Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 E 3 ÍÞRÓTTIR orrustuna um Islandstitilinn KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN HANDBOLTI Morgunblaðið/Gunnlaugur hvöttu sína menn kröftuglega til dáða, elns og þelr eru þekktir fyrlr. iláar og gular blómarósir, skömmu áður en flautað var til leiks. Meistara- lið Vals VALSMENN fögnuðu íslands- meistaratitli í handknattlelk karla þriðja árið í röð, eftir sig- urinn gegn KA á þrlðjudags- kvöldlð. Melstararnir eru, aft- arl röð frá vlnstri: Þorbjörn Jensson þjálfari, Jóhann Birgis- son llðsstjóri, Ólafur Stefáns- son, Sigfús Sigurðsson, Júlíus Gunnarsson, Finnur Jóhanns- son, Dagur Slgurðsson, Jón Krlstjánsson, Oskar Óskars- son, sem stjórnaðl llðinu í lelknum ásamt Brynjarl Harð- arsynl, og Reynlr Vignir for- maður Vals. Fremri röð frá vinstrl: Davíð Ólafsson, Ingl Rafn Jónsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Gelr Sveinsson, Axel Stefánsson, Sveinn Sigf- innsson, Frosti Guðlaugsson og Valgarð Thoroddsen. Morgunblaðið/Gunnlaugur SUMIR mœttu vel útbúnlr tll leiks, elnsog þessi Valsarl. * ** / ' .f 1 j 1. - •• l1 mm ÉÍU* ■ ■ JrM H| ] Morgunblaðið/Bjarni Fyrsti sigur Philadeiphia í 68 daga PHILADELPHIA vann annan sigur sinn í tólf leikjum, þegar liðið lagði Charlotte Hornets að velli, 99:81. Clarence Weatherspoon lék aðalhlutverkið hjá liðinu, skoraði 28 stig og tók tólf fráköst. Þetta var fyrsti sigur liðsins í 68 daga, eða frá því 21. janúar — þegar liðið sigraði Los Angeles Lakers i framlengdum leik. „Við lékum allir vel og hittnin var í góðu lagi,“ sagði Weatherspoon. Dana Barros skoraði 18 stig og átti 12 stoðsendingar fyrir heimamenn, Sharone Wright 18, Jeff Grayer 16 og Shawn Bradley skoraði 10 stig, tók fimmtán fráköst og varði fjögur skot. Larry Johnson skoraði 22 stig fyrir Hornets og Hersey Hawkins 19. „Það var erfítt að ráða við leikmenn Philadelphia, eins og þeir léku,“ sagði Johnson. Allt bendir til að Scott Burrell leiki ekki meira með Hornets á keppnistímabilinu, þar sem hann meiddist á hásin í leiknum. Indiana Pacers vann fimmta leik- inn í röð, þegar liðið lagði Cleveland Cavaliers 107:96, en í leiknum meiddist Mark Price hjá Cavaliers á ný — hann hafði skorað 12 stig er hann meiddist. Reggie Miller skoraði 22 stig fyrir heimamenn, sem hafa unnið sjö heimaleiki í röð og ellefu í síðustu þrettán leikjum sínum. Chris Mills skoraði 22 stig fyrir gest- ina, en þess má geta að Cavaliers hefíir tapað tíu af síðustu fimmtán leikjum. Gary Payton skoraði flest stig á ferlinum í NBA-deildinni, alls 33, þegar Seattle SuperSonics vann Minnesota Timberwolves, 109:92. Þar með hefur liðið skotist upp að hlið Phoenix. Detlef Schrempf skor- aði 22 stig og Shawn Kemp 20 fyr- ir heimamenn, sem hafa unnið síð- ustu sautján heimaleiki sína gegn Minnesota. Isiah Rider skoraði 19 stig fyrir gestina, sem hafa ekki náð að leggja Sonics að velli síðan í mars 1991. Khalid Reeves skoraði ellefu stig í röð á góðum leikkafla (11:3), þeg- ar Miami Heat vann góðan útisigur, 101:97, á Washington Bullets. Hann skoraði aðeins fjögur önnur stig í leiknum, en þeir sem skoruðu mest fyrir Miami voru Glen Rice, 26 og Kevin Willis 16, en hann tók einnig þrettán fráköst. Chris Webber skor- aði 29 stig og tók nítján fráköst fyrir heimamenn, sem hafa tapað fimm leikjum í röð og sjö af síðustu átta leikjum sínum. Patrick Ewing skoraði 28 stig þegar New York Knicks lagði Detro- it Pistons, 107:97, á útivelli. Allan Houston skoraði 32 fyrir heimamenn og Grant Hill 26, tók tólf fráköst og átti níu stoðsendingar. Pistons hefur tapað níu af síðustu ellefu leikjum liðsins. David Robinson skor- aði 30 stig og tók sextán fráköst þegar