Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 3
2 F MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 SKÍÐI MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 F 3 Kristinn Bjömsson er kominn í hóp meðþeimbestu Ólafsfirðingurinn Krist- inn Bjömsson hefur dvalið við æfíngar og keppni í Schladming í Austurríki í vetur og sýnt miklar framfarir í skíðabrekkunum. Valur B. Jónatansson spjall- aði við hann um dvölina ytra, árangurinn og framtíðar áform hans. KRISTINIMI Björnsson, skíða- kappi frá Ólafsfirði, hefur vakið athygli fyrir miklar framfarir í vetur og er fremsti skíðamaður sem íslendingar hafa átt. Hann er nú á meðal 50 bestu skíða- manna heims í risasvigi og næsta vetur ætlar hann að reyna sig á meðal þeirra bestu - keppa íheimsbikarnum. Ól- afsfirðingurinn er ekki að gorta sig af afrekunum, er hæglátur og segir að best sé að láta stóru orðin eiga sig og einbeita sér að því að bæta sig enn meira næsta tímabil. „Næsti vetur verður spennandi og ég hlakka til,“ sagði Kristinn. Kristinn, sem "verður 23 ára í maí, er kominn af mikilli skíðafjölskyldu. Faðir hans, Bjöm Þór Ólafsson íþróttakennari, hefur oft verið sagður faðir skíðaíþróttar- innar í Ólafsfirði og eru það orð að sönnu. Kristinn segist snemma hafa fengið áhuga á skíðaíþrótt- inni, man fyrst eftir sér á skíðum á bakinu á pabba sínum. „Pabbi hefur alltaf verið meira fyrir nor- rænu greinamar, stökk og göngu, en ég var alltaf staðráðinn í að fara í alpagreinamar, enda kann ég bet- ur við hraðann. Ætli ég hafí ekki hyrjað að æfa fimm ára gamall og þá keppti ég í bæði norrænum og alpagreinum,“ sagði Kristinn. Frá því í september í fyrra hefur Kristinn búið í Schladming í Austur- ríki ásamt fimm öðrum strákum úr íslenska landsliðinu; Vilhelm Þor- steinssyni, Arnóri Gunnarssyni, Hauki Arnórssyni, Gunnlaugi Magnússyni og Pálmari Péturssyni. Skíðasambandið greiddi húsaleig- una en þeir þurftu að sjá alfarið um sig sjálfir, jafnt eldamennsku sem þrif og þvotta. Sambúðin gekk áfallalaust - Hve'rnig hefur þetta komið út og eins hvernig hefur sambúðin gengið í vetur? „Þetta hefur gengið nokkuð vel. Við vorum mjög vel staðsettir með tilliti til æfinga. Þarna eru góðar brekkur í kring og það er líka mikil- vægt að þjálfarinn, Zbigniew Kam- inski, býr í Schladming og þekkir því vel til þar og á auðvelt með að redda hlutunum. Við höfum verið í tveimur íbúðum í sama húsi, fjórir Á efsta þrepi KRISTINN Björnsson er hér á efsta þrepi á verðlaunapallinum eftlr frækinn sigur í risasvlgi í Elm í Sviss 14. mars. Svissn- esku landsllðsmennirnir Didier Cuche og Paulo Oppliger höfnuðu í 2. og 3. sætl. Krsitinn fékk 11 fis-stig fyrir árang- ur sinn í þessu móti. í annarri og tveir i hinni. Sambúðin gekk nokkuð vel, en það koma allt- af tímabil sem smá vandamál koma upp þegar menn eru svona mikið saman. Þet-ta getur auðvitað verið erfitt, en þetta gekk þó áfallalaust." íslenski fiskurinn á borðum - Nú þurftuð þið á sjá um að elda sjálfir og þvo af ykkur, hvernig skiptuð þið þessu með ykkur? „Við skiptum með okkur verkum, oftast bara einn sem eldaði á hveij- um degi. Við hugsuðum um að hafa kjarngóðan mat. Við fengum fisk að heiman, enda eru bæði fað- ir Arnórs Gunnarssonar og Vil- helms Þosteinssonar togaraskip- stjórar og því var oft íslenskur fisk- ur á borðum. Við reyndum að þrífa eftir bestu getu, svona til að halda í horfinu því íbúðirnar eru litlar. Sama var með þvottinn, hver og einn sá um að þvo af sér spjarirnar.