Morgunblaðið - 29.03.1995, Side 3

Morgunblaðið - 29.03.1995, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 B 3 KOSNINGAR 8. APRÍL Að gera að manni GÓÐ menntun er undirstaða velmegun- ar og ein helsta auð: lind framtíðarinnar. í menntuninni er vaxt- arbroddur framfara og nýsköpunar. Því er áríðandi að auðlindin sé ekki vanrækt heldur treyst til hins ýtrasta. Þannig er sá grunnur tryggður sem samfé- lagið byggir á. Fagrar yfirlýsingar duga skammt, hugur þarf að fylgja máli. Menntun í öndvegi Kvennalistinn vill að menntun verði forgangsmál í íslensku samfélagi og bera fjölmörg þing- mál Kvennalistans því glöggt vitni. Móta þarf heildstæða mennta- stefnu sem nær til allra skóla- stiga. Fjölga þarf námsleiðum með þarfir beggja kynja í huga. Stór- auka þarf vægi skapandi hugsun- ar, starfs- og verkmenntunar sem og þeirra námsgreina sem nýtast undirstöðugreinum atvinnulífsins. Menntastofnanir ná ekki að blómstra og skila árangri ef þær búa við stöðugan niðurskurð og ijjársvelti. Með því móti gröfum við undan eigin framtíð. Sem menningarþjóð ber okkur skylda til að að veita auknu íjármagni til skóla svo unnt sé að reka metnað- arfullar stofnanir sem veita þá bestu menntun sem völ er á. Skólum landsins, frá leikskóla til háskóla, er falin umsjá og menntun þess dýrmætasta sem við eigum. Því má ekkert til spara svo hlúa megi að þessum vaxtarsprot- um og rækja uppeldis- og mennt- unarhlutverkið með sóma. Jafnrétti til náms Kvennalistinn vill tryggja jafn- rétti til náms. Núgild- andi reglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna eru t.d. síður en svo til þess fallnar. Það er óviðunandi að námsmenn þurfi að taka bankalán með háum vöxtum sér til framfærslu, meðan beðið er eftir námsl- áni. Nær væri að koma á mánaðarleg- um útgreiðslum lána auk þess sem endur- greiðslur þurfa að vera viðráðanlegar. Strangar kröfur sjóðsins um námsframvindu mis- muna nemendum, jafnvel eftir kyni og koma verst við einstæð foreldri og námsfólk af lands- byggðinni, auk þess sem kröfurnar eru í raun stýrandi varðandi nám- sval. Kvennalistinn leggur áherslu á eflingu fjarnáms svo búseta og Menntun er forgangs- mál Kvennalistans, seg- ir Bryndís Guðmunds- dóttir, sem og jafnrétti til náms. Fjölga þarf námsgreinum, sem nýtast undirstöðugrein- um lífsins. persónulegir hagir hindri síður aðgang að námi og hefur einn þingflokka flutt frumvarp um fjarnám ríkisins. Bætt kjör kennara Kvennalistinn vill að kjör kenn- ara verði stórbætt og starfsskil- Bryndís Guðmundsdóttir yrði öll í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru. Ör samfélagsþróun hefur breytt hlutverki skóla mjög hin síðari ár. Kröfur eru aðrar og meiri og fara síst minnkandi. Auk þekkingarmiðlunar þurfa kennar- ar að sinna uppeldis- og ráðgjaf- arhlutverki í ríkara mæli en áður. Vandi þjóðfélagsins, atvinnuleysi og upplausn heimila valda meira álagi, auk þess sem vandamál nemenda og heimila eru nú mun alvarlegri og um leið erfiðari við- fangs. Það er því ekki ósanngjörn krafa að laun kennara og starfs- skilyrði taki mið af þessum breyttu aðstæðum. Mjög brýnt er að öll sérfræði- þjónusta skólanna verði efld og markvisst unnið á fyrirbyggjandi hátt svo koma megi í veg fyrir alvarleg skipbrot nemenda, sem í dag eru því miður alltof tíð. Úrvalsfólk Það