Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ
íslandsdeildin á uppleið
á heimssýningu hest-
anna í Þýskalandi
HEIMSSÝNING hestanna „Equitana" sem nú er komin vel á
þrítugsaldurinn var nú sem fyrr haldin í Essen í Þýskalandi
dagana 4. til 12. mars. Eins og með börn og unglinga hefur
sýningin vaxið og dafnað á þessum árum en svo virðist sem
að endimörkum ívexti sýningarinnar sé náð. Vera kann þó
að stærð sýningahallanna í „Messe Essen“ setji þar einhver
takmörk því hver einasti fermetri af þessum 80 þúsund var
gernýttur.
Aldrei hefur verið um það deilt
að Equitana sé góður vett-
vangur fyrir íslenska aðila til að
kynna vörur sínar
... og þjónustu. Ekki
Krístinsson var synmgm nu þar
skrífar nein undantekning
á nema síður væri.
Arinbjörn Jóhannsson sem rekur
ferðaþjónustu í Húnavatnssýslu
sagði viðbrögð og undirtektir með
allra besta móti á sýningunni og
undir það tók Einar Bollason sem
kvaðst aldrei hafa fengið jafn-
margar bókanir á staðnum og nú.
Töldu þeir félagar að umferðin um
íslensku básana hafi margfaldast
frá síðustu sýningum og væri þetta
allt í góðu samræmi við þá stöð-
ugu aukningu sem ætti sér stað í
bæði útflutningi hrossa frá íslandi
og eins sölu á hestaferðum um
landið sem.
Markaðsmögnleikar
Halldór Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri Félags hrossa-
bænda var staddur á Equitana og
sagði hann þessa sýningu sanna
enn einu sinni svo ekki sé um villst
i iijh n •
'fi "á Æ & jfóUf'A j!
Vinsælar kynningar
KYNNINGAR á íslenska hestinum fór reglulega fram í ís-
landshestadeildinni en hér eru það Walter og Sandra Feld-
mann ásamt Dieter Becker sem kynna áhrif ýmissa hjálpar-
tækja á þjálfun hestsins.
að mestu markaðsmöguleikarnir
fyrir íslenska hestinn séu fyrst og
fremst í Þýskalandi. Taldi hann
að af þessum sökum ætti hiklaust
að leggja enn meiri rækt en gert
hefur verið við Equitanasýninguna
því þarna væri langstærsti og
sterkasti markaðurinn fyrir ís-
lenska hestinn. Taldi Halldór
nauðsynlegt að starfa náið með
þjóðveijum að þessum málum og
nefndi hann í því sambandi „Saga
Reitsc,hule“ og gat þess að fyrstu
hestakaupmennimir á vegum skól-
ans kæmu til landsins í apríl eða
maí. Sagði Halldór ennfremur að
skólinn hefði verið kynntur á sýn-
ingunni og komið fram fjöldi fyrir-
spurna og greinilegt að hugmynd-
in hefur vakið athygli.
Á niðurleið
Allt frá því íslenskir hestar
komu fram í fyrsta skipti á Equit-
ana hafa þeir óumdeilanlega verið
eitt af þremur vinsælustu atriðun-
um á kvöldsýningunum en á nýaf-
staðinni sýningu verður ekki betur
séð en íslenski hesturinn sé nú
fallinn af þessum stalli. Þeir sem
hafa samanburðinn eru þess full-
vissir að atriðið með íslenska hest-
inum hafi nú skipað fimmta til
sjöunda sæti. Blessaður klárinn
hefur nú orðið að víkja fyrir Anda-
lúsíuhestinum, einum tveimur
sirkusatriðum og akstursíþróttin,
það er akstur hestvagna, virðist
nú eiga vaxandi vinsældum að
fagna. Voru ein þijú atriðið með
hestvögnum á hverri kvöldsýningu
og þótti sumum nóg um. Þar á
meðal voru heimsmeistararnir í
liðakeppni sem fóru mikinn með
fjögur fereyki og fannst mörgum
nóg um hraðann hjá þeim og hrein-
asta mildi að vagnarnir skyldu
ekki velta. Þetta atriði vakti gífur-
lega hrifningu sýningargesta og
má mikið vera ef þetta atriði
trónaaði ekki á toppnum á „Hop
Top show“ eins og kvöldsýning-
arnar kallast. En meira um Equit-
ana síðar.
íslandshestadeildin vins
ÍSLANDSHESTADEILDIN á Equitana virðlst njóta vaxandi vinsælda með
vel stöðugt vaxandi áhuga Þjóðverja fyrir hestinum sei
EquKana fer til
Bandaríkjanna
ífyrstasinn
EQUITANA sem allt fram að
þessu hef ur verið haldið annað
hvert ár í Essen f Þýskalandi verð-
ur nú á faraldsfæti á næsta ári
því ákveðið er að ein sýning verði
haldin í Louisville í Kentucky í
Bandaríkjunum dagana 18. til 21.
júlf.
Dagsetningin er valin sérstaklega
með tilliti til þess að Ólympíuleik-
arnir sem haldnir verða í Atlanta hefj-
ast um svipað leyti og verður því hægt
að tengja saman ferð á Equitana í
Louisville og hestaíþróttir Ólympíuleik-
anna. Sýningin verður haldin í risa-
stórri sýningarhöll sem er öll undir
einu þaki og að sjálfsögðu loftkæld
eins og vera ber í henni í Ameríku.