“ - Hvernig gekk vikan fyrir sig hjá ykkur? „Þegar við komum út í haust æfðum við mikið uppi á Dachstein- jöklinum, sem er skammt frá Schladming. Fórum yfirleitt upp um klukkan sjö að morgni og vorum á skíðum á jöklinum í fjóra tíma. Síð- an var tekið matarhlé og þrek- æfingar séinni partinn. í vetur var þetta öðruvísi því við kepptum það mikið. Þegar við æfðum urðum við að vera komnir upp í fjall hálf átta á morgnana og vera farnir áður en túristarnir komu í brekkurnar um klukkan tíu. Oftast var tekin þrek- æfing um miðjan daginn og svo fór mikill tími í að yfirfara skíðin og gera þau klár fyrir næsta dag.“ Besta sem við getum gert - Er þetta heppilegt fyrirkomu- lag, að dvelja erlendis allan veturinn og æfa? „Já, ég held að þetta sé það besta sem við getum gert. Við verðum að vera þar sem aðstaðan er fyrir hendi. Þetta er fimmta árið sem ég er erlendis yfir vetrarmánuðina og er því farinn að venjast þessu lífí. Ég var í skíðamenntaskóla í Geilo í Noregi í fjögur ár og síðan þessi „útlegð“ í Austurríki í vetur.“ - Nú hefur þú náð að bæta þig verulega í vetur. Ertu ekki ánægður með þessar miklu framfarir? „Ég get ekki verið annað en ánægður þó svo að ég hefði viljað geta gert betur í sviginu. Stórsvigið gekk vel í lokin, gerði mitt besta mót upp á fímmtán punkta á móti í Frakklandi rétt áður en ég kom heim. Ég hefði viljað keyra fleiri stórsvig því ég var farinn að ná mér vel á strik þar.“ Rlsasvig á vel viö mig - Þú náðir bestum árangri í risa- svigi, hefur þú skýringu á því? „Risavigið virðist eiga mjög vel við mig og það er svolítið undarlegt því ég hef lítið sem ekkert æft þessa grein, eða aðeins sex æfingar í vet- ur. En tæknin hefur einhvem veg- inn smollið saman í risasviginu.“ - Er þá ekki næsta skref að fara í brunið? „Nei, ég held ekki. Annars er ég ákveðinn í að keppa í tvíkeppni heimsbikarsins næsta vetur, það er að segja bmni og svigi. Og síðan ætla ég líka að prófa risasvigið í heimsbikarnum. Ég held að ég eigi ágætis möguleika á að ná í heims- bikarstig, sérstaklega í tvíkeppn- inni. Ef maður nær í heimsbikarstig verður allt auðveldara, hvað varðar skíðaútbúnað og alla þjónustu. Ég verð að fara strax næsta vetur í Evrópubikarmótin, sem er næsti styrkleiki á eftir heimsbikarnum, til að ná mér þar í stig. Þegar maður er kominn með stig í Evrópu- bikarnum, skipta punktamir engu máli. Þar raðast allt upp eftir stig- um, þar sem fyrstu fímmtán í hverri keppni fá stig.“ Opnar ýmsar dyr - Þegar þú hefur náð svona langt eins og í risasviginu er þá ekki auðveldara að komast inná sterk mót? „Jú, þetta opnar ýmsar dyr. Nú er ég með það góðan árangur að ég fæ allt frítt, þátttökugjöld og uppihald á keppnisstað fyrir mig og þjálfara í öll Evrópubikarmót. I heimsbikarnum er það þannig að ef þú startar innan við 45 færð þú allt frítt og þar ætti ég að vera inni í risasvigi. Næsti vetur verður því mjög spennandi og hitar mann vel upp. Nú sé ég heimsbikardyrnar framundan og það eitt gefur mér aukið sjálfstraust. Næsti vetur verður spurning um það hvort ég næ að stíga þetta mikilvæga skref inn fyrir þröskuldinn - í hóp þeirra allra bestu.“ Betra en ég þoröi að vona - Áttir þú von á að þú myndir bæta árangur þinn svona mikið í vetur? „Nei, ég gerði mér vonir um að komast undir þijátíu í risasvigi. En á fyrsta mótinu fékk ég 14 punkta og þá hugsaði ég um að ná öðru upp á 25 til að komast undir 20 í meðaltal. Síðan sigraði ég á tveimur sterkum mótum í Sviss sem gáfu rúmlega 11 punkta og það var meira en ég þorði nokkru sinni að vona. Fyrir tímabilið var ég með 42 punkta í risasvigi og númer 319 á heimslista, en nú er ég með 11,40 og líklega innan við 50 á heimslista og það opnar ýmsa