dylst engum sem komið hefur nærri skólastarfi hve ábyrgðarmikið, vandasamt og krefjandi starf kennarans er. Skól- ar verða að geta laðað til starfa úrvalsfólk, en það gerist ekki með því að bjóða kennarastéttinni þau smánarkjör, sem hún býr við í dag. Er skýringa e.t.v. að leita í því að hér er um að ræða fjöl- menna kvennastétt? Nýleg könnun á launamismun kvenna og karla á íslandi sýnir ótvírætt að svo er. Það er með ólíkindum hve tak- markaðan skilning þeir sem fjár- magninu ráða hafa á vanda skóla- starfs og hve lítinn vilja þeir virð- ast hafa til lausnar. Menntun felur í sér, að „gera að manni“. Vel menntaðir, heil- brigðir og hamingjusamir ein- staklingar eru líklegir til góðra verka, samfélagi, menningu og þjóð til heilla. Það ætti því að vera æðsta markmið mennta- stofnana að skila af sér slíku fólki. Skólar verða þá að vera færir um að mennta í bestu merkingu þess orðs. Til þess þarf ánægt og hæft fólk og aukið fjármagn. Fámenn þjóð hefur ekki efni á að menntun misfarist. Höfundur skipar 2. sæti á framboðstista Kvennalistans í Reykjaneskjördæmi. Ungt fólk, takið afstöðu Leiðin til signrs í GREIN Hlyns Sig- urðssonar hinn 18. marz síðastliðinn tók hann upp á þeirri ný- breytni að líkja stjórn- málum við fótboltaleik. Lýsti hann þar einnig þeirri skoðun sinni að hann teldi leiðina að markinu liggja hægra megin. Mér er því spurn á hvort markið hann vilji skora. Ég lýsi eftir fyrirliða sem sér yfir allan völl- inn en harkar ekki bara á hægri kantinum. Til þess að eiga möguleika í fýrstu deild þarf vel upplýsta og hrausta leikmenn, en þeir verða ekki til hjá fyrirliðanum Davíð sem hefur lagt varnakerfi landsins í rúst, þ.e.a.s. menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Velur í liðið eftir reglu einkavinavæðingar og virðist þar einu gilda um hæfileika eða innræti manna. Mér þykir einnig fáranlegt að ungur sjálfstæðismaður lfki flokkn- um sínum við gott fótboltalið. Hann virðist gleyma því að fótboltafírinn Ingi Björn Albertsson, sem leikið hefur manna best fyrir flokkinn á nýliðnu tímabili, gekk úr liðinu vegna óánægju með fyrirliðann. Leikkerfí sjálfstæðismanna, einka- framtakið, þar sem hver spilar upp á eigin spýtur skilar aldrei góðum árangri, virðist þá engu skipta hvort leikinn er fótbolti eða pólitík. Vinnu- brögð sjálfstæðismanna á nýliðnu tímabili verðskulda brottvísun úr leiknum og er tími til kominn fyrir hægristjómina að fara í kalda sturtu. í grein Hlyns kemur fram að hann telur Kvennalistann spila í fjórðu deild og hugmyndir þeirra eigi ekki rétt á sér. Hann virðist því miður ekki vera nógu vel upp- lýstur um launamun kynjanna sem verður því miður að teljast allt of mikill. Baráttumál kvenna eiga því mikinn rétt á sér í fyrstu deildinni og spila þær þar íslenskum konum til sóma. Þjóðvaki, sprengiframboð óánægðra kjósenda, með krata þingmann sem fyrirliða, skortir alla samhæfíngu og reynslu til að geta sett mark sitt á fótbolta- leikinn. Tel ég þó að í þessum flokki búi margt gott og ekki sé alveg hægt að afskrifa hann að svo stöddu. Framsóknarmenn virð- ast ekki vera vissir um stöðu sína á vellinum vita ekki með hvorum fætinum á að sparka. Hins vegar er Al- þýðuflokkurinn kom- inn hálfa leiðina útaf vellinum og ætlar sér að spila á meginlandi Evrópu þar sem þeir halda að