að það er augljóst og síður en svo nokkur tilviljun að mikilvægustu leikmenn í fótboltaliði eru þeir leikmenn sem leika á miðj- unni. Og í alvöru fótboltaleikjum er höfuðáherslan lögð á að ná undir- tökum á miðjunni því menn vita sem er að úrslit leikja ráðast mest af árangri miðjumannanna. Þannig er þetta í stjómmálunum líka, árang- urinn verður til á miðjunni. í umræddri grein er lögð ofur- áhersla á að boltanum verði haldið áfram á hægri kanti íslenska stjóm- málaleiksins að afloknum alþingis- kosningum. Víst er Davíð Oddsson kant- mannlega vaxinn og viljann vantar hann ekki til einleiks á hægri kant- inum. Og það sama á við um Ólaf Ragnar Grímsson á vinstri kantin- um. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti því að leyfa strákunum að vera með í leiknum en eigingjamir einleikarar í prímadonnuleik á könt- unum em einfaldlega ekki þeir leik- menn sem þjóðin þarfnast núna í fótboltaleik stjómmál- anna. Því það sem gleym- ist oft í svona saman- burði er mikilvægi liðs- heildarinnar og sam- vinna leikmannanna. Það er nefnilega sama hvort viðmiðunin er fótbolti eða stjórnmál, samvinna leikmanna er algjört gmndvallar- atriði sé það á annað borð ætlunin að ná ár- angri. Það vinnst eng- inn varanlegur árang- ur nema liðsheildin sé sterk, samvinnan sé til staðar og síðast en ekki síst að leikstjómandinn sé vandanum vaxinn. Þjóðin hefur því afar brýna þörf fyrir traustan og Þjóðin þarf útsjónar- saman miðjuspilara, segir Sigurður Sig- urðsson, og setur því fyrirliðabandið á Halldór Ásgrímsson. ábyrgan leikstjómanda á miðjunni. Þjóðin þarf kraftmikinn og rögg- saman skipuleggjanda fyrir þennan pólitíska fótboltaleik. Þjóðin þarf leikinn og útsjónarsaman miðjuspil- ara með hæfileika til að fá það besta út úr báðum köntum og leiða liðið til sigurs. Þjóðin þarf því að nýta tækifærið í komandi Alþingis- kosningum og setja fyrirliðabandið á Halldór Ásgrímsson, sem er okk- ar Ásgeir Sigurvinsson íslenskra stjórnmála. Með Halldór Ásgríms- son sem leikstjómanda á miðju ís- lenskra stjómmála þurfum við ekki lengur að hafa jafn miklar áhyggjur af ein- leik prímadonnanna á köntunum. Stjórn-málalið Ef við höldum okkur aðeins lengur við fót- boltann þá getur verið dálítið gaman að skil- greina flokkana sem fótboltalið. Eins og áður hefur komið fram og allir vita sem vilja, þá byggist varanlegur árangur ávallt á liðs- heild og samvinnu. Hins vegar finnast í öllum liðum leikmenn sem eiga ákaflega erfítt með að sætta sig við leikaðferðir og nauð- synlegan aga. Þeir em sínöldrandi út í dómarana og finnst þeir alltaf órétti beittir, enda vanir að túlka reglumar út frá eigin sjónarmiðum og þörfum. Þessir leikmenn rekast illa í öllum liðum og hrekjast frá liði til liðs. Gott dæmi um slíkt stjórn-málalið er Þjóðvaki sem sam- anstendur af hópi vandræðagemsa sem hafa átt erfitt uppdráttar í lið- unum í úrvalsdeildinni. Slíkt lið getur sjálfsagt unnið einstaka sigra en getur engan veginn verið iíklegt til nokkurs varanlegs árangurs, því leikmennirnir munu fyrr en seinna lenda aftur í sama vítahringnum. Þeir munu nefnilega aldrei sætta sig við leikaðferðina, því næst fara þeir í fýlu út í þjálfarann, svo ríf- ast þeir við fyrirliðann og að end- ingu flæmast þeir yfir í næsta lið sem vill taka við