möguleika. »EG hugsa ekki of langt fram í tímann. Ég spál fyrst og fremst í næsta vetur og læt þaö duga,“ sagöl Kristinn. Kristinn prófar ný skíði í Noregi KRISTINN Björnsson fékk boð um að kom til Noregs 23. apríl til að prófa skíði frá skíðaframleiðanda Rossignol. Árangur Kristins í vetur hefur gert það að verkum að skíðaframleiðendur eru farnir að veita honum meiri athygli en áður. Þeir telja sig hafa hag í því að íslenski skíðamaðurinn sé á réttu tegundinni. „Ég er á Rossignol skíðum og skóm og hitti menn frá fyrirtækinu áður en ég kom til íslands og þeir buðu mér að koma og prófa skíði í Noregi eftir Skíðalandsmótið og alþjóðamótin hér heima. Þar verð- ur heimsbikarlið Norðmanna. Það er mjög mikilvægt að fá að prófa skíði og skó fyrir næsta vetur. Þarna get ég valið þau skíði og þá skó sem henta mér best,“ sagði Kristinn. Skíðaframleiðendur setja upp svona „skíða test“ (prufuskíðun) fyrir helstu skíðastjörnurnar á hveiju vori til að gefa þeim kost á því besta og sýna þær breytingar á skíðum og skóm frá ári til árs. Risasvigið verður númer eitt hjá mér næsta vetur því þar á ég mestu möguleikana." Peningaleysi háir okkur - Hvernig verður næsti vetur? Verður sama fyrirkomulag á æfing- unum? „Það er ekki búið að ákveða það enn. Kaminski þjálfari er kominn til íslands og mun á næstu dögum funda með Skíðasambandinu um þau mál. Hann er með vissar hug- myndir í þessu sambandi. En þetta er mjög dýrt og okkur vantar til- finnanlega góða styrktaraðila. Pen- ingaleysið hefur háð okkur nokkuð. Það er erfitt að vera með aðeins einn þjálfara fyrir sex menn. Það er rosaleg vinna fyrir þjálfarann. Ef ég fer í Evrópubikarinn og Árangur Krístins Björnssonar í risasvigi, stórsvigi og svigi 1993 til 1995 Risasvig Stórsvjg FIS- Sæti á stig heimslista 11,40 45 FIS- Sætiá stig heimslista 16,70 125 FIS- Sæli á stig heimslista 18,0 120 1994 42,56 320 23,10 171 30,66 167 1993 60,58 514 32,95 259 30,62 107 heimsbikarinn næsta vetur verð ég að hafa sér þjálfara og annan bfl. Það er erfitt að samnýta bíl og þjálf- ara þegar við erum að keppa á mismunandi mótum. Þetta fer ekki alltaf saman.“ Hálf milijón á mann - Hafið þið þurft að borga þetta úthald allt sjálfir? „Já, að mestu leyti. Við höfum þurft að borga allt uppihald og ferð- ir. Skíðasambandið greiddi húsa- leiguna og leiguna á bílnum en við höfum sjálfir greitt bensínið og eins gistingu á hótelum þegar við erum í keppnisferðum. Ætli kostnaðurinn við úthaldið þessa sjö mánuði hafi ekki verið rúmlega hálf milljón á mann. Það er erfitt að þurfa að hafa tjárhagsáhyggjur meðan verið er að æfa, það truflar oft að menn nái árangri. Ég hef hins vegar ver- ið heppinn að þessu leyti því ég hef verið vel styrktur af Ólafsfirðingum og Skíðasambandinu. Hinir strák- arnir í landsliðinu hafa ekki fengið sömu aðstoð og kannski hefur það eitthvað að segja með árangur þeirra. Annars höfum við allir bætt okkur hvað punkta varðar í vetur.“ Kaminski algjör vinnuhestur - Hvernig hefur Kaminski þjálf- ari staðið sig? „Mjög vel. Hann er algjör vinnu- hestur og reynir að nota öll þau sambönd sem hann hefur í okkar þágu. Hann er mjög góður þrek- þjálfari og eins hvað varðar skíða- tæknina. Hann vinnur ekki með marga hluti í einu, heldur aðeins þá mikilvægustu. Það er náttúrlega erfitt fyrir hann að fara að breyta okkur, en hann reynir að ná því besta út úr hveijum og einum.“ - Hvert er langtíma markmiðið hjá þér? „Það er auðvitað heimsbikarinn næsta vetur. Síðan er heimsmeist- aramótið, sem átti að fara fram í vetur, á næsta ári og aftur 1997 og svo Ólympíuleikar 1998. Þannig að það er margt spennandi fram- undan. Annars er ég ekki að hugsa of langt fram í tímann. Það er fyrst og fremst næsti vetur sem ég spái í og læt það duga.