þeir hafí eitthvað til mál- anna að leggja. Sigurinn vinnst Eftir að hafa kynnt sér stefnu flokkanna og sjá hvaða leikkerfi þeir ætli sér að nota kemur bersýni- lega í ljós að leiðin til sigurs liggur hjá liði Alþýðubandalags og með Alþýðuflokkurinn er kominn hálfa leið út af vellinum, segir Þorkell Máni Pétursson, og hann ætlar sér að spila á meginlandi Evrópu. fyrirliða þess Ólaf Ragnar Grímsson í broddi fylkingar. Tel ég að ísland eigi eftir að vinna glæsilegan sigur með þennan flokk við stjómvölinn, stefna hans er skýr, góð og leik- mennimir vita út á hvað leikurinn gengur, samvinnu, sterka vörn og öflugan sóknarleik. Valið er undir þér komið. Þú verð- ur dómari 8. apríl 1995. X við G = 1-0 fyrir ísland. Höfundur er framhaldsskólanemi. Þorkell Máni Pétursson Upp, upp mín sál ársreikningarnir vemlegan rekstr- arhagnað. Það er vel því traust at- vinnulíf er undirstaða framfara og betra lífs. Tímamót ALLT of lengi hefur fyrirgreiðsla, ábyrgð- arleysi, og lélegt sið- ferði í stjórnmálum sem atvinnulífi ein- kennt íslenskt samfé- lag. Handahófskennd- ur niðurskurður vel- ferðarkerfísins og ónýtt tryggingakerfí hafa breikkað bilið milli ríkra og fátækra í landinu. Gamla flokkakerfið hefur bragðist og í raun gef- ist upp við að leysa brýn verkefni í þjóðfé- lagsmálum. Trúnaður ríkir ekki milli almennings og stjórnmálamanna. Stjórnmálamenn hafa litla sannfæringu fram að færa og selja sálu sína fyrir ráðher- rastóla og völd. Atvinnulífið er gegnsýrt af spillingu í peningakerf- inu og stjórnkerfi stjórnmálanna. Hér er því sannanlega þörf á breyt- ingum, siðbót og endurnýjun. Kreppa heimilanna Á umliðnum árum höfum við horft á eiginlega aðför að íslensku launafólki. Við horfum upp á kreppu heimilanna, kreppu í skóla- kerfinu, kreppu í heilbrigðiskerfinu, og kreppu atvinnuleysingjans. Að langmestu leyti er þessi kreppa til komin vegna aðgerða eða aðgerða- leysis ríkisstjórnarinn- ar. í dag era um 7.000 íslendingar atvinnu- lausir. Sjö þúsund ein- staklingar sem eru án vinnu og draga fram lífið á smánarlegum atvinnuleysisbótum. Ríkisstjórnin með Dav- íð Oddsson í farar- broddi talaði beinlínis kreppuna inn í huga þjóðarinnar á árinu 1991. Vegna sóunar umliðinna ára í ís- lensku atvinnulifi og banka- og lánastarf- semi hefur venjulegt launafólk orðið að draga fram lífið með óhóflega löngum vinnudegi. Þannig hafa heimilin bjargað sér og fólk getað haldið uppi lífsgæðum eins og þau gerast best í nágranna- löndum okkar. Um leið og kreppir að minnkar vinnan og fjármál heim- ilanna fara í rúst. Yfirvinnan hverf- ur og í tilvikum 7.000 manna miss- ir fólkið vinnuna. Allir vita að eng- inn getur lifað til lengdar á atvinnu- leysisbótum. Venjulegt launafólk bíður og bíður eftir lausnum en ekkert gerist. Haldið er áfram að skera niður félags- og velferðar- kerfið. Haldið er áfram að seilast í pyngju almennings með hækkun tekjuskatts, hækkun skólagjalda, hækkun gjalda í heilbrigðiskerfinu, Ég þekki mörg dæmi þess að fyrirtæki sem hafa tugi eða hundruð starfsmanna í sinni þjónustu, segir Snorri Styrkársson, verja ekki einni krónu í þróunar- og rannsóknarstarf. hækkun þjónustugjalda, lækkun persónuafsláttar, lækkun barna- bóta, lækkun barnabótaauka, lækk- un vaxtabóta, lækkun skatta á eignir, lækkun skatta á fyrirtækin, enga