þeim. Og enn einu sinni munu þeir kvarta og kveina yfír vondu og spilltu strákunum í liðinu sem svindla bara og gefa aldr- ei boltann. Nei, má ég þá heldur biðja um traustan miðjumann til að halda spilinu gangandi. Höfundur er tæknifræðingur og æfir í yngri fiokkum framsóknar. Sigurður Sigurðsson Jöfnun húshitun- arkostnaðar ÞAÐ er gömul og vin- sæl lumma rétt fyrir Alþingiskosningar að ræða um nauðsyn þess að jafna húshitunar- kostnað á landinu. Fyrir síðustu Alþingiskosn- ingar voru þessi mál til umljöllunar og þá lof- uðu stjórnmálamenn því hver í kapp við annan að taka skyldi myndar- lega á því að jafna hús- hitunarkostnað í land- inu. Þessi loforð voru sérstaklega vinsæl á hinum svonefndu „köldu svæðum“ þar sem húseigendur hita íbúðarhús sín upp með raforku. Jöfn- un húshitunarkostnaðar er áralangt baráttumál þeirra sem búa á þessum íbúar „kaldra“ svæða eru langeygir orðnir, segir Magnús Stefáns- son, eftir jöfnun húshit- unarkostnaðar. „köldu svæðurn" og það verður að segja eins og er að allt of lítið hefur þokast í þessum málum. Núverandi stjórnarflokkar munu án efa stæra sig af því að mikið átak hafí verið gert í lækkun húshit- unarkostnaðar með alls kyns aðgerð- um á yfirstandandi kjörtímabili. Kjósendur eru varaðir við því að taka of mikið mark á slíkum sjón- hverfingum, því mjög lítið hefur þokast í málinu og það sem þó hefur áunnist geta stjórnvöld ekki þakkað sér eingöngu, því fram hefur komið að m.a. ýmiss konar hagræðing og fleira í rekstri RARIK hefur skilað sér að einhveiju leyti til viðskipta- vina fyrirtækisins í hagstæðara orkuverði. Kjósendur verða einnig að hafa það í huga að eitt af verkum núver- andi stjornyalda var að leggja virðisaukaskatt á raforku til húshitunar og það olli hækkun á húshitunarkostnaði en síðan var því töfra- bragði beitt að veita sérstöku íjármagni til niðurgreiðslu húshitun- arkostnaðar og hafa stjórnvöld hampað því mjög og bent á göfug- lyndi ríkisstjórnarinnar gagnvart húseigendum á hinum „köldu svæðum“. Upp á síðkastið hefur mikið verið rætt um jöfnun atkvæðisréttar milli kjósenda höfuðborgarsvæðisins og kjósenda í hinum dreifðu byggðum landsins. Slík umræða á allan rétt á sér og jöfnun atkvæðisréttar er eitt af þeim málum sem stjórnmálamenn bera skyldu til að fjalla um og leiða til farsælla lykta. Á sama hátt hlýt- ur krafa íbúanna í hinum dreifðu byggðum landsins um jöfnun lífs- kjara í landinu og þá ekki hvað síst um jöfnun húshitunarkostnaðar að eiga fullan rétt á sér og á sama hátt bera stjórnmálamenn skyldu til þess að frjalla um þau mál og leiða þau til farsælla lykta. Hinni áralöngu baráttu íbúanna á hinum „köldu svæðum" fyrir jöfnun húshitunarkostnaðar verður að fara að ljúka. Framsóknarmenn munu beita sér fyrir farsælum lyktum þessarar baráttu ef kjósendur veita flokknum stuðning til þess í kom- andi alþingiskosningum. