Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 4
B 4 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRÍL Kratar ÉG HEF verið að velta fyrir mér þessu fyrirbrigði í íslenskum stjórn- málum, krötunum. Nú fer að sjá fyrir endann á stjórnarsamstarfí þeirra við Sjálf- stæðisflokkinn, en þá var sú leið valin að kaupa kratana til samstarfs til að unnt væri að mynda ríkisstjórn og það upp á jöfn skipti þrátt fyrir lítið fylgi krata, oddaaðstaðan var fyrir hendi en það verð þarf stundum að greiða fyrir lýðræðið. Menn hafa sjálfsagt haft í huga viðreisnar- stjómina sem sat í þtjú kjörtímabil og var um margt merkileg. A.m.k. var stjórnað á þessum árum og mikl- ar breytingar áttu sér stað í íslensku þjóðlífí. Ekki virðist hafa eins vel tekist til nú og á árunum 1959- 1971. Kratarnir eru í þeirri mestu lægð fyrr og síðar, og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína á þeim vettvangi. Fylgið hrynur af þeim og klofningur er orðinn staðreynd undir forystu sjálfs varaformanns flokksins, og slíkur er æðibunugangurinn hjá ýmsum forystumönnum að bæði þingmenn og ráðherrar hafa sagt af sér og stokkið af skút- unni til að koma sér fyrir á varanlegri stöð- um, — yfírgefa fleyið líkt og ákveð- in nagdýr sem fínna á sér hvað í vændum er. Eins og karlinn í brúnni myndi orða það: „Spurt er, hvað veldur?“ Til þess að átta sig á sósíaldemó- kratíinu þarf maður að leita upp- runans sem rekja má til Þýskalands upp úr miðri síðustu öld í kjölfarið á þeim miklu þjóðfélagsbreytingum sem þá áttu sér stað fyrir samein- íslenskir kratar eru búnir að glata upp- runanum, segir Olafur Ragnars, og týna hugsjóninni. ingu Þýskalands 1871. Upp úr 1863 voru stofnaðar verkamannahreyf- ingar í Þýskalandi sem svo endan- lega sameinuðust 1870 í þýska jafn- aðarmannaflokkinn, SPD (Sozial- demokratische Partei Deutschlands), en hann er enn í dag geysiöflugt afl í stjórnmálum Þýskalands sem og jafnaðarmannaflokkar annars stað- ar hjá vestrænum þjóðum, — nema á íslandi. 1875 kom fram stefnuskrá sem kennd er við Gotha sem kveður á um að öll lögleg ráð skuli nota til að koma á sósíalisma. Karl Marx var einn af þessum upprunakrötum, hann gagnrýndi þessa samþykkt og fór eigin leiðir sem seinna leiddu til mesta slyss mannkynssögunnar, kommúnismans. Sennilega myndi karlinn snúa sér við í gröfinni ef hann víssi að fárið væri skrifað á hans reikning. Bismarck leist ekki á uppgang kratanna, enda stungu byltingarkenndar kröfur þeirra mjög í stúf við hugmyndir Prússanna. Til marks um það hve þær hljóta að hafa átt erfitt uppdráttar á þessum tíma má rifja upp orð Edwins von Manteuffel (f. 1809) hershöfðingja og stjómmálamanns. „Eina leiðin til að halda demókrötum í skefjum er að síga hernum á þá.“ Bismark neytti allra bragða til að knésetja þá, meira að segja setti þingið lög árið 1878 til höfuðs þeim, en allt kom fyrir ekki, slíkur var máttur hinna nýju hugsjóna. Þar kom, að járnkanslarinn kom sjálfur á al- mannatryggingum sem við hann eru kenndar á árunum 1883 til 1889. Þær hugsjónir sem fæddust með jafnaðarmönnum í árdaga em löngu orðnar að vemleika í vestrænum þjóðfélögum, sem betur fer, og eru menn einhuga og sammála um þær, enda ekki eignaðar krötum frekar en öðrum stjórnmálamönnum í dag. En hvernig stendur þá á því, að fýlg- ið hefur hmnið af þeim hér á Is- landi sem raun ber vitni? Vegna þess að íslenskir kratar em