Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 4
KORFUKNATTLEIKUR
Engin vandræði hjá Blikum
Breiðabliksstúlkur lentu ekki í telj-
andi vandræðum er þær unnu
fyrri, eða fyrsta, leikinn gegn KR í
undanúrslitunum í
Smáranum í gær-
kvöldi, 59:48. Sigur
þeirra var aldrei í
hættu, en hefði hæg-
lega getað orðið það hefðu stúlkumar
úr Vesturbænum hitt eitthvað. En
því var ekki fyrir að fara og því var
sigur Blika auðveldur.
■ KONUR sem eru í framboði í
Reykjanesskjördæmi til Alþingis-
kosninganna mættu í Smárann í
gærkvöldi og tóku þátt í skotkeppni
í leikhléi á leik Breiðabliks og KR.
■ TIL stóð að keppa fyrst í riðlum
og þeir tveir flokkar sem stæðu sig
best kepptu til úrslita, en það var
ekki hægt vegna þess hversu langan
tíma þetta tók og á endanum voru
Sjálfstæðiskonur úrskurðaðar sig-
urvegarar.
■ TILBURÐIRNIR voru misjafnir
hjá frambjóðendunum 22, en einhver
hafði á orði að það mætti hugsan-
lega nota eina eða tvær í „alvöru“
lið ef þær æfðu vel.
■ GORDON Strachan, fyrrum
landsliðsmaður Skota í knattspyrnu,
hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari
Ron Atkinsons hjá Coventry City
og er samningurinn til þriggja ára.
Strachan hætti sem leikmaður Le-
eds fyrr í vetur vegna bakmeiðsla.
„Það eru önnur ævintýri í lífinu og
ég er ánægður að fá að starfa með
„Stóra“ Ron. Nú þurfum við að ná
saman og vinna saman,“ sagði
Strachan sem er 38 ára.
■ GIANLUCA Pagliuca mark-
vörður Inter og miðvallarleikmað-
urinn Massimo Crippa hjá Parma
verða ekki í ítalska landsliðinu sem
mætir Eistlandi í dag og Úkraínu
á miðvikudag í undankeppni EM.
Pagliuca er meiddur á öxl, en
Crippa á við hnémeiðsli að stríða.
Arrigo Sacchi, landsliðsþjálfari,
mun væntanlega velja nýja leikmenn
í þeirra stað í dag.
■ BOB Houghton, enski þjálfarinn
hjá FC Ziirich í Sviss, var rekinn
frá félaginu á þriðjudag vegna lélegs
árangur liðsins. Houghton tók við
liðinu í apríl í fyrra og gerði þá
tveggja ára samning við félagið.
Raimondo Ponte, sem hefur þjálfað
nágrannaliðið FC Baden, tekur við
af Houghton.
■ SVETLA Dimitrova, Evrópu-
meistari í 100 metra grindahlaupi,
sem flúði frá Búlgaríu til Austur-
ríkis fyrir fjórum mánuðum og yfir-
gaf um leið eiginmann sinn og þjálf-
ara, Ilya Pishtikov, kom aftur til
Búlgaríu í vikunni. Hún sagði að
það hafi verið mistök að fara til
Austurríkis og vilji áfram keppa
fyrir Búlgaríu. Hún varð Evrópu-
meistari í 100 m grindahlaupi í
Helsinki í ágúst og varð önnur í
stigakeppni Grand Prix-mótanna
síðasta tímabil.
Bæði lið léku maður á mann vörn
framan af leik en KR-ingar breyttu
nokkrum sinnum um vörn, pressuðu
á köflum, yfir í svæðisvörn í síðari
hálfleik og allt gekk þetta nokkuð
vel, svæðisvörnin einna best. En það
er ekki nóg að veijast, þó það komi
oftast að góðu haldi. KR-stúlkur
hittu ekkert, skoruðu til dæmis ekki
stig í heilar fjórar mínútur í síðari
hálfleik, og því kom það varla að
sök þó Blikum gengi erfiðlega á
Keflavíkurstúlkur stigu mikil-
vægt skref í vörn sinni fyrir
íslandsmeistaratitlinum í gærkvöldi
þegar þær sigruðu
Björn nágranna sína frá
Blöndal Grindavík 76:63 í
skrifarfrá Keflavík í fyrsta leik
KeHavík. liðanna í undanúr-
slitum íslandsmótsins.
Keflavíkurstúlkurnar hófu leikinn
af miklum krafti og náðu afgerandi
forystu í fyrri hálfleik sem Grinda-
víkurstúlkunum tókst ekki að brúa.
Mestur var munurinn 20 stig undir
lok hálfleiksins, en í siðari hálfleik
urðu hlutverkaskipti. Þá sóttu
Grindavíkurstúlkurnar í sig veðrið
og náðu að minnka muninn í 6 stig.