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Vesturlandskjördæmi. Magnús Stefánsson Leg-gjuin Alþing’is- kosningar niður ALÞINGISKOSNINGAR eru á næsta leiti. Með póstinum berast upplýsingar um hveija skuli kjósa og þá blasir dýrðin við þjóðinni ef hún kýs rétt. Hveijir senda þennan áróður? Eru það ekki að stærstum hluta sömu flokkar og sömu menn og hafa undangengna áratugi sent okkur svipuð loforð? Við höfum síðan kosið og mennirnir sest á valdastóla en þá bregður svo við að allt er orð- ið breytt frá því loforðin voru gefín. Aðrir tímar eru komnir og þjóðin verður að skilja það. Það stóð líka hvergi að til stæði að standa við loforðin. Um hvað snýst pólitík stjórnmála- flokkanna? Ekkert annað en koma sér og sínum í feitt. íslenskir pólitík- usar eru þekktastir fyrir að troða sjálfum sér og vinum og vandamönn- um í feitar stöður þar sem þeir geta síðan setið ábyrgðarlaust og hirt laun sem eru allt upp í þrítugföld laun „litla mannsins“ og jafnframt þóst vera vinir hans. íslenskt launa- kerfí er gjörónýtt. Hæstu laun ættu ekki að vera hærri en þreföld lægstu laun og kjaradómur gæti haft það verkefni að raða stéttum í launa- flokka. Þá værum við líklega að mestu laus við baráttuna um brauð- ið og þær hrikalegu afleiðingar sem hún veldur oft. Kjaradómur er líka þekktur fyrir að dæma mönnum góð laun og það vita Alþingismenn og ráðherrar manna best. Hvernig er annars umhorfs á Al- þingi? Þar eru stjómarsinnar og stjómarandstæðingar. Stjómarand- stæðingar ættu að fara heim að lokinni stjóm- armyndun, því frum- vörp þeirra em flest svo vitlaus að stjórnarsinn- ar fella þau. Hér er því verið að halda uppi at- vinnuleysingjum á margföldum atvinnu- leysisbótum. Hins veg- ar em fmmvörp hinna samþykkt þótt svo og svo margir stjórnar- sinnar séu í hjarta sínu á móti þeim. Það er því ekki lýðræði sem ræður á Alþingi heldur ofur- vald flokkanna sem sitja í stjórn hveiju sinni. Svo höldum við að ísland sé lýðræðisríki. Hvernig eru vinnubrögðin á lög- gjafarsamkomunni? Þar sitja þessir 63 í tvo til þijá mánuði seinni hluta árs og annan ámóta tíma hinn fyrri. Mörg fmmvörp og margar ályktanir koma fram. Málin em sett í nefnd og hvað svo! Hluti mála er svæfður í nefndinni, jafnvel sama málið ár eftir ár. Hvers konar mál skyldu það vera? Nokkur virðast fara eðlilega leið. Hins vegar fara mörg mál og ekki hvað síst þau sem mestu skipta, til afgreiðslu síðustu tvo til fjóra daga þingsins fyrir jól og þinglausn- ir að vori. Þá er setið dag og nótt við að renna þessu í gegn. Þingmenn halda að þeir sýni mikinn dugnað og fómfýsi með þessu háttalagi. Ég held aftur á móti að þetta sýni að- eins hvers konar stjórn- leysi ríkir á „sam- komunni" og algert ábyrgðarleysi — van- virðing við þjóðina. Það er ekki að furða þótt virðingin sem menn báru fyrir þessari stofn- un sé horfin. Hvernig eru lögin sem Alþingi setur okk- ur? Miðað við alla þá lögfræðinga sem hér eru við að túlká lögin, dettur manni í hug að þau séu ansi götótt. Þau géra mönnum ekki heldur jafn hátt undir höfði. Ef þú myrðir mann með „gamaldags aðferð", færðu 10-20 ára tugthús en ef þú notar eiturlyf til verksins ertu fljót- lega fijáls ferða þinna. Menn stela, ræna, beija og nauðga, sumir dag eftir dag, og það er ekkert sérstakt við það að athuga. Það nægir að játa og þá ertu sloppinn. Hefur gleymst að setja lög sem taka á svona málum eða fínnst Alþingis- mönnum að svona eigi þetta að vera? Á síðustu árum hafa mörg fyrirtæki farið á hausinn. Hjá sumum var þetta fyrirfram ákveðið eftir að eig- endurnir höfðu skotið undan tugum eða hundruðum milljóna króna. Þessir menn ganga líka lausir og við hin borgum brúsann. Ráðherrar telja sig ekki