nefnilega búnir að glata uppmnanum og týna hugsjóninni, þeir hugsjóna- kratar sem hafa haldið uppi merkjum jafnaðarstefnunnar hér á landi og röktu sig til upprunans eru óðum að týna tölunni og hverfa til forfeðr- anna. Sú kynslóð sem þeir skildu eftir skortir markmið og hafa breyst í svokallaða matarkrata og virðist ekki hafa annað að leiðarljósi en að skara eld að sinni köku að því best verður séð. Þess vegna er ekki hægt að afhenda næstu kynslóð arfleifð sem ekki er fyrir hendi, — svo einfalt er það. Þar sem hugsjónin er horfin er sjálfsvirð- ingin fyrir bí og því er brostinn gmndvöllur fyrir tilvera kratafyrir- bærisins hér á íslandi, og er sennilega ástæð- an fyrir því hve risið er lágt á selskapnum. Þeg- ar svona er komið fyrir hugsjón fer hvorki mik- ið fyrir sjálfsvirðing- unni né siðferðinu, ein- mitt þeim þáttum sem þeir byggðust á í upphafí. Kommamir sem nú em munaðarlausir síðan óskapnaðurinn í austri geispaði golunni renna nú hýru auga til kratanafnbótarinnar og hnita hringi yfír hálftómu kratafley- inu líkt og ákveðin fuglategund í S-Ameríku gerir. Þó má segja um kommagreyin, að þeir höfðu hugsjón; hún virkaði bara ekki þar sem hún gekk á skjön við eðli og hugsanagang mannsins. Nú þegar þessar línur em skrif- aðar er enn eitt klúðrið að líta dags- ins ljós í kratakoti. Hátt settur mað- ur í þjónustu hins opinbera varð upp- vís að því að hafa stolið undan skatti ótöldum milljónum. Eftir mikið japl og jamm og fuður var honum vikið úr starfi, reyndar leystur út með nokkmm milljónum. Ráðherra sem fór með viðkomandi málaflokk fauk svo skömmu síðar með brækumar á hælunum, náði þó að skipa eftirmann skattsvikarans, ungan mann, sem reyndar er nátengdur forvera sínum. Sá fékk starfann á frekar vafasömum forsendum því fleiri sóttu um, en skítt með það. Nú er að koma í ljós að sá hafði stolið nær tveim milljón- um undan skatti á sama hátt og var það ljóst þegar við ráðningu hans. Manni flýgur í hug hvort hann hefði lært til starfans við kné lærimeist- arans, þess sem hratt þessum farsa úr vör í upphafí. Sá ráðherra sem nú fer með málefni umræddrar stofn- unar og er sárasaklaus af þessu. hann tók jú bara við af brottreknum flokksbróður sínum og datt ekkert annað í hug en að segja að hann myndi bera þetta undir ríkislögmann sem væntanlega upplýsir ráðherra um að allir séu jafnir gagnvart lands- lögum, þótt kratar séu jú að öllu öðru jöfnu jafnari en aðrir menn sam- kvæmt eigin kokkabókum. Þetta er sýnishorn af íslenskum krötum við störf og stjómun í ís- lensku þjóðfélagi. Eftir stendur að kratana er að daga uppi eins og steintröll hér norð- ur á hjara veraldar, meðan þeir blómstra í nágrannalöndunum. Hnef- inn og rósin, merki krafts og fegurð- ar, er að breytast í einskonar róðu- kross yfir bautasteini þessarar ann- ars merkilegu stefnu. Astæðan er, það best ég fæ séð, glataður uppmni ásamt vangetu ráðamanna flokksins, vanmati á kjósendum og uppumu siðferðisþreki. Kannske hafa kratar aðra skýr- ingu? Höfundur er dcildíirstjóri hjá Flugmálastjórn, Keflavíkur- flugvelli. Ólafur Ragnars Raunhækkun lægstu launa er mest ÞVÍ hefur verið haldið fram af nokkr- um aðilum að undan- förnu, sumum auð- sjáanlega af pólitísk- um ástæðum, að ný- gerðir kjarasamning- ar væru ekki kjara- jöfnunarsamningar, þeir fengju mest sem hæstu launin hafa. Þetta á ekki við þar sem samið var um krónutöluhækkun launa, eins