skatta á peninga takk fyrir og svo mætti lengi telja. Ekki kreppa fyrirtækjanna Það ríkir engin kreppa hjá fjár- magnseigendum og fyrirtækjunum. Það er engin kreppa hjá einokurun- um í olíugeiranum, slagnum milli Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og íslenskra sjávarafurða, gylliboð- um fákeppandi tryggingafélaga og banka, rekstri lífeyrissjóðakerfisins og svo mætti lengi telja. Fyrirtækin eru nú þessar vikurnar að leggja fram ársreikninga sína fyrir árið 1994 og í langflestum tilvika sýna Við stöndum á tímamótum. Við höfum mörg tækifæri til nýrrar sóknar í íslensku atvinnulífi. Við verðum að nota þau rétt. Alger nauðsyn er að fagmennska og fram- sýni ráði ferðinni í íslensku peninga- kerfi. Losa verður tök stjórnmála- manna á peningakerfínu. Við verð- um einnig að sækja fram með fram- sæknar hugmyndir þó þær taki ein- att lengri tíma í geijun og fram- kvæmd. Við verðum að ná að stokka upp íslenska skóla- og menntakerf- ið. Þróa verður skólakerfið þannig að það spili með atvinnulífmu, heim- ilunum og nemendunum en ekki gömlum arfleifðum. Við verðum að breyta skólakerfinu úr því að vera menntastofnanir er byggja á gam- alli hefð embættismannastétta lið- inna alda um latínunám eða fornum iðgreinum er mynduðust í upphafi þessarar aldar. í ofanálag er ís- lenska skóiakerfið tímasett eins og aðalatvinnugrein landsmanna sé enn landbúnaður með sauðburði á vorin og sláturtíð að hausti og mikl- um annatíma að sumarlagi þar á milli. Skólakerfíð þarf að breytast og þróast mjög hratt til framsækins og nútímalegs horfs. Við verðum að byggja upp metnað í tækni- og verkgreinum — breyta gildum. Sóknarfæri í atvinnumálum skapast ekki nema við leggjum margfalda núverandi upphæð til til- rauna- og þróunarstarfs. Ríkið verður að leggja sitt af mörkum en Snorri Styrkársson aukningin og breytingin verður ekki síst að koma frá fyrirtækjunum sjálfum. Ég þekki mörg dæmi þess að fyrirtæki sem hafa tugi ef ekki hundruð starfsmanna í sinni þjón- ustu, velti hundruðum milljóna ef ekki milljörðum króna árlega, veija ekki einni krónu í þróunar- og rann- sóknarstarf. Þau veija ekki einni krónu til þess að skoða framtíð sína. Þau veija ekki einni krónu í athug- anir og þróun á framleiðslu sinni. Þau veija ekki einni krónu í fjárfest- ingar í menntun. Svona mætti lengi telja. Hér taka fyrirtækin sína eigin gröf en því miður fylgjum við Is- lendingar með sem þjóð. Skýr valkostur Hér þarf breytinga við. í komandi kosningum gefst okkur tækifæri til - að skapa nýja hugsun og nýtt afl. Trúnaður ríkir ekki milli stjómmála- manna og fólksins í landinu. Trúnað- ur ríkir ekki heldur milli fólksins í landinu og fyrirtækjanna í landinu. Þjóðvaki berst fyrir að efla trúnað kjósenda og stjómmálamanna — launamanna og atvinnulífsins. Það verður einungis gert með nýjum vinnubrögðum og breyttum áhersl- um í íslenskum stjórnmálum. Þjóð- vaki — hreyfíng fólksins — verður að verða það öflugur að afloknum ^kosningum að hann verði forystuafl í stjómmálum og megni að leiða ís- lenskt þjóðfélag áleiðis að nýrri öld með trúnað við menn og málefni að leiðarljósi — fólkið í landinu — fyrir- - tækin í landinu. Höfundur er hagfræðin/rur og skipar 1. sætið & framboðslista Þjóðvaka í Austurlandskjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.