bundna af þeim samn- ingum sem þeir^gera við fólk. Þeir setja bara lög ef þeim sýnist svo sem Þorsteinn Pétursson gera samninginn marklausan. Hví- líkur hroki — hvílík vanvirðing fyrir sjájfum sér og öðru fólki. I ár lauk þinghaldinu óvenju snemma, með vökum, amstri og erf- iði eins og venjulega. Það varð þó ljós í myrkrinu þegar einn þingmað- urinn flutti þingheimi fimm klukku- tíma skemmtiþátt — góð tilbreyting í tímahrakinu. Hvers virði er að sitja á Alþingi? Það sýnist skipta öllu að halda sætinu. Ef menn telja að þeir eigi ekki lengur öruggt sæti á lista, þá er bara að komast í það á öðrum lista eða stofna nýjan flokk. Það er sárt að sjá á eftir feita bitanum ofan í aðra. Undanfarnar vikur hefur vetur konungur haldið stórum svæðum á landinu í heljargreipum með afleið- ingum sem öllum eru kunnar. Nú gerðist það einn daginn, á einu ófærðarsvæðinu, að vegir, sem hafa Ráðherrar eru ævinlega valdir úr röðum alþing- ismanna. Hvers vegna, spyr Þorsteinn Péturs- son. Er annað starfið svo lítilQorlegt, að hægt er að hafa það sem aukastarf? verið meira og minna lokaðir vikum saman, voru ruddir og ástæðan, jú!, það var. boðað til framboðsfundar. Auðvitað þarf að kynna kjósendum stefnuna. Hver er svo stefnan? Alls kyns loforð um að stefnt skuli að þessu og hinu og að þetta og hitt skuli gert. Auk þess, hversu vitlausa stefnu hinir flokkarnir hafi og hve aumir frambjóðendur þeirra séu. Svona hefur stefnan verið kynnt á framboðsfundum síðustu tveggja áratuga svo það eru bara yngstu kjósendurnir sem þurfa að mæta til að kynnast því hvernig íslensk póli- tík er. Þegar ríkisstjórn er mynduð eru ráðherrar ævinlega valdir úr röðum Alþingismanna. Hvers vegna? Er annað starfíð svo lítilfjörlegt að hægt sé að hafa það sem aukastarf? Væri ekki nær að setja einhveija atvinnulausa í annað hvort starfíð, þó það væri ekki nema til að spara peninga? Sparnaðinn mætti nota í eitthvað — þörfín er víða. Alþingi ætti að leggja niður í þeirri mynd sem það er. Stofnunin er of dýr miðað við afraksturinn. Einar Alþingiskosningar kosta þjóðina marga tugi ef ekki hundruð milljóna og þeir sem hafa hlustað á umræður frá Alþingi vita að þar eru misjafnir sauðir í marglitu fé. Eiginhagsmuna- stefnan, pólitík, þarf að hverfa úr sölum Álþingis. Tillaga mín er að í stað Alþingiskosninga og stjórnar- myndunar skipi forseti þjóðarinnar ríkisstjórn og velji í hana fólk sem er ósýkt af pólitíkinni eins og henni hefur verið lýst. Þeim sem ekki stendur sig verði snarlega sagt upp störfum og nýr skipaður. Forsetinn þarf einnig að skipa fólk í „Iöggjafar- nefnd“, ekki 63 heldur u.þ.b. 10, til að endurskoða og semja lög. Um þetta fólk gildi sömu reglur og ríkis- stjórnina. Valdið til að gera svona breytingu liggur að sjálfsögðu hjá Alþingi og í ljósi þess sem hér hefur verið sagt þarf ekki að búast við vilja hjá þeirri stofnun til breytinga í þessa átt. Ef þú, kjósandi góður, ert ánægð- ur með ástandið eins og það er þá kýstu bara gamla flokkinn þinn eða einhvem nýjan. Sértu óánægður, skil- aðu þá auðu í kosningunum 8. apríl. Með því móti lætur þú í ljós vanþókn- un þína á því lága siðferði sem við- gengst í íslenskum stjómmálum. Höfundur er kcnnnri við Klcppjárnsreykjaskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.