“ Hef fundið rétta taktinn - Verður þú aldrei þreyttur og leiður á öllum þessum æfingum? „Jú, það koma upp tímabil þegar ekkert gengur. En um leið og vel gengur breytist það. Ég var heppinn í vetur því ég vann fyrsta risasvig- ið strax eftir áramótin. Það hélt manni gangandi allan tímann og maður fékk meira sjálfstraust.“ - Þú ert á réttri leið. Hvað heldur þú að hafi ráðið því að þú hefur náð að bæta þig svona mikið í risa- sviginu í vetur? „Þessi vetur hefur gengið eins og í sögu. Árangurinn í risasviginu er kannski vegna þess að ég er sterkari núna en áður. Ég hef náð að finna rétta taktinn - binda bet- ur saman beygjurnar og eins hef ég meiri tilfinningu fyrir rennsli en áður. Ég skipti um skó fyrir tímabil- ið og skíðin eru betri en áður - renna betur. Ég var á sömu skíðun- um í fyrra en þau voru þá of ný. Ég held að ég hafi líka haft gott af því að skipta um umhverfi. Ég var búinn að vera fjögur mjög góð ár í Geilo. Það er erfitt að benda á eitt sérstakt atriði í þessu sam- bandi, það eru margir samverkandi þættir sem smella allt í einu sam- an.“ - Hvað er framundan á næstu vikum? „Nú er það Skíðalandsmótið á ísafirði og eins alþjóðamótin hér heima. Síðan tek ég smá frí en verð þó að halda mér í toppæfingu. Það er mikilvægt að fara á skíði í sumar til að fínpússa tæknina fyrir næsta vetur. Svo verð ég að vera erlendis allan næsta vetur, það er engin spurning. Þetta er heilsárs þjálfun." ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR / ÞYSKALAND „Martin Rubin mun styrkja Dormagen“ - segir Kristján Arason. Dormagen er að berjast um Evrópusæti „MARTIN Rubin mun styrkja Dormagen-liðið mikið, þar sem hann er bæði sterkur sóknar- og varnarleikmaður," segir Kristján Arason, þjálfari Dor- magen, sem hefur samið við svissnesku vinstrihandarskytt- una Rubin, sem leikur með Wackerthun. Féiögin eiga eftir að ná samkomulagi um kaup- verð Rubins, sem er 30 ára. etta þýðir að sænski landsliðs- maðurinn Robert Andersson þarf að yfirgefa herbúðir Dormag- en, þó svo að hann eigi eftir eitt ár af samningi sínum við félagið. „Það skapaðist viss órói meðal leik- manna minna þegar fréttist að við værum í viðræðum við Rubin, þar sem Andersson er mjög vinsæll í leikmannahópnum. Við ræddum við leikmenn og sögðum að það væri ekki ætlun okkar að fæla leikmenn í burtu sem væru með skriflega samninga. Þetta er þó hluti af at- vinnumennskunni — við viljum styrkja liðið okkar, þannig að það nái betri árangri. Helsti veikleiki Krlstján Arason Anderssons er að hann getur ekki leikið varnarleik, en það getur Rub- in aftur á móti,“ sagði Kristján. Þegar tvær umferðir eru eftir í þýsku úrvalsdeildinni á Dormagen möguleika á að hafna í fjórða sæti og tiyggja sér öruggt sæti í Evrópu- keppni. Liðið leikur heima gegn Nettelstedt í kvöld og úti gegn Flensburg um helgina. „Við þurfum að vinna báða leikina til að vera pottþéttir með fjórða sætið. Við ættum að vera nokkuð öruggir með sigur gegn Nettelstedt, þar sem við höfum ekki tapað heima á keppnis- tímabilinu. Róðurinn verður erfiður í Flensburg," sagði Kristján. Fjölgun útlendinga ekki samþykkt Ársþing Þýska handknattleiks- sambandsins var haldið um si. helgi og var þá tekin fyrir tillaga um að leyfa tveimur útlendingum að leika með þýskum liðum. Sú tillaga var ekki samþykkt, þar sem menn vilja bíða eftir reglugerðum Evrópusam- bandsins um íþróttir. Ef ekki verður litið á leikmenn innan ESB sem