og megin- þorri launþegasam- takanna gerði. Þeir sem hafa haldið þessu fram, hafa sagt að þeir sem hærri launin hafa, hagnist meira en hinir lægra laun- uðu á fyrirheitum ríkisstjórnarinn- ar um heimild til að draga 4% fram- lag launþega í lífeyrissjóð frá tekj- um við álagningu skatta. Með þessu er ekki nema hálf sagan sögð. Inn í dæmið verður einnig að taka áhrif skattgreiðslna af launum og áhrif verðbólgunnar. Það sem skiptir máli fyrir launþegann, er það sem hann heldur eftir til eigin ráðstöfun- ar þegar upp er staðið. Þegar þetta er skoðað í samhengi, kemur í ljós að samkvæmt samning- unum verður raunhækk- un lægstu launa mest og fer minnkandi eftir því sem launin eru hærri. Þetta kemur glöggt fram á meðfylgj- andi töflu þar sem tekið er mið af samningum þar sem samið var um krónutöluhækkun: Þessi tafla er miðuð við að 4% framlag laun- þega í lífeyrissjóð dragist frá álagn- ingu skatta, þó að sú aðgerð komi ekki að fullu til framkvæmda fyrr en 1. júlí 1997. Einnig er reiknað með 2,5% verðbólgu á ári eða 5% á samningstímanum. Tveir öftustu dálkarnir sýna raunhækkun launa þegar samningarnir hafa komið til framkvæmda. Eins og sjá má hækka 45.000 kr. launin að raun- gildi um 3.952 krónur á mánuði eða 8,78% en 150.000 kr. launin hækka að raungildi um 157 krónu á mánuði eða 0,14%. Af þessu má glöggt sjá að raunhækkunin verður mun meiri hjá þeim sem lægstu launin hafa en þeim sem em á hærri launum. Það er því rangt, sem haldið hefur verið fram af nokkrum aðilum, sumum auðsjáan- lega af pólitískum ástæðum, að Samningamir eru því skref, þó lítið sé, til kjarajöfnunar, segir Magnús L. Sveinsson, eins og stefnt var að við gerð þeirra. þeir sem hæstu launin hafa fái mest út úr nýgerðum kjarasamn- ingunum. Samningarnir em því skref, þó lítið sé, til kjarajöfnunar eins og stefnt var að við gerð þeirra. Þeir sem halda öðru fram, hafa annaðhvort ekki kynnt sér efni samrvinganna, eða fara vísvit- andi rangt með. Hvort tveggja er vont, vilji menn að mark sé tekið á orðum þeirra. Höfundur er formaður Verzlunarmannafélags Reykjavikur og skipar 10. sæti á Jista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við komandi Alþingiskosningar. Fyrir hækkun í lok samningstíma Raunhækkun Heildar laun eftir Heildar hækk laun eftir layn e. sk. í krónum í prósentu laun skatta laun i% skatta að frádr. eftir skatta eftir skatta 5% verðbólgu 45.000 , 45.000 51.400 14,22% 51.400 48.952 3.952 8,78% 50.000 50.000 56.300 12,60% 56.300 53.619 3.619 7,24% 60.000 59.286 66.000 10,00% 63.877 60.835 1.549 2,61% 70.000 65.093 75.800 8,29% 69.732 66.412 1.319 2,03% 80.000 70.900 85.500 6,88% 75.528 71.931 1.031 1,45% 90.000 76.707 95.400 6,00% 81.443 77.565 858 1,12% 100.000 82.514 105.400 5,40% 87.418 83.255 741 . 0,90% 125.000 97.032 130.400 4,32% 102.354 97.480 449 0,46% 150.000 111.549 155.400 3,60% 117.291 111.706 157 0,14% Magnús L. Sveinsson Sjálfstæðisflokkurínn haldi forystu í skólamálum Á UNDANFÖRNUM árum hefur umræðan um skólamál aukist vera- lega. Skólamálin varða allar fjöl- skyldur í landinu meira eða minna. Foreldrar taka flestir hlutverk sitt alvarlega því þeir skynja að enginn skóli kemur í stað þess uppeldis sem börnin búa við heima.. Foreldrastarf hefur vaxið innan skólans og eflir það skólastarfið. Við sveitarstjórnarkosningar á sl. ári settu stjórnmálaflokkar skólamálin í öndvegi og væntanlega