En þá tóku Keflvíkingar sig á og
sigu framúr að nýju og sigruðu
nokkuð örugglega.
tíma gegn sterkri vörn KR.
Sem fyrr var það Penni Peppas
sem var svo til allt í öllu hjá Blik-
um. Auk þess að skora mikið nær
hún oft að róa leik liðsins þegar á
þarf að halda og tekur alltaf tals-
vert af fráköstum. Hún gætti Guð-
björgar Norðfjörð í síðari hálfleik
með góðum árangri. Olga hitti
þokkalega og hún auk Penni og
Erlu geta haldið knettinum vel þeg-
ar pressað er stíft.
„Við lékum vel í fyrri hálfleik, en
í þeim síðari setti góð vörn Grindvík-
inga okkur út af laginu. Ég á von
á jafnari og jafnframt hörkuleik í
Grindavík," sagði Sigurður Ingi-
mundarson þjálfari Keflavíkur. „Lið-
ið var ekki nægilega samstillt í upp-
hafi og það var slæmt að missa þær
svona langt framúr, því það er erfitt
að vinna upp svona mikinn mun.
En við munum laga það sem þarf
að laga og stefnum að sjálfsögðu
að sigri í Grindavík og knýja með
því fram oddaleik," sagði Nökkvi
Már Jónsson þjálfari UMFG.
Bestar í liði Keflavíkur voru þær
Anna María Sigurðardóttir, Erla
Reynisdóttir og Björg Hafsteinsdótt-
ir. Hjá UMFG voru bestar, þær
Anna Dís Sveinbjörnsdóttir, Stefanía
Jónsdóttir og Svanhildur Káradóttir.
Guðbjörg var í stuði í liði KR í
fyrri hálfleik, gerði þá 21 stig af
þeim 27 sem liðið gerði, en hún fékk
líka þijár villur og varð að fara útaf
með fimm um miðjan síðari hálfleik,
eins og reyndar Hanna Kjartansdótt-
ir hjá Blikum. H’elga tók sig þá til
og skoraði grimmt, en hún hafði
látið sér nægja að stjóma sóknar-
leiknum fram að því. Sara Smart
er eldfljót og mjög skemmtilegur
varnarmaður.
Leikur án
metnaðar
%Ckagamenn sigruðu ÍS, 98:81, í
fyrsta leiknum um laust sæti í
úrvaldeildinni næsta keppnistímabil.
hhhhm Það leit út fyrir sýn-
skrifar fystu mínúturnar því
þeir komust í 6:0.
Stúdentar voru á öðm máli og skor-
uðu næstu 13 stig og gerðu heima-
menn þá ekki stig í þijár mínútur.
ÍS hafði yfirhöndina fram að leik-
hléi og leiddi 39:41 er gengið var til
búningsherbergja. Það verður að segj-
ast eins og er að það að skora ekki
meira en 39 stig gegn ekki sterkara
liði en ÍS er mjög alvarlegt mál. Þetta
hafa heimamenn skilið því þeir náðu
mest 21 stiga forsytu i síðari hálfleik,
71:50. En svo slökuðu þeir á klónni
og þegar yfir lauk höfðu heimamenn
skoraði 98 stig gegn 81.
Dagur Þórisson lék best og gerði
27 stig. Egill Viðarsson var bestur
Stúdenta og Lárus Árnason sýndi
einnig „gamalkunna" takta.
Eins og áður sagði olli leikur
heimamanna griðarlegum vonbrygð-
um og verða þeir að stilla strengi
sína bestur ef ekki á að fara illa í
Reykjavík á mánudaginn.
Kristinn
bætir sig
í stórsvigi
Kristinn Björnsson skíðakappi
gerir það ekki endasleppt í
skíðabrekkunum. Á fimmtudags-
kvöldið varð hann í 4. sæti í stór-
svigi á móti í Frakklandi og fékk
fyrir þann árangur 15,5 FIS punkta
en hann átti áður best 17,75 punkta
í stórsvigi. Kristinn er því kominn
niður í 16,63 punkta í stórsvigi og
í kringum 150. sætið á heimslistan-
um.
Aðrir íslenskir keppendur keyrðu
út úr, nema Gunnlaugur Magnús-
son sem varð í 27. sæti en bætti
ekki punktastöðu sína.
í gær var Amór Gunnarsson sá
eini sem ekki keyrði út úr brautinn
og lenti Arnór í 27. sæti og bætti
punktastöðu sína eitthvað þar sem
hann fékk um 40 punkta fyrir þenn-
an árangur.
ÚRSLIT
Breiðablik- KR 59:48
Smárinn, undanúrslit í 1. deild kvenna í
körfuknattleik, fyrri/fyrsti leikur, föstudag-
inn 24. mars 1995.