Wolf Kröber „Herra Equitana“ mun
ásamt fylgdarliði frá Þýskalandi
stjórna uppsetningu sýningarinnar
þannig að tryggt verði að sá andi sem
ríkt hefur á Equitana til þessa muni
fýlgja með til Bandaríkjanna.
Ahugi Bandaríkjamanna fýrir Equit-
ana hefur aukist með hverri sýningu
eins og stöðugt aukin þátttaka að vest-
an sýnir best. Þykir nú orðið tímabært
að bjóða upp á sýningu þar vestra.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Endurskipulagning nauðsynleg
EFTIR þaulsetu á toppnum virðast íslendingarnfr nú fallnlr
af stallinum og orðið tímabært að endurskipuleggja sýn-
ingaratriðin sem boðið verður upp á á Equitana framtíðarinn-
ar elgi að endurheimta toppsætið.
íslendingar fallnir af sts
Á undanförnum Equitana sýning
um hefur komið fram gagnrýni á
sýningaratriðin með íslenska
hestinum á kvöldsýningunum
„Hop TopShow". En þráttfyrir
þessa gagnrýni hefur fslenski
hesturinn alltaf haldið hlut sínum
ef mið er tekið af viðbrögðum
sýningargesta. Hefur þetta
reyndar verið mælt með klapp-
eða hávaðamæli sem staðfest
hefur svo ekki hafi verið um villst
vinsældir íslenska hestsins.
Nú er hinsvegar svo komið að ís-
lendingarnir tróna ekki lengur á
toppnum þótt atriðið með íslensku
hrossunum hafi ekki verið neitt lakara
en áður. Sömuleiðis var gagnrýnin síð-
ur en svo háværari nú en áður nema
síður væri og því ekki óeðlilegt að ein-
hveijir kunni að spyija hvað hafi eigin-
lega farið úrskeiðis?
Áður en lengra er haldið er rétt að
skýra örlítið í hverju sýning íslensku
hestanna var fólgin. Sigurbjörn Bárð-
arson reið á vaðið á Vídalín frá Sauðá-
króki þar sem þeir fóru stutt sóló. Á
fyrstu sýningunum var Vídalín heldur
óstýrilátur en lagaðist þegar á leið.
Skiluðu þeir sínu alveg þokkalega þótt
nokkuð vantaði upp á að Vídalín sýndi
sínar bestu hliðar, fótaburðurinn klikk-
aði þó ekki. Á eftir þeim félögum komu
fram tólf íslenskir stóðhestar úr Rhein-
land Pfalz og Saarlandi. Fóru þeir um
í hálfrökkri með sjálflýsandi efni á
fótum, hugmynd af sýningu F.T. Fóru
þeir um í ágætri munsturreið og á
eftir þeim komu skeiðhestarnir með
miklum látum. Ekki var hægt að sjá
að neitt hafí farið alvarlega úr böndun-
um umfram það sem áður hefur gerst
en hinsvegar virðast sömu vandamálin
hafa átt hér hlut að máli auk þess sem
ætla má að gestir á „Hop Top Show“
séu hreinlega búnir að fá leið á lítið
breyttu atriðinu ár eftir ár. Þegar tal-
að er um sömu vandamálin er átt við
þungan völlinn og þrengslin fyrir
skeiðhestana sem gerir það að verkum
að skeiðsýningarnar eru oft á tiðum
hálfgerð nauðgun og eiga lítið sam-
eiginlegt með fágaðri og fallegri reið-
mennsku sem er í hávegum höfð á
Equitana. Völlurinn á Equitana hefur
alla tíð verið eins og sandkassi sem
hentar engan veginn fyrip ganghesta.
Það kom greinilega fram í sameigin-
legri sýningu ganghesta sem var hál-
flágkúruleg þar sem íslensku hestarnir
voru áberandi bestir. Ganghestar eiga
greinilega mjög erfitt með að sýna
stinnan og frísklegan gang ef undir-
lagið er of mjúkt.
Þeir eru margir sérfræðingarnir sem
hafa sagt að útvega þurfi betri hesta
í þessar sýningar sérstaklega á þetta
við um landann oft nýkominn að heim-
an búinn að drekka nokkra bjóra og
segist eiga hest heima sem sé betri
en allar þessar truntur sem Þjóðver-
jarnir séu að skælast með á sýning-
unni. Ekki er hægt að neita þeirri stað-
reynd að allir eða flestir bestu hestarn-
ir í Þýskalandi eru ekki falir í þessa
sýningu, en hversvegna? Ástæðurnar
eru þijár, í fyrsta lagi má fastlega
gera ráð fyrir að hestar sem taka þátt
í Equitana komi veikir heim því þar
sem koma svo margir hestar saman
víða að er mjög hætt við að staðurinn
geti breyst í pestarbæli. Þá er því
slysahætta fylgjandi að þenja hest einu
sinni til tvisvar eða oftar á dag í tíu
daga, í reiðfæri eins og að ofan get-
ur. Að síðustu má svo geta þess að
litlar greiðslur hafa komið fyrir þátt-
töku manna í Equitana en sá sem
mætir þangað með hest eyðir í þetta
allt að hálfum mánuði.
En hvað er til úrbóta, er þá eðlilega
næsta spurning. Ef fyrst er vikið að
undirlagi vallarins má ætla að erfið-
lega geti reynst að fá úr því bætt því
þetta er það sem hentar stóru hestun-
um og því hætt við að allur háaðallinn
rísi upp á afturfæturna og sýni tenn-
urnar en fróðlegt væri þó að fregna