verður svo einnig í komandi alþing- iskosningum. Það er skoðun mín og reynsla að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á síðustu ámm haft forystu í skólamálum þótt svo að aðrir stjórn- málaflokkar hafi frekar viljað eigna sér hana. Sjálfstæðisflokkurinn hefur kom- ið fram með fjölmargar nýjar tillög- ur að bættu skólastarfí, útfært þær og framkvæmt þar sem flokkurinn hefur haldið um stjómvölinn. Vil ég nefna hér á eftir nokkrar þeirra. Sem kunnugt er var nýtt grunn- skólafmmvarp samþykkt á nýaf- stöðnu alþingi. Frumvarpið sjálft fékk mikla umræðu og má segja að litlar athugasemdir hafí komið fram hjá umsagnaraðilum við þau efnisatriði þess sem vörðuðu skóla- starfið og markmið þess. Þær tillögur sem Sjálfstæðis- menn hafa á síðustu árum lagt fram hafa stefnt að því að auka og lengja þjónustu skólanna, nýta betur skólaárið og koma þannig meira til móts við þarfir foreldra sem í aukn- um mæli vinna báðir utan heimilis. Það ber að auka valddreifinguna í skólakerfinu. Auka vald fólksins með því að flytja skólann yfír til sveitarfélaganna þar sem ætla má að staðið verði af meiri metnaði að skólastarf- inu. Áhrif foreldra og þátttaka þeirra í skóla- starfínu verður meiri samkvæmt grunn- skólalögunum nýju. Foreldraráð verða starfandi í hveijum skóla. Sjálfstæðis- flokkurinn vill auka sjálfstæði skóla bæði varðandi ijárhag og stjórnun, þannig að skólarnir fái meira ráð- ið um námsframboð og áherslur sínar. Efla þarf tengsl atvinnulífsins við skólana. Slíkum samskiptum var komið á við veitustofnanir Reykja- víkur í tíð fyrri meirihluta. Bein tengsl eru á milli hagsældar þjóð- arinnar, segir Helgi * Arnason, og gæða menntakerfisins. Skólinn þarf að bjóða upp á meiri og víðtækari þjónustu en lögin segja til um. Með einsetningu þar sem öll börn sækja skólann á sama tíma má með góðu skipulagi skólans, íþróttafélaga, tónlistarskóla og æskulýðsfélaga nýta skólamann- virki mun betur í þágu barnanna og veita þar góða þjónustu innan hverfisins og gera dagskrá bam- anna heillegri. Ferðum að og frá skóla fækkar og einnig akstri þreyttra foreldra á milli bæjar- hverfa. Fjölmörg börn em án umsjár fullorð- inna stóran hluta úr degi hveijum. Oft ráfa þau með jafnöldrum sínum í stefnuleysi og þegar að unglingsáram kemur hafa þau hlotið skaða á sálinni og það kostar þjóðfélagið mikla fjármuni og erf- iði. Skólinn ber hér vissulega sína ábyrgð og þar má ekki skorta aga og aðhald við nem- endur. Með því móti má leitast við að efla siðferðis- og ábyrgðarkennd þeirra sem oft virðist af skornum skammti. Með samþykkt nýrra gmnnskóla- laga á nýliðnu alþingi er stigið mik- ilsvert framfarspor í öllu skólastarfí þar sem skýr markmið skólastarfs- ins era lögð til grundvallar. Áhersla er lögð á grundvallargreinar skól- ans; íslensku, stærðfræði og erlend tungumál. Stöðugleika í efnahagsmálum og batnandi þjóðarhag verður að nýta til að taka raunhæfar ákvarðanir um allar þær margþættu úrbætur á skólastarfi sem kalla á kostnaðar- auka. Sýnt hefur verið fram á að bein tengsl em á milli hagsældar þjóðar- innar og gæða menntakerfisins. í samræmi við ný grunnskólalög þarf Sjálfstæðisflokkurinn að halda forystu sinni í menntamálum og fylgja eftir hugmyndum sínum þjóð- félaginu til farsældar. Höfundur skipar 15. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Helgi Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.