Gangur leiksins: 2:0, 3:4, 12:4, 17:14,
27:23, 33:23, 37:27, 39:32, 47:32, 53:37,
53:46, 59:48.
Stig Breiðabliks: Penni Peppas 26, Olga
Færseth 17, Hanna Kjartansdóttir 7, Elísa
Vilbergsdóttir 6, Hildur Ólafsdóttir 2, Erla
Hendriksdóttir 1.
Stig KR: Guðbjörg Norðfjörð 21, Helga
Þorvaldsdóttir 16, Marfa Guðmundsdóttir
5, Sara Smart 2, Georgía Ó. Kristjánsdótt-
ir 2, Elínborg Herbertsdóttir 2.
Dómarar: Ámi Freyr Sigurlaugsson og Jón
Halldór Eðvaldsson. Alls ekki sannfærandi.
yillur: Blikar 20 - KR 16.
Áhorfendur: Um 250.
Keflavík - UMFG 76:63
íþróttahúsið f Keflavík, undanúrslit f 1.
deild kvenna í körfuknattleik, fyrsti/fyrsti
leikur, föstudaginn 24. mars 1995.
Gangur leiksins: 5:0, 16:7, 26:9, 34:16,
41:25, 51:36, 53:44, 59:53, 71:61, 76:63.
Stig Keflavíkur: Anna María Sveinsdóttir
24, Björg Hafsteinsdóttir 22, Erla Reynis-
dóttir 13, Anna María Sigurðardóttir 8,
Erla Þorsteinsdóttir 5, Júlfa Jörgensen 2,
Ingibjörg Emilsdóttir 2.
Stig UMFG: Anna Dís Sveinbjömsdóttir
25, Stefanía Jónsdóttir 15, Svanhildur
Káradóttir 14, Stefanfa Ásmundsdóttir 7,
Hafdís Sveinbjörnsdóttir 1, Aníta Sveins-
dóttir 1.
Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Aðalsteinn
Hjartarson - sem dæmdu vel.
Villur: Keflavík 25 - UMFG 22.
Áhorfendur: Um 100.
I'A-ÍS 98:81
íþróttahúsið Akranesi, leikið um laust sæti
f úrvaisdeild, fyrri/fyrsti leikur, föstudaginn
24. mars 1995.
Gangur leiksins: 6:0, 6:13, 9:17, 21:22,
28:28, 39:41, 53:44, 63:48, 71:50, 79:61,
89:75 98:81.
Stig ÍA; B.J. Thompson 33, Dagur Þórisson
27, Haraldur Leifsson 14, Brynjar Karl Sig-
urðsson 13, Jón Þór Þórðarson 5, Björgvin
Karl Sigurðsson 4, Erlingur Viðarsson 1,
Einar Karl Birgisson 1.
Stig ÍS: Egill Viðarsson 19, Lárus Árnason
15, Sólmundur M. Jónsson 11, Arnar Ragn-
arsson 10, Guðni Guðnason 9, Matthías
Einarsson 9, Guðjón Sævarsson 3, Haraldur
Kristinsson 2, Björgvin Reynisson 2, Héðinn
Gunnarsson 1.
Dómarar: Jón Bender og Einar Einarsson.
Villur: ÍA 19 - IS 27.
Áhorfendur: 211.
NBA-deildin
Detroit - Dallas................94:102
Grant Hill 32, Lindsey Hunter 19 - Popeye
Jones 21, Jason Kidd 15, Lucious Harris 15.
Orlando - Charlotte.............105:93
Shaquille O’Neal 34, Horace Grant 23 -
Alonzo Mourning 35, Scott Burrell 22.
Houston - Utah.................104:112
Hakeem Olajuwon 39, Clyde Drexler 23 -
Karl Malone 30, John Stockton 24.
Milwaukee - LA Clippers.........104:93
Glenn Robinson 32, Todd Day 18 - Loy
Vaught 19.
Denver-New York................101:104
Mahmoud Abdul-Rauf 30 - Patrick Ewing
22.
Seattie - Washington...........108:103
Detlef Schrempf 24, Gary Payton 24,
Shawn Kemp 19 - Gheorghe Muresan 26,
Calbert Cheaney 23.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
Schumacher klessti á æfingu Reuter
ÞJÓÐVERJINN Mlchael Schumacher klessukeyrði bíl slnn í gær þegar hann var að æfa
fyrir Formulu I kappaksturlnn sem fram fer í Sao Paulo í Brasilíu um helglna. Helmsmelst-
aran sakaði ekki þó svo Benetton/Renault bíll hans hafl skemmst miklð.
KORFUKNATTLEIKUR
Keflvíkingar
sterkarií
grannaslag