San Antonio Spurs vann sinn níunda sigur í röð — lagði Los Ange- les Lakers 107:84. J.R. Reid skoraði 14 stig og tók þrettán fráköst. Þess má geta að Terry Cummings tók sextán fráköst Cedric Ceballos skor- aði 17 stig og Anthony Peeler 15 fyrir Lakers. Kvenna- Eandsliðið Kristján Halldórsson, landsl- iðsþjálfari kvenna, hefur valið 25 leikmanna hóp til æf- inga fyrir mót sem fram fer í Kanada í júní. Mótið er liður S undirbúningi liðsins fyrir þátt- töku í undankeppni Evrópumóts landsliða. Þau landslið sem taka þátt í mótinu eru; Kanada, Bandaríkin og Frakkland auk íslands. Eftirtaldar stúlkur skipa landsliðshópinn: Markverðir: Sóley HaUdórsdóttir og Fanney Rúnarsdóttir, Stjörnunni, Hjör- dís Guðmundsdóttir og Helga Torfadóttir, Víkingi og Vigdís Finnsdóttir, KR. Aðrir leikmenn: Guðný Gunnsteinsdóttir, HerdSs Sigurbergsdóttir, Ragheiður Stephensen, Laufey Sigvalda- dóttir og Inga Fríða Tryggva- dóttir, Stjömunni, Þórunn Garð- arsdóttir og Berglind Ómars- dóttir, Fram, Brynja Steinsen, KR, Andrea Atladóttir, íris Sæmundsdóttir og Sara Guð- jónsdóttir, ÍBV, Kristín Kon- ráðsdóttir og Harpa Melsted, Haukum, Svava Sigurðardóttir, Heiða Erlingsdóttir og Halla María Helgadóttir, Víkingi, Björk Ægisdóttir og Thelma Árnadóttir, FH, Hulda Bjama- dóttir og Áuður Hermannsdótt- ir, Viram Danmörku. NBA-deildin 1 Detroit - New York 97:107 Indiana - Cleveland 107: 96 Philadelphia - Charlotte 99: 81 Washington - Miami 97:101 San Antonio - LA Lakers... .107: 84 Seattle - Minnesota .109: 92 BORÐTENNIS Lýsing styrkir Guðmund næstu tvö árin GUÐMUNDUR Stephensen, sem um síðustu helgi varð átt- faldur íslandsmeistari í borð- tennis, hefur gert samning við Lýsingu hf. um að fyrirtækið styrki hann til þátttöku á mót- um erlendis næstu tvö árin. Pétur Stephensen, formaður borðtennisdeildar Víkings og faðir Guðmundar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þetta hefði geysimikla þýðingu fyrir borðtennisiþróttina hér á iandi: „Nú fær Guðmundur tækifæri til að keppa á mótum erlendis. Það er númer eitt, tvö, og þrjú að hann geti spilað þar við jafn- aldra sína til þess að öðlast þá reynslu sem þarf til að ná ár- angri á alþjóðlegum mótum.“ Það er í nógu að snúast þjá Guðmundi, sem er tólf ára. Á laugardaginn leika unglinga- landslið íslands og Svíþjóðar í húsi Tennis- og badmintonfé- lags Reykjavíkur og hefst keppni klukkan eitt á laugar- dag. Daginn eftir munu svo nokkrir af bestu borðtennisspil- urum landsins takast á við Svíana í útsláttarkeppni og hefst keppni líka klukkan eitt. Gaman verður að sjá hvernig þeirri viðureign lyktar, því Svíar hafa lengi verið fremstir í Evrópu í borðtennis. Morgunblaðið/Sverrir PÉTUR Stephensen, formaöur borðtennisdeildar Víklngs, Guö- mundur Stephensen og Ólafur Helgl Ólafsson, forstjóri Lýslng- ar, eftlr að samningurinn haföl verlð undlrrltaöur í gœr. Þess má geta að Ólafur er alls ekki ókunnur íþróttlnni, því hann hefur lelklö borðtennls með Ernlnum í rúma tvo áratugl. Guðmundur Stephensen átt- faldur íslandsmeistarl í borðtennis. í júní mun Guðmundur lik- lega taka þátt í Opna franska meistaramótinu, en þar munu fremstu unglingar Evrópu í borðtennis takast á. Þá mun hann taka þátt í Evrópumóti unglinga í júlí, þar sem hann verður í flokki 15 ára og yngri.“ Fleiri ungir borðtennisspilar- ar munu einnig koma til með að ly'óta góðs af þessum samn- ingi og má þar helstan telja Ingólf Ingólfsson, sem varð í öðru sæti á yfirstöðnu íslands- móti. Lýsing hf. mun líka styrkja aðra unga leikmenn Víkings til keppni erlendis. Það þarf þvi varla að taka fram að samningurinn er mikil lyftistöng fyrir borðtennis á Islandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.