útlendinga, verða leikmenn frá Sví- þjóð og Danmörku ekki skráðir sem útlendingar — þá koma leikmenn frá íslandi og austur-Evrópu til með að beijast um sæti í þýskum liðum, sem útlendingar. KNATTSPYRNA / SVIÞJOÐ Flestir veðja a Gautaborg Sparksérfræðingar í Svíþjóð spá því að IFK Gautaborg verði meistari þar í landi enn eitt árið — þegar keppnistímabilið þar er að byija. Malmö FF er 'spáð öðru sæti og Örebro, sem íslendingamir Arnór Guðjohnsen, Hlynur Stefánsson Frá Grétari Eyþórssyni I Sviþjóö og Hlynur Birgisson leika með, er spáð þriðja sætinu. Örgryte, sem Rúnar Kristinsson leikur með, er spáð tólfta sæti og Frö- lunda, sem Kristófer Sigurgeirs- son leikur með, er spáð fjórtánda og neðsta sætinu. Spá sérfræðing- anna gengur ekki alitaf eftir, því fyrir sl. keppnistímabil spáðu þeir Örebro ellefta sætinu, en þegar upp var staðið varð Örebro í öðru sæti eftir harða baráttu við IFK Gautaborg, sem hafði heppnina með sér á lokasprettinum. Örebro leikur fyrsta leik sinn á útivelli — gegn Trelleborg á sunnudaginn, þá leikur Frölunda í Hammarby. Rúnar Kristinsson og félagar hjá Örebro taka á móti Norrköping á mánudaginn í Gautaborg. KORFUKNATTLEIKUR UCLA loks meistari efftir 20 ára bið UCLA Bruins sigraði meistaralið síðasta árs, Arkansas, 89:78 í úrslitaleik bandaríska háskóla- körfuboltans í fyrri nótt. Þetta var fyrsti sigur UCLA í 20 ár, eða síð- an 1975 en þá var liðið mjög sigur- sælt og hafði unnið keppnina tíu sinnum á 12 árum. UCLA-liðið lék án besta leikmanns síns, Tyus Edn- ey, í úfslitaleiknum en hann var meiddur. Það kom ekki að sök því UCLA hafði frumkvæðið í leiknu frá byijun. Framherjinn Ed O’Bannon var bestur í liði meistar- anna, gerði 30 stig og tók 17 frá- köst. Toby Bailey kom næstur með 26 stig. Sigurinn var sætur fyrir þjálfara liðsins, Jim Harrick, sem hefur þjálfað liðið í sjö ár. „Það er frábær tilfinning að sigra. Þetta er það sem alla dreymir um, hvort sem það eru leikmenn eða þjálfarar,“ sagði Harrick. „Það er engin spurning að UCLA var með betra lið í þessum leik. Það var eins og okkar lið væri að vaða leðju mest allan leikinn,” sagði Nolan Richardson, þjálfari Arkansas. Urslitaleikur háskólakeppninnar er mjög vinsæll í Bandaríkjunum, jafnvel vinsælli en úrslitaleikirnir í NBA-deildinni. Leikurinn fór fram í Seattle fyrir framan 38.000 áhorf- endur og var jafnframt sýndur í beinni útsendingu um öll Bandarík- in. Mikil gleði braust út í Los Angel- es eftir sigurinn og þustu þúsundir stúdenta út á götur borgarinnar og hrópuðu „UCLA! UCLA!“. ÍÞRÖntR An Ef þú smellir á ÍÞRÖmR færðu allt sem skrifað er um íþróttir í Morgunblaðinu í dag. Prófaðu! http://www.strengur.is U-20 ára liðið til Finnlands ÍSLENSKA kvennalandsliðið, U-20 ára, í körfuknattleiktekur þátt í Norðurlandamótinu í Finnlandi um páskana. Þetta er í fyrsta sinn sem Norðurlandamót er haldið í þessum aldursflokki og því var ákveðið að heiniila þremur eldri leikmönnum að vera með. Svali Björgvinsson þjálfari hefur valið eftirtaldar stúlkur í liðið: Anna Dís Sveinbjörnsdóttir, UMFG, Anna María Sveinsdóttir, Björg Hafsteinsdótt- ir, Erla Rcynsdóttir og Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík, Elísa Vilbergsdóttir og Erla Hendriksdóttir, Breiðabliki, Helga Þorvaldsdóttir, KR, Inga Dóra Magnúsdóttir og Kristín Magnúsdóttir, Tindastóli og Kristjana Magnúsdóttir og Linda Stefánsdóttir, Val. Anna Maria, Björg og Linda eru eldri leikmennirnir. íslenska liðið leikur fjóra leiki Finnlandi; við Finna og Dani 14. april, Svía 15